Sunday, November 8, 2009

skólinn

Ekkert er maður að ná að skrifa á þessa síðu en svona er það nú þegar Facebook er við völd og maður getur skotið þar inn fréttum við og við. Framundan er mánuður dauðans þar sem verkefnavinna og próflestur fara í hönd. Diddi bróðir á afmælið í dag og ég sendi honum mínar bestu kveðjur og ætla að kíkja á hann seinnipartinn. Ég er núna á skrifstofunni hans Mikaels með Lilju, Andreu og Beggu að vinna verkefni í alþjóðaviðskiptum og það er ekkert leiðinlegt en tekur sinn tíma. Á fimmtudaginn var vetrarhátíð hjá viðskiptafræðideild HR og við fórum allt gengið og skemmtum okkur vel nema á ballinu sjálfu en þar spiluðu Daltón sem er ekki skemmtileg hljómsveit. Í gær fór ég með Ingó í afmæli til konunar hans Jóa úr Messoforte þar sem hann spilaði í fullt af skemmtiatriðum. Við kíktum svo með Stebba Hilmars og Önnu konunni hans upp á Hilton barinn þar á eftir og hittum Evu Ásrúnu söngkonu og Ernu Þórarins sem var þar með Pétri Snæbjörnssyni hótelstjóra úr Mývatnssveitinni minni fögru. Þau voru þarna með fullt af vinum sínum og það var fyndin stemning í gangi. Við vorum nú ekkert mjög lengi en þetta var gaman.

Í dag er afmæli Didda bróður og hann og Örn héldu upp á afmælin sín saman og vorum rétt í þessu að koma heim úr því. Brói og Svanhildur komu með guttana sína og Arnaldur Kári var alveg milljón. Hann var á fullu að kjafta og segja öll orð sem honum var sagt að segja. Algjör krúsídúlla. Malla var með skottin sín þrjú og Álfhildur Ester rúsína gekk manna á milli sem allir vildu halda á og knúsa. Þorgerður með sína krakka, Ássý frænka og Valdemar Örn sem gleymdist að hringja í kom á síðustu stundu. Þetta var allavega bara mjög gaman. Í kvöld á að horfa á lokaþátt Fangavaktarinnar og chilla.

Wednesday, October 21, 2009

Veik

Jæja ekki slapp maður við svínaflensuna og þar að auki fékk ég lungnabólgu líka. Vaknaði í gærmorgun orðin veik samt ekki með svo mikinn hita en ég fann að ég var ekki eins og ég átti að vera. Var með slæman hósta sem hreinlega brendi á mér lungun. Hélt mig heima en um kvöldið fór ég á læknavaktina með 39 stiga hita og þar fékk ég þennan úrskurð. Ég ætti auðvitað að vera á fullu í skólanum en það verður víst ekki alveg strax. Það er próf á mánudaginn og ég er svona að kíkja á efnið fyrir það þar sem ég er mun hressari í dag og næstum ekki með neinn hausverk. Verð samt að taka því rólega og taka lyfin mín. Krakkarnir hafa enn sloppið og Ingó líka og ég vona að það verði áfram. Valdemar Örn var sárlasinn af þessu og Aldís Dagmar er veik núna.

Við vorum á Akureyri um síðustu helgi og það var mjög gaman. Fór til Brynju á laugardeginum í afmæli Dagrúnar Kristínar og hitti fullt af skemmtilegu fólki og át yfir mig af kökum og heitum réttum. Um kvöldið skellt ég mér á Vélsmiðjuna með Auði vinkonu og Áslaugu systur Brynju og við dönsuðum alla nóttina. Ingó fór í mat til Bigga þetta kvöld með strákunum en ég fór ekki með. Svo kíkti ég á sunnudeginum á Arnhildi í nýju íbúðina og á Lillu og fór svo heim til Affíar. Gaman að ná að hitta svona margar. Fór ekki til Sollu vinkonu þar sem ég frétti að hún væri að koma suður en svo veiktist dóttir hennar og hún koma aldrei suður. Helgu Kvam hitti ég ekki heldur þar sem ég var bíllaus og vildi ekki taka pabba bíl of lengi. Verð að ná af henni næst.

Jæja best að gera smá í glósum og vona að mér batni sem fyrst.

Tuesday, October 13, 2009

Þreytt

Jæja ekki hef ég haldið mig við það að blogga eins og ég ætlaði en ætla nú samt að reyna að koma með línu við og við. Skólinn tekur sinn toll eins og alltaf og ég var í tölfræðiprófi í morgun og það var hræðilega erfitt og ég er dauðþreytt. Sem betur fer gildir það aðeins til upphækkunar svo líklega má ég henda einkunn þessari í ruslið hehe.. Lífið gengur sinn vanagagn nóg að gera hjá Ástu í Kvennó en hún er bara ánægð. Hún er búin að vera í leiklist þar og langar að vera meira. Hún er búin að fara í busaferð í Þórsmörk, fara í ferð með nemendafélögunum og kynnast fullt af fólki. Maður hugsar til þess tíma þegar maður var að fara í MA og hvað það var nú gaman. Guðný er komin aftur á fullt í fótbolta og það er líka nóg að gera í skólanum. Nýjasta æðið hennar er að selja föt og kaupa á Facebook og hefur nú nælt í nokkrar góðar flíkur á ansi góðu verði. Úlfur er á fullu í fimleikum og hefur fullt af vinum sem betur fer og kemur aldrei einn lengur heim. Á morgun er hann að fara í fer upp í Katlagil sem er bústaður sem skólinn á og þar verður gist í eina nótt. Það er þá síðasta barnið mitt sem fer í svona 6. bekkjar ferð :-). Ingó er á fullu að bera út, kenna og spila þegar færi gefst á.

Um helgina voru þær Ingveldur og Brynja hjá mér og við áttum æðislega stund saman sem endaði á miklum dansi hér heima í stofu og kíkt svo aðeins í bæinn á eftir. Ingveldur er hér í námi aðra hverja helgi svo ég vona að ég sjái hana mikið næstu 2 árin.

Ég hitti ekki marga fyrir utan Andreu, Mikael og Lilju en er þó að reyna. Ætla að kíkja á Ingigerði á morgun og sjá Kristínu Ástu mína og knúsa hana vel. Svo förum við Ingó til Akureyrar um helgina. Tengdó er á spítala fékk vægt hjartaáfall um helgina en er hress og kemur heim á fimmtudag/föstudag.

Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kvitta endilega til að hvetja mig til að skrifa :-)

Sunday, September 20, 2009

haustlitir

Vikan leið hratt og ég bara settist ekkert niður til að blogga. Í dag er rigningarlegt en haustlitirnir eru samt svo dásamlegir. Úti í garði er rabbarbarablaðka fagurrauð og mér finnst náttúran undursamleg á þessum árstíma. Vildi þó að hér stoppaði allt og yrði bara aftur grænt því vetur og kuldi er ekki fyrir mig. Ég tók þá ákvörðun að hætta í gerð og greiningu ársreikninga og vera bara í 4 fögum á haustönn. Er ansi sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun og vona að það veiti mér kraft til að ná hinum fögunum með stæl. Lilja sagði sig úr þessum með mér og við ætlum að taka þetta næsta vetur. Var í gær uppi í skóla frá 10 til 18 að reikna tölfræði og klára verkefni í rekstarstjórnun sem við eigum að skila í dag.

Ég fór á fimmtudagskvöldið og hitti bekkjarsystur mínar úr 4-G heima hjá Hjördísi Halldórs. Það var ekkert smá gaman. Við Linda fórum saman og þær sem mættu voru Valdís Vera, Kristín, Ólöf, Svava Halldóra, Ragnhildur og Svanborg. Bara nokkuð gott myndi ég telja þar sem slatti af liðinu býr úti á landi. Það var mikið rætt og spjallað og við ætlum að hittast fyrr en síðar aftur. Tók nokkrar myndir úr þessu boði en set þær inn næst.

Núna erum við Ingó á leiðinni til Ingigerðar og Sigtryggs í smá sunnudagsheimsókn. Úlfur er farinn í sund með Agnari, Jasmín náði í Guðnýju og fór með hana í Smáralindina og Ásta er að fara að læra.

Núna er ég að reyna að hafa það fyrir reglu að elda eitthvað gott um helgar, leggja á borð inni í stofu og kveikja á kertum og hafa kósý fjölskyldumat. Það er bara notarlegt að gera svona. Jæja ekki meira í bili. Endilega kvittið ef þið kíkið hér inn.

Friday, September 11, 2009

Föstudagur

Enn ein helgin og mér finnst tíminn æða áfram. Mætti upp á bókasafn rúmlega 8 þar sem við áttum frátekið herbergi. Lilja mætti upp úr hálf 9 og ekki svo löngu síðar datt Begga óvænt inn til okkar. Við þrjár byrjuðum allar að skoða skilaverkefni 1 í tölfræði og vorum vorum voða duglegar. Ég og Mikael erum saman í hóp í því verkefni og í gær bjuggum við til spurninalistann sem við ætlum að nota. Hann kom svo síðar til okkar og við fjögur fórum niður í matsal og fengum okkur að borða saman og þar lögðum við könnunin okkar fyrir 40 HR nema. Þegar við vorum búin að borða þá fórum við Mikael út í HÍ á háskólatorgið og lögðum þar fyrir 40 HÍ nema. Eftir það var farið aftur upp í skóla. Mikael fór svo að kaupa stríðsbúning en það er óvissuferð hjá vinahópi hans á morgun og stríðsþema. Begga fór um 1 leytið en við Lilja fórum að kíkja á heimadæmi. Sigurður Baugur vinur okkar sem lærði með okkur í sumar undir fjármálin kom svo og lærði með okkur. Begga mætti svo á svæðið eftir að hafa átt gott hádegi og borðað sushi. Ég fór heim um hálf 5 og ætlaði mér í ræktina en nennti svo ekki og ekki í fyrsta sinn því ég er löt að hreyfa mig núna en verð að fara að taka á því. Á morgun ætla ég að heimsækja Dísu mína úr Gutenberg og skoða nýja (gamla) húsið hennar í Kópavoginum. Hef ekkert hitt hana í sumar og hlakka ekkert smá til!!! Svo er planið að kíkja á Ingigerði þar á eftir. Eitthvað verður maður svo að læra og hjálpa dætrum mínum að læra. Hér snýst allt um lærdóm hehe.. Á sunnudaginn ætla ég í Kolaportið að selja gömul föt og stelpurnar ætla að selja Bratz dúkkur og fleira dót. Endilega ef ykkur vantar eitthvað kíkið þá á okkur.

Gleðifréttin er sú að Kristín elsku frænka mín eignaðist stelpu í morgun svo ég segi til hamingju Kristín mín og Siggi.

Í kvöld er afslöppun og á morgun sé ég kannski Ingveldi sem er hér í skólatörn og svo er kennarapartý með Ingó annað kvöld. Humm ekki svo dull helgi eftir allt.

Thursday, September 10, 2009

Það er farið að dimma

Ég er búin að vera á fullu þessa vikuna að laga til og ganga frá dóti og reyna að finna staði til að hafa dót á. Er nú þegar komin með rúmlega 3 ferðatöskur af fötum sem ég ætla að selja í Kolaportinu og nú er bara að drífa sig í að panta tíma. Ég er löt að drífa mig af stað í skólann og löt að læra heima. Er ekkert voðalega spennt yfir því sem ég er að læra um þessar mundir. Sumt er ágætt en ég kem mér ekki í að setjast niður og læra ja allt nema tölfræðina sem ég hef verið nokkuð dugleg við að fylgja eftir. Nú eru 3 verkefni framundan og ég er svona semí byrjuð á fyrsta.

Annars fékk ég rosalega skemmtilega heimasókn í gær en þá komu Sóley, Nanna, Steinunn og Lísa, sem voru með mér í nýsköpun og stofnun fyrirtækja, í heimsókn. Við hlóum út í eitt og skemmtum okkur vel og það er planið að endurtaka þetta sem fyrst. Góður hópur vantaði bara Magga sem komst ekki.

Ég er enn og aftur komin í helgarfrí algjör lúxus að vera í löngu helgarfríi :-) en þessa helgi verð ég að vera mun duglegri en þá síðustu. Held að Ingveldur sé að koma í bæinn þessa helgi og vonast til að hitta á hana. Svo átti Ingigerður afmæli á þriðjudaginn og mig langar að sjá hana líka.

Ásta fór á fyrstu leiklistaræfinguna sína í Kvennó í gær og skemmti sér vel. Rifjast upp minningar mínar úr Möðruvallakjallara haustið ´88 þegar ég mætti sjálf á mína fyrstu æfingu. Væri nú alveg til í að vinna í leikhúsi kannski maður ætti að skipta um vettvang??

Hvað segja bloggvinir mínir annars gott?

Monday, September 7, 2009

helgin, skólinn og allt það

Komin í frí á hádegi á fimmtudögum sem er æði og á þá langa helgi. Á föstudaginn var ég að læra í tölfræði og laga til í leiðinni. Ég er að taka til í skápum og skúffum og hef sankað að mér í 3 töskur fötum sem ég ætla að selja. Ætli ég sé ekki líka komin með slatta af skóm sem ég ætla að selja og allt á mjög lágu verði í Kolaportinu. Vorum heima á föstudagskvöldinu ég var eiginlega dauðþreytt og nennti ekki á Sálarball á Spot svo við Ingó vorum bara í rólegheitum. Á laugardaginn var ég að laga til og læra og svo fór ég með Ingó og Spútnik upp í Borgarnes þar sem hann spilaði ´80 prógramm með Telmu. Ég var í miðasölu og því miður þá komu ekki mjög margir en hljómsveitin var flott sem aldrei fyrr.


Pétur flottur með hárkolluna í ´80 dressinu


Stjáni söngvari í miklu stuði


Kiddi K í svakalegu dressi með taktinn á hreinu


Telma söngkona flottasta


Ingó sæti maðurinn minn og flottasti trommarinn á landinu



Sunnudagurinn var bara rólegheit líka enda var ég dauðþreytt með meiru eftir að hafa komið heim að ganga 7 um morguninn. Ég hjálpaði Ástu að læra og svo bara chill. Í dag var það skólinn og svo fundur á eftir með krökkum sem eru að fara á Future leaders forum á föstudaginn en þar verð ég ásamt c.a. 12-13 öðrum úr HR að taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Annars er bara nóg að gera og verður það í vetur en mig langar nú að fara að sjá framan í vini mína fljótlega :-)

Friday, September 4, 2009

Skólinn


Ég, Áslaug systir Brynju og Brynja að fara á ´80 ball með Spútnik um síðustu helgi.

Jæja kannski maður hendi smá á blað því ég er bara alveg hætt að blogga og Facebook tekið yfir. Sumarið var gott og ég átti góðar stundir með fullt af góðum vinum. Ég tók líka einn fjármálakúrs sem ég náði og það er gleðiefni þá þarf ég ekki að sitja hann aftur!!! Nú er skólinn byrjaður aftur og ég komin á annað ár svo kannski þetta hafist á endanum. Ásta mín er byrjuð í Kvennó og skemmtir sér vel. Þangað fór hún með fullt af gömlum og góðum vinkonum eins og Siggu, Stefaníu, Ingu Hrönn og meira og minna öllum vinahópnum sínum. Guðný er komin í 7 bekk í Laugalækjarskóla og er ansi sátt. Þar eru þau ekki skikkuð út í frímínútur og þetta er allt bara miklu skemmtilegra finnst henni. Úlfur minn er á elsta ári í Laugarnesskóla kominn í 6 bekk. Ingó er að spil, kenna og bera út svo það er nóg að gera hjá honum. Ég hef verið að taka til í fataskápum og ætla mér í Kolaportið við tækifæri og selja slatta þar. Um daginn dó hún Stína ömmusystir mín og þá hitti ég fullt af frændfólki sem ég hef ekki séð lengi eins og Sólveigu en ég held að hana hafi ég ekki séð síðan hún flutti til New York. Erin mín kom og það var gaman að hitta hana aftur og ég er búin að eiga góðar stundir með henni í sumar. Brynja er flutt norður og búin að koma sér fyrir í fallegri íbúð og ég hlakka til að hitta hana sem mest. Ingveldur er að fara í nám hér í HÍ og þarf að koma mikið suður og ég vona að hún verði sem mest hjá mér!!! :-) Lólu þarf ég að fara að hringja í og eins mína elskulegu systur í Þýskalandi. Jæja tölfræðin kallar ég reyni að blogga meira í vetur en ég gerði í sumar.

Monday, June 29, 2009

sumar

Ekki er ég dugleg í blogginu þar sem maður er alltaf á Facebook en hér koma nokkrar línur. Guðný mín er komin til Þýskalands búin að vera í rétt viku. Hún hefur það gott og við söknum hennar auðvitað mikið. Ég er byrjuð í sumarskóla í Fjármálum 1 en þannig var að ég hætti í þeim kúrsi í vetur vegna hræðilegrar kennslu. Svo kom á daginn að fleiri höfðu ekki grætt mikið á þessari kennslu svo að skólinn varð í fyrsta skipti í sögu sinni að bjóða upp á ókeypis sumarkúrs í þessu. Ég gat auðvitað ekki neitað þessu en ekki finnst mér þetta nú spennandi. Hef verið að bera út með Ingó sem er góð hreyfing en ekki gert mikið af því síðan skólinn byrjaði. Þetta er reyndar bara 3ja vikna kúrs sem endar með prófi 13 júlí á afmæli Guðnýjar og Lólu minnar vona að það reynist mér happa. Ásta er í unglingavinnunni og það er betra en ekki neitt. Úlfur hefur svona verið að leika við hina og þessa og nú nýlega endurnýjað kynni við Dag vin sinn frá leikskóla sem flutti í Kópavoginn fyrir nokkrum árum. Við höfum verið að keyra þá á milli sem er bara í góðu lagi. Núna eru Ingi Þór og Arnar Freyr vinir hans úr Litluhlíð (búa í sama raðhúsi og mamma og pabbi) hér og þeir eru búnir að vera mikið saman. Við Ingó erum á fullu í ræktinni og ég les Líkami fyrir lífið fyrir konur af kappi og ætla að taka mig vel í gegn eftir prófið en er þó byrjuð strax í átaki. Um helgina fór ég á kaffihús með Heiðrúnu og út að borða með Lindu og Ása, hitti Bróa og Svanhildi og sætu frændur mína og endaði í heimsókn hjá Ingigerði og fjölskyldu. Ingó var á Bíldudal að spila svo það var ekkert annað en að heimsækja fólk á milli þess sem við Lilja vinkona í HR gerðum fjármálaverkefni. Þessi vika verður mikið skóli og ræktin og svo er það norður um næstu helgi og þá verður Úlfur líklega eftir hjá mömmu og pabba.

Sunday, June 14, 2009

Smá blogg

Það maður byrjaði á Facebook er maður ansi latur við að blogga en hér kemur smá upprifjun á því sem hefur verið að gerast. Nú fyrst skal nefna að ég kláraði öll prófin mín með glæsibrag og er stollt. Best að telja það hér upp :-)... Þjóðhagfræði 8, Rekstrargreining 8,5 , Nýsköpun og stofnun fyrirtækja 8,5 og Stjórnun 9 þetta er svo að gefa mér 8,5 í meðaleinkunn fyrir þessa önn. Og ég er ansi montin get ég sagt ykkur. Ég ætlaði að vera í löngu og góðu sumarfríi en það breyttist aðeins þar sem HR ákvað að bjóða upp á 3ja vikna námskeið í Fjármálum 1 en það er kúrs sem ég skráði mig úr í vetur þar sem kennslan var hörmuleg og núna er það að sjást á einkunnum nemenda þar sem mikill fjöldi féll. HR er því að neyðast til að bjóða þetta námskeið og það ókeypis og ég get varla sleppt því. Ég hlýt að geta krafsað í bakkann með það.

Ég skrapp til Brynju minnar í Svíþjóð þann 4 júní og fagnaði með henni útskrif úr mastersnámi í lýðheilsufræði. Auðvitað var hún einn af toppnemendunum þar enda á ég bara þannig vini hehe og má til gamans geta þess að Andrea, Mikael og Heiðdís góðir vinir mínir úr HR fóru öll á forsetalistann fyrir önnina sem er að líða. En allavega við höfðum það gott í Lundi þó svo veður hafi nú ekki verið spes.

Brynja og Valli, Dagrún Kristín, Hörður Breki og Nanna á útskriftardaginn hennar Brynju


Við Brynja pæjur að fara að útskriftinni


Við Brynja komnar í hátíðarsal Lundarháskóla


Brynja að flytja ræðu fyrir hönd útskriftarnema úr mastersnámi úr lýðheilsufræði



Ég pæjan um kvöldið þegar við fórum út að borða


Svo var farið að undirbúa svaka veislu heima hjá Brynju og Valla sem haldin var laugardaginn 6 júní. Hér koma nokkrar myndir af því


Nanna "fósturdóttir" Brynju og Valla og Logi "vinur hennar"


Frú Kristín mamma Brynju á fullu í undirbúningi


Hörður pabbi hennar líka á fullu


Brynja að fara að skreyta tertuna


Veisluborðið ekkert smá flott


Við Tobba í stuði í veislunni


Ég og hún Brynja mín

Svo tók ég auðvitað fullt af fleiri myndum en þær fara allar inn á Facebook og þið verðið bara að skoða þær þar. Nú eftir að heim kom var bara farið í að taka upp úr töskum og ganga frá og svo tók við rosalega matargerð. Er búin að búa til og setja í frysti; Bolognese sósu, gulrótarsúpu, baunabuff og speltbrauð svo núna er ég ágætlega sett að grípa eitthvað þegar maður veit ekkert hvað á að hafa í kvöldmatinn. Ætla líka að gera kjötbollur og frysta svo þetta verður bara æði :-). Hef svo verið að fara með mínum yndislega manni að bera út og það er holl og góð hreyfing og ekki slæmt þar sem veðrið hefur verið frábært. Erum líka búin að fara í ræktina og nú á að taka á því. Búin að hitta Arndísi og dætur sem var mjög gaman. Í dag kemur Heiðrún til mín eftir vinnu og borðar hjá mér og á miðvikudaginn fer ég í skýrn Kristínar Ástu Sigtryggsdóttur en þar verð ég skírnarvottur og er þvílíkt ánægð með það. Malla er búin að skíra sína dóttur Álfhildi Ester (Esther veit ekki hvernig hún skirfar það hehe) og mamma að deyja úr monti enda Malla alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni.

Núna er bara rétt vika í að hún Guðný mín fari til Þýskalands og á ég eftir að sakna hennar mikið. Hún var á pæjumóti í Eyjum í síðustu viku og stóð sig eins og hetja. Ásta er búin að sækja um í Kvennó og við bíðum spennt eftir svari. Hún er í unglingavinnunni með Siggu og fleiri vinum sínum og byrjaði þar í dag. Úlfur er nú bara að skottast hér og þar og hefur mikið leikið við Ormar vin sinn sem býr í Álftamýrinni. Ég hef þetta ekki lengar að sinni og reyni að blogga meira fljótlega.

Friday, May 8, 2009

Nýsköpun

Jæja langt blogg hlé enda búið að vera bilun að gera og er enn. Tók 2 próf og fer í eitt sjúkarpróf á bilinu 25-29 maí. Þjóðhagfræði einkunn 8 og Rekstargreining einkunn 8,5 meðaleinkunn mín er því 8 so far og ég búin að hækka mig upp um 0,1. Ansi ánægð með þetta. Þessa dagana er snýst líf mitt um að búa til fyrirtæki sem er 3ja vikna kúrs í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Við erum 6 saman í hópi og ég þekkti bara eina stelpu hana Sóleyju sem er með mér í bekk. Hin hafði ég aldrei talað við áður. Ein þeirra er ættuð frá Arnarvatni barnabarn Sverris bróður hennar Þóru. Lítill heimur er nú þetta. Ég þakka öllum sem tóku könnunina sem við auglýstum inni á Facebook þar sem við erum að gera rannsókn fyrir verkefnið. Við skilum þessum á fimmtudaginn og á föstudaginn þá flytjum við það fyrir dómnefnd og svo er geðveikt lokahóf um kvöldið. Á laugardeginum fer ég upp í bústað í Skorradal að hitta stelpurnar sem voru með mér í bekk í 4G í MA það verður svaka stuð enda fæstar séð í langan tíma. Ég er aðeins búin að hitta Lindu en hlakka til að geta séð hana meira. Arndís kom í heimsókn með dætur sínar um síðustu helgi það var gaman og svo hitti ég saumó á miðvikudaginn. Pabbi er í bænum og var hjá mér í mat í kvöld fer heim í næstu viku og gistir hjá Didda. Vorum líka í bústað hjá Didda eina nótt um síðustu helgi og það var rosa gaman. Ekki séð Ingigerði í næstum 2 vikur og ætla svo sannarlega að sjá meira af henni þegar ég er búin. Fer í mat til Heiðrúnar á fimmtudaginn í næstu viku svo það er nóg að gera. Er hálf slöpp og veik en vona að ég nái því úr mér. Knús til ykkar allra hef þetta ekki lengar í bili.

Wednesday, April 8, 2009

Fyrsta prófið búið - páskar framundan

Langt bloggfrí hjá mér og margt búið að gerast. Fyrst skal nefna að bæði Arndís frænka mín og Ingigerður vinkona mín eignuðustu stelpur nú í lok mars. Arndís er búin að nefna dóttur sína Ölmu en hin er bara enn ónefnd prinsessa. Þær eru báðar algjör krútt :-). Nú mamma er búin að vera veik. Búið að vera hjartaóregla á henni og á endanum fékk hún gangráð en er samt ekki búin að ná sér að fullu. Í síðustu viku fór ég norður og var hjá þeim og reyndi að hugsa aðeins um þau ásamt því að læra. Náði að fara í mat til Ingveldar, hitta Helgu Kvam á kaffihúsi og eyða kvöldstund með Auði Kjartans og kíkja í Norðurgötuna. Um helgina var ferming hjá Didda þar sem hann Eiríkur sæti frændi minn var fermdur. Ég kom að norðar á föstudagskvöldinu og beint í að hjálpa þeim og fór svo strax á laugardeginum til þeirra og við Ássý frænka áttum góða stund saman við að skreyta kökur og útbúa rétti. Þar hittum við fullt af skemmtilegu fólki og má þar t.d. nefna að Marlisa var á landinu að hitta Auðunn Mána og hún kom. Birthe var líka komin frá Danmörku en það á að ferma hjá Guðbjörgu núna á morgun og hún kom til að vera viðstödd þá fermingu og kom því til Didda líka. Nú svo tók við próflestur allan sunnudaginn, mánudaginn og í gær og má segja að það hafi verið c.a. 15 klst á dag teknar uppi í HR þessa dagana. Enda er bakið á mér orðið dofið og ég andi þreytt. En mikið var gott að vera í félagsskap þeirra Lilju, Mikaels og Andreu án þeirra hefði ég aldrei meikað þetta. Sofnaði hálf 1 í nótt og svaf illa og var komin á fætur upp úr hálf 7 og mætt í próf kl 9. Fyrir áhugasama um viðskiptafræði þá var þetta í rekstrargreiningu en á miðannaprófinu fékk ég 9,7 og var næsthæst. Held ég verði það nú ekki núna því þetta var bæði og langt próf og ég ásamt flestum brunnum inni á tíma og svo var það líka bara flókið. En ég gerði mitt besta á nú ekki von á að ég sé fallin en hvað ég fæ kemur í ljós. Við ætlum að bruna norður í dag með Ástu og Úlf en Guðný er farin norður. Hún fór í gær með Didda og co ásamt Kristínu Dögg sem kom um síðustu helgi og var hjá okkur. Ég á nú eftir að stússast svo ég veit ekki hvernær við komumst af stað. Ég næ sjálfsagt ekki að hitta Lindu sem er komin heim. Velkomin vinkona hlakka til að sjá þig. En á Akureyri býður hún Rósa mín eftir að hitta mig og allir hinir. Andrea ætlar kannski að skella sér norður og þá hitti ég hana líka. Svo er það bara meiri próf en næst er þjóðhagfræði 20 apríl og stjórnun 24 og þá er ég búin í prófum en svo tekur við nýsköpun og stofnun fyrirtækja í maí. Sumarið óráðið.
Hef þetta ekki lengar í bili knús og kreist...

Tuesday, March 17, 2009

Hann Ingó á afmæli í dag

Elsku ástin mín á afmæli í dag og hér sendi ég honum mínar bestu kveðjur

Ingó með Úlfi á Bláu könnunni á Akureyri um jólin


Ingó sæti um jólin

Annars er búið að vera mikið um að vera hjá mér í dag. Fyrir 2 vikum tábrotnaði Úlfur í fimleikum og fór í gifs. Í gær var tékkað á honum og þá kom í ljós að þetta var að gróa rangt. Þannig að í morgun kl 11 mætti afmælisbarnið með son sinn upp á Borgarspítala og ég tók svo við um hálf 1 leytið og kl 2 var hann mættur í aðgerð. Það kom svo í ljós að brotið var meira en þeir héldu og það þurfti að opna tána og laga þetta og setja litla skrúfu í hana. En allt gekk vel hann vaknaði vel ekkert óglatt og bara nokkuð kátur. Þegar þetta er skrifað (19:00) erum við að bíða eftir að Ingó komi til að hjálpa til við að koma honum heim. Honum varð pínu óglatt þegar æðaleggurinn var tekinn og svitnaði allur svo ég leyfði honum að kúra lengur. Vona að allt verði svo í lagi í nótt en líklega verður hann með verki. Mamma er kominn upp á spítala aftur hún kom heim í gær en varð svo óglatt í nótt að hún fór aftur í morgun. Var komin með hita og er því enn þar og verður allavega í nótt. Pabbi er líka búinn að vera lasinn með verki í maga og á fara til læknis á morgun og aumingja Affí lendir í þessu öllu. Hún stendur sig eins og hetja fyrir hönd okkar systkynanna.

Jæja þá erum við komin heim og Úlfur ældi eins og múkki þegar heim kom en nú sefur hann (kl er 22:00) og ég vona að hann sofi í nótt blessaður. Tengdmamma kom með fullt af pönnukökum og við pöntuðum pizzu því ég náði ekki að elda afmælismat sem ég geri þá bara á morgun.

Annað sem er að frétta hummm jú fékk 9 í þjóðhagfræðiprófinu var búin að fá 7,5 á því fyrra og hér gildir hærri einkunn svo ég er auðvitað himinlifandi :-) Fékk líka 9 fyrir verkefni í þjóðhagfræði svo þetta er bara frábært.

Arndís frænka er skrifuð á morgun svo ég bíð spennt eftir þvi að vita hvort ég eignast litla frænku eða frænda jafnvel bara strax á morgun. Ingigerður er skrifuð á fimmtudaginn í næstu viku en hver veit hvort litla daman (eða svo er sagt að kynið sé) komi bara fyrr.

Hef þetta ekki lengra í bili.

Wednesday, March 11, 2009

Ásta mín 16 ára í dag


Elsku Ásta mín til hamingju með afmælið það er ótrúlegt að það séu 16 ár síðan þú komst í heiminn. Ég vona að þessi dagur hafi verið þér góður og það var frábært að þú skyldir fá köku frá vinkonum þínum og vera boðin út að borða með krökkunum og það var gaman að kaupa með þér föst í Kringlunn í dag. Ég man enn þegar ég kom norður til að eiga þig og mér finnst það hafa verið í gær. Svona líður tíminn og þú á leið í menntó næsta vetur og bara ár í bílprófið ótrúlegt.

Love you ástin mín

Saturday, March 7, 2009

Smá fréttir

Jæja er bara ekkert að blogga búið að vera mikið að gera. Sólin er farin að skína á nýjan leik og morgnar ekki eins dimmir og áður og þá lifnar mín nú við. Helst að frétta er búin að vera í prófum síðan 10 feb og fer í það síðasta 10 mars og þá er pása í prófum fram í byrjun april en ég fer í próf 8, 20 og 24 apríl og þá eru lokaprófin mín búin. Þá tekur við 3 vikna törn í nýsköpun og stofnun fyrirtækja og ég vona að það eigi eftir að ganga vel. Helstu monntfréttir eru að ég var næst hæst í rekstargreiningarprófi um daginn sem er fag sem fjallar um innra bókhald fyrirtækja og hvernig megi skera niður kostnað hehe stuð allavega ég fékk 9,7 var næsthæst og prófið gildir 25% af lokaeinkunn svo já ég er monntin af þessu :-)

Úlfur minn tábrotnaði á mánudaginn. Hann var í fimleikum að gera einhverja æfingu og svona fór. Er brotin á stórutá á vinstra fæti c.a um hana miðja, fór aðeins úr lið og svo kubbaðist smá úr beininu svo hann er nú í gifsi og verður það í 2-4 vikur. Diddi lánaði honum hækjur sem hann styðst við og svo er hann í séstökum skó sem hann getur labbað í. Svo þetta er nú meira stuðið.

Guðný er að fara á Goðamótið á Akureyri um næstu helgi með fótboltanum og gat borgað það með peningunum sem hún fékk fyrir söluna um daginn og ég þakka öllum sem keyptu af henni kærlega fyrir.

Ásta er að spá í að fara í Versló næsta vetur fór á kynningu þangað og fannst alveg æði og allar hennar vinkonur eru að spá í að fara þangað svo já kannski hún endi þar.

Ég hitti Arndísi um síðustu helgi og fór með henni í heimsókn til Birnu frænku. Það var voða gaman að hitta þær og svo var Birna Rún þarna en hún hafði gist hjá ömmu sinni og hún er nú meira skottið. Arndís er orðin vel ólétt enda á hún að eiga í þessum mánuði og sama er að segja um Ingigerði hún fer alveg að fara að eiga :-) Svo er Kristín frænka ólétt og ég segi nú bara til hamingju elsku frænka mikið er gott að draumar þínir rætast!

Kíkti svo á Heiðrúnu hér á fimmtudaginn hef ekki hitt hana lengi keyrði upp í óbyggðir sem hún býr í hehe eða nánar í nýja hverfinu rétt hjá Álverinu. Rosalega gaman að eiga svona kvöldstund saman.

Svo var Brynja mín hjá mér á þriðjudaginn kom frá Svíþjóð þann dag og við fórum í mat til Frosta og Palla um kvöldið og þangað komu Orri og Þóra en þau búa í Stavanger og voru með 3 börn með sér. Rosa gaman að hitta allt þetta lið sem maður sér aldrei. Frosti er reyndar á msn hjá mér en ekki erum við nú dugleg að spjalla. Ingó ætlaði með mér en vegna Úlfs var hann bara heima. Frosti eldaði æðislegan mat eins og alltaf og við sátum lengi og kjöftuðum saman.

Og í síðustu viku komu Ingveldur og Simmi með börnin sín í mat til mín svo ég er bara búin að hitta slatta af fólki núna á síðustu vikum. Það var að venju gott að hafa þau í kringum sig. Væri bara til í aðra utanlandsferð með þeim í sumar. En þau eru að fara til USA svo það verður líklega ekki enda erum við kannski aðeins blankari núna en í fyrra hehe...

Jæja ætla að halda áfram að þýða í þjóðhagfræði en við erum í glósuhópi og þetta á að vera tilbúið fyrir þriðjudaginn svo ég bið að heilsa í bili og endilega þeir sem koma hér inn á síðuna mína skrifa smá komment ég er alveg hætt að heyra í neinum...

Monday, February 23, 2009

Slow Dance

Í dag fékk ég sent ljóð inni á Facebook sem heitir Slow Dance og er skrifað af unglingi mjög veikum af krabbameini á New York Hospital. Hún á aðeins um 6 mánuði eftir ólifaða og vill vita hvað margir fá ljóðið hennar á Facebook. Mér fannst þetta svo fallegt ljóð og svo vel viðeigandi í dag þegar við lifum á tímum þar sem aldrei má slaka á í smá stund og við höfum aldrei tíma til að gera neitt með börnunum okkar né hitta vini okkar. Mig langar að hlusta á þetta ljóð og reyna að fara eftir því. Það er svo margt mikilvægara í lífinu en flýta sér og svo margt sem við ættum að gera öðruvísi. Svo ég sendi ykkur öllum sem mér þykir svo vænt um óskir um að gott líf og stórt knús frá mér.


SLOW DANCE

Have you ever watched kids
On a merry-go-round?
Or listened to the rain
Slapping on the ground?
Ever followed a butterfly's erratic flight?
Or gazed at the sun into the fading night?

You better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Do you run through each day
On the fly?
When you ask How are you?
Do you hear the reply?
When the day is done
!
Do you lie in your bed
With the next hundred chores
Running through your head?

You'd better slow down
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Ever told your child,
We'll do it tomorrow?
And in your haste,
Not see his sorrow?
Ever lost touch,
Let a good friendship die
Cause you never had time
To call and say,'Hi'

You'd better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

When you run so fast to get somewhere
You miss half the fun of getting there.
When you worry and hurry through your day,
It is like an unopened gift..
Thrown away.
Life is not a race.
Do take it slower
Hear the music
Before the song is over.

Takk fyrir að eiga svona marga yndislega að :-)

Friday, February 20, 2009

vetur og skóli

Búin að taka miðannapróf í þjóðhagfræði fékk 7,5 bara sátt við það vera með 5 villur ekki var það nú mikið. Þetta er fyrra próf af tveimur þar sem hærra gildir. Búin að fá fyrir fyrsta skilaverkefnið mitt í þjóðhagfræði fékk 8,5 bara sátt við það. Átti að vera í prófi í stjórnun á miðvikudaginn fór ekki tek próf með hærra vægi í vor og ætla að rúlla því upp þá! Er að lesa undir rekstrargreiningarpróf sem er þann 26 vona að það muni ganga vel. Síðara prófið í þjóðhagfræði er svo 10 mars.

Er búin að vera að drepast í skrokkunum með vöðvabólgu í öxlum og sérstaklega í vinstra læri. Var að koma úr nuddi hjá Rakel bekkjarsystur minni sem var alveg ótrúlega góð og ég ætla svo sannarlega til hennar aftur. Rakel mín takk takk...

Ingó er búinn að vera lasinn ekki gaman fullur af kvefi og með hita vona að það rjúki úr honum um helgina.

Brynja mín er búin að boða komu sína hingað 3ja mars og nú er talið niður. Ingveldur kemur síðustu helgina í feb og þá er planið að gera eitthvað tel líka niður. Rósa Rut kemur í byrjun apríl svo það er nóg að telja niður hjá mér hehe...

Er að passa Lubba um helgina því Ingigerður og Sigtryggur flugu norður vegna námsins hennar og ég fæ hann í næturpössun í fyrsta skipti vona að það muni ganga vel. Fór út með hann í hádegnu en annars er Gunnar bróðir Sigtryggs með hann fram til kl 5 ætli ég sæki hann ekki um kvöldmat.

Í gær átti Ástþór Örn sonur hans Sigurðar bróður afmæli varð 6 ára gamall ótrúlegt að hann sé að fara í skóla í haust. Ég og Úlfur skelltum okkur í kaffi til þeirra og stoppuðum lengi. Arnaldur Kári grenjaði smá á mig fyrst er í lokinn var hann kominn upp í fangið á mér hlægjandi og skríkjandi þeir eru alveg æði báðir tveir. Ástþór Örn og Úlfur lokuðu sig bara inni í herbergi og léku sér hátt á annan klukkutíma frekar næs. Verst að myndavélin mín var batteríislaus svo ég tók engar myndir.

Jæja er að sofan eftir nuddið kannski ég leggi mig í smá stund áður en ég sæki Lubba :-)

Já þið sem hafið ekki afruglara og viljið horfa á þætti bæði gamla og nýja þá er þetta nýja slóðin surfthechannel.com og veljið svo bara channels og television og þá er þetta allt þarna allar Gray´s seríurnar og bara allt sem þið viljið horfa á!!! Áslaug frábært fyrir ykkur Margréti hér eru allir þættir á ensku!!!!

Saturday, February 14, 2009

Margrét sæta frænka mín

Jæja helgin komin og bara nokkuð gaman. Fór í vísindaferð í gær í Orkuveituna og endaði á 101 bar þar sem 2 bekkjarbræður mínir voru að spila. Ingó sótti mig og við fórum heim um kl hálf 10. Í dag var ég að læra og svo fór ég í kaffi til Maríu Lofts gömulu vinkonu minna og hitti þar líka Systu vinkonu. Það var gjörsamlega æði að hitta þær höfum ekki hist í langan tíma og höfðum um nóg að spjalla. Svo er Auður Kjartans vinkona mín hér í mat í kvöld og planið að kíkja aðeins út.

En hér til gamans er mynd af Margréti frænku sem Ásta er búin að lagfæra með mikilli tækni og taka spangirnar af henni því mig langaði að sjá hvernig hún liti út án þeirra. Svona værir þú Margrét mín án spangna, þú ert sæt í dag og verður enn æðislegri þegar spangirnar fara svo það er mikið að hlakka til. Hér sjáið þið svo árangurinn er þetta ekki flott mynd af þér.





Jæja hef þetta ekki lengar í bili bið að heilsa.

Thursday, February 12, 2009

Tannlæknir

Er öll dofin og aum var að koma frá tannlækni. Ekki það sem ég elska mest í heiminum er glöð að þessu er lokið. Búin að fara 2x núna fyrst í skoðun og myndatöku og svo laga litla skemmd og jú borgaði samtals 25þ fyrir þetta. Já ekki beint gefinst og ég dauðsé eftir þessum peningum.

En að öðru prófið er búið gekk ágætlega hefði þó viljað gera enn betur en við sjáum til þegar ég fæ einkunn. Fékk 8,5 fyrir fyrsta einstaklingsverkefnið í þjóðhagfræði og var ósátt að hún dró mig niður um 0,5 fyrir eitt svarið sem ég skil ekki því ég var að skrifa nákvæmlega það sama og aðrir. Var eitthvað að tala um að ég tengdi ekki svarið nóg vel við jöfnuna sem við áttum að vinna út frá en ég skoðaði hjá vinkonu minni og gat ekki séð að hún gerði þetta neitt öðruvísi og hún fékk fullt. Var frekar sár yfir þessu. En 8,5 er bara fín einkunn.

Er svo að fara að undirbúa mig undir næsta miðannapróf sem er 18 feb og er í stjórnun og þarf að nýta helgina vel í lestur.

Auður Kjartans er reyndar að koma í bæinn og ég ætla að reyna að gera eitthvað með henni. Svo náði ég sæti í vísindaferð til Orkuveitunnar á morgun og ætla að skella mér held að það sé flott fyrirtæki að skoða.

Fór í ræktina í gær með Mikael og tók vel á því og er öll auð og stirði í dag hehe....

Wc pappir og annað sem fólk keypti er komið og ég er að fara að keyra það út í dag/morgun.

Ekki meira í bili..

Monday, February 9, 2009

Próf

Ingó kom í gær og það var æðislegt að hitta hann aftur. Sótti hann út á völl og tók Kein og Pétur með mér í bæinn. Hann gaf mér æðislega túríksbláa prjónahúfu, vetlinga og risastóran trefin úr H&M annars var hann nú ekkert að versla þar sem allt var svo dýrt. Svo var kúrt :-).

Próf á morgun í þjóðhagfræði fyrra próf af tveimur þar sem hærra gildir. Ég las lítið um helgina vegna einbeitingarskorts og það kannski kemur mér í koll sjáum til.

Helstu fréttir pabbi er komin á Facebook.

Meira síðar....

Sunday, February 8, 2009

Loksins kominn sunnudagur

Yfirleitt hlakka ég ekki til sunnudaga því þá er helginni að ljúka og skóli eða vinna að taka við. En í dag er þessi sunnudagur dásamlegur því Ingó kemur heim í kvöld. Þetta er búin að vera ansi löng og leiðinleg helgi og það versta er ég er búin að vera hundlöt að læra og á ekki eftir að brillera í þessu prófi á þriðjudaginn en svona er lífið. Var heima í allan gærdag var nú eitthvað að læra en að mestu að skipuleggja þessa sölu fyrir Guðnýju og vil ég þakka öllum þeim sem keyptu af henni og bendi á að það er enn tími fyrir ykkur hin til að kaupa :-). Svo var Guðný með stelpnapartý í gær fyrir stelpurnar úr bekknum sínum og ég keypti pizzur handa þeim og þær skemmtu sér vel. Þakka líka öllum sem reyndu að draga mig úr húsi ekki síst Andreu og Guðrúnu en ég ákvað að halda mér bara heima. Stelpur næst!!! Í dag er það svo að læra og taka aðeins til og gera fínt áður en Ingó kemur. Guðný er að fara að keppa æfingarleik við Valsstelpur og á að mæta kl 12:30 niður á Þróttaravöllinn. Úti er sól og smá gola og líklega pínu kalt. Ásta vaknaði eldsnemma og fór til Sollu vinkonu sinnar að læra og Úlfur er nýkominn heim frá ömmu Sellu. Talaði við Ingó áðan hann var bara hress það fer að styttast í að hann fari í lestina til Köben og svo er það kvöldflug heim í kvöld og ég ætla út á völl að sækja minn heittelskaða :-) Ekki meira í bili bið að heilsa öllum og takk fyrir að hlusta á kvartið í mér hehe.

Saturday, February 7, 2009

Leiðindahelgi með meiru

Helgin líður afturá bak meðan Ingó er í Danmörku. Ég fór ekki í skólann í gær átti að mæta í dæmatíma í rekstargreiningu en ákvað að sofa. Notaði svo daginn í að reyna að læra og þvo þvotta og skipta á rúmum. Heyrði oft í Ingó sem skemmtir sér vel. Í gær kíkti hann aðeins í bæinn og svo tóku þeir lestina til Árósa um 5 leytið. Hann sagði að hótelherbergið væri lítið en ágætt og þeir eru alveg í miðbænum. Þeir fóru svo út að borða og skemmta sér stuð hjá þeim. Vildi óska að ég væri með honum!!! Var svo að tala við hann núna rétt í þessu og fer dagurinn í dag hjá þeim í að stilla upp og undirbúa fyrir þorrablótið. Minn dagur fer í að telja niður eftir að hann komi :-( Ingigerður kom í mat i gærkvöldi og stytti mér stundir sem var alveg frábært. Ég eldaði gúllassúpu handa okkur sem var mjög góð og bakaði súkkulaðiköku. Úti er sól og frost og mig langar að skella mér í Laugar í dag og taka aðeins á því. Ætla líka að reyna að lita á mér hárið er orðin eins og gríla. Svo er ég alveg að verða búin að þýða það sem ég á að gera í þjóðhagfræði og þarf nú að fara að lesa undir prófið en einbeitingin er ekki góð. Á svo eftir að heyra í Arndísi til að vita hvort hún geti kíkt á mig í kvöld en hér verður reyndar smá stelpupartý hjá Guðnýju. Jæja farin að læra.

hæ smá meira til viðbótar ég var að fá þetta líka skemmtilega samtal frá henni Rósu minni í París. Langt síðan ég hef heyrt í henni og nú kemur hún um páskana og ég næ að hitta hana. Takk Rósa mín þú hrestir mig heldur betur við. Og fyrst ég er farin að skrifa þá leita ég eftir fólki sem vill kaupa af Guðnýju minni wc pappír og fleira sem hún er að selja til að eiga fyrir mótsgjöldum á fótboltamót í sumar. Er svo stolt af henni hún stendur sig eins og hetja en þetta kostar allt og við þurfum smá stuðning. Þurfa ekki allir að nota wc pappír??? Búin að senda nokkrum mail og er líka búin að senda á Facebook. Þarf svar frá fólki á morgun eða fyrrihluta mánudags hringið bara í mig í 661-9958 eða skrifið komment hér eða á facebook eða sendið mér á thordisa08@ru.is og ég get sent ykkur auglýsinguna sem sýnir þetta allt og verð og fleira.

Thursday, February 5, 2009

Ingó farinn

Jæja þá er ég orðin grasekkja og ekki að fíla það neitt mjög vel get ég sagt ykkur. Söngvarinn sótti hann í morgun og keyrði heim til Sveins Ómars hljóðmanns þar sem þeir tóku allir saman taxa út á völl. Núna eru þeir lentir og eru á leiðinni upp á hótel. Verð að segja að mér finnst ansi fúlt að vera ekki með manninum mínum að fara í helgarferð. Og fólk er hreinlega forviða á því hvernig allt hefur verið í sambandi við þessa ferð og þá sérstaklega að þeim mönnum sem langaði að taka konurnar sínar með hafi ekki mátt það. Ekki nema von að það séu endalausar flækjur og rugl í þessu bandi. En nóg um það nenni ekki að böggast yfir því meira í bili.

Framundan er löng helgi þar sem ég þarf að hjálpa Ástu að læra og lesa sjálf undir þjóðhagfræðipróf. Svo ætla ég að kíkja á Sólon í kvöld með nokkrum bekkjarsystrum mínum, Ingigerður kemur vonandi í mat annað kvöld ein þar sem Sigtryggur er með vinnufélögum sínum og svo vonast ég til að hitta Arndísi frænku mína líka.

Svo bara bíð ég eftir að Ingó komi aftur heim.....

Tuesday, February 3, 2009

sól og frost og geðveikt veður

Jæja þetta er orðið ansi gott bloggfrí hjá mér. Hef verið svo löt að blogga og búið að vera mikið að gera. Skólinn kominn á fullt og þar sem þessi önn er extra stutt þá eru bara að koma próf. Fyrsta prófið mitt er 10 feb í þjóðhagfræði, svo fer ég 18 feb í stjórnunarpróf og loks 24 feb í rekstargreiningu. Ég er hætt í fjármálakúrsinum sem ég byrjaði í þar sem kennari er algjörlega óhæfur og þetta er búið að vera bull frá upphafi til enda en líklega verður hann látinn hætta og ég ætla bara að taka þetta síðar, kannski í sumarskóla eða eitthvað. Skammdegið hefur lagst illa í mig og ég hef ekki alveg verið að fíla mig sem skýrir þetta bloggleysi mitt. En nú er sólin farin að skína og úti er 5 stiga frost og æðislegt verður svo ég er nú aðeins að sparka mér áfram. Margrét frænka kom og var í næstum viku hjá okkur. Hún fór í skólann með Ástu í 4 daga og skemmti sér að ég held bara vel. Það var kærleiksvika og hún fór á fyrsta skólaballið sitt með Ástu eða kærleiksballið og var mjög ánægð með það. Fór líka á söngvakeppni með Ástu en fékk í magann svo ég sótti hana. Svo fóru þær í Kringluna, í bíó með Diddunum og bara áttu góða viku saman. Arnhildur kom með hana og gisti hjá mér eina nótt svo þetta er búið að vera mikið stuð. Guðný er á fullu í fótboltanum og nú fer að koma að því að ég þurfi að bögga fólk með kaup á wc rúllum svo látið mig vita ef þið viljið kaupa, allir þurfa að nota wc pappír! Úlfur er kominn í trompfimleika og er 3x í viku. Hann er duglegur að fara en segir að þetta sé erfitt. Hann fer með nokkrum bekkjarbræðrum sínum og svo er hann að læra á píanó og ég er svo stolt af börnunum mínum eru að standa sig svo vel. Ásta er veik heima núna búin að vera í 2 daga og ekki ánægð þar sem það eru einhver próf í gangi núna sem þá frestast hjá henni. Ingó er á fullu að kenna og bera út hefur haft nóg að gera. Hann er svo að fara í þessa árlegu ferð sína með Spútnik þar sem við konurnar erum ekki velkomnar gætum orðið vitni að einhverju sem við meigum ekki vita hehe. Alltaf gaman að sjá hvað hann er í góðum félagsskap en þetta líður fljótt sem betur fer. Vona bara að við tvö eigum eftir að komast í góða helgarferð saman fljótlega. Ég ætla að kíkja á Ingigerði óléttu í dag því þá er spilatími hjá Úlfi og þá reyni ég að kíkja inn hjá henni. Svo er planið að reyna að sjá Arndísi um helgina. Arnhildur Valgarðs vinkona mín kíkti á mig uppi í skóla í gær en ég var svo upptekin við að klára verkefni að ég hafði ekki mikinn tíma til að tala við hana svo við verðum að gera það síðar. Ég var að koma úr ræktinn fór með Mikael og við vorum rosalega dugleg. Andrea kom ekki með okkur eitthvað að klikka á þessu en við höldum ótrauð áfram. Ætla að taka mig vel í geng og hætta að éta súkkulaðikúlur með Lilju hehe... Hef þetta ekki lengra bið að heilsa öllu.

Wednesday, January 14, 2009

Árið 2009 - Til lukku með það

Gleðilegt ár kæru vinir þetta er fyrsta bloggið mitt á nýju ári hef verið á haus síðustu vikur. Áramótum var fagnað á Akureyri ásamt öllum systkynum mínum nema Sigurði Ágúst. Það var gaman að vera með stórum hópi og ég þakka bara pabba, mömmu, Affí og Ella fyrir að þola að hafa okkur öll. Elskuleg systir mín bar hitan og þungann af gamlárskvöldi en þar hópaðist liðið saman. Ég tók fullt af myndum sem ég hendi inn síðar. Mikla lukku vakti innibomba sem Arnhildur frænka kom með úr búðinni sinni Adam og Evu hehe en hún spúði litlum pappírstyppum híhí.. Allir átu yfir sig að vanda svo þetta var fullkomið. Maddý elsku frænka mín bauð okkur í mat 2 jan og kvöldið áður höfðum við verði hjá henni að spila svo hún á bestu þakkir skilið fyrir allt saman. Affí á afmæli þann 2 jan og við fórum öll systkyni hennar, börn og mamma og Lilla á Bláu könnuna sem var rosalega notarlegt. Margrét og Ásta áttu góða daga saman svo og Kristín Dögg og Guðný. Úlfur lék við strákana í húsinu hjá mömmu en eitthvað slettist upp á vinskapinn vona að það hafi bara verið óreglulegur svefn og ofát. Diddarnir slóu í gegn á spilakvöldum og þá sérstaklega Eiríkur Hákon þegar hann með snildarbrag túklaði James Bond... my name is humm humm humm ha ha you had to be there. Hitti líka Auði Kjartans sem var rosalega gaman átti með henni smá stund í nýju íbúðinni hennar og svo átti ég yndislegan eftirmiðdag á nýjársdag heima hjá Ingveldi minni á afmælinu hennar Rósu okkar sem er svo langt í burtu í París.

Nú eftir jólin var engin miskunn en þá tók við lestur fyrir sjúkrapróf í markaðsfræði og sat við það 4 daga og tók það föstudaginn 9 jan. Að sjálfsögðu brilleraði ég (búin að vera ansi svartsýn híhí) og fékk 8,5 í lokaeinkunn og var ein af fjórum hæstu á því prófi. Meðaleinkunn mín eftir þessa fyrstu önn er því rétt tæplega 8 og ég ansi sæl með þetta. Nú er ég komin á fullt og tek á þessari önn Rekstrargreiningur (það er bókhald fyrirtækja), Stjórnun sem ég er alveg að fíla í botn, Fjármál (veit ekki hvað mér finnst um það enn) og Þjóðhagfræði sem er alveg rosalega skemmtileg svo ég hlakka mikið til. Við erum svo hópur af krökkum svona c.a. 14 stykki búin að skipta öllum bókum annarinnar á milli okkar og hver og einn hefur fengið úthlutað kafla sem hann á að þýða eða gera útdrátt úr. Það mun létta vel á manni og er góð samvinna.

Svo er komin hreyfingarhópur sem ætlar að fara í Laugar 4 x í viku og æfa strax eftir skóla áður en við förum að lesa. Við Mikael erum búin að fara 2x Andrea er ekki búin að redda kortinu sínu ennþá og fleiri eru að bætast við. Ég er auðvitað öll lurkum lamin eftir þetta en vá hvað það er gott að hreyfa sig!!!

Um helgina koma kannski nokkrir krakkar úr HR í heimsókn annar á að læra og laga til og chilla fyrstu fríhelgina. Ingó er farinn að kenna aftur og það hefur verið nóg að gera í útburðinum líka. Og Áslaug mín kæra systir við erum búin að kúra helling á nýju ári hehe....

Elsku vinkonur mínar í útlöndum Rósa, Brynja, Lóla og Linda sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að hitta ykkur allar sem fyrst eiginlega þyrfti að vera hittingur í einu landi með ykkur öllum og Ingveldi. Nóg í bili er farin að læra.