Friday, December 26, 2008

Gleðileg jól elsku vinir. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott áttum yndislegt kvöld þann 24 og góðan jóladag þar sem meðal annars var farið í kaffi til Þorgerðar sem átti afmæli og eins og Úlfur orðaði:"er hún 20 ára eða 30 ára?". Í dag kom svo Maddý, Einar og allar þeirra dætur og barnabörn og 2 af tengdasonunum. Takk fyrir frábæran dag. Hér koma svo myndir af þessu öllu.

Úlfur við tréið

Maðurinn minn

Pæjan ég í eldhúsinu

Kalkúnn í ofni og allt að verða tilbúið


Aðalskvísan á svæðinu hún Ásta

Við Ingó saman





Úlfur og amma Sella

Úlfur, Ingó og amma Sella

mæðgin



Ásta og amma Sella
Ásta og Úlfur

Ásta við tréið






Einn af jólabæjunum hennar Ástu


Svo eru hér myndir sem voru teknar í dag.

Úlfur, Þorgerður með Þorlák í fanginu og Ingibjörg

Gilli að mata Dag

Liðið við veisluborðið


Þorlákur, Þorgerður, Ingibjörg og Kristján Örn

Helga Margrét og Guðný

Einar, Kristín, Össi og Einar Örn

Edda Lára, Ásta og Hildur Valdís

Þorgerður og Malla sætar systur

Maddý með tvíbbana


Þröng á þingi í stiganum hjá okkur og fólki hleypt út í hollum :-). Því miður komust engin jólakort af stað þetta árið og sendi ég ykkur bestu kveðjur frá öllum fjölskyldumeðlimum héðan af blogginu mínu. Er komin með út úr öllum prófum og er mjög sátt og þá er þessari fyrstu önn að ljúka en ég þarf að taka eitt próf í byrjun jan. Planið er að fara norður um áramótin ekki ákveðið enn hvenær.

Sunday, December 21, 2008

prófin, jólin og allt það

Jæja sit hér glöð og kát því ég var að fá lokaeinkunn í aðferðafræðinni. Fyrst ætla ég að segja ykkur að ég fékk 6,7 fyrir prófið sem er nú ekkert spes einkunn en ég náði þó og það er gott mál þar sem 26% féllu í þessu ljóta leiðinlega prófi. Svo fékk ég einkunn fyrir skýrsluna sem við Lilja unnum með tveimur strákum og það var upp á 8,5 ansi gott og þá kem ég út í lokaeinkunn með 8!!!! Fyrsta einkunin mín í HR stóðst áfangan með glæsibrag og er með fyrstu einkunn fyrir fyrsta prófið mitt jibbi jei.... Á morgun á svo að koma úr bókhaldinu og kannski kemur meira en það á allt að vera komið þann 23 des.

Jólin eru að koma og það er svo gott að vera í fríi og vera ekkert að lesa og bara stússast með krökkunum mínum og Ingó. Búin að hitta Áslaugu systur sem var æði, búin að fara í bústað með krökkunum úr HR sem var rosa gaman og er langt komin með að gera allt sem ég þarf ja nema kortin en þau fara í póst á morgun.

Vá ég er svo ánægð með þessa einkunn að ég sef vært í nótt....

Thursday, December 11, 2008

3 próf búin

hæhæ bara örlítið frá mér. Búin með aðferðafræði frekar erfitt, gekk svona la la eða ég bara veit ekki vona að ég hafi samt náð því. Búin með fjárhagsbókhald gekk vel með margt annað var strembnara veit ekkert með útkomu. Var að koma úr stærðfræðiprófinu gekk vel veit um smá villur hér og þar en held að mestu leiti hafi ég nú gert þetta rétt vona að ég verði ekki undir 8. Er að lesa undir markaðsfræði er með nettan frumlestur þar í gangi en vona að þetta gangi nú samt vel. 16 des klára ég prófin en þá er rekstarhagfræði. Það á vonandi eftir að ganga vel ég kann það ágætlega. Fengum einkunn fyrir síðasta verkefnið í rekstarhagfræðinni um daginn fengum 9,2 en svo kom í ljós að kennarinn hafði vantalið 3 stig svo við hækkuðum upp í 9,5 og vorum þá hæst auðvitað :-). Vildi að ég þyrfti ekki að tala nein próf ég er með svo hátt úr öllum verkefnum að það er synd að draga sig niður ef prófin koma verr út. Fékk 9,9 fyrir öll skilaverkefnin mín í stærðfræði svo ég brosi blítt yfir því og síðasta fjárhagsbókhaldsverkefnið var 9,8 svo þetta er nú bara gaman. Svo í næstu viku fer ég í bústað með krökkunum 16-17 bara ein nótt förum c.a. 47 stykki og fögnum próflokum og svo er það bara allt á fullt fyrir jólin. Jæja er farin að lesa....

Monday, December 8, 2008

2 próf búin 3 eftir

Úff þetta er sko ansi strembið og prófin ansi erfið mikið verður gott þegar þetta er búið!!!!!

Saturday, November 29, 2008

Próf framundan

Kalt úti stop. Búin að baka súkkulaðibitakökur og lakkrístoppa stop. Fengum 9,9 fyrir skilaverkefni 3 í fjárhagsbókahaldi stop. Er á námskeiði í fjárhagsbókhaldi alla helgina stop. Fékk 10 fyrir síðasta verkefnið mitt í stærðfræði á þessari önn núna í vikunni stopp. Er búin að kaupa örfáar jólagjafir en aðeins byrjuð að skreyta stop. Próf framundan og verð ekki á blogginu næstu daga stop.

Kveðja Þórdís

Tuesday, November 18, 2008

Bara ótrúlega stolt!

Stórt verkefni í markaðsfræði, tók langan tíma að gera og var unnið langt fram á kvöld við það. Var með Lilju, Mikael og Heiðdísi í þessu og allir lögðu hart að sér að gera þetta sem best. Lögðum mikið í uppbyggingu og útlit og árangurinn varð eitthvað sem við vorum mjög stolt af. Verkefnið gilti 20%. Einkunn kom í kvöld og þá gat ég hoppað um af kæti því við fengum 9,5 vorum hæst af öllum og næsta einkunn fyrir neðan okkur er 8,5. Frábær hópur sem ég er komin í, frábær samvinna takk krakkar þið eruð frábær og HR rokkar :-).

Var að koma úr saumó allar mættar nema Þorgerður sem var veik. Gott að komast aðeins út fyrir skólalífið og hitta frábærar vinkonur sem máttu þola mig hoppandi og skoppandi af gleði. Svo komst Laugalækjarskóli í annað sæti í Skrekk og ég er svo stolt af þeim.

Góða nótt ég sef vel í nótt það er víst.

Monday, November 17, 2008

Tíminn þýtur áfram og nóvember er hálfnaður sem þýðir að það er farið að styttast í lokaprófin. Það er hreinlega allt á fullu hjá mér og hafi ég haft lítinn tíma til að hitta fólk þá hef ég bara engan tíma núna. Flesta daga er ég að koma mér heim um kvöldmat eða jafnvel síðar og er nú bara alveg að fá nett nóg af því :-). Hefði ég ekki bestu skólafélaga í heimi með mér þá væri ég líklega búin að gefast upp. Tók mér þó frí eitt kvöld eða á fimmtudaginn í síðustu viku og skellti mér á Vetrarhátíð Viðskiptaráðs (skólafélagið okkar viðskiptafræðinema) sem haldið var á Hótel Sögu. Byrjaði á að mæta í Tjarnargötuna heim til hennar Kötu sem er með mér í bekk en þangað mættu allir á fyrsta ári sem ætluðu á hátíðina. Það var rosalega gaman og hér eru nokkrar myndir
Pæjan ég á leið á Vetrarhátíðina

Helga, Dagmara, ég og Jóhanna

Hafdís, Kata, Ingibjörg, Björg og Guðrún



Helga, Andrea og Dagmara
Hafdís, Björg, Guðrún og Ásta


Freysteinn, Smári og Ingvar

Liðið mætt á rauða dregilinn, f.h Helga, Andrea, Sölvi, Mikael, Hrafnhildur, Jóhanna og Tara


Helena, Valgerður og Lena Karen

Nonni og Jóhannes

Jóhanna og Hrafnhildur

Mikael og Tara

Er í dag dauðþreytt öll helgin fór í aðferðafræðiverkefni og þetta ætlar aldrei að verða búið :-)