Tuesday, March 9, 2010

skólinn

Álagið er bara einum of mikið þessa dagana og ekki tekst mér að höndla það vel svona kvefuð og slöpp eins og ég er búin að vera. Það var hópavinna alla helgina mættum á hádegi upp í Ofanleiti gamla skólann okkar og vorum þar fram að kvöldmat bæði laugardag og sunnudag. Ég skellti mér reyndar á Skagfirðingakvöld á Spot með Ingó enda búin að fá nóg af því að hanga heima og gera ekki neitt. Langaði bara að vera með Ingó mínum eitt kvöld. Svo var hópavinna í gær og ég kom ekki heim fyrr en um 8 og í dag var skóli, hópavinna og skóli til 7. Þannig að ég er eiginlega bara alveg búin á því. Skil á tveimur verkefnum þann 11 mars sem er nú dagurinn sem hún Ásta mín verður 17 ára gömul. Svo er skil þann 15 og próf þann 18 og svo tekur við annað verkefni sem við skilum fyrir páska. Svo þetta er spennandi tími sem er framundan. Ég fékk asmapúst um helgina til að létta á því ég er með rosa slæman hósta og enn á pensilíni. Vona að þetta fari nú að lagast.
Árshátíð HR er á föstudaginn og ég ætla að skella mér með vinum mínum og taka minn ástkæra mann með mér. Þemað er Vegast og þarna verður Elvis kapella og auðvitað ætla ég að giftast Ingó mínum hehe.. Annars lítið að frétta allir bara þreyttir og hlakka til að sumarið komi.

Saturday, February 27, 2010

kvef og hiti

Enn og aftur er ég komin með smá hitavelling. Líklega þyrfti ég að komast á einhver lyf þar sem ég bara hósta upp slími og er bara já slöpp. Hef átt að vera að lesa undir próf í mannauðstjórnun en kem mér illa að því. Efnið höfðar ekki beint til mín og svo er ég bara slöpp. Í gær var bara slappað af heima og horft á skemmtilega þætti í tölvunni. Í dag fór ég til Ingigerðar og Sigtryggs í kaffi. Það var rosa gaman og Sigtryggur bakaði franska súkkulaðiköku hana mér frekar góða. Kristín Ásta í stuði eins og allaf og það var gaman að sjá hana standa upp við sparkbílinn sinn sem hún snýr þversum og ýtir á undan sér og þegar hún sér Lubba þá tekur hún á sprett og reynir að klessa á hann hehe hún veit sko alveg hvað hún er að gera. Svo tók ég hana og fékk marga stóra vel blauta kossa frá henni og hún skríkti af kæti yfir þessu öllu. Hún er bara draumur.
Planið mitt var að fara með Ingó á Greifaball á Spot í kvöld en þar sem ég er komin með hita þá verð ég heima. Ætlaði að hitta Möllu en hún verður að dansa án mín í þetta skiptið. Úlfur er hjá tengdó, Guðný er hér hjá mér og Ásta er að fara eitthvað út svo kvöldið er nú bara rólegt.

Friday, February 26, 2010

snjór og kvef

Það hlaut að koma að því að smá vetur léti sjá sig á suðurlandinu en í gær varð allt snjóhvítt. Reyndar mjög fallegt og bjart að horfa út en ég er ekki mikil snjómanneskja og óska þess að þetta fari sem fyrst langt í burtu. Held ég yrði bara alsæl ef ég þyrfti aldrei að sjá snjó framar hehe.. hann má vera í fjöllunum en ekki í garðinum mínum eða á götunu. Annars nældi ég mér í flensu þann 16 feb og var heima í næstum viku. Fór í viðskiptalögfræðipróf þann 16 sem ég að sjálfsögðu varð næsthæst í með 9,8 og lagðist svo með 39 stiga hita eftir að hafa fengið mér kjötsúpu hjá tengdó (ekki þó súpunni að kenna hehe). Er enn full af kvefi og ógeði og er alls ekki búin að ná þessu úr mér og ekki bætir að hafa snjó og kulda. En þetta hlýtur að fara með vorinu. Skólinn er bara hræðilegur og ég tel niður að þessi skelfingar önn verði búin. Fögin eru leiðinleg og kennslan ja við skulum bara ekki ræða hana hér heldur segja að hún sé skrautleg í nokkrum fögum. Tók próf í fjármálum II á miðvikudaginn og það var skelfilega þungt og ósanngjarnt og ég veit ekkert hvort ég hef náð því eða ekki. Gildir 20% og ég vona að mér hafi tekist að slefa í 5. Það er nú meira viðbjóðsfagið og þegar því er lokið þá fagna ég að mínum lærdómi í fjármálum er lokið því þetta er síðasti skyldukúrsinn minn í HR í fjármálum!!!! Veit að næsti vetur verður mun betri því þá verð ég næstum því bara í valfögum og svo BS ritgerð sem ég ætla að skrifa með Andreu minni. Ég samgleðst henni að vera í Mexíkó í skiptinámi því það er bara gaman hjá henni en ég er sko farin að telja niður eftir henni því það er svo einmannalegt án hennar :-).
Ásta mín er farin að læra á bíl og stefnir á að taka prófið rétt eftir afmælið sitt og ég vona að það gangi upp. Hún er á fullu í leikritinu í Kvennó og er búin að þurfa að vera rosalega mikið á æfingum. Henni finnst þetta voða gaman en þetta tekur ansi mikinn tíma. Svo er auðvitað nóg að gera í skólanum, félagslífinu og bara öllu hehe. Í kvöld er hún að fara að vera módel á kvennakvöldi á Thorvaldsen. Ásta mamma hennar Jasmínar bað hana um þetta. Hún fær rosa flotta greiðslu og förðun og verður í fötum frá E-Label (sem Ásta mamma Jasmínar er einn af eigendum af) og verður uppi á palli að sýna þau. Ekki leiðinlegt og svo fær hún úttekt hjá E-Label fyrir. Nú Guðný er alltaf með Jasmín og nú eru einhverjir drengir komnir í hópinn og þau hanga saman öllum stundum voða stuð. Hún er búin að vera aðeins latari að mæta á fótboltaæfingar en mætir þó. Úlfur er búin að keppa á 2 fimleikamótum með stuttu millibili og hans hópur fékk silfur í bæði skiptin og hann ekkert smá monntin. Hann er glaður og nóg að gera og hann á mikið af vinum svo þetta er allt hið besta mál. Ingó hefur haft nóg að gera. Hann er t.d. á morgun að spila með Greifunum á Spot í Kópavoginum þar sem stefnt er á að fylla kofann. Hann er búin að spila töluvert með Greifunum, svo er eitthvað búið að vera að gera með Spútnik. Einnig var hann að spila á Deep Purple tónleikum í síðustu viku sem ég missti af vegna veikinda. Svo er hann að æfa með Herberti Guðmundssyni, fer líklega að spila með Toto bandi eftir smá tíma og svo spilaði hann í söngvakeppni Tækniskólans. Svo er hann að bera út svo það er nóg að gera hjá honum.

Ég er að fara að læra undir próf í mannauðstjórnun sem ég tek á mánudaginn en ég ætla að fara í kaffi til Ingigerðar á morgun og hlakka mikið til. Hef ekki séð hana lengi og það verður mikið sem hægt verður að tala um :-). Ætla að sjá til hvort ég skelli mér á ballið á laugardagskvöldinu á Spot. Veit að Malla ætlar að koma svo það væri gaman að hitta hana og ég skora á alla að mæta.

Jæja er farin að læra góða helgi og hafið það sem allra best.

Wednesday, February 17, 2010

veik heima

Í dag er öskudagurinn og yngri börnin mín farin af stað að safna sér sælgæti. Jasmín gisti hjá okkur í nótt og þær Guðný fóru í morgun upp á Suðurlandsbraut og ég held að þær hafi ætlað að hitta 2 vinkonur sínar. Planið var að Úlfur færi norður og væri í næstum viku hjá mömmu því bæði hann og Guðný eru í vetrarfrí alla þessa viku. En svo er mamma búin að vera eitthvað slöpp svo það varð ekkert úr því. Hann fór því með Munda vini sínum sem hann er búinn að eyða ansi mörgum öskudögum með. Hér eru myndir af þeim félögum

Mundi og Úlfur

Úlfur töffarinn minn

Ég er búin að setja inn ótal myndaalbúm á Facebook ef þið viljið kíkja á það. Það tekur svo langan tíma hér á blogginu að ég set bara nokkrar myndir hér inn.

Sólin skín sem aldrei fyrr og þetta er yndæll öskudagur og gaman fyrir krakkana að vera úti. Ásta er auðvitað í skólanum enda vaxin upp úr þessu fyrir þó nokkru eða hvað?

Ég fór í afmæli með honum Ingó mínum um síðustu helgi til Ingvars vinar okkar sem rak Saltabarinn. Hann var fimmtugur og Greifarnir tróðu upp hjá honum en við Ingó og Viddi mættum í veisluna. Hér eru skvísu myndir af mér að fara í veisluna.

Blondie með meiru





Svo er bara skólatörn framundan próf og verkefni en það líður vonandi fljótt og þá kemur sumar og þá verð ég eitthvað í skólanum og þá er bara eitt ár eftir!!! jei hei...

Var í viðskiptalögfræðiprófi í gær og held að mér hafi bara gengið þrusu vel svo ég bíð spennt eftir útkomunni.

Jæja hef þetta ekki lengra í bili bið að heilsa öllum á þessum öskudegi sem er yndislegur hér í Reykjavík

Friday, February 12, 2010

sól

ég hef ekkert að blogga um svo ég á ekki von á því að það verði mikið skrifað hér í vetur. Skólinn er leiðinlegur þar sem fögin sem ég er í eru að drepa mig og ég nenni þessu ekki. Ef ég væri ekki hálfnuð myndi ég líklega hætta. Tilhlökkunin er þó sú að næsta vetur er ég meira og minna í valfögum og skrifa BS ritgerðina mína með Andreu minni og það verður bara gaman. Ég er að reyna að vera dugleg í ræktinni og það lufsast einhver grömm af manni en ég mætti vera enn duglegri en það er lítill tími með stórt heimili og skólann og allt það.

Fórum í bústað til Didda um daginn og það var næs og svo keppti Úlfur í fimleikamóti á Selfossi sömu helgi og hans hópur í hópfimleikunum varð í öðru sæti svo allir glaðir. Ásta er að læra á bíl og gengur bara vel og Guðný er glöð að vera búin að fá Jasmín aftur heim frá Indlandi.

Góða helgi

Saturday, January 23, 2010

Árið 2010

Ég er nú bara alveg hætt að blogga þetta er ekki hægt en svona er það að vera upptekin kona og geta auðveldlega skrifað smá á facebook við og við. En allavega nokkur orð hér í dag. Síðasta önn var strembin og mér fannst oft ansi erfitt að þurfa að fara í skólann var svona bæði áhugalaus og áhugasöm. Var í fjórum fögum og mér til mikillar gleði þá var þetta besta önnin mín hingað til endaði með 8,625 í meðaeinkunn og varð hæst ásamt Andreu vinkonu í rekstrarstjórnun og næsthæst í fjármálamörkuðum ásamt honum Mikael svo ég er vel sátt. Svo komu jólin og það var gott að eiga þau með fjölskyldunni minni yndislegu. Eldaði kalkún eins og alltaf á aðfangadag og tengdó kom í mat. Áttum yndislegt kvöld og ég þakka fyrir hvað börnin mín eru góð og skemmtileg og hvað ég á besta mann í heiminum :-). Á jóladag var auðvitað farið fyrst til Þorgerðar í afmæliskaffi og svo í hangikjöt til tengdó og annan í jólum komu Maddý og Einar, Þorgerður og fjölskylda og Malla og fjölskylda og við áttum frábæran dag. Á annan í jólum var Margrét litla þeirra Kristínar og Sigga skírð og ég skellti mér með börnin en Ingó fékk að sofa því við vorum bæði að vinna í Borgarnesi um nóttina hann að spila og ég í miðasölu. Nú áramótin voru öðruvísi en vanalega þar sem við fórum ekki norður hnugg hnugg en þau voru samt alveg yndisleg. Úlfur fékk að kaupa fullt af flugeldum og svo fór Ásta í partý en við Ingó fórum með krakkana til Lindu og Ása þar sem við hittum fullt af skemmtilegu fólki. Þar var til dæmis Auður vinkona mín Jónsdóttir rithöfundur sem ég hef ekki hitt alltof lengi og því var rosalega gaman að sjá hana.

Nú skólinn byrjaði 11 jan og þá var flott í nýja húsið í Öskjuhlíðinni. Það er stórt og mikið og ég er ekki búin að labba og skoða hann allan enn. Það er hálf tómlegt í bekknum mínum núna þar sem mikill hluti hópsins er í skiptinámi um allan heim og ég er að deyja úr öfund hehe.. mest sakna ég hennar Andreu minnar sem er í Mexíkó en við tölum saman næstum daglega á skype svo ég fæ að fylgjast með henni eins mikið og hægt er. En ég er núna hálfnuð með námið og er ansi sátt við það og hlakka til þegar ég er búin.

Ég náði einu fjölskylduboði hjá Birnu frænku þar sem ég hitti næstum öll barnabörn ömmu og áttum við góða stund þar. Svo er ég búin að hitta Ingigerðir aðeins og ætla nú að vera duglegri á þessari önn að kíkja til hennar og knúsa litlu guðdóttur mína sem er að verða 1 árs í mars. Úff hvað tíminn líður. Ingó minn verður 40 ára 17 mars og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt til að halda upp á það saman. Ásta er að verða 17 ára 11 mars og er á fullu að undirbúa bílprófið. Mér finnst eitthvað rangt við að skrifa þetta hehe er hún kannski bara 2ja enn og ég rétt tvítug hehe..

Í kvöld ætla ég að fara heim til Beggu vinkonu og elda góðan mat með henni og Mikael og hlakka mikið til að hitta þau. Begga er að fara til L.A. í 2 vikur og ég vona að hún eigi eftir að skemmta sér konunglega þar.

En þá er best að hætta og fara að læra og hér læt ég fylgja eina mynd af mér ljóshærðri eins og ég er um þessar mundir :-)




Sunday, November 8, 2009

skólinn

Ekkert er maður að ná að skrifa á þessa síðu en svona er það nú þegar Facebook er við völd og maður getur skotið þar inn fréttum við og við. Framundan er mánuður dauðans þar sem verkefnavinna og próflestur fara í hönd. Diddi bróðir á afmælið í dag og ég sendi honum mínar bestu kveðjur og ætla að kíkja á hann seinnipartinn. Ég er núna á skrifstofunni hans Mikaels með Lilju, Andreu og Beggu að vinna verkefni í alþjóðaviðskiptum og það er ekkert leiðinlegt en tekur sinn tíma. Á fimmtudaginn var vetrarhátíð hjá viðskiptafræðideild HR og við fórum allt gengið og skemmtum okkur vel nema á ballinu sjálfu en þar spiluðu Daltón sem er ekki skemmtileg hljómsveit. Í gær fór ég með Ingó í afmæli til konunar hans Jóa úr Messoforte þar sem hann spilaði í fullt af skemmtiatriðum. Við kíktum svo með Stebba Hilmars og Önnu konunni hans upp á Hilton barinn þar á eftir og hittum Evu Ásrúnu söngkonu og Ernu Þórarins sem var þar með Pétri Snæbjörnssyni hótelstjóra úr Mývatnssveitinni minni fögru. Þau voru þarna með fullt af vinum sínum og það var fyndin stemning í gangi. Við vorum nú ekkert mjög lengi en þetta var gaman.

Í dag er afmæli Didda bróður og hann og Örn héldu upp á afmælin sín saman og vorum rétt í þessu að koma heim úr því. Brói og Svanhildur komu með guttana sína og Arnaldur Kári var alveg milljón. Hann var á fullu að kjafta og segja öll orð sem honum var sagt að segja. Algjör krúsídúlla. Malla var með skottin sín þrjú og Álfhildur Ester rúsína gekk manna á milli sem allir vildu halda á og knúsa. Þorgerður með sína krakka, Ássý frænka og Valdemar Örn sem gleymdist að hringja í kom á síðustu stundu. Þetta var allavega bara mjög gaman. Í kvöld á að horfa á lokaþátt Fangavaktarinnar og chilla.