Tuesday, November 18, 2008

Bara ótrúlega stolt!

Stórt verkefni í markaðsfræði, tók langan tíma að gera og var unnið langt fram á kvöld við það. Var með Lilju, Mikael og Heiðdísi í þessu og allir lögðu hart að sér að gera þetta sem best. Lögðum mikið í uppbyggingu og útlit og árangurinn varð eitthvað sem við vorum mjög stolt af. Verkefnið gilti 20%. Einkunn kom í kvöld og þá gat ég hoppað um af kæti því við fengum 9,5 vorum hæst af öllum og næsta einkunn fyrir neðan okkur er 8,5. Frábær hópur sem ég er komin í, frábær samvinna takk krakkar þið eruð frábær og HR rokkar :-).

Var að koma úr saumó allar mættar nema Þorgerður sem var veik. Gott að komast aðeins út fyrir skólalífið og hitta frábærar vinkonur sem máttu þola mig hoppandi og skoppandi af gleði. Svo komst Laugalækjarskóli í annað sæti í Skrekk og ég er svo stolt af þeim.

Góða nótt ég sef vel í nótt það er víst.

9 comments:

Anonymous said...

Til hamingju elsku Þórdís, frábært að þú ert að sjá árangur erfiðis þíns! You go girl! :-)

Anonymous said...

Æðislegt! Mikið ertu heppin með hópinn þinn. Og þau með þig! Bestu kveðjur til Ástu förðunarmeistara með árangurinn í leiklistarkeppninni!!! Styttist í jólafríið hjá þér. Og frá 16.12. og fram að jólum má baka og þrífa, versla og skreyta. Þú nærð þessu öllu vel. Hlökkum til að hitta ykkur. þín Áslaug.

Anonymous said...

Til hamingju með þetta Þórdís ;) ef einhver "rokkar" þá ert það þú ;)

Anonymous said...

Til hamingju vinkona :)

brynjalilla said...

frábært stelpa, þú rokkar feitt

Anonymous said...

Þú ert nú bara algjör snillingur, og þvílíkur dugnaður...þín litla frænka Arnhildur

Anonymous said...

Frábær árangur hjá þér gellan þín! :)
Góða helgi ljúfan

Bestu kveðjur úr austrinu kalda...

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju skvís :)

Anonymous said...

jaeja vinkona gaman ad sjá thig thótt stutt hefdi verid, er ekki komin tími á nýja faerslu ??