Wednesday, October 21, 2009

Veik

Jæja ekki slapp maður við svínaflensuna og þar að auki fékk ég lungnabólgu líka. Vaknaði í gærmorgun orðin veik samt ekki með svo mikinn hita en ég fann að ég var ekki eins og ég átti að vera. Var með slæman hósta sem hreinlega brendi á mér lungun. Hélt mig heima en um kvöldið fór ég á læknavaktina með 39 stiga hita og þar fékk ég þennan úrskurð. Ég ætti auðvitað að vera á fullu í skólanum en það verður víst ekki alveg strax. Það er próf á mánudaginn og ég er svona að kíkja á efnið fyrir það þar sem ég er mun hressari í dag og næstum ekki með neinn hausverk. Verð samt að taka því rólega og taka lyfin mín. Krakkarnir hafa enn sloppið og Ingó líka og ég vona að það verði áfram. Valdemar Örn var sárlasinn af þessu og Aldís Dagmar er veik núna.

Við vorum á Akureyri um síðustu helgi og það var mjög gaman. Fór til Brynju á laugardeginum í afmæli Dagrúnar Kristínar og hitti fullt af skemmtilegu fólki og át yfir mig af kökum og heitum réttum. Um kvöldið skellt ég mér á Vélsmiðjuna með Auði vinkonu og Áslaugu systur Brynju og við dönsuðum alla nóttina. Ingó fór í mat til Bigga þetta kvöld með strákunum en ég fór ekki með. Svo kíkti ég á sunnudeginum á Arnhildi í nýju íbúðina og á Lillu og fór svo heim til Affíar. Gaman að ná að hitta svona margar. Fór ekki til Sollu vinkonu þar sem ég frétti að hún væri að koma suður en svo veiktist dóttir hennar og hún koma aldrei suður. Helgu Kvam hitti ég ekki heldur þar sem ég var bíllaus og vildi ekki taka pabba bíl of lengi. Verð að ná af henni næst.

Jæja best að gera smá í glósum og vona að mér batni sem fyrst.

Tuesday, October 13, 2009

Þreytt

Jæja ekki hef ég haldið mig við það að blogga eins og ég ætlaði en ætla nú samt að reyna að koma með línu við og við. Skólinn tekur sinn toll eins og alltaf og ég var í tölfræðiprófi í morgun og það var hræðilega erfitt og ég er dauðþreytt. Sem betur fer gildir það aðeins til upphækkunar svo líklega má ég henda einkunn þessari í ruslið hehe.. Lífið gengur sinn vanagagn nóg að gera hjá Ástu í Kvennó en hún er bara ánægð. Hún er búin að vera í leiklist þar og langar að vera meira. Hún er búin að fara í busaferð í Þórsmörk, fara í ferð með nemendafélögunum og kynnast fullt af fólki. Maður hugsar til þess tíma þegar maður var að fara í MA og hvað það var nú gaman. Guðný er komin aftur á fullt í fótbolta og það er líka nóg að gera í skólanum. Nýjasta æðið hennar er að selja föt og kaupa á Facebook og hefur nú nælt í nokkrar góðar flíkur á ansi góðu verði. Úlfur er á fullu í fimleikum og hefur fullt af vinum sem betur fer og kemur aldrei einn lengur heim. Á morgun er hann að fara í fer upp í Katlagil sem er bústaður sem skólinn á og þar verður gist í eina nótt. Það er þá síðasta barnið mitt sem fer í svona 6. bekkjar ferð :-). Ingó er á fullu að bera út, kenna og spila þegar færi gefst á.

Um helgina voru þær Ingveldur og Brynja hjá mér og við áttum æðislega stund saman sem endaði á miklum dansi hér heima í stofu og kíkt svo aðeins í bæinn á eftir. Ingveldur er hér í námi aðra hverja helgi svo ég vona að ég sjái hana mikið næstu 2 árin.

Ég hitti ekki marga fyrir utan Andreu, Mikael og Lilju en er þó að reyna. Ætla að kíkja á Ingigerði á morgun og sjá Kristínu Ástu mína og knúsa hana vel. Svo förum við Ingó til Akureyrar um helgina. Tengdó er á spítala fékk vægt hjartaáfall um helgina en er hress og kemur heim á fimmtudag/föstudag.

Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kvitta endilega til að hvetja mig til að skrifa :-)