Jæja ekki hef ég haldið mig við það að blogga eins og ég ætlaði en ætla nú samt að reyna að koma með línu við og við. Skólinn tekur sinn toll eins og alltaf og ég var í tölfræðiprófi í morgun og það var hræðilega erfitt og ég er dauðþreytt. Sem betur fer gildir það aðeins til upphækkunar svo líklega má ég henda einkunn þessari í ruslið hehe.. Lífið gengur sinn vanagagn nóg að gera hjá Ástu í Kvennó en hún er bara ánægð. Hún er búin að vera í leiklist þar og langar að vera meira. Hún er búin að fara í busaferð í Þórsmörk, fara í ferð með nemendafélögunum og kynnast fullt af fólki. Maður hugsar til þess tíma þegar maður var að fara í MA og hvað það var nú gaman. Guðný er komin aftur á fullt í fótbolta og það er líka nóg að gera í skólanum. Nýjasta æðið hennar er að selja föt og kaupa á Facebook og hefur nú nælt í nokkrar góðar flíkur á ansi góðu verði. Úlfur er á fullu í fimleikum og hefur fullt af vinum sem betur fer og kemur aldrei einn lengur heim. Á morgun er hann að fara í fer upp í Katlagil sem er bústaður sem skólinn á og þar verður gist í eina nótt. Það er þá síðasta barnið mitt sem fer í svona 6. bekkjar ferð :-). Ingó er á fullu að bera út, kenna og spila þegar færi gefst á.
Um helgina voru þær Ingveldur og Brynja hjá mér og við áttum æðislega stund saman sem endaði á miklum dansi hér heima í stofu og kíkt svo aðeins í bæinn á eftir. Ingveldur er hér í námi aðra hverja helgi svo ég vona að ég sjái hana mikið næstu 2 árin.
Ég hitti ekki marga fyrir utan Andreu, Mikael og Lilju en er þó að reyna. Ætla að kíkja á Ingigerði á morgun og sjá Kristínu Ástu mína og knúsa hana vel. Svo förum við Ingó til Akureyrar um helgina. Tengdó er á spítala fékk vægt hjartaáfall um helgina en er hress og kemur heim á fimmtudag/föstudag.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kvitta endilega til að hvetja mig til að skrifa :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Sæl mín kæra vinkona, gaman að sjá smá blogg... svona á gamlamátann. Eitthvað svo miklu vinalegra og nánara heldur en facebookið.
Hefði verið svo geggjað að vera með ykkur um helgina, sem ég var reyndar í huga
Þúsund kossar
jæja dúllan mín, mikið var.... he he
Maður var nú bara búinn að gefa upp vonina með þig og bloggið...
Farðu svo að láta sjá þig í Hafnarfirði....
Bið voða vel að heilsa Sellu. Gott að Úlfur á vini, og að allt gengur vel hjá krökkunum öllum. Vona að þú verðir dugleg að heimsækja fólk á Akureyri og þá sérstaklega Arnhildi, sem fær ekki marga til sín. Vinkonur eru mismikið góðar vinkonur. Góða ferð og hafðu það gott. Þín systir Áslaug.
P.S. hvar er kveðjan til Svanhildar :):):)
Post a Comment