Wednesday, April 30, 2008

Saumó og stuð

Í gær var svo saumó. Allar mættar nema Íris afmælisbarn sem átti 35 ára afmæli til lukku vinkona. Ég var auðvitað á síðasta snúningi eins og alltaf og rétt um kl 6 var ég enn í Bónus að versla inn. En þetta hafðist nú allt á endanum sem betur fer og Lóla var mætt upp úr kl 7 mér til aðstoðar með Hrafnhildi með sér. Ég bakaði köku, gerði brauðrétt og rækjusalat og keypti drykki og nammi með og ég held að þetta hafi bara verið hin fínasta veisla. Það var eins og venjulega mikið hlegið og margt skemmtilegt rætt. Síðustu gestir fóru að verða 12.

Í dag var planið að fara norður en þá var hr í Spútnik og þeir beðnir um að spila á árshátíð Bónus sem er í kvöld á Broadway og ekki er hægt að neita því enda góður peningur í boði. Ég er s.s. ekkert svekt hef þá bara meiri tíma til að undirbúa og við förum bara í hádeginu á morgun. Og í staðin fæ ég að fara í leikhúsið á generalprufu á Ástin er diskó, lífið er pönk sem Þjóðleikhúsið var svo rausnarlegt að bjóða okkur Gutenbergsfólki að mæta á. Ég fékk miða fyrir alla mína fjölskyldu og tengdó líka svo þetta verður vonandi voða gaman. Einn sem fór á lokaæfinguna á þessu í gær og skemmti sér konunglega. Svo er vorhátíð hjá Kvosinni í dag (sem á Gutenberg) og við Dísa ætlum að kíkja í smá stund þangað en það er haldið í Kassagerðinni. Svo eins og alltaf þá er nóg að gera hjá mér.

Hér eru myndir úr morðingjaspilinu þær eru líka á Facebook.com

Hershöfðingin og hans kona (Eiki og Lára)

Andrés og Helga

Ingigerður flotta geisa

Ingó og Sigtryggur

Ég flott kínversk mær Ásta málaði mig



























Flottustu vinkonurnar önnur kínversk og hin japönsk

Monday, April 28, 2008

sól

Frábært að eiga fimmtudaginn í fríi vorum nú bara nokkuð róleg stelpurnar fóru báðar í bíó en Úlfur var heima með okkur meira og minna allan daginn. Enduðum í mat hjá tengdó um kvöldið. Á föstudaginn komu Ingigerður og Sigtryggur í mat með Lubbaling með sér. Þau litlu gistu hjá tengdó og Ásta fór til Siggu svo það var rólegt heima. Ég eldaði góðan mat og svo spiluðum við Partýspilið. Þetta var bara alveg frábært kvöld og við skemmtum okkur konunglega. Á laugardaginn ákváðum við að fara á Þingvelli því veðrið var frábært hér í bænum skal tekið fram. Tókum Siggu vinkonu Ástu með og Sellu. Ég útbjó nesti og heitt kakó og svo var haldið af stað. Tendó var einkar illa klædd og við svona ekki mjög vel heldur og það fór að renna á okkur tvær grímur þegar við keyrðum upp á heiðina fyrir ofan Mosó og hitastigið fór allverulega lækkandi. Nú þegar á Þingvelli kom var vindur og það var bara alltof kalt og við illa klædd. Fundum okkur þó eitthvað rjóður þar sem trjáþyrping var og þar var borð. Við hlupum þangað hálffrosin og borðuðum nestið okkar. Mér var svo kalt að ég var að frjósa og var komin undir teppi og svaf í 2 klst eftir að heima kom. Já svona er nú gott að búa á Íslandi. Svo í gær var ákveðið í sólinni að vera heima. Ég fór út í garð í 2 klst og svo fórum við Ingó í Laugar og eftir það fórum við til Lindu og Ása. Linda er að fara til Ithaca í dag og verður í næstum 3 vikur svo ég vildi fara og kveðja hana. Áttum þar góða stund. Svanhildur átti afmæli í gær og ég heyrði aðeins í henni. Veikindum þar á bæ er vonandi lokið í bili enda eru þau komin með sinn skerf af þeim. Í dag bara rólegheit og Idolið í kvöld og á morgun er saumó hjá mér. Það er s.s. alltaf nóg að gera hjá mér get ég sagt ykkur.

Wednesday, April 23, 2008

Smá í sól

Búin að vera þreytt og ekki komið í verk að blogga. Föstudagurinn var æði morðingjaspilið frábært og allir rosa flottir í búningum og skemmtu sér vel. Tók nokkrar myndir en hef ekki komið því í verk að henda þeim hér inn. Fórum í ræktina á laugardaginn og fengum helling af börnum í næturpössun. Jasmín og Helga Margrét gistu hjá Guðnýju og Sigga vinkona Ástu var hjá okkur alla helgina. Úlfur hins vegar gisti hjá vini sínum á föstudaginn og kom seint á laugardaginn heim þá búinn að hjóla frá Kópavogi út í Hafnarfjörð í sund og svaka stuð. Ingó var ekkert að spila og við bara höfðum það notalegt á laugardaginn. Á sunnudaginn fórum við að sjá Ástu á skautasýningu hún var auðvitað voða flott og hefur verið rosalega ánægð á þessu námskeiði og heldur vonandi áfram næsta vetur. Svo fórum við í tiltekt og svo þurfti Ingó að fara að spila smá með Greifunum fyrir fötluð börn uppi í Mosó. Um 6 leytið fórum við svo öll nema Ásta í kaffi til Vidda greifa en sonur hans átti afmæli. Keyrðum svo Helgu Margréti heim og áttum rólegt kvöld.

Vikan hefur verið róleg ekkert mikið um að vera þannig. Fórum í Laugar á mánudaginn en í gær var ég á námskeiði í tímastjórnum og kom ekki heim fyrr en að verða 6. Kortið hans Ingó er runnið út en við erum að redda því að fá nýtt fyrir hann í gegnum Einkaklúbbinn þar fær maður 15% afslátt athugið það. Ég er búin að vera svo þreytt á kvöldin að ég hef hrunið fyrir framan sjónvarpið. Búin að reyna að horfa á Superman myndirnar sem við Ingó keyptum um daginn en það bara tekst ekki híhí. Hef þetta ekki lengra núna

Friday, April 18, 2008

Föstudagur

Jæja enn ein helgin að nálgast. Sé að fólk skilur ekki hvað ég kem miklu í verk en það fyndna er að mér finnst ég aldrei gera neit hehe... Í dag skín sólin og spá frábæru veðri um helgina. Ingó er í fríi og í kvöld er þetta morðingjaspil loksins og ég hlakka mikið til. En smá fréttir frá því síðast fór í keilu á miðvikudagskvöldið með Ingigerði og vinkonum hennar Dögg og Nínu. Það var rosalega gaman skemmtum okkur þvílíkt vel. En það sorglega sem gerðist var að ég var með hringinn minn fallega sem ég keypti í Egyptalandi og gleymdi að færa hann af keilu hendinni. Og svo í gærmorgun var ég að horfa á hann og þá sá ég að 2 litlir smaragðar voru dottnir af honum. Ekkert smá svekt ætla með hann til gullsmiðs og ath hvort hægt sé að laga hann hnugg hnugg.... Mig langar svo bara að njóta helgarinnar gera eitthvað með krökkunum, fara í ræktina og kannski hitta á einhverja góða vini. Það verður allavega stuð í kvöld það er nokkuð ljóst.

Hér birti ég boðsbréfið sem ég fékk í þessa fínu veislu. Hef ekki meira að segja í bili og óska bara öllum góðrar helgar.

Pushov heiti ég og er hershöfðingi í Rússneska hernum. Við Irma kona mín bjóðum yður:

Major Ivor Titcher (Sigtryggur)

Miss D. Meanor (Helga)

Flashi Mota (Andrés)

Hanki Panki (Ingigerður)

Hoo Flung Dung (Ingó)

Chow Pat (Þórdís)

í kvöldverðarmorð að Ljósuvík 24 Grafarvogi næsta föstudag kl.8 !!

Vashé zdorov'ye !

(Þýðing þökk sé Sigtryggi og Ingigerði)

Dead On Time

Sögusviðið er um borði í Síberíuhraðlestinni á leið til Moskvu árið 1930.

Búið er að myrða Mr. Big Job, aðstoðarmann japanska sendiherrans, í klefa sem var læstur innanfrá. Meðan á máltíðinni stendur verðið þið að aðstoða félaga Ivan Inkling við að leysa þennan hroðalega glæp.

Hinir gunuðu eru:

Major Ivor Titcher: Breski landkönnuðurinn. (Landkönnuðar-safari fatnaður). Alltaf að eiga við endana á vaxbornu yfirvaraskegginu. Hávær rödd þín heyrist yfir allt annað og þú gengur um eins og þú eigir pleisið!

Miss D. Meanor: Aðstoðarmaður Major Ivor. (Stílhreinn fatnaður, perlufesti, flatbotna skór þannig að þú er tilbúin í hvaða tilefni sem er). Klár, viðskiptalega sinnu og óendanlega skilvirk. Röddin víbrar og þú hefur hávært fliss sem heillar aðra.

General Pushov: Rússneskur liðsforingi, er yfir Síberíuhraðlestinni. (Orðum prýddur yfirmaður). Þú lítur upp til gömlu rússnesku leiðtoganna og reynir að líkja eftir þeim. Þú skrollar þegar þú berð fram 'R' og getur verið ógnvekjandi í augum annarra þegar þú er í einkennisbúningnum með öllum þínum orðum og heiðursmerkjum.

Irma Pushova: Kona General Pushov. (Litlaus föt sem eru hneppt upp í háls) Þú ert stíf og formleg og talar með sterkum rússneskum hreim. Það er litið á þig sem mikinn skörung.

Flashi Mota: Japanski sendiherrann. (Japanskur hefðarbúningur). Mjög virtur og stefnir að því að halda friði í sínu umdæmi. Hættur leynast víða og þú er tortrygginn út í flesta og frekar kaldur í viðmóti. Morðið á Mr. Big Job er búið að setja þig út af laginu.

Hanki Panki: Geisjan ferðafélagi sendiherrans. (Litskrúðugur kimono með andlitið málað hvítt). Frekar feiminn og getur auðveldlega farið hjá þér og felur þig því á bak við blævæng til að forðast óþarfa augnsamband.

Hoo Flung Dung: Kínverskur útsendari. (Með tjásu yfirvaraskegg, silkihatt og silkiklæðnað). Hátt settur í Chiang Kai-shek ríkisstjórninni í Kína. Sem hátt settur opinber starfsmaður ert þú ákaflega stoltur af stöðu þinni og þykir ekki umburðalyndur. Virkar á fólk sem afburðagreindur og talar hægt og yfirvegað.


Chow Pat:
Dóttir Flung Dung’s. (Hvítur stráhattur bundinn undir hökuna og í silkináttfötum í flötum skóm. Með hrafnsvart hárið bundið að aftan með prjónum). Ung og prúð stúlka, en segir það sem henni finnst

Wednesday, April 16, 2008

Bloggleti

Bara eitthvað voðalega löt að blogga stundum gerist það. Nú helgin varð aðeins öðruvísi en ætlað var þar sem morðingjaspilið færðist yfir á næsta föstudag. Þannig áttum við bara rólegt kvöld heima. Sella kíkti á okkur og Úlfur fékk Hilmar vin sinn í næturgistingu, Sigga gisti hjá Ástu og Guðný svaf ein í sínu rúmi. Á laugardaginn fór Guðný í síðasta tímann hjá Sönglist og á meðan fórum við Ingó í ræktina og tókum vel á því. Eftir það sóttum við Guðnýju og fórum upp í Álftamýri þar sem Ingó létt Bigga Nilsen fá trommur úr geymslunni hennar tengdó sem Ingó er að passa fyrir kunningja sinn. Guðný varð eftir hjá ömmu sinni en við fórum heim. Rétt um kl 3 kom svo Þorgerður og sótti okkur Úlf og við fórum í kaffi til Lindu og Ása. Það er búið að vera plan lengi að við þrjár hittumst og loksins bara var drifið í þessu, Linda tók af skarið og bauð okkur í kaffi og þessar fínu tertur sem afgengu í fermingu Auðar. Ég fékk svo far með Þorgerði út í Kópavog að hitta Ingó. Hann var að spila á árshátíð EJS í turninum í Kópavogi og Úlfi fannst ekki lítið ógnvænlegt að horfa niður af tuttugustu hæð hann er svolítið lofthræddur eins og mamma hans híhí... Nú við keyrðum Úlf heim til Sellu þar sem þau litlu gistu um nóttina. Við Ingó fórum á Subway og svo keyrðum við Ástu í afmæli til Hrafkötlu, þar sem hún gisti um nóttina, og svo keyrði ég Ingó út í Kópavog því áður en Spútnik spilaði þá spilaði tríóið sem hann er í. Ég fór þvínæst í heimsókn til minnar ástkæru frænku Arndísar sem ég hef ekki hitt lengi lengi... Birna Rún var vakandi og það var gaman að sjá þetta kríli sem er orðin svo dugleg að reyna að tala og bara sæt og skemmtileg. Við frænkur áttum gott kvöld saman. Ég fór svo aðeins heim en var svo mætt um kl 2 að sækja Ingó og hjálpa honum að róta og verð að segja að ég er nú bara orðin nokkuð góð í því. Enduðum á BSÍ og vorum auðvitað komin seint í háttinn.

Á sunnudaginn keyrði ég Ástu á skautaæfingu og þegar hún var búinn rétt um kl 1 sóttum við krakkana og brunuðum í Smáralindina og náðum 1 bíói. Sáum Spiderwick myndina sem var mjög skemmtileg. Eftir það heim og ég bakaði pönnukökur og svo vorum við eitthvað að reyna að laga til. Var nú frekar þreytt eftir laugardaginn.

Á mánudaginn var ég heima með einhverja kvefpest. Arndís kom í hádeginu til mín laus og liðug þar sem Birna var hjá dagmömmunni. Skil vel að hún sé frelsinu fegin því sama hvað maður elskar þessi kríli þá þarf maður smá pásu. Og mikið er ég fegin að eiga ekki lítið barn í dag! Horfðum á idolið um kvöldið og bara tókum því rólega.

Í gær var nóg um að vera eins og alltaf. Guðný var að syngja og leika á lokasýningu í Borgarleikhúsinu á vegum Sönglistar. Það byrjaði kl 6 og við keyptum miða og tókum tengdó og Jasmín með okkur. En þá kom upp vandamál Ásta átti að vera á skautaæfingu til kl 18:25 og hún mátti ekki missa af henni þar sem hennar lokasýning er á sunnudaginn. Nú voru góð ráð dýr en við hr upp í Borgarleikhús og komumst að því að Guðnýjar hópur ætti líklega ekki að byrja fyrr en 18:40. Nú er gott að eiga góða vini og haldið þið ekki að Ingigerður hafi hringt í mig þegar ég var mitt í að púsla þessu öllu saman. Það var úr að hún var mætt 25mín yfir 6 fyrir utan skautahöllina og skutlaði Ástu upp í leikhús. Og það mátti ekki tæpara standa að þegar hún gekk í salinn var hópur Guðnýjar að byrja svo hún sá systur sína syngja og leika. Ég var svo stolt af Guðnýju og meira að segja Ásta fékk tár í augun. Við tókum með okkur videovélina okkar sem við höfum ekki notað í 4 ár en haldið þið ekki að batteríið í henni sé ónýtt. Við náðum byrjun leikritsins og næstum öllum söngnum hennar en svo dó vélin. Hefði getað farið að grenja var svo svekt. Hún stóð sig eins og hetja var svo sæt og falleg og söng eins og engill þessi litla feimna skotta. Hún ætlar svo sannarlega að halda áfram í þessu næsta vetur.
Eftir þetta fór ég beint í saumó til Möllu. Þar mættu Þorgerður,Kristín,Sigga,Heiðrún og Una og við áttum ansi skemmtilegt kvöld. Una það er frábært að þú sért búin að bætast í hópinn. Tók nú engar myndir en næsti klúbbur er hjá mér svo þá reyni ég að taka nokkrar.

Jæja læt þetta duga í bili koss og knús til allra sem eru langt í burtu frá mér.

Thursday, April 10, 2008

Myndir frá Álftavatni um daginn

Fórum um páskana upp að Álftarvatni hér koma myndir.

Ingó og Eiríkur

Sigyn að elda

Gummi flottastur eins og alltaf

Svona er hann nú sætur

Við Guðný



Mikið stuð hjá okkur Guðnýju

Diddi bróðir minn

Þungbúin á svipinn hummmm

Guðný aðeins hressari en Úlfur ekki hummm

En nú eru allir komnir í stuð

Diddi í stuði hér á bakvið okkur Ingó

Við flotta parið að njóta þess að vera í páskafríi saman

Hér ræðst ég á manninn minn alltaf í stuð hehe

strákagengið flottir eru þeir ekki satt

Páskamaturinn sem hún Sigyn eldaði af sinni alkunnu snilld

Veisluborðið

Gummi og Eiríkur



Friðrik og Eiríkur fá sér eftirmat

Solla vinkona Ástu, Ásta og Örn

Diddi, Sigyn og Úlfur

Ingó í pottinum með Guðnýju og Úlfi

Þetta var alveg meiriháttar ferð og ég segi bara takk Diddi og Sigyn það er svo frábært að geta alltaf komið til ykkar og hafta það huggulegt.

Morðingjaspil

Sólin er farin að skína og snjórinn sem svo óvænt kom í gær er horfinn sem betur fer. Lítið að frétta af mér búið að vera mikið að gera í vinnunni og svo erum við búin að fara í ræktina 3 daga í þessari viku. Sinadrátturinn er að minnka og mér fannst það gerst í gær eftir að hafa farið á skíðavélina í 30 mín. Var fyrst að drepast í fætinum en svo fór verkurinn að minnka og í gær fékk ég enga krampa og svaf eins og steinn í nótt. Dagarnir líða við vinnu og ræktina mér finnst ég aldrei hafa tíma í neitt annað en þarf að fara að drusla mér úr húsi við og við. Enda er komið plan fyrir annað kvöld ja ef allir geta mætt en það er að fara heim til Eika og Láru og spila morðingjaspil. Það eru bara bestu kvöld ever og ég hlakka geðveikt til. Reyndar er ansi lítill fyrirvari svo maður getur ekki leitað lengi að búninum en þetta reddast eins og alltaf. Ingó er að spila á laugardaginn ætli ég geri nokkuð mikið þá. Hann er að spila í turninum í Kópavoginum og við erum að spá í að taka eina æfingu í World Class þar fyrr um daginn prófa nýja salinn. Kannski maður fari að sjá Arndísi eða jafnvel hann bróður minn Sigurðu sem ég hef ekki hitt síðan í janúar held ég hummm... Hef þetta ekki lengra núna.

Tuesday, April 8, 2008

Bara nokkur orð

Er búin að vera löt í blogginu þar sem tíminn minn við blogg hefur farið mest í að blogga á Laugasíðunni okkar árgangsins ´72 en við erum með hitting þann 17 maí á Players og ég hlakka ekkert smá til. Annars hvað er að frétta jú Ásta var í burtu alla vikuna á Laugum í Sælingsdal í skólabúðum og kom heim á föstudaginn. Það hafði verið bara voða gaman. Það var nokkuð rólegt heima hjá okkur með þau tvö litlu ein heima. Úlfur er búinn að vera ansi mikið úti í fótbolta eftir að það fór að birta og hlýna og þá kemur nýji sparkvöllurinn við Laugarnesskóla sér ansi vel. Guðný og Jasmín eru alltaf úti þarf nú ekki að hvetja þær og það eru endalausar sundferðir dag eftir dag. Um helgina gisti svo Guðný hjá Guðnýju Helgu vinkonu sinni sem býr í Gautaborg og skemmti sér vel með henni. Ingó var að spila fyrir Húsasmiðjuna í Keflavík á föstudaginn milli 6 og hálf 9 með Softtones. Ég fór út á Álftanes í heimsókn til Ingveldar sem var stödd hjá Svandísi systur sinni ásamt Petreu dóttur sinni á leið til Parísar með Unu, Ingu Jónu og Ásu Völu að heimsækja Rósu. Una og Þórir gáfu Petreu það í fermingargjöf og Ingveldur fékk að flakka með. Ég tók Úlf með mér en Ásta svaf allan föstudaginn frá því að hún kom úr Laugum og þar til kl 9 um kvöldið en þá vakti síminn hana. Ingveldur var hress og þær mæðgur spenntar að fara til Rósu. Þær koma svo heim á morgun og þá fæ ég ferðasöguna ooo mikið hefði ég viljað vera með þeim!!! Rósa sakna þín mest.....Á laugardaginn fór hann Úlfur minn einn á körfuboltamót upp í Borgarnes. Ég var búin að lofa Lindu aðstoð og Ingó hreinlega nennti ekki en við vorum svo heppinn að Valgeir vinur hans fór líka og Guðrún mamma hans Valgeirs doblaði bróður sinn til að fara með þá. Ég útbjó nesi og sendi hann með pening og þetta var hin besta ferð. Þeir reyndar skíttöpuðu en það gerði ekkert til bara gaman að taka þátt og Úlfur er alveg nýbyrjaður að æfa körfu. Ég fór svo í ræktina en Ingó fór á Players og hitti Ingigerði og Sigtrygg ásamt Bjarka bróður Sigtryggs og þau horfðu á leikinn. Ég hins vegar hafði ekki farið í ræktina í 2 daga áður og vildi ekki sleppa því einn dag til viðbótar. Svo fórum við Ásta niður í gamla Miðbæjarskólann þar sem fermingarveisla Auðar var haldin og ég var eitthvað að reyna að hjálpa Lindu við að skreyta tertur og skutlast í búð og annað fyrir hana. Kl 8 var ég mætt á Fiskimarkaðinn sem er veitingastaður við Ingólfstorg. Þar var ég að fara út að borða með Ingigerði í tilefni þess að Fanney vinkona hennar, sem ég þekki vel, er að flytja til Noregs. Mættar voru líka Magga Rósa frænka hennar sem ég kannast við og tvær vinkonur Fanneyjar þær Kristín og Margrét. Ekki fannst mér þetta góður staður, maturinn var ekki við mitt hæfi og hávaðinn fram úr öllu valdi. En þetta er "inn" staður í Reykjavík í dag og sáum við fullt af smástjörnum borgarinnar þarna. Ég var svo komin heim upp úr hálf 12 og þá skelltum við Ingó okkur í Ölver. Hann langaði að syngja nokkur lög og þar sem það voru svo fáir þá bara ílengdumst við þarna. Planið var að fara á Players og sjá nýja bandið hans Einars Ágústs en þar sem við fórum svo seint af Ölveri þá náðum við bara nokkrum lögum. Ekki var ég nú neitt yfir mig hrifin en þetta var ok. Hittum Haffa bassaleikara úr Hunangi sem var voða gaman og ég endaði á að keyra hann heim. Áttum s.s. hið besta kvöld saman við skötuhjúin. Á sunndaginn var svo ferming og ég á síðustu stundu að koma með mitt lið í veisluna og réttinn sem ég bjó til fyrir Lindu en þetta reddaðist allt. Auður var svaka fín og sæt og veisluborðið glæsilegt. Hitti þar Ásdísi vinkonu Lindu sem ég hef oft hitt og það var gaman að spjalla við hana. Eins var Hjördís Halldórs bekkjarsystir mín úr MA þarna með sinn mann og barn það var líka gaman að spjalla við hana. Nú svo var auðvitað fullt af fólki sem ég þekkti og tíminn leið hratt. En ég var nú dauðþreytt þegar heim kom og við Ingó skelltum mynd í tækið og eftir það lagði ég mig. Sótti svo Ástu sem hafði farið heim með Auði og við vorum nú farin frekar snemma í rúmið það kvöldið. Í gær var það vinnan og svo ræktin og ameríska idol um kvöldið. Við Ingó vorum bæði þreytt, hann eftir að hafa tekið 7 hlaup þann daginn hjá Pósthúsinu og ég bara eftir helgina svo við skriðum í rúmið í fyrrafallinu. Í dag er voða gott veður þó ekki nema 3ja stiga hiti en millt og gott.

Tuesday, April 1, 2008

Bara smá

Hæ hæ löt að blogga þar sem ég er á fullu að blogga og vinna við Laugaskólasíðuna okkar. En bara nokkur orð hér. Helgin var bara nokkuð róleg fórum í Ikea með Ástu og vorum við að skoða dót fyrir herbergið hennar. Ekkert búið að kaupa enn en vonandi finnum við það sem við erum að leita að. Tókum okkur pásu í ræktinni um helgina enda búin að vera á fullu alla vikuna. Guðný orðin lasin á laugardaginn og fór ekki í söngskólann og í þessum rituðu orðum er hún það enn og var hjá Sellu í nótt. Hitti Lindu og Ása um helgina langt síðan ég hef hitt þau. Við Linda náðum smá tíma saman bara tvær sem var gaman en síðan kom Tanja vinkona þeirra sem er áströlsk en býr hér á landi um tíma ásamt manni sínum sem var líka með í för. Linda bakaði vöflur og það var setið og kjaftað fram yfir kvöldmatartíma. Nú Ásta er farin í skólabúðir á Laugar í Sælingsdal og kemur ekki heim fyrr en á föstudaginn. Fórum í Laugar í gær að æfa en ég er búin að vera slæm í hægri fæti hjá ilinni er alltaf eins og ég sé að fá sinardrátt svo ég var ekki í fullu hlaupaformi í gær. En er nú betri í dag borða banana og drekk vatn og teygi vel. Eftir vinnu er planið að fara með Lindu og skoða salinn sem Auður heldur fermingarveisluna sína í en hún ferminst næsta sunnudag. Svo er saumó í kvöld hjá Dagnýju svo það er eins og alltaf nóg að gera.