Monday, April 28, 2008
sól
Frábært að eiga fimmtudaginn í fríi vorum nú bara nokkuð róleg stelpurnar fóru báðar í bíó en Úlfur var heima með okkur meira og minna allan daginn. Enduðum í mat hjá tengdó um kvöldið. Á föstudaginn komu Ingigerður og Sigtryggur í mat með Lubbaling með sér. Þau litlu gistu hjá tengdó og Ásta fór til Siggu svo það var rólegt heima. Ég eldaði góðan mat og svo spiluðum við Partýspilið. Þetta var bara alveg frábært kvöld og við skemmtum okkur konunglega. Á laugardaginn ákváðum við að fara á Þingvelli því veðrið var frábært hér í bænum skal tekið fram. Tókum Siggu vinkonu Ástu með og Sellu. Ég útbjó nesti og heitt kakó og svo var haldið af stað. Tendó var einkar illa klædd og við svona ekki mjög vel heldur og það fór að renna á okkur tvær grímur þegar við keyrðum upp á heiðina fyrir ofan Mosó og hitastigið fór allverulega lækkandi. Nú þegar á Þingvelli kom var vindur og það var bara alltof kalt og við illa klædd. Fundum okkur þó eitthvað rjóður þar sem trjáþyrping var og þar var borð. Við hlupum þangað hálffrosin og borðuðum nestið okkar. Mér var svo kalt að ég var að frjósa og var komin undir teppi og svaf í 2 klst eftir að heima kom. Já svona er nú gott að búa á Íslandi. Svo í gær var ákveðið í sólinni að vera heima. Ég fór út í garð í 2 klst og svo fórum við Ingó í Laugar og eftir það fórum við til Lindu og Ása. Linda er að fara til Ithaca í dag og verður í næstum 3 vikur svo ég vildi fara og kveðja hana. Áttum þar góða stund. Svanhildur átti afmæli í gær og ég heyrði aðeins í henni. Veikindum þar á bæ er vonandi lokið í bili enda eru þau komin með sinn skerf af þeim. Í dag bara rólegheit og Idolið í kvöld og á morgun er saumó hjá mér. Það er s.s. alltaf nóg að gera hjá mér get ég sagt ykkur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Hlakka til að sjá þig á morgun. Kem með Faxa gamla rugguhest + dótapoka sem þú lánaðir mér. Betra að þú farir yfir það og ákveðir hvað á að geyma fyrir barnabörnin :) Kv. Malla
Sjáumst á morgun :o)
kv
Kristín
Hæ. Þið eruð nú meiri snillingarnir að fara svona illa útbúin. Þér hefur ekki dottið í hug að renna í skjólið við Álftavatn, meira að segja að fá að fara þá inn í húsið ef ekki vildi betra til. Það er alveg sjálfsagt eins og þú veist. BAra að muna eftir þessum möguleika. Örn aftur lasinn en samt brattur, við búin að vera í fermingarveislum hjá Helgu Edwald og Arnóri og Sössu. Voða gaman.
Sé þig tæplegast á morgun. En samt bið eg að heilsa.
Diddi
Hlakka til að sjá þig í kvöld:-)
Ohh mikið væri gaman að geta "skotist í klúbb í kvöld" og fengið nýjustu slúðurfréttirnar og almennilegar íslenskar kökur og kræsingar -Þeir kunna þetta ekkert hér í Þjóðverjalandinu.....
En á hinn boginn er heldur engin hætta á að þú hefðir frosið hér ef þú hefði farið hér í nestiferð um helgina! Fengum 25 stiga hita og frábærlega fallegt og gott veður...
Bestu kveðjur, Aldís
Ps bið að heilsa stelpunum í kvöld...
Skila því Aldís og ég get sagt þér að ég myndi miklu frekar vilja koma til þín en hanga hér í rokinu í dag
ha ha ha sé ykkur alveg í anda í "picknic" ferdinni :) og hér er um 20 stig og sól ídag!!
Hafdu thad gott mín kaera!
Já skeppurðu þá bara ekki til mín, einhvern tíman þegar vel stendur á?
Þú getur tekið Áslaugu með þér og við gerum eitthvað gott saman...
-Já eða saumaklúbbsstelpurnar; stóð ekki einhverntíman til að þið mynduð skreppa eitthvert til útlanda, finnst ég einhvern tíman hafa heyrt um Berlín jafnvel!
Aldís
Ó mæ...ertu sem sagt að segja að ég þurfi að taka úlpur með mér í sumar á allt gengið??????
Ohhh hvað ég hlakka samt til að komast i íslenska náttúru:)
Það er allavega úlpu veður í dag hehe
Slabb og ógeð hér í dag, panta frekar veðrið hennar Ellenar! :)
Búin að skrá mig á Laugahittinginn :)
Hér hefðir þú þurft regnfatnað í dag, en helgin var frábær. Heyrðu--hér kemur listi handa Ástu til að skoða hjá H&M---PLEASE!!!! Það hlýtur að vera hægt að slá upp númerunum, eða? 75-3806, 43-9497, 38-2366,37-1286,37-9776,41-7964,44-0545,49-2116,39-8743,37-2862,24-2883.--- Þetta er bæði venjulegir bolir, sumartoppar og kjólar. Og svo er bara að skoða fleira. Er nefnilega að fara að panta sem fyrst. Hún hlýtur að hafa korter í þetta.-Ef ekki, gefst ég upp á að gefa henni afmælisgjöf, eða hún fær eitthvað, sem henni líkar ekki, og hananú.
Post a Comment