Monday, November 26, 2007

Komin heim

Þá erum við komin heim eftir góða helgi á Akureyri í hörku frosti um 12 stig á sunnudaginn. Það var frábært að hitta alla sem við náðum að sjá en leiðinlegt að hafa ekki tíma til að sjá alveg alla. Á laugardagseftirmiðdaginn fórum við Ingó niður á hótel til strákanna. Ég stoppaði í um klst en Ingó varð eftir og fór út að borða með þeim á Greifann um kvöldið en ég fór til Affíar ásamt krökkunum og mömmu og pabba í svaka veislumat. Átti þar notalega stund áður en ég fór heim að taka mig til. Áður en ég fór niður í bæ að hitta manninn minn fór ég í heimsókn til Maddýjar móðursystur og skoðaði það sem hún keypti í USA og eins það sem hún fékk í sextugsafmælisgjöf. Síðan var ég mætt niður á hótel til strákana um hálf 11. Ingó var bara í rólegheitum með þeim að horfa á tv svo ég settist bara með þeim og við sátum og kjöftuðum framundir kl 12 en þá var mæting á Vélsmiðjuna. Það var troðfullt þegar við komum og svaka stemning og allir bara biðu eftir að bandið byrjaði. Ég var ein svo ég fór alveg fremst með myndavél og byrjaði að taka myndir því ég er orðin hirðmyndari hjá Spútnik. Afrakstur má sjá á www.sputnik.is bara nokkuð skemmtilegar þó ég segi sjálf frá. Hér koma nokkrar

Ingó sæti maðurinn minn

Við Ingó saman á Vélsmiðjunni erum við ekki sæt saman

Nú þegar ég var hætt að taka myndir þá vantaði mig einhvern til að dansa við og engan þekkti ég þarna svo ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. En viti menn haldið þið ekki að hún Áslaug mín systir hennar Brynju hafi mætt á svæðið. Sá á blogginu að ég ætlaði að vera þarna sendi mér sms líklega á gamla númerið mitt fékk ekki svar en mætti samt. Áslaug perla þú reddaðir kvöldinu fyrir mér.

Áslaug og Þórdís mynd sérstaklega tekin fyrir Brynju okkar í Svíþjóð

Það er merkilegt að fylgjast með fólki á svona böllum. Í fyrsta lagi var eitthvað um útlendinga og þegar einn Pólverji var búin að reyna hvað eftir annað að fá mig á gólfið ítti ég honum frá mér. Þarna voru hópar saman sem höfðu verið þarna á jólahlaðborði og svo voru bara einstaklingar að skemmta sér. Fyndnastar voru the grúppís nokkrar tróðu sér beint fyrir framan sviðið og dilluðu sér ákaft þótt ekki væri fegurðinni fyrir að fara. Við Áslaug urðum að sjálfsögðu að taka þátt í þessum leik og tróðum okkur fremst þar sem ég fékk skemmtileg komment frá Kidda K allt kvöldið um hinar og þessar píur sem voru að dilla sér fyrir framan þá. Ein þeirra tók nú hreinlega bara súludans fyrir framan hann. Svo voru það píurnar sem héldu sér aðeins til hlés en mættu samviskusamlega bæði kvöldin í von um að vekja athygli á réttum stöðum sorry en tókst ekki enda okkar menn allir harðgiftir og það vel.

Nú við vorum ekki komin upp í rúm fyrr en um kl 6 þennan morgun og frekar þreytt bæði í gær þegar við vöknuðum um kl 1. Fórum þá á Búlluna og hittum Kidda K og Kein og fengum okkur að borða með þeim. Mamma hafði farið með þau litlu til Lillu í laufabrauð og leyft okkur að sofa. Síðan var farið á Vélsmiðjuna að róta í bílin og um 4 leytið rendum við af stað heim.

Nú ég var búin að lofa myndum úr Heiðmörk en þangað fórum við Ingó um daginn með krakkana í æðislegu veðri og hér koma þær. Ath allar listrænar myndir tók hún Ásta.

Ásta mín

Kalt í veðri en rosalega fallegt



Ótrúlega fallegt veður þennan dag











Guðný komin í leiktækin

Við Ingó

Guðný að leika sér

Ásta fyrirsæta

Erum við ekki sæt saman

Úlfrur að fikra sig upp, eina myndin af honum hann var svo upptekin með vini sínum

Guðný

Ásta

Sætu ólíku mæðgurnar

Guðný með pabba og mömmu


Fullt af snjó sá mesti sem hefur komið í vetur

Guðný komin í leiktækin

Ásta að reyna að komast uppá

Guðný með pabba og mömmu en með þeim vill hún helst vera

Komin upp

Þá læt ég þetta duga í bili. Ingó situr hér við hlið mér og er að vinna í verkefni fyrir Háskólann og bráðum ætlum við að fara að sofa. Ég er allavega loksins búin að setja þessar myndir inn komið nú með komment elskurnar mínar.



Saturday, November 24, 2007

Snjór og kuldi

Þá erum við mætt í höfuðstað Norðurlands. Sváfum vel út í gær og vorum að dundast fram eftir degi. Úlfur gat ekki beðið eftir að hitta vini sína sem voru auðvitað í skólanum fram yfir hádegi. Ég skellti mér í plokkun og litun og var svakaflott eftir það. Mamma náðí í Kristínu Dögg um hádegið þegar hún var búin í skólanum og þær Guðný fóru strax að leika. Aldís Dagmar kom síðan með sitt bleika hár og hún og Ásta fóru heim til hennar. Við Ingó ákváðum að skella okkur inn í bæ og rölta í búðir sem og við gerðum. Svo hönd í hönd löbbuðum við um bæinn keyptum skyrtu í Perfect og enduðum á Bláu könnunni í kakó, bjór og köku. Það er yndislegt kaffihús svo notarleg stemning og rómantísk veit ekki um neitt svona skemmtilegt kaffihús fyrir sunnan. Borðuðum hjá mömmu og pabba og svo komu Affí og Elli og við sátum og kjöftuðum við þau. Ég keyrði svo Ingó um 9 leytið niður á Vélsmiðjuna til að hitta strákana sem voru nýkomnir. Fór þaðan til Ingveldar og náði í hana og við út í Litluhlíð. Sátum með þeim gömlu og Affí og Ella um stund en fórum svo upp í snyrtileik. Ég fór í nýja dressið sem ég keypti mér áður en ég fór norður og var megaskvísa :-). Fengum okkur hvítvín og bara nutum þess að vera saman ekki oft sem það gerist. Vorum svo mættar á Vélsmiðjuna um 12 leytið og fórum beint inn í eldhús til Ingó og strákana ekta grúppís hehe.. Svo bara skemmtum við okkur rosalega vel dönsuðum og kjöftuðum og kvöldið var alveg frábært. Hitti Rögnvald gáfaðað og Gunna Sig hljóðmann hef ekki séð þá lengi. Síðan kom Fúsi gaman að hitta hann en svo var líka eitthvað af glötuðu liði þarna sem mig langaði ekkert að eiga samskipti við. Þegar maðurinn minn var búinn að spila settumst við Ingveldur aðeins með honum bakvið en svo fór hún heim. Ekki löngu seinna drifum við okkur í leigubílaröðina í skítakulda og það var yndislegt að kúra sama eftir þetta allt saman.

Í dag var grautur í Norró hjá Lillu frænku og við fórum öll nema Ásta sem gisti hjá Aldísi Dagmar. Kristín, Siggi og krakkarnir voru þarna, Maddý og Einar, Siggi og co svo þetta var vel fjölmennt eins og svo oft áður í laugardagsgraut. Úti snjóra og allt er orðið hvítt ég er nú pínu þreytt eftir gærdaginn en ætla að skella mér með Ingó aftur í kvöld og taka myndavélina með mér og taka myndir af bandinu sem þeir setja svo á síðuna sína. Kannski koma Affí og Elli með það væri gaman.

Thursday, November 22, 2007

Frost í morgun en helgin byrjar í dag

Það var -6° í morgun og kalt en þó ekki eins kalt og á laugardaginn þegar það var hiti en bilaður vindur. Ég held stundum að ég hafi fæðst í vitlausu landi því ég bara er ekki vetrarmanneskja. Ég ræ að því öllum árum að fá hann Ingó með mér til útlanda sem fyrst, bæði til að prófa eitthvað nýtt og til að komast úr þessum rosalega kulda og myrkri sem hjúpar okkur öll eins og súkkulaði.

En nóg um það ég gleymdi því alveg í gær að við Ingigerður tókum þátt í æsispennandi njósnaleik á laugardaginn. Þannig var að við vorum að koma úr bænum eftir að vera helfrosnar, þó búnar að sitja á Vegamótum og borða heitan mat, og vorum að keyra framhjá 101 hótel þegar við sjáum brúðarbíli Ingibjargar Pálmadóttur standa þar fyrir utan og fyrir innan sjáum við glitta í Jón Ásgeir og Jóhannes. Nú við snérum auðvitað við á punktinum og komum aftur að hótelinu þar sem Jón Ásgeir var að hoppa inn í þennan líka flotta Range Rover og þá ákváðum við að elta hann hehe.. Og við keyrðum um Þingholtin og alveg að kirkjunni og sáum þá stíga út. Nú við ákváðum því næst að keyra og skoða veislusvæðið en þar var allt krökt af securitas mönnum sem greinilega áttu að passa að enginn kæmist þarna nálægt. Nú þá ákváðum við að keyra aftur upp að 101 hótel og freysta þess að sjá Ingibjörgu labba út en auðvitað var þá bíllinn farinn svo við keyrðum bara aftur niður að kirkjunni og reyndum að spæja hvaða fína fólk væri þar að koma inn. Hlógum mikið að þessu uppátæki okkar en fengum spæjarskírteini seinna um daginn hehe...

Nú Ingó er á fullu að klára síðasta verkefnið sitt áður en hann fær kennsluréttindin sín. Mikið verður nú gaman þegar það verður í höfn.

Svo var bara verið að þvo og taka til fyrir ferðina norður en við ætlum að keyra eftir vinnu hjá Ingó í kvöld. Hlakka mikið til að hitta fjölskylduna og elsku Ingveldi mína. Ingó minn heittelskaði er svo að spila á Vélsmiðjunni bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld og ég ætla með honum. Ætla að draga Ingveldi og Simma með allavega annað kvöldið og kannski Affí og Ella svo þetta gæti bara orðið mikið stuð. Svo kannski kíkjum við Ingó í búðir gerum það stundum á Akureyri hehe fyndið að fara norður til þess en þá hefur maður bara oft svo mikin tíma til að stússast plús það að bærinn er svo lítill að það tekur ekki langan tíma að skanna hann.

Það verður allavega gott að vera í fríi á morgun.

Wednesday, November 21, 2007

Miðvikudagur

Það eru að koma jól og ég er ekki byrjuð að kaupa eina einustu gjöf. Á þessum tíma árs er ég vön að vera búin að fara allavega 6x til útlanda, en nei ekki í ár aðeins búin að ná 4 ferðum á þessu ári og hef ekki nýtt þær til jólagjafakaupa. Svo nú verð ég að fara að leggja höfuðið í bleyti og finna út úr þessu. Ég er aldrei voðalega góð í að kaupa jólagjafir því ég veit aldrei hvað fólk vill fá en þetta hefur nú yfirleitt blessast.

Á föstudaginn var Ingó á barnaskólaballi á Hvammstanga en kom aftur heim um nóttina. Ásta fór til Karenar en ég var heima með þau litlu og áttum við voðalega kósý kvöld. Á laugardaginn var Ingó að spila með Softtones hjá Sævari Karli. Ég kíkti með honum og svo kom Ingigerður til mín og ætlunin var að rölta Laugarveginn en kuldinn var þvílíkur að við enduðum bara inni á Vegamótum í mat. Ekki keypti ég neitt í þeirri ferð.

Um kvöldið var svo rosalegt boð á Apótekinu á vegum Senu. Gyða vinkona reddaði mér boðsmiðum í það og ég fór þangað ásamt Ingigerði og Röggu. Ragga er vinkona Ingigerðar síðan í MR og er orðin vinkona mín líka. Við byrjuðum á að fara til Röggu í mat en hún býr lengst í burtu eða uppi í Norðlingaholti. Hún er nýbúin að kaupa sér íbúð sem er rosalega sæt og allt rosa kósý hjá henni. Við vorum allar klæddar í eitthvað rautt, eitthvað svart og eitthvað hvítt því það var dresscode í partýinu. Vorum mættar á Apótekið um hálf 10 ásamt helling af liði sem allt var í svörtu, hvítu og rauðu. Ingigerður þekkti hellinga af fólki ég hitti Þór sem var að vinna á tjaldstæðunum heima hef ekki séð hann lengi. Svo hitti ég Gyðu sem var í rosa stuði og Tony hennar Guðrúnar og fleira og fleira fólk. Mér fannst þetta bara ágætt partý en náði ekki að koma mér í mega stuð. Ingigerður og Ragga sáu um þann pakkann hehe.. Vorum farnar heim um kl 2 og ég fór þá bara upp á Grandhótel en Ingó var að spila þar með einhverju bandi sem hann var að leysa af í . Hann var einmitt að hætta um kl 2 svo við settumst fram með henni Bryndísi Ásmundsdóttur leikkonu sem er söngkona í þessu bandi. Hún er ferlega skemmtileg og við sátum með henni í næstum 1 1/2 klst. Kúrðum svo frameftir næsta dag.

Svo var ég með Salatmaster matarboð var búin að bjóða Ingigerði, Sigtryggi, Pétri og Friðborgu en svo komust Pétur og frú ekki þar sem Tómas var orðinn veikur. Þá auðvitað reddaði hún Ingigerður mér og í þeirra stað komu Geiri og Dögg, Ásdís vinkona frá USA og Gunnar bróðir Sigtryggs og þetta varð hið besta kvöld. Maturinn góður og skemmtilegur félagsskapur. Hefði viljað sjá hana Ásdísi meira og er reyndar boðin í þrítugsafmælið hennar á föstudaginn en ég er auðvitað að bruna norður með honum Ingó mínum. Missi líka af afmælinu hennar Vigdísar en hún er að halda upp á fimmtugsafmælið sitt á laugardaginn. Ásdís og Vigdís til lukku með árin góðu og ég verð í anda með ykkur.

Saumó í gær hjá Kristínu allar mættar nema Dagný og Íris. Rosa flottar veitingar eins og alltaf hjá henni Kristínu minni. Allar hressar Þorgerður að fara til Manchester um helgina og ég dauðöfunda hana hef ekki komið þangað síðan haust 2004 hummm of langt en það árið kom ég líka 5x þangað. Kristín ætlar norður um helgina og svo er Íris að fara til Boston en ég öfunda hana ekki neitt nooooooootttttttt.

Svo fékk ég póst frá Erin í morgun. Hún er að hugsa um að koma 14 des og vera til 7 jan svo þá ætti ég að getað hitt hana helling. Hún sendi mér þessar myndir af krökkunum sínum sem teknar voru á Halloween í New York.

Óðinn var pylsa á Halloween

Kaja var Mjallhvít og hér er hún með vinkonum sínum

Flottar skvísur

Thursday, November 15, 2007

Helgi að nálgast

Ég er eitthvað voðalega löt að blogga þessa dagana og enn latari við að setja inn myndir veit ekki hvort það er myrkrið sem gerir þetta að verkum eða það að það er búið að vera mikið að gera í vinnunni.

Set hér nokkrar myndir sem ég tók á Salatbarnum á síðasta fimmtudag af Spútnik

Ingó í stuði

Kiddi Einars

Stjáni söngvari

Ingó og Pétur


Á föstudaginn síðasta flugum við Lóla norður til Akureyrar að jarðarför hennar Petreu mömmu Ingveldar. Mamma sótti okkur og við kíktum heim í Litluhlíð áður en við fórum upp í kirkju. Bibba frænka var í heimsókn og það var gaman að sjá aðeins framan í hana. Athöfnin í kirkjunni var mjög falleg og ræðan góð. Við Lóla fengum svo að sitja í með Þóri og Unu upp í kirkjugarð og sátum hjá þeim í erfidrykkjunni. Gaman að hitta þau öll systkynin sérstaklega Tryggva sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár. Alltaf gott að hitta Ingveldi og Simma og nú styttist í að við hittumst aftur.
Eyddi kvöldinu svo með manninum mínum.

Laugardagurinn fór í að redda búning fyrir morðingjamatarboðið. Ingó fór og stillti upp og svo fórum við saman niður í nýja Hljóðfærahús þar sem hann spilaði með Polis bandinu sínu. Hitti þar fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi eins og t.d. strákana úr Hunangi. Svo kom Friðborg hans Péturs með krakkana svo þetta var bara voða stuð. Það var samt komið smá stress í mig að ná að vera klár í tæka tíð fyrir matarboðið en það tókst nú allt. Ingigerður og Sigtryggur náðu í okkur rétt um kl 7. Vorum mætt heim til Andrésar og Helgu rúmlega 7 sem var í góðu lagi Helga á fullu í eldhúsinu og Andrés að blanda drykki. Eiki og Lára koma svo ekki löngu á eftir okkur. Allir komnir í búninga og það erum myndir inni á Facebook hjá Sigtryggi. Spilið var rosalega skemmtilegt og ekki var verra að spæjarinn var í þetta skipti á dvd ekki á "snældu". Kannski var aðeins og mikið um góða drykki í þessu boði eins og oft vill verða förum ekki nánar út í það hehe.. Ingó fór um 12 leytið á Players og ég mætti svo til hans seinna um nóttina.

Sváfum vel út á sunnudaginn og lufsuðumst ekki á fætur fyrr en langt var liðið á daginn. Þá kom Sigyn í heimsókn með strákana en Ingó fór í bíó með þau litlu. Gaman að fá Sigyn til mín við hittum því miður ekki svo oft.

Á mánudag og þriðjudag var Ingó minn í heimaprófi. Fórum reyndar í mat á Salatbarinn í hádeginu á mánudeginum en annars var hann mest að læra þó svo hann tæki sér pásu til að horfa á Smallville sem er uppáhaldsþátturinn hans. Eigum alltaf notarlega stund saman við að horfa á þann þátt. Á þriðjudaginn varð hún Maddý frænka 60 ára. Hún ætlaði ekkert að halda upp á þetta nema bara borða með dætrum sínum heima hjá Þorgerði. En þær systur voru nú heldur betur búnar að plotta og upp úr kl hálf 9 fórum við systkynabörn hennar og makar ásamt nokkrum vinkonum hennar að tínast inn. Hún var auðvitað alveg hissa en ég held rosalega ánægð. Fengum flottar veitingar og höfðum það gott.

Í gær keyrði ég Ingó niður í Háskóla um kl 9:00 þá búinn að vaka alla nóttina við þetta blessaða próf. Ég keyrði hann svo heim og beint í háttinn og hefði helst viljað leggja mig með honum. Gott að þetta er búið, þá er bara eitt stórt verkefni eftir og þegar það er búið þá bara er útskrift :-) Hann var svo á æfingu í gær með Lady D heima hjá bassaleikaranum. Ég var því bara ein heima með krakkana og horfði á Grays og Big Love svo það var bara fínt. Hefði nú viljað hafa Ingó hjá mér en svona er þetta.

Hér er ég svo mætt í vinnu í dag og er að reyna að gera eitthvað af viti. Ingó fer að kenna seinni partinn og svo upp í Húsasmiðju í Grafarholti að spila með Lady D milli 20-22 endilega kíkið uppeftir. Ég ætla að kíkja á hann og skoða aðeins jóladót í leiðinni.

Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum og textum út Ally McBeal og Ingó þetta er handa þér.

Chances are you'll find me
Somewhere on your road tonight
Seems I always end up driving by
Ever since I've known you
It just seems you're on my way
All the rules of logic don't apply

I long to see you in the night
Be with you 'til morning light

I remember clearly how you looked
The night we met
I recall your laughter and your smile
I remember how you made me
Feel so at ease
I remember all your grace, your style

And now you're all I long to see
You've come to mean so much to me

Chances are I'll see you
Somewhere in my dreams tonight
You'll be smiling like the night we met
Chances are I'll hold you and I'll offer
All I have

You're the only one I can't forget
Baby you're the best, I've ever met

And I'll be dreaming of the future
And hoping you'll be by my side
And in the morning I'll be longing
For the night, for the night

Chances are I'll see you
Somewhere in my dreams tonight
You'll be smiling like the night we met
Chances are I'll hold you and I'll offer
All I have

You're the only one I can't forget
Baby you're the best I've ever met

Thursday, November 8, 2007

Salatbarinn

Eftir vinnu í gær fór ég niður í Laugar með Ingó. Nema nú fór hann einn á hraðbrautina en ég fór með Dísu, sem er að vinna með mér, í að taka hendur og maga. Hún er kærasta fótboltaþjálfara Breiðabliks og er sko hörkunagli þegar kemur að æfingum og þjálfun. Óli kærastinn hennar er líka búinn að kenna henni hvernig á að gera þetta svo hún er rosa klár. Þetta var hörku æfing og ég tók sko vel á. Sorry Ingigerður ég bara hélt fram hjá og fór með annarri í ræktina :-). Nú er bara ágætlega hress í dag með pínu vöðvabólgu en annars bara hress.

Ég vil benda öllum á að í dag er sérstakur dagur á Salatbarnum hjá honum Ingvari vini okkar. Ingó er að fara að spila með Spútnik þar kl hálf 1 og ég er búin að draga Möllu með mér þangað. Svo er hann aftur í kvöld með Greifunum svo endilega látið nú sjá ykkur. Maturinn hjá Ingvari er rosalega góður minni þá á sem voru í fermingu Ástu. Vona bara að ég sjái sem flesta.

Svo fer ég norður á morgun með Lólu kem reyndar aftur heima annað kvöld en við erum að fara að jarðarför Petreu mömmu Ingveldar. Næ að sjá mömmu og pabba í leiðinni.

Á laugardaginn er svo komið að hinu frábæra Morðingjamatarboði!!! Á enn eftir að finna bolerojakka handa Ingó sem er hluti af hans gerfi svo ef einhver á svoleiðis þá pls láta vita.

Frétti í gær að Áslaug systir væri frísk og það væri ekkert krabbamein í brjóstunum á henni og sendi henni hér með mínar bestu kveðjur og koss og knús.

Diddi bróðir á svo afmæli í dag elsku bróðir til hamingju með daginn ég á eftir að hringja í þig.

Wednesday, November 7, 2007

Notalegur vetur

Ég er búin að ákveða að láta ekki þennan dimma vetur ná tökum á mér. Ég ætla að njóta hans til fulls með minni yndislegu fjölskyldu og öllum þeim vinum og vinkonum sem ég á. Hvað er notalegra en sitja á kvöldin með manninum sínum yfir kertaljósi, úti er allt dimmt en inni friður og ró. Þannig ætla ég að taka þessum vetri!

Ásta var heima í gær og er heima í dag vona þó að hún sé orðin aðeins skárri. Greyið ekki mjög sátt við að þurfa að liggja svona lengi. Búin að vera með hausverk og hita og bara farin að þrá að hitta vinkonur sínar.

Við Ingó drifum okkur í ræktina í gær. Mikið er ég glöð að hann skuli tosa mig svona áfram það er svo miklu skemmtilegra að fara með honum, ef ég þyrfti að fara ein þá bara færi ég örugglega ekki neitt. Ég var nú enn pínu slöpp en tók ágætlega á og svo teygðum við vel á uppi á eftir. Baráttan við kg er að vinnast hægt og bítandi og nú eru farin 10kg síðan í byrjun sep geri aðrir betur. Verð orðin svakaskutla um jólin :-)

Eyddum svo gærkvöldinu í rólegheitum, Ingó leigði mynd handa okkur og keypti smá nammi (hehe má smá) og Ásta kom upp og horfði með okkur. Við kveiktum á kertum og höfðum það rosalega kósý.

Læt svo fylgja með í lokinn texta sem mér finnst alveg frábær við lag eftir Aerosmith og sendi manninum mínum það í morgungjöf :-)

I don't want to miss a thing

I could stay awake just to hear you breathing,
Watch you smile while you are sleeping,
While you are far away and dreaming,
I could spend my life in this sweet surrender,
I could stay lost in this moment forever,
Where a moment spent with you is a moment I treasure,

(Chorus)
I don't want to close my eyes, I don't want to fall asleep,
Cause I miss you baby, And I don't want to miss a thing,
Cause even when I dream of you, the sweetest dream will never do,
I still miss you baby and I don't want to miss a thing

Lying close to you feeling your heart beating,
And I wondering what you are dreaming,
Wondering if it's me you are seeing,
Then I kiss your eyes and thank god we're together,
I just want to stay with you in this moment forever and forever forever

(Chorus)

And I don't want to miss one smile,
I don't want to miss one kiss,
I just want to be with you right here with you,
Just like this, I just want to hold you close,
I feel your heart so close to mine
And just stay here in this moment,
For all of the rest of time


Tuesday, November 6, 2007

Rigning

Mikið er hryllilega dimmt úti á morgnana. Í gær þá ætlaði ég bara ekki að hafa mig úr rúmi. Það var rok og rigning og við hliðina á mér svaf hann Ingó minn vært. Krakkarnir voru hjá tengdó nema Ásta sem svaf niðri enn veik. Hún kom nokkrum sinnum og vakti mig þessa nótt þannig að ég var frekar þreytt þegar morgun kom. Eða morgun ég bara skil ekki afhverju við breytum ekki klukkunni eins og grannar okkar gera. Færum hana aftur um 2 klst það væri frábært. Nú ég ákvað að mæta bara kl 9 og njóta þess að það væri enn vetrarfrí og ég gæti leyft mér það. Svo ég skveraði mér úr bóli og tók mig til. Þegar það var búið læddist ég inn til mannsins míns og kyssti hann sofandi á kinnina og hugsaði með mér;"Mikið langar mig að leggjast uppí og kúra með honum"

Dagurinn var s.s. ekki merkilegur það var rólegt í vinnunni bæði vinnulega séð og svo vantaði helmingin af starfsfólkinu sem var á einhverri ráðstefnu. Mér tókst að láta daginn líða á einhvern hátt en var ósköp glöð þegar Ingó sótti mig um 5 leytið. Við fórum heim og kíktum á nokkra bíla á netinu því mikið ósköp langar okkur í nýjan bíl. Ingó eyddi deginum í að byrja að lesa undir heimapróf sem hann tekur í næstu viku. Eins var hann í því hlutverki að skutla Guðnýju og Jasmín út um allt og snattast fyrir heimilið. Ásta enn veik kannski aðeins skárri en samt alls ekki nógu góð.

Nú það var saumó hjá Dagnýju í gær. Lóla sótti mig og við vorum mættar fyrstar. Ég hafði ekki séð Dagmar litlu áður og hún er nú meira krílið voðalega sæt. Það mættu allar nema Heiðrún sem var heima veik og Íris sem komst ekki. Það var voða gaman að hitta á allar skvísurnar maður hlakkar alltaf til þessara reglulegu funda okkar.

Kom heim í kringum 11 og við Ingó kjöftuðum um stund fyrir framan sjónvarpið áður en við fórum að kúra.

Í morgun var enn meiri rigning og enn meira myrkur langaði bara að draga sængina yfir höfuð. Náði að koma Ingó og krökkunum úr bóli en Ásta er enn heima. Nú er bara að láta daginn líða og svo ætla ég að draga manninn minn með mér í ræktina eftir vinnu.

Monday, November 5, 2007

rigning, frost, veikindi ammæli og fleira

Jæja mikið er ég að verða löt við að blogga. Vil byrja á að þakka fyrir margar og góðar afmæliskveðjur bæði handa mér og syni mínum sem varð 9 ára þann 2 nóv. Það er nú hellingur búinn að gerast og það helsta er að aðfararnótt þann 29 okt á afmælisdaginn minn kvaddi hún Petra Konráðsdóttir þennan heim og fór að því ég trúi á betri stað. Hún Petrea var mamma hennar Ingveldar vinkonu minnar sem er búin að vera vinkona mín síðan í öðrum bekk í menntó. Það er ekki svo lítill tími og þar af leiðandi var hún Petrea hluti af mínu lífi líka. Ég hitti hana í sumar þegar hún var nýlega greind með krabbameinið sem svo flýttir fyrir hennar för héðan af jörðinni. Það var gaman að sjá hana í sumar því hún var bara hress og ég mun eiga þessa góðu minningu alla tíð. Elsku Ingveldur mín og Simmi allar fallegar hugsanir eru hjá ykkur og við sjáumst á föstudaginn þegar við Lóla komum að jarðarförinni. Simmi minn ég vona að þú verðir búinn að jafna þig á botnlangabólgunni.

Nú annars var nú ekki mikið að gerast hjá mér í þessari viku. Fórum jú í mat til Lindu og Ása á þriðjudagskvöldið og fengum þetta líka fína læri. Ætlaði svo að ná að hitta hana Lindu mína meira í þessari viku en er bara búin að vera slöpp og greindist með kinnholubólgu á föstudaginn fór ekki í vinnu þann daginn heldur var bara heima eins og slytti. Okkur var boðið í útskrift hjá Dabba hennar Erlu vinkonu á föstudagskvöldið en komumst auðvitað ekki þar sem ég lá bara veik heima. Úlfur minn varð 9 ára á föstudaginn og þar sem þau eru öll búin að vera í vetrarfríi var ekkert gert til að bjóða bekknum heim. En Ásta bakaði köku handa honum og svo fékk hann Liverpool búning frá okkur og fyrirliðaband óskagjöfin hans. Svo fékk hann fleiri fallegar gjafir og var alsæll. Um kvöldið leigðum við mynd handa honum og keyptum nammi og áttum fjölskyldustund saman. Ingó var að spila á laugardaginn en hér í bænum sem betur fer og þurfti ekki fyrr en um kl 11. Laugardagurinn fór í svo sem ekki neitt Ingó að stilla upp ég að rúnta með krakkana planið var að við Ásta færum til Lindu en svo fékk Ásta hita og í dag er hún enn veik. Svo ég náði bara ekkert að hitta meira á þig Linda mín hlakka bara til að sjá þig í des þegar þú kemur aftur.

Arndís og Geiri komu í mat í gær með Birnu Rún það var voða gaman sú stutta voða skott. Var svo alveg búin á því í gær, við Ingó vorum að horfa á mynd og ég lagðist með höfuðið í kjöltu hans og steinsofnaði við að hann strauk mér um hárið það var ljúft.

Svo er saumó hjá Dagnýju í kvöld ætli maður kíki ekki í smástund þó ég gæti nú verið hressari maður hressist við að hitta stelpurnar :-) Nóg í bili.