Thursday, November 8, 2007

Salatbarinn

Eftir vinnu í gær fór ég niður í Laugar með Ingó. Nema nú fór hann einn á hraðbrautina en ég fór með Dísu, sem er að vinna með mér, í að taka hendur og maga. Hún er kærasta fótboltaþjálfara Breiðabliks og er sko hörkunagli þegar kemur að æfingum og þjálfun. Óli kærastinn hennar er líka búinn að kenna henni hvernig á að gera þetta svo hún er rosa klár. Þetta var hörku æfing og ég tók sko vel á. Sorry Ingigerður ég bara hélt fram hjá og fór með annarri í ræktina :-). Nú er bara ágætlega hress í dag með pínu vöðvabólgu en annars bara hress.

Ég vil benda öllum á að í dag er sérstakur dagur á Salatbarnum hjá honum Ingvari vini okkar. Ingó er að fara að spila með Spútnik þar kl hálf 1 og ég er búin að draga Möllu með mér þangað. Svo er hann aftur í kvöld með Greifunum svo endilega látið nú sjá ykkur. Maturinn hjá Ingvari er rosalega góður minni þá á sem voru í fermingu Ástu. Vona bara að ég sjái sem flesta.

Svo fer ég norður á morgun með Lólu kem reyndar aftur heima annað kvöld en við erum að fara að jarðarför Petreu mömmu Ingveldar. Næ að sjá mömmu og pabba í leiðinni.

Á laugardaginn er svo komið að hinu frábæra Morðingjamatarboði!!! Á enn eftir að finna bolerojakka handa Ingó sem er hluti af hans gerfi svo ef einhver á svoleiðis þá pls láta vita.

Frétti í gær að Áslaug systir væri frísk og það væri ekkert krabbamein í brjóstunum á henni og sendi henni hér með mínar bestu kveðjur og koss og knús.

Diddi bróðir á svo afmæli í dag elsku bróðir til hamingju með daginn ég á eftir að hringja í þig.

7 comments:

Anonymous said...

Frábærar fréttir af Áslaugu - mikið hlýtur henni að vera létt við þessar fréttir. Sendi henni kærar kveðjur hér með, er svo ódugleg í bréfunum! Og til hamingju með eldri brósann í dag.

Leyndókaffi á þriðjudagskvöldið fyrir þig Þórdís og Didda - vona að Malla sé búin að upplýsa þig um það.

Heyrumst...

Thordisa said...

jebb eins gott að sumir lesi ekki bloggið mitt humm :-)

Anonymous said...

Engin hætta á því, annars hefði ég ekki skrifað þetta... hehe

Anonymous said...

Til hamingju med stóra bródur í sídustu viku:)
Hér er allt vid thad sama thad byrjadi ad snjóa í morgun en verdur líklega allt farid í kvöld:(
Farid vel med ykkur!
//Kram Ellen

Anonymous said...

vildi óska að ég kæmist einhvern tímann í murder mystery dinner með ykkur...ohhh það er svo gaman!! Ég ætla bráðum að gera svona og bjóða vinum til mín...en heyrðu ertu ekki að koma norður bráðum dúllan mín,ha??! Hvernig væri ef ég gæti boðið þér með í svona murder dinner!! Kannski svona family murder dinner-veit að Aldís D. myndi koma! Hafðu það bakvið eyrað!

Anonymous said...

Gott ad heyra ad allt se jakvaett hja ther systir god. Vildi lika komast i murder kvöld til thin. kannski vid gerum alvöru ur thvi ad halda familymurder kvöld fyrir nordan naest thegar eg kem. Veit ad Arnhildur er od og uppvaeg i slikt, eins og hun er buin ad skrifa her. Frost i nott. Manni er kalt, en erum dugleg ad kveikja a kertum. Saknadarkvedjur Aslaug hin hressasta.

Anonymous said...

Blogg takk:-)