Thursday, January 31, 2008

Tannlæknar

Þá var það síðasta skiptið hjá tanna í gær. Ég var með skemmd í frammtönn sem var mun dýpri en hann hafði haldið og svo 2 litlar í jaxli. Þetta tók um klst ég var að deyja mér fannst þetta allt svo hræðilegt. Var samt með ipod með mér til að heyra sem minnst af þessum hljóðum, en samt þessi hljóð bara skera mann í tvennt. Og eftir þennan klukkutíma þá borgaði ég rétt rúmlega 19.500 er þetta hægt!!! Ég var tvídeifð svo þegar ég kom niður í vinnu þá gat ég varla talað og nefið á mér var svo deift að mér fannst eins og einhver hefði kílt mig ekki gott...

Nú svo er pabbi í bænum var hjá lækni í gær Ingó keyrði hann og sótt og hann borðaði steiktan fisk hjá mér í gærkvöldi. Það var voða gaman að fá hann í heimsókn. Hann gistir hjá Didda núna en er búinn að vera undanfarið hjá mér. Ég var svo bara alveg búin á því eftir allar þessar deifingar og svaf meira og minna allt gærkvöldið :-(

Er svo bara farin að hlakka til helgarinnar. Ætlum að fara í bústaðinn hans Didda upp úr kl 2 á laugardaginn eða þegar Guðný er búin í sönglist. Nú þarf maður að fara að huga að því hvað maður ætlar að taka með sér til að gera þetta huggulegt.

Ingó byrjar í trommukennslunni í dag og er 15-20 heillangur dagur. Hann tók sér frí frá útburði í dag enda er frost og vindur og hryllilega kalt.

Annað lítið að frétta.

Það er aðeins rólegt hjá mér núna og ég ætla að henda inn nokkrum myndum síðan við Guðný fórum upp í Seljahjallagil í sumar með Didda og co og þeirra vinum.

Eiríkur átti afmæli þennan dag

Sigyn komin að hjálpa til

Sveitin mín fallega

Bláfjall

Guðný mín tilbúin að fara af stað




Guðný og Friðrik í stuði




Séð að Vindbelg

Diddi horfir, Bjarni Torfi að spá eitthvað, Friðrik og Erla með hundinn

Eiríkur Hákon og Guðný



Bjarni, Sveinn, Diddi, Sigyn og Ester

Tómas sonur Esterar og Sveins









Falleg náttúra

Bláfjalla og Sellandafjall





Byrjuð að labba inn gilið









Örn Friðriksson

Ofboðslega fallegt þarna





Krakkarnir komnir með vargskýlu því mýrvargurinn var að drepa okkur þarna



Friðrik flotti með skýluna



Diddi og Guðný

Guðný við þennan líka flotta og marglita sand

Eina myndin sem ég set hér inn af mér ath aðeins um 10kg þyngri hér en í dag hummm







Diddi náttúrukarl







Flottur steinn eða hvað maður á að kalla þetta

Smá pása og nesti borðað erum næstum komin alveg inn í gljúfrið

Bjarni Torfi liggur makindalega og lætur líða úr sér



Brött leið





Hér sést í gljúfrið þar sem allt stuðlabergið er



Flott eða hvað sjáið þið stuðlabergið







Ég og Ester

Ester og sonur

Ester, Sveinn og synir



Sigyn sætust eins og alltaf

Hópurinn horfir á dásemdar landslagið



Komin í Álftagerði og skál segja Erla, Ester, Sigyn og Hrund

Bjarni Torfi og Sveinn að tengja grillið

Sigyn, Sveinn og Hrund

Krakkarnir að leika fyrir utan húsið

Orðið kalt....

Bjarni og Hrund

En krakkarnir í hlýjunni inni

Guðný rétt áður en við keyrðum til Akureyrar aftur um nóttina