Thursday, March 27, 2008

Laugar og hreyfing alla daga

Þið haldið sjálfsagt að ég sé að missa mig í líkamsræktinni. En þannig er mál með vexti að ef ég hreyfi mig ekki þá fæ ég svo mikla vöðvabólgu að ég verð bara óvinnufær. Svo verður þetta vanabindandi og ég bara veit ekkert betra en fara að æfa og fá þá vellíðan sem því fylgir að vera búin að taka hressilega á. Í gær fékk ég fullt af góðum ráðum hjá Dísu vinkonu sem er að vinna með mér og er á kafi í þjálfun og býr þar að auki með fótboltaþjálfara. Eins gaf hann Jón Hermanns, sem vinnur líka með mér, mér fullt af góðum ráðum. Hann er gamall handboltaþjálfari og með öll þessi ráð fór ég í ræktina í gær. Hef verið treg við að henda mér á hlaupbrettið hef haldið að ég gæti ekki hlaupið hefði enga orku í það en jú jú heldur betur tók góðan sprett í gær og hafði lítið fyrir því og var svo stollt á eftir. Ingó er líka að breyta sínum æfingum þyngja og taka sjaldnar svo við skemmtum okkur bæði þrælvel. Ætla að líta vel út á bikiníi í sumar á Lanzarote hehe... En ég get líka sagt ykkur að það var góð byrjun á morgni að smell passa í gallabuxur sem ég hef ekki komist í lengi svo ég held ótrauð áfram. Horfði á Gosip girl í gær en það er þáttur sem við mæðgur missum ekki af en var eiginlega alveg búin á því eftir hann og var komin í rúmið kl 10 sem gerist nú ekki oft. Jasmín fékk að gista hjá Guðnýju þó svo það væri skóli næsta dag. Hún er yndisleg skotta og eiginlega eins og fósturdóttir okkar. Hún er svo kurteis og hljóðlát og það er lítið mál að hafa hana svo þær fengu leyfi til að gista. Hefði helst viljað taka hana með til Lanzarote í sumar það yrði svo gaman fyrir Guðnýju. Í dag er Ingó svo að kenna í trommuskólanum og svo fer hann í upptökur með Softtones svo ég sé hann ekki mikið í dag. En er búin að bjóða Ingigerði að koma í kvöld og það verður bara æði langt síðan við höfum verið tvær að kjafta og ef ég þekki okkur rétt þá verður um nóg að tala.

Tuesday, March 25, 2008

Páskafríið búið

Þá er maður mættur til vinnu aftur eftir páskafrí hefði nú viljað eiga fleiri daga heima. Á fimmtudaginn skelltum við Ingó okkur í Laugar tókum góða æfingu og svo var farið heim að græja alla því við vorum á leið í fermingarveislu hjá Salvöru frænku hans Ingó. Hún er barnabarn Stefu systur hennar tengdamömmu. Veislan var haldin í sal úti í Kópavogi og maturinn var frá Salatbarnum eins og við vorum með í fyrra ekki slæmt. Ekki fannst börnum mínum gaman í svona veislu enda fór pabbi þeirra heim með þau á undan og kom svo og sótti okkur Sellu.

Á föstudaginn fórum við í Laugar og sund á eftir það var meiriháttar veður og yndislegt að vera úti. Síðan var Ingó á leið á Sauðárkrók og ég var tvístígandi með að fara með honum. En þegar það kom svo í ljós að enginn var í Reykjavík allir í burtu þá ákvað ég að skella mér með honum. Ásta fór til vinkonu sinnar sem bauð henni svo að fara í bústað en þau litlu til Sellu. Ég henti í tösku á hálf tíma og skellti mér norður. Pétur, Kein og Styrmir bróðir hans Stjána voru með okkur en Stjáni og Elín voru á króknum með strákana og Kiddi K og Unnur voru á Sigló. Skemmtum okkur þrælvel á leiðinni og fengum gistingu í stóru gistiheimili sem enginn annar var í nema við. Ég var svona ekki alveg viss hvort ég ætti að fara á ballið þar sem ég var ein en dreif mig svo. Þar sagði Stjáni mér að Guðný og Kalli, en það er fólk sem bauð okkur í mat síðast þegar við vorum á Króknum, vildu endilega að ég kíkti á þau. Svo það varð úr að ég rölti til þeirra enda búa þau c.a. 5 húsum frá ballstaðnum. Þar voru vinahjón þeirra í heimsókn og ég endaði með að sitja þar til að verða hálf 3. En þá röltu Kalli og Guðný með mér yfir á ballið. Ekki var nú mikið af fólki á mínum aldri svo það var gott að hafa eytt meirihluta kvöldsins hjá þeim hjónum. Rótaði svo með Ingó á eftir og er bara orðin nokkuð flink þó ég segi sjálf frá hehe.. Keyrðum svo heim næsta dag uppúr hádegi var frekar þreytt um kvöldið.

Á páskadag fórum við svo upp í bústað til Didda bróður. Byrjuðum á því að keyra inn á Selfoss og heimasækja Ingigerði og Sigtrygg sem voru stödd hjá foreldrum Ingigerðar. Einar og Kristín keyptu sér nefnilega hús í fyrra á Selfossi sem þau nota sem sumarhús ferlega sætt og gaman að koma þangað. Amma hennar var þarna líka og við vorum drifin inn í vöflukaffi. Lubbi frekar glaður að sjá okkur enda langt síðan við höfum hist. Nú uppi í bústað eldaði Sigyn dýrindis nautakjöt og gæs og allir voru vel saddir á eftir. Ásta og Solla vinkona hennar komu til okkar og gistu með okkur og meira að segja Gummi var á svæðinu og Eiríkur pabbi Sigynar. Þeir fóru reyndar í bæinn eftir matinn. Gaman að sjá Gumma maður sér hann ekki svo oft. Bróðir minn var svo búinn á því eftir tiltekt í kjallaranum sama dag að hann sofnaði uppi í stól sitjandi við arininn. Það endaði svo þannig að við Ingó fórum ein í pottinn og sátum þar frá 1-4 um nóttina. Ótrúlega næs enda var alveg logn, stjörnur á himni og búið að kveikja á kyndlum allt í kringum pottinn þvílíkt rómó. Næsta dag var nú bara slappað af og sofið út og svo keyrðum við heim og enduðum þessa páska á að fara í mat til Sellu sem eldaði hrygg handa okkur. Svo horfðum við á ameríska idolið sem við erum alveg húkt á og er ekkert smá skemmtilegt í ár. Ég tók svo fullt af myndum og á eftir að setja þær inn. Þar með líkur þessum páskum og alvaran tekin við.

Wednesday, March 19, 2008

Rigning var það ekki

Var að fá þessa mynd sem á að nota á Gutenbergsíðunni læt hana flakka með er hún ekki bara ágæt :-) Kíkið svo endilega á www.gutenberg.is þar sem besta þjónustan er!

Auðvitað þegar þessi blessaða páskahelgi er að koma þá fer að rigna. Þakka samt fyrir að það er búin að vera þessi blíða því krakkarnir eru búnir að vera úti allan daginn. Fórum í ræktina beint eftir vinnu en þó eftir að vera búin að stilla til friðar milli Úlfs og einhverra krakka sem voru að leika úti á sparkvelli. Minn maður hafði lent í orðaskaki við þau og kom heim alveg bilaður og ætlaði að ná í gamla riffilin sem pabbi gaf Ingó hér um árið. Hann ætlaði sko að ógna þeim, blessað barnið er víst stundum með skapið hennar mömmu sinnar híhí. Það hafa alveg komið upp stundir þar sem mig hefur langað að kyrkja ákveðið fólk en sem betur ferð kann maður að hafa stjórn á skapi sínu svona á efri árum. Nú það var gott að fara í ræktina ekki svo margir greinilega komið frí hjá mörgum. Ég skellti mér svo í sund þ.e. pottana eftir æfinguna en Ingó þurfti að fara á æfingu með Spútnik. Guðný fékk svo bæði Jasmín og Bryndísi vinkonu sína í næturgistingu en Úlfur fékk að gista hjá Hilmari vini sínum sem var langþráð. Ásta var með Sollu og Tönju í gær og ég sótti hana um 12 leytið. Eldaði góðan mat og talaði lengi við Gyðu vinkonu í símann og fór svo og horfði á Idolið með Ingó. Sofnaði of seint og nenni ekki að mæta kl 8 í morgun en var þó komin upp úr hálf 9 sem þýðir að ég verð að vera til kl hálf 5 í dag.

En ég gleymi alveg einu haldið þið ekki að Ingveldur, Simmi og börn ætli að skella sér með okkur til Lanzarote í sumar og vera með okkur fyrstu 2 vikurnar. Petrea skvísa var að fermast og fékk þetta í fermingargjöf. Þetta verður æði við Ingveldur eru allavega geðveikt farnar að hlakka til! Hlakka til að sitja með henni í sólinni, baka mig vel og lesa í góðri bók og jafnvel sötra á góðum drykk :-). Ingó og Simmi geta notið þess að drekka sinn bjór saman í skugganum og tengdamamma á eftir að hafa það gott líka og börn skemmta sér öll veit ég. Ásta hlakka til að hafa jafnöldru sína með sér saknaði þessi svolítið síðast og fannst mamma hennar ekki nógu dugleg að leika við sig. Best væri að Jasmín gæti líka komið með okkur Guðnýjar vegna og kannski verðu það hver veit.

Tuesday, March 18, 2008

Alveg að koma páskar

Bara þessi dagur og einn til viðbótar og þá er komið páskafrí. Veðrið er búið að vera æði síðustu daga en maður þorir varla að vona að þetta sé komið til að vera. Við hjónin fórum í Laugar í gær eftir vinnu og tókum vel á því. Ég var með svo mikla strengi í maganum eftir laugardagsæfinguna (teygði ekki nóg þá) að ég þurfti virkilega á því að halda að djöflast vel til að ná þeim úr mér. Eftir æfinguna fórum við í Bónus og keyptum í matinn og buðum Kidda K og Unni að koma og fá sér grillaða hamborgara og pylsur með okkur. Þetta var ekki afmælisboð en svona samt í tilefni dagsins. Annars er maður ekki nógu duglegur að hafa svona matarboð sem lítið er haft fyrir og auðvelt er að halda því það er svo gaman að fá fólk í heimsókn. Þau komu upp úr kl 7 og við áttum skemmtilegt kvöld með þeim. Hef svo hugsað mér að fara í Laugar eftir vinnu í dag og draga Ingó með mér eða ekkert draga hann er enn duglegri en ég. Bið svo bara að heilsa í bili verið nú dugleg að kvitta ef þið kíkið hér inn.

Monday, March 17, 2008

Hann á afmæli hann Ingó

Í dag á hann Ingó minn afmæli til hamingju ástin mín. Væri til í að eiga daginn í fríi með honum en neyðist víst til að vinna. Við áttum nú huggulega stund saman á Vox á laugardaginn og svo er að koma páskafrí svo við eigum eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Ingó með Guðnýju á Akureyri í sumar

Ingó með Sellu í afmæli pabba á Akureyri í sumar

Ingó við pýramýdana í Egyptalandi árið 2007

Þegar ég fór í morgun voru allir sofandi en Ingó ætlaði samt eitthvað að fara að vinna í dag. Guðný er að hugsa um að skella sér á skákmót kl 17 og þá ætlar pabbi hennar að fara með henni svo líklega komumst við ekki saman í ræktina í dag. En ætli ég skelli mér samt ekki eftir vinnu. Svo ætla ég að elda eitthvað ótrúlega gott handa honum í kvöld og svo er idol kvöld hjá okkur eins og alltaf á mánudögum :-). En allavega þetta blogg er tileinkað þér ástin mín vona að þú eigir eftir að eiga góðan dag, koss og knús sjáumst á eftir xxx.

Sunday, March 16, 2008

Enn meiri sól

Fórum í leikhúsið á föstudaginn með Gutenberg að sjá Sólarferð og ég get nú eiginlega ekki mælt með þeirri sýningu. Hún átti spretti við og við en var eiginlega bara frekar leiðinleg sýning. En það var gaman að fara með þessu liði verst að Ingó þurfti upp á Broadway að spila strax að sýningu lokinni. En ég fékk far með Björk sem vinnur með mér og Björgvini sem er frændi hennar Írisar vinkonu, ja svona er heimurinn lítill. Liðið fór svo allt á Lækjarbrekku í boði Gutenbergs í dýrindis máltíð. Í gær fórum við Ingó uppúr kl 12 niður í Laugar og tókum æfingu. Veðrið var æðislegt og ekki slæmt að labba niðureftir. Sóttum svo Guðnýju í sönglist kl 2 og hún dreif sig út á línuskauta með Jasmín en Úlfur fór að leika við Óttar vin sinn. Við Ingó fórum með Ástu niður í Everrest og keyptum skautagræjur handa henni en hún er farin að æfa 2x í viku hjá Skautafélagi Reykjavíkur og finnst alveg æði. Nú kl hálf 5 þurfti Ingó að mæta á Grandhótel að stilla upp og þá fórum við Ásta í Ikea hana langar svo að breyta í herberginu sínu. Við fengum okkur sænskar kjötbollur og áttum góða stund saman. Svo fórum við með Úlf til tengdó og þær systur voru heima í Sims en ég bauð Ingó á veitingastaðinn Vox á Hilton Nordica hótelinu í tilefni þess að hann á afmæli á morgun. Fengum voða góðan mat og frábæra eplaköku í eftirrétt og vorum vel södd á eftir. Vorum komin heim um kl 9 og lögðum okkur aðeins áður en Ingó þurfti að fara að spila. Í morgun vaknaði ég bara í fyrra fallinu, sólin skein og ég var klár að fara að gera eitthvað. Tók til í eldhúsinu, sett í vél og keyrði svo Ástu á skautaæfingu. Nú er planið að fara kannski í sund eða gera eitthvað skemmtilegt saman í þessu dásamlega veðri.

Friday, March 14, 2008

sól og helgin að koma

Það er sól úti í dag og enginn snjór á götunum þó svo Esjan sé alhvít. Vaknaði í morgun full af gleði og tilhlökkun því það er að koma helgi svo stutt vinnuvika og svo páskafrí. Átti yndislegan morgun heima því ég þurfti ekki að mæta fyrr en kl 9 svo það var bara dúllerí þangað til. Ásta mátti sofa fyrstu 2 tímana þar sem hún var á árshátíð í gær og kom ekki heim fyrr en kl 12 eftir svaka skemmtun. Það þurfti því ekki að keyra hana í skólann, þau litlu fóru sjálf enda ekki nema 2 hús í skólann hehe svo við Ingó gátum verið í ró og næði áður en ég fór að vinna. Ég var að koma úr myndatöku núna rétt í þessu. Það á að fara að taka heimasíðuna okkar hjá Gutenberg í gegn svo við vorum send í stúdíó svaka stuð vona að það komi flottar myndir út úr þessu. Í kvöld erum við Ingó svo að fara í leikhúsið með Gutenberg og það verður rosalega gaman. Eftir það þarf hann því miður að fara að spila en ég fer og fæ mér að borða með liðinu á Lækjarbrekku og svo heima. Á morgun erum við Ingó jafnvel með einhver rómantísk plön í tilefni af afmælinu hans sem er á mánudaginn. Hann átti að vera í fríi annað kvöld en svo kom á síðustu stundu inn árshátíð á Grandhótel. En við gerum eitthvað saman tvö þrátt fyrir það kemur í ljós síðar hvað það verður :-) Nú svo langar mig bara að komast í ræktina hef lítið getað farið síðustu daga en bæti úr því um helgina. Svo ég sendi ykkur bara sólarkveðjur héðan úr höfuðborg okkar Íslendinga og sakna allra vina minna og ættingja sem eru langt í burtu frá mér og er hamingjusöm yfir að eiga yndislegustu börn og mann í heimi. Knús og kreist frá þeirri sem er glöð að vetur er að enda :-)

Mynd sem Ásta tók af mér í vetur

Tuesday, March 11, 2008

Hún á afmæli hún Ásta, hún er 15 ára í dag

Hún á afmæli í dag....


Elskuleg dóttir mín er 15 ára í dag getur það verið að tíminn hafi liðið svona hratt. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar þær Affí systir og Maddý móðursystir mín komu mér upp á spítala til að eiga hana. Ég kom frá Reykjavík deginum áður og það var nú stællinn á minni. Ekki búin að þyngjast nema um kannski 6-7 kg sem sagt rétt tæplega 60kg humm og á þvílíku hælaskónum og nýðþröngum rósakjól hehe ekki alveg þau óléttu föt sem ég notaði þegar ég var ófrísk af Guðnýju og Úlfi. Nú planið var að nota vikuna sem ég átti að eiga eftir þar til barnið fæddist í að vera með Ingveldi og Rósu. Það átti að fara að sjá Rósu leika og við ætluðum sko út á djammið en en en... þrýstingur í fluginu kom öllu af stað og hún Ásta mín kom viku fyrr en ætlað var. Hún hefur nú líka alltaf verið ákveðin stúlka!

Hér er Ásta töffari í Þýsklandi 6 mán gömul

Friðrik og Ásta

Ásta og Aldís

Ásta og Halli


Ásta og Margrét úti í Þýskalandi

Ásta, Ingó og Guðný lítil

Rakel,Ásta,Sigga Bogga og Auður ekkert smá sætar

Ásta prinsessa

Árshátíðin í fyrra Ásta í miðjunni svaka sæt


Svona lítur hún svo út í dag 15 ára gömul. Núna erum við að fara út að borða með henni hún er búin að eiga sólríkan afmælisdag og seinna ætlar hún að halda veislu fyrir vini sína. Til hamingju með afmælið elsku dóttir.

Monday, March 10, 2008

Smá

Bara nokkrar línu úr sólinn í Reykjavík. Helgarsagan kemur síðar en það var mikið stuð á Akureyri. Ingó er lasinn í dag en ég mætt til vinnu. Skrifa meira síðar.

Wednesday, March 5, 2008

Sumarið og allt sem framundan er

Þá er það ljóst við erum að fara til Lanzarote í sumar með tengdó og ætlum að vera í heilar 3 vikur sem er bara alveg æði. Förum 8 júlí og komum heim 29 júlí og við erum öll svakalega spennt yfir þessu. Kíkið inn á Sumarferðir þá sjáið þið allt um þetta. Hér er slóðin sem sýnir hótelið okkar http://sumarferdir.is/lanzarote/gisting/hotelinfo/578 og ef það er einhver skemmtilegur sem hefur áhuga á að koma með þá endilega látið okkur vita :-).
Annars er ég að fara til Akureyrar á föstudaginn með Ingó og hljómsveitinni og Friðborg hans Péturs kemur með. Þetta verður svona barnlaus helgi og krakkarnir verða í bænum. Við gistum á gistiheimili og ætlum bara að hafa það næs. Auðvitað fer ég til pabba og mömmu og kíki á fólkið mitt þarna og vona að ég geti dregið Ingveldi eitthvað með mér eins og síðast það var ekkert smá gaman. Hér koma svo myndir sem ég er búin að ætla að setja inn lengi. Byrja á myndum af okkur Ingó sem voru teknar um síðustu helgi.





Jebb við sæta parið

Í dag fór Guðný í langþráða klippingu og lét klippa mikið af hárinu sínu og er ekkert smá flott svoleiðis. Hún og Jasmín eru alltaf í sundi og það er sko ekkert smá mál að þvo á sér hárið á hverjum degi eftir sund. Svo hér kemur fyrir og eftir mynd.



Þarna var Ásta búin að slétta á henni hárið





Þessar myndir tók hún Ásta myndasnillingur hún hefur sko hæfileika stelpan sú

Nú ég luma á fleiri myndum og hér má sjá þau systkyni Úlf og Guðnýju á öskudaginn. Guðný var Hannah Montana og Úlfur var pönkari. Eru þau ekki langflottust!



Eru þau ekki flott!!!!

En afi vildi líka fá að leika með :-) Er þetta ekki flott mynd af pabba haha


En hún Ásta fór líka með vinkonum sínum á öskudaginn. Þær voru nú meira í pæjufílingnum en skemmtu sér bráð vel og voru kúrekar með mjög svala glimmerhatta og eins og sjá má þá fjárfesti dóttir mín í þessum bráðhuggulega vindjakka sem minnir mig á jakka sem mamma átti hér í denn og notaði þegar hún fór út að hjóla haha...

Ásta, Sigga, Beta og Tryggvi tvíbbi

Nú ég á enn meira af myndum og er bara að setja brot hér inn í dag. Um daginn þá kom hún Kristín Dögg til okkar og við bökuðum muffins og skreyttum. Áslaug og Arnhildur hér sjáið þið skvísuna við störf.



Flott muffins hjá þeim

Kristín bakaði ekki aðeins heldur borðaði hún líka

Um jólin var mikið stuð hjá okkur við áttum bæði rosa kósý tíma og fengum líka fullt af fólki í heimsókn. Ein slík var þegar Erin og Nicolas komu í heimsókn og ég hóaði í hina og þessa til að koma og hitta þau. Er ekki kominn tími á að setja þessa myndir inn hehe.....

Hér eru þeir feðgar



Erin sæta frænka mín sem býr í New York

Arndís og Birna Rún kíktu inn og hér má einnig sjá Þorgerði og Erin spjalla saman

Sætar mæðgur!

Kristín, Sigyn og Diddi bróðir

Malla mætti að sjálfsögðu

Þorgerður og Erin bregða á leik



Erin og Óðinn Nikulas

Erin og Kaja pæja

Karitas Ása

Óðinn Nikulas komin í stólinn sinn

Þá er myndasýningu lokið í bili og ég vona að andinn komi yfir mig fyrr en síðar svo ég klári að setja inn jólamyndirnar frá Akureyri.