Tuesday, March 18, 2008
Alveg að koma páskar
Bara þessi dagur og einn til viðbótar og þá er komið páskafrí. Veðrið er búið að vera æði síðustu daga en maður þorir varla að vona að þetta sé komið til að vera. Við hjónin fórum í Laugar í gær eftir vinnu og tókum vel á því. Ég var með svo mikla strengi í maganum eftir laugardagsæfinguna (teygði ekki nóg þá) að ég þurfti virkilega á því að halda að djöflast vel til að ná þeim úr mér. Eftir æfinguna fórum við í Bónus og keyptum í matinn og buðum Kidda K og Unni að koma og fá sér grillaða hamborgara og pylsur með okkur. Þetta var ekki afmælisboð en svona samt í tilefni dagsins. Annars er maður ekki nógu duglegur að hafa svona matarboð sem lítið er haft fyrir og auðvelt er að halda því það er svo gaman að fá fólk í heimsókn. Þau komu upp úr kl 7 og við áttum skemmtilegt kvöld með þeim. Hef svo hugsað mér að fara í Laugar eftir vinnu í dag og draga Ingó með mér eða ekkert draga hann er enn duglegri en ég. Bið svo bara að heilsa í bili verið nú dugleg að kvitta ef þið kíkið hér inn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Kvitt, kvitt, ég er öll að hressast og fer vonandi norður á morgun eða hinn. Kv. Malla
Kvitta líka. Flott hvað þið eruð dugleg í ræktinni. Bestu kveðjur. Áslaug systir.
knúslús
Hafði það gott í fríinu - síðbúin afmæliskveðja til Ingó!
Post a Comment