Friday, May 8, 2009

Nýsköpun

Jæja langt blogg hlé enda búið að vera bilun að gera og er enn. Tók 2 próf og fer í eitt sjúkarpróf á bilinu 25-29 maí. Þjóðhagfræði einkunn 8 og Rekstargreining einkunn 8,5 meðaleinkunn mín er því 8 so far og ég búin að hækka mig upp um 0,1. Ansi ánægð með þetta. Þessa dagana er snýst líf mitt um að búa til fyrirtæki sem er 3ja vikna kúrs í Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Við erum 6 saman í hópi og ég þekkti bara eina stelpu hana Sóleyju sem er með mér í bekk. Hin hafði ég aldrei talað við áður. Ein þeirra er ættuð frá Arnarvatni barnabarn Sverris bróður hennar Þóru. Lítill heimur er nú þetta. Ég þakka öllum sem tóku könnunina sem við auglýstum inni á Facebook þar sem við erum að gera rannsókn fyrir verkefnið. Við skilum þessum á fimmtudaginn og á föstudaginn þá flytjum við það fyrir dómnefnd og svo er geðveikt lokahóf um kvöldið. Á laugardeginum fer ég upp í bústað í Skorradal að hitta stelpurnar sem voru með mér í bekk í 4G í MA það verður svaka stuð enda fæstar séð í langan tíma. Ég er aðeins búin að hitta Lindu en hlakka til að geta séð hana meira. Arndís kom í heimsókn með dætur sínar um síðustu helgi það var gaman og svo hitti ég saumó á miðvikudaginn. Pabbi er í bænum og var hjá mér í mat í kvöld fer heim í næstu viku og gistir hjá Didda. Vorum líka í bústað hjá Didda eina nótt um síðustu helgi og það var rosa gaman. Ekki séð Ingigerði í næstum 2 vikur og ætla svo sannarlega að sjá meira af henni þegar ég er búin. Fer í mat til Heiðrúnar á fimmtudaginn í næstu viku svo það er nóg að gera. Er hálf slöpp og veik en vona að ég nái því úr mér. Knús til ykkar allra hef þetta ekki lengar í bili.