Wednesday, April 8, 2009

Fyrsta prófið búið - páskar framundan

Langt bloggfrí hjá mér og margt búið að gerast. Fyrst skal nefna að bæði Arndís frænka mín og Ingigerður vinkona mín eignuðustu stelpur nú í lok mars. Arndís er búin að nefna dóttur sína Ölmu en hin er bara enn ónefnd prinsessa. Þær eru báðar algjör krútt :-). Nú mamma er búin að vera veik. Búið að vera hjartaóregla á henni og á endanum fékk hún gangráð en er samt ekki búin að ná sér að fullu. Í síðustu viku fór ég norður og var hjá þeim og reyndi að hugsa aðeins um þau ásamt því að læra. Náði að fara í mat til Ingveldar, hitta Helgu Kvam á kaffihúsi og eyða kvöldstund með Auði Kjartans og kíkja í Norðurgötuna. Um helgina var ferming hjá Didda þar sem hann Eiríkur sæti frændi minn var fermdur. Ég kom að norðar á föstudagskvöldinu og beint í að hjálpa þeim og fór svo strax á laugardeginum til þeirra og við Ássý frænka áttum góða stund saman við að skreyta kökur og útbúa rétti. Þar hittum við fullt af skemmtilegu fólki og má þar t.d. nefna að Marlisa var á landinu að hitta Auðunn Mána og hún kom. Birthe var líka komin frá Danmörku en það á að ferma hjá Guðbjörgu núna á morgun og hún kom til að vera viðstödd þá fermingu og kom því til Didda líka. Nú svo tók við próflestur allan sunnudaginn, mánudaginn og í gær og má segja að það hafi verið c.a. 15 klst á dag teknar uppi í HR þessa dagana. Enda er bakið á mér orðið dofið og ég andi þreytt. En mikið var gott að vera í félagsskap þeirra Lilju, Mikaels og Andreu án þeirra hefði ég aldrei meikað þetta. Sofnaði hálf 1 í nótt og svaf illa og var komin á fætur upp úr hálf 7 og mætt í próf kl 9. Fyrir áhugasama um viðskiptafræði þá var þetta í rekstrargreiningu en á miðannaprófinu fékk ég 9,7 og var næsthæst. Held ég verði það nú ekki núna því þetta var bæði og langt próf og ég ásamt flestum brunnum inni á tíma og svo var það líka bara flókið. En ég gerði mitt besta á nú ekki von á að ég sé fallin en hvað ég fæ kemur í ljós. Við ætlum að bruna norður í dag með Ástu og Úlf en Guðný er farin norður. Hún fór í gær með Didda og co ásamt Kristínu Dögg sem kom um síðustu helgi og var hjá okkur. Ég á nú eftir að stússast svo ég veit ekki hvernær við komumst af stað. Ég næ sjálfsagt ekki að hitta Lindu sem er komin heim. Velkomin vinkona hlakka til að sjá þig. En á Akureyri býður hún Rósa mín eftir að hitta mig og allir hinir. Andrea ætlar kannski að skella sér norður og þá hitti ég hana líka. Svo er það bara meiri próf en næst er þjóðhagfræði 20 apríl og stjórnun 24 og þá er ég búin í prófum en svo tekur við nýsköpun og stofnun fyrirtækja í maí. Sumarið óráðið.
Hef þetta ekki lengar í bili knús og kreist...