Sunday, November 8, 2009

skólinn

Ekkert er maður að ná að skrifa á þessa síðu en svona er það nú þegar Facebook er við völd og maður getur skotið þar inn fréttum við og við. Framundan er mánuður dauðans þar sem verkefnavinna og próflestur fara í hönd. Diddi bróðir á afmælið í dag og ég sendi honum mínar bestu kveðjur og ætla að kíkja á hann seinnipartinn. Ég er núna á skrifstofunni hans Mikaels með Lilju, Andreu og Beggu að vinna verkefni í alþjóðaviðskiptum og það er ekkert leiðinlegt en tekur sinn tíma. Á fimmtudaginn var vetrarhátíð hjá viðskiptafræðideild HR og við fórum allt gengið og skemmtum okkur vel nema á ballinu sjálfu en þar spiluðu Daltón sem er ekki skemmtileg hljómsveit. Í gær fór ég með Ingó í afmæli til konunar hans Jóa úr Messoforte þar sem hann spilaði í fullt af skemmtiatriðum. Við kíktum svo með Stebba Hilmars og Önnu konunni hans upp á Hilton barinn þar á eftir og hittum Evu Ásrúnu söngkonu og Ernu Þórarins sem var þar með Pétri Snæbjörnssyni hótelstjóra úr Mývatnssveitinni minni fögru. Þau voru þarna með fullt af vinum sínum og það var fyndin stemning í gangi. Við vorum nú ekkert mjög lengi en þetta var gaman.

Í dag er afmæli Didda bróður og hann og Örn héldu upp á afmælin sín saman og vorum rétt í þessu að koma heim úr því. Brói og Svanhildur komu með guttana sína og Arnaldur Kári var alveg milljón. Hann var á fullu að kjafta og segja öll orð sem honum var sagt að segja. Algjör krúsídúlla. Malla var með skottin sín þrjú og Álfhildur Ester rúsína gekk manna á milli sem allir vildu halda á og knúsa. Þorgerður með sína krakka, Ássý frænka og Valdemar Örn sem gleymdist að hringja í kom á síðustu stundu. Þetta var allavega bara mjög gaman. Í kvöld á að horfa á lokaþátt Fangavaktarinnar og chilla.