Thursday, July 31, 2008

komin heim


Komin heim í sólina á Íslandi. Held að allir hefðu verið til í að vera aðeins lengur okkur leið svo vel en mér fannst þó gott að koma í mitt hús aftur. Síðustu dagarnir voru notaðir til að ligga í sólbaði bæði við sundlaugina og eins fórum við góða ferð á ströndina. Fórum út að borða allt gengið á sunnudaginn s.s við, Pétur og co og Óli og co á mexíkanskan stað sem var með barnaleikvelli innan dyra. Og ekki löngu eftir að við vorum búin að láta raða upp borði fyrir 15 þá kom önnur Íslendingaklíka og lét setja upp borð við hliðina á okkur og voru álíka mörg. Eftir matinn fór Óli heim með sitt lið og Ásta og Sigga tóku Tómas heim með sér en við Ingó með okkar 2 og Friðborg, Pétur og Eygló röltum eftir strandveginum og fórum í karókí. Skemmtum okkur vægast sagt mjög vel. Pétur og co fórum þó heim á undan okkur en við Ingó mættum heim með þau litlu um hálf 3 um nóttina híhí. Þetta var pínulítill staður og ekki nema 2-3 fjölskyldur þarna með okkur og hún Guðný sló alveg í gegn söng og söng og allir þvílíkt hrifnir. Úlfur meira að segja söng 2 rapplög geðveikt flottur og svo sungum við Ingó helling líka meira að segja eitt lag saman :-)
Síðasta daginn þegar við vorum búin að pakka öllu fluttum við og Pétur og co inn til Óla og Hildar og fengum afnot af öllu þar. Svo fóru "stóru" strákarnir með Úlf á bílnum hans Óla í Go-kart og eyddu deginum þar en við stelpurnar vorum í sólbaði og löbbuðum síðan inn í bæ. Síðustu 3-4 dagarnir þarna voru þeir heitustu sem við áttum held ég. Nú töf á flugvellinum eins og alltaf og við komum til Íslands um 04:00 um nóttina og þá var að fríhöfnin og töskurnar og keyra heim og allt það. Þegar við vorum svo nýbúin að keyra Siggu heim sem býr ekki langt frá okkur dó rauði bíllinn og við urðum að hringja á stóran taxa og láta keyra okkur heim frekar fúlt.

Í gær fórum við svo á stúss, borga HR, fara með vottorðið fyrir tengdó á sumarferðir og fleira í þessum dúr. Fór svo til Ingigerðar og sat í bongóblíðu og sól úti á svölum hjá henni þar til Ingó sótti mig og við fórum í mat til tengdó. Áttu svo rólegt kvöld heima í gær. Á eftir að henda hér inn myndum þarf að eyða smá tíma í þann pakka. En endilega verið í bandi og þeir sem ekki hafa nýja númerið mitt þá er það 661-9958.

Sunday, July 27, 2008

Sma fra okkur

Tetta er buinn ad vera saelu timi svo ekki se meira sagt og nu komum vid heima tridjudagsnottinni og eg vildi svo gjarnan ad eg aetti eftir 2-3 vikur enn tvi mig langar ekkert heim. Ingveldur og Simmi eru farin og eg sakna teirra mikid. Vid gerum helling saman og nutum lifsins. Lobbudum oft inn i bae sem er akaflega falleg gonguleid medfram sjonum sem eg fae aldrei leid a. Nu svo var setid heima vid sundlaugina eda farid a stondina og bara haft tad gott. Vid forum saman i sundlaugargardinn sem er her a eyjunni ae var eg kannski buin ad skrifa um tad jaeja skiptir ekki mali tad var allavega godur dagur sem byrjadi ekkert spes vel tar sem tad leit ekki ut fyrir mikla sol en var svo alveg hellingur af henni tegar leid a daginn. Nu vid keyptum eina fer med teim tar sem siglt var yfir a Furtaventura sem er naesta kanariska eyjan vid okkur. Tetta var nu nettur dallur sem vid forum med og Sigga, Asta og Petrea voru sjoveikar en gubbudu to ekki. Nu vid attum ad fa 2 klst a eyjunni og sigla svo annad og var okkur hent ut i frekar leidinlegri typiskri turistagotu tar sem s.s. ekkert spes var ad sja. Vid voru dausvong tar sem morgunmatur sem auglystur var var ekki svo vid fundum stad til ad borda a. Nu tad ferli tok bara um klst takk fyrir og vid hundful tar sem enginn timi var eftir til ad skoda nema rett goturnar tarna. Um 2 var svo siglt adeins fra og ad eyju sem tilheyrir Furtaventura og heitir Lobos. Tar var hent ut akkerum fyrir utan stondina og tar var nu meira stud. Tar fengum vid oll ad fara a banana og synda i sjonum o.s.frv. Reyndar var ansi erfitt ad synda tarna tvi tad var svo mikill straumur ad madur matti hafa sig allan vid. Nu tessi ferd var s.s. svona nett ja ekki alveg eins og hun atti ad vera en krakkarnir skemmtu ser to vel vid Lobos. En um kvoldid fekk eg svo mikla sjoridu ad tad var ekki fyndid og Ulfur var med ogledi alla nottina. Nu Fridborg og Petur komu svo tann 15 og tad var gaman ad fa tau. Vid leigdum okkur bil eftir ad Ingveldur og co foru (tau voru buin ad gera tad adur en tau foru) og keyrdum med Petri og co um eyjuna. Tad fannst mer alveg hapunktur og a fullt af myndum til ad syna tegar heim kemur. Tetta var bara aedi. Seinni daginn forum vid ein a undan lidinu og stelpurnar foru ad versla en vid Ingo forum med Ulf i dyragardinn sem er her. Svo var keyrt til hofudborgarinnar i sirkus og tangad komu Petur og co og eins Oli og Hildur sem eru her med okkur i viku en Oli er i hljomsveit med Petri og Ingo. Sirkus var frabaer og allir skemmtu ser vel en gud minn hvad tad var loftlaust tar uff... Nu Oli er med unglingpilt med ser fosturson sinn sem heitir Ragnar og er 15 eins og Asta og Sigga. Tau 3 na vel saman og tad eina leidinlega er ad 2 dogum adur en tau komu (komu sama dag og Ingveldur for heim) ta var hann a vespu og datt og fotbrotnadi og er a haekjum sem er hundfult. Nu vid erum buin ad hafa tad gott med ollu tessu folki, elda saman og bara ja chilla. Tomas hans Peturs vard 5 ara a fostudaginn og vid heldum rosa veislu og eg bakadi ponnukokur og tetta var hinn mesti skemmtidagur. I gaer atti svo Kristin Dogg afmaeli og Gudny hringdi i hana og i dag a elsku pabbi afmaeli til lukku pabbi minn vildi hafa tid her med mer i solinni. Sella er hressari en er audvitad farin ad telja nidur eftir okkur. Nu er bara planid ad nota sidustu dagana vel til ad grilla sig, fara inn i bae og eitthvad svona. Hlakka svo til ad sja ykkur oll koss og knus fra Lanzarote.

Tuesday, July 15, 2008

Mikil sol

jaeja her er sko mikil sol og buid ad vera stud. Tann 12 a afmaeli Fusa forum vid i Go Kart sem er rett hja hofudborginni. Tokum Jasmin og fraenda hennar og vin med og allir skemmtu ser konunglega. Forum svo inn i bae sem er bara rett hja og kiktum i budir og bordudum svo a kinverskum stad med Ingveldi og co. Svo lobbudum vid Ingo eftir strondinni heim med krakkana en tau hin toku taxa. A afmaeli Gudnyjar bakadi eg ponnukokur og baud i morgunmat og hun fekk gjafir fra systkynum sinum og Jasmin og co og var mjog anaegd vid gafum henni reyndar bleikan sima adur en vid forum ut. Svo var tad strondin sem er alltaf alveg aedi. Um kvoldid var svo farid ut ad borda a stad nidur i bae. Asta min var med i maganum svo hun var heima tetta kvold. En vid hin skemmtum okkur konunglega og forum oll s.s. vid, Ingveldur og co og Jasmin og co. Fengum godan mat og satum lengi frameftir. I gaer var svo farid i vatnsrennibrautargard sem er nalaegt hofudborginni og tekur um 1/2 tima ad keyra til. Forum oll tangad nema amma hennar Jasminar. Nu tad leit ekki vel ut fyrst var skygjad og vid saum fyrir okkur ad frjosa i gardinum en nei nei ekki alveg og tad kom svo tvilik sol ad vid erum meira og minna skadbrend i dag serstaklega Asta og Petrea. Gardurinn var finn dalitid gamall en ekki of stor og bornin voru a fullu i um 6 klst og skemmtu ser vel. I gaerkvoldi var svo slappad af enda Asta og Petrea ad deyja ur solbruna og eg lika fekk liklega nettan solsting en Ingveldur reddadi tvi med godum verkjalyfjum. Svo vid eldudum heima og hofdum tad gott. I dag fara Jasmin og co heim og Petur og co koma med Siggu vinkonu Astu. Vid hofum bodid Jasmin ad vera lengur og tau eru ad hugsa malid. Vid tokum tvi rolega i dag aetlum adeins ad fordast solina og kannski bara lesa og hafa tad gott. Eg er ad tvo tvott og svona hafa tad rolegt. Kannski forum vid i kafbat sem er her a hofninni og siglum nedasjavar, hugsa til tin mamma ha ha.. Svo reddadi eg tvi ad Petur og Fridborg fa ibudina her vid hlidina a okkur svo allt er i bloma. Tad er ekki mikid af folki her bara alveg temmilegt og tad er svolitid af islenskum krokkum her sem Ulfur er audvitad buinn ad kynnast og leikur vid allan daginn tegar vid erum heima. Tetta er bara paradis. Svalirnar okkar eru aedi og vid Ingveldur liggum tar gjarnan lettklaeddar og sloppum af. Ingo horfir mikid a dvd og nytur lifsins. Tad er nu ekkert odyrt ad vera her en madur horfir bara fram hja tvi hihi.. Gaman ef tid skrifid sma komment med frettum af ykkur. Svo er ok ad hr i okkur i nyja numerid mitt 6619958 tvi eg borga bara 109 kr tegar tid hringid og svo ekki meira. Jaeja bae i bili

Friday, July 11, 2008

Solin og allt frabaert

hihi bara nokkur ord fra Lanzarote. Tad var 2 klst i seinkun daginn sem vid forum ut og vid komum tvi ekki fyrr en um half eitt um nottina. En ibudirnar eru aedi taer eru a tveimur haedum og eru 2 svefnherbergi uppi og eitt badherbergi og storar svalir og nidri eru god verond og stofa og eldhus og klosett. Ingveldur og Simmi eru vid hlidina a okkur og vid skottumst her a milli. Tad er heitt og gott en alltaf vindur svo vid erum ekki ad deyja. Reyndar er lika vindur a kvoldin sem tydir ad madur tarf alltaf ad fara i peysu yfir axlirnar. Fyrsta daginn tokum vid tvi rolega keyptum inn i supermarket sem er her beint a moti og krakkarnir lagu i solbadi og sundlauginni. Svaedinu er pinu skipt tannig ad vid sem erum i ibudum med 2 herbergjum erum ser og hja okkur er litil barnalaug sem krakkarnir fila vel. Svo er stor laug i adalgardinum en vid hofum litid verid vid hana enn. Forum ut ad borda fyrsta daginn a mexikanskan stad og tad var alveg aedi. Jasmin vinkona Gudnyjar er her i ibud rett hja okkur og taer hafa verid helling saman. I gaer forum vid svo a strondina og tad var mjog naes. Jasmin, Asta mamma hennar og Alex fraendi hennar og Orn vinur hans komu med okkur og Ingveldur og co. Fengum bekki og tarna vorum vid allan daginn. En solin er svo sterk her enda beint a lofti og eg og krakkarnir erum pinu brunnin eg og Asta mest. Eg for nefnilega i kinverskt nudd og liklega hefur olina komid brunanum af stad. Eldudum heima i gaer og satum uti a palli hja Ingveldi og Simma framundir midnaetti. I dag er Go-Cart og fleira skrifa meira seinna

Tuesday, July 8, 2008

Lanzarote í dag

Bara stutt erum að fara til Lanzarote í dag og allir voða spenntir. Það skyggir þó á að tengdamamma fékk blóðtappa í fótinn og fær ekki að koma með okkur þar sem það er ekki óhætt að hafa hana með í fluginu. Það er auðvitað mjög leiðinlegt og við öll leið yfir því svo þið sem þekkið til hennar meigið senda henni fallegar hugsanir. Annars er það bara helst að ég er hætt að vinna og skólinn tekur við í ágúst. Ég mun blogga eitthvað úti ef ég get og ath ég er með nýtt símanúmer 661-9958 búin að skila inn hinu númerinu til Gutenberg. Hafið það svo sem allra best koss og knús frá mér til ykkar.

Wednesday, July 2, 2008

17 stiga hiti í dag

Helgin var skemmtileg svo ekki sé meira sagt. Ásta fékk vinkonur sínar og vini í heimsókn og fagnaði afmæli sínu (sem var í mars) með þeim. Þau tjölduðu og fengu pizzur og ís og nammi. Strákarnir sváfu þó heima hjá sér þessa nótt. Ingigerður hringdi í okkur og við Ingó fórum þangað um kvöldið og stoppuðum fram um miðnætti. Úlfur og Guðný voru bara heima. Við kjöftuðum lengi við þau hjónin en fórum svo í Ludo ekkert smá gaman. Það var hörð barátta um vinningssætið en auðvitað tókst mér að vinna þau öll. Á laugardaginn fór Ingó kl 10 að bera út og upp úr 12 kom hann og sótti mig og við fórum saman í þetta. Bárum út í gamla bænum í Hafnarfirði sem er ekki gaman get ég sagt ykkur, langt á milli húsa og allt einbýli meira og minna. En það var gott að vera úti og veður milt svo þetta var bara hressandi. Búin um kl 4 og þá fór ég heim og skutlaði þeim litlu til ömmu Sellu. Planið var að fara á tónleika Bjarkar og Sigurrósar sem byrjuðu kl 5. Ingó lagði sig, Ásta var farin að vinna á tónleikunum en ég kíkti í kaffi til Lindu og Ása. Þar hitti ég Hjördísi Halldórs og fjölskyldu og fleira gott fólk. Svo fór ég heim og hitti þar fyrir Ingó minn sem hafði náð að slappa af og við settum í bakpoka það sem við ætluðum að hafa með á tónleikunum og löbbuðum af stað. Ingigerður og Sigtryggur voru búin að koma sér vel fyrir rétt fyrir neðan Laugaráskirkju og við plöntuðum okkur hjá þeim. Sólin skein og allt bara voða gaman. Við vorum nú frekar langt frá sviðinu en það var bara allt í lagi. Sölutjaldið sem Ásta var að vinna í var rétt hjá okkur. Nú Ingigerður var búin að taka til flott nesti og svo var smá bjór með í för og allt bara voða kósý. Svo komu Andrés og Helga (er með okkur í morðingjaklúbbnum) ásamt vinum sínum og þegar ég lufsast til að segja inn myndir þá sjáið þið myndir af okkur öllum. Tónleikarnir voru skemmtilegir en það fór svo að kólna og mér varð svolítið kalt var samt í lopapeysu, vindjakka sitjandi á teppi með teppi ofaná mér. Við fórum svo heim til Ingigerðar kl 10 þá var þetta orðið gott. Planið var að fara í pottinn til Andrésar og Helgu en svo vorum við bara svo löt og ég þrælkvefuð svo að þótt Ingó minn væri í stuði þá var hann eiginlega dreginn heim. Andrés og Helga við eigum þetta inni hjá ykkur :-) Á sunnudaginn tókum við Ingó svo tvö hlaup uppi í Norðlingaholti og voru ekki nema um klst að því. Keyrðum svo til Affíar og Ella og skoðuðum nýju íbúðina sem þau keyptu og Aldís Dagmar og Valdemar Örn verða í næsta vetur. Elli er auðvitað bara snillingur og íbúðin er æði enda er hann búinn að taka hana í nefið. Ingó og Úlfur fóru svo í bíó en ég fór með Guðnýju í Kringluna og keypti á hana nýja skó og hún keypti sér sjálf jakka voða gella. Ásta var hjá Siggu en ég sótti hana svo síðar um daginn.

Nú á mánudaginn var ég bara aftur veik og fór til læknis og líklega er ég með einhvern kvefvírus og hann setti mig á þriggja daga pensilín kúrs svona ef þetta myndi breytast í bakteríusýkingu því ég vil vera hress þegar við förum út. Kristín Dögg kom til okkar og er planið að hún verði hjá okkur og eitthvað hjá öðrum fram um helgi.

Í gær var afmæli Klaus til lukku með það kom mér aldrei í að hringja til að óska honum til hamingju svo ég geri það bara hér. Guðný og Kristín skelltu sér í sund og höfðu það gott saman tvær í gær hún fór svo til Möggu vinkonu sinnar í gærkvöldi en ég held hún komi aftur til okkar í dag. Ég fór eftir vinnu til Ingigerðar og hitti Ásdísi vinkonu okkar sem býr rétt fyrir utan Washington en hana heimsótti ég með Ingigerði í fyrra og átti með þeim frábæra helgi. Hún er hér á landi í nokkrar vikur en líklega hitti ég hana ekki meira þar sem við erum að fara út á þriðjudaginn og hún fer svo heim rétt eftir að við komum. Hún var með Kristófer son sinn sem er á öðru ári og Kristu Sól sem er um fjörgra ára gömul. Vel hress og nóg að gera hjá henni með þau he he Ásdís einn dagin þá verður þetta léttara tala af reynslu. Það var gaman að sjá hana þó stutt væri verður bara lengra næst. Fór svo og kláraði síðasta hverfið með Ingó. Kíkti svo aðeins á Dísu vinkonu, fór með bækur á ensku til að lána dóttur hennar. Dísa var að elda og gaf mér æðislegt kjúklingasalat að smakka á. Hún er auðvitað snildar kokkur. Sat þar um stund og fór svo heim.

Eins og þið sjáið er alltaf nóg að gera hjá mér. Er á fullu að redda mér bókum fyrir skólann, talaði við Gyðu í gærkvöldi og kannski getur hún reddað einhverju. Vil vera búin að fá eitthvað þegar ég fer út því ég ætla að glugga í þær sem fyrst. Fékk reyndar eina bók hér í Gutenberg í gær sem ég mátti eiga.

Pétur og Friðborg koma í mat í kvöld og það á að mynda ferðastemningu en þau koma viku á eftir okkur út. Það verður gaman að hitta þau langt síðan við höfum sést.

Svo koma mamma og pabbi annað kvöld og hinn daginn er síðasti dagurinn minn hjá Gutenberg svo það er nóg að gera.