Saturday, September 27, 2008

Heimsókn til sætu litlu frænda minna

Sit við að þýða rosalega þunga grein um kosti og galla við fjöldauppsagnir í fyrirtækjum en það er verkefni sem ég er að vinna fyrir aðferðarfræði og er mér ekki skemmt við get ég sagt ykkur. Verkefnið á að snúast um að finna heimildir og finna rök með eða á móti en það sem það raunverulega snýst um hjá okkur flestum er að eyða endalausum tíma í að þýða greinarnar sem við erum með en þær eru svo þungar og illskiljanlegar að það er nú ekki fyndið!!!!!

En í dag fékk ég smá pásu þegar ég fór ásast mömmu, pabba, Affí systur og Ástu í heimsókn til hans Sigurðar bróður og Svanhildar mágkonu. Þau hef ég ekki hitt ja síðan í janúar þetta gengur nú ekki humm. Litlu guttarnir þeirra eru alveg yndislegir og ég læt ég fljóta með myndir úr þessari heimsókn og stefni á að hitta þau aðeins fyrr næst :-)

Ástþór Örn flottur strákur

Flottur strákur með ömmu Hillu

Arnaldur Kári nývaknaður með Svanhildi

Rosalega sætur frændi sem ég á

Við Arnaldur Kári saman

Posted by PicasaMeiri rúsínan þessi frændi minn og þeir báðir.
Hugsið svo fallega til mín þegar ég er að reyna að semja þetta blessaða verkefni sem mér finnst ekki gaman né gagnlegt :-(

Thursday, September 25, 2008

Sól og blíða

Fékk skilaverkefni númer 3 í stærðfræði til baka í dag og auðvitað fékk ég 10, hef þá fengið 10 fyrir öll skilaverkefnin ekki slæmt og bætir aðeins upp fyrir hina leiðinda einkunina hehe... Skiluðum verkefni í rekstarhagfræði í dag vona að það sé bara frábært líka allavega búið að leggja nógu mikið í það. Þeir sem halda því fram að háskólalíf sem ég bara stuð og læti eru greinilega ekki í því sama og ég he he eða ég orðin svona gömul híhí.. En það er sól úti og ég er hress og ætla ekki að hafa þetta lengra núna.

Wednesday, September 24, 2008

Enginn tími úff og púff

Vikurnar þjóta áfram og mér finnst ég ekki hafa neinn tíma. Er ekki byrjuð að lesa neitt í markaðsfræðinni og þarf að ná mér upp þar. Fengum í dag verkefni í því fagi sem gildir 20 prósent og á skila 5. nóv. Þar erum við 4 saman sem eigum að leika ráðgjafa fyrir fyrirtæki og skila skýrslugerð um hvernig megi bæta þar og breyta. Hljómar spennandi en ansi erfitt trúlega og eins gott að það er ekki skil fyrr en í nóv því það er sko nóg annað að gera. Á morgun skilum við fyrsta verkefninu í rekstrarhagfræðinni, það gekk vel að búa það til en svo er spurning hvort við fáum gott fyrir það eða ekki held það samt :-). Fékk út úr fjárhagsbókhaldsprófinu og fékk einkunn 6. Var gjörsamlega niðurbrotin eftir það því ég hef verið að gera fullt af klaufavillum. Því miður var ég svo stressuð þegar ég mætti í prófið að það hefur haft sín áhrif. En svo sá ég meðaltalskúrfuna yfir hópinn og þar má sjá að ég er yfir meðaltali svo ég má nú bara vera sátt þar sem ég hef aldrei komið nálægt bókhaldi og ársreikningum áður. En samt langar ekki að fá 6 hummm en ath þetta var aðal fall fagið í fyrr um 50% féllu í þessum kúrs. Nú svo vorum við að fá ömurlega leiðinlegt verkefni í aðferðarfræði og á morgun fáum við verkefni í fjárhagsbókhaldinu svo ef þið haldið að ég hafi ekkert að gera þá!!!!
En að öðru fórum í kaffi til Þorgerðar um síðustu helgi. Mamma og pabbi fóru með og Ásta líka. Þar voru þær systur allar með sín börn og svo mætti Lóla með Hrafnhildi og Ássý frænka. Ég kom með eina köku og Kristín mætti með eitthvað með sér og svo var Malla með marengs og Þorgerður búin að baka og þetta varð engin smá veisla. Mikið hlegið að hinu og þessu eins og alltaff þegar við komum saman. Nú svo var saumó í gær heima hjá Siggu Dís allar mættar nema Íris og Dagný. Fengum rosalega gott rabbarbarapæ sem ég verð að fá uppskrift af bara eitt það besta sem ég hef fengið. Þar var að vanda mikið stuð.
Já svona er sem sagt lífið hjá mér og það er sko búið að vera gott að hafa mömmu og pabba sem hafa hjálpað okkur helling eins og vanalega. Nú er ég farin að læra áður en ég tek smá pásu fyrir svefninn.

Wednesday, September 17, 2008

Skóli og meiri skóli

Ég held ég hafi aldrei lært svona mikið á ævi minni en það er að skila sér ég fékk til baka skilaverkefni númer 2 í stærðfræði og ég fékk aftur 10 svo ég er auðvitað voðalega ánægð með það :-) Síðasta helgi var töff ég eyddi henni meira og minna í að lesa undir fjárhagsbókhaldspróf sem var á mánudaginn. Eftir laugardaginn var hausinn farinn að snúast og svo hitti ég Lilju og Mikael uppi í skóla á sunnudagsmorgni kl 9 og sat þar til 3. Mér gekk vonandi ágætlega í prófinu sem gilti nú ekki nema 5% en einkunn kemur upp úr helgi. Mamma og pabbi eru komin og það er gott að hafa þau. Pabbi gistir reyndar hjá Didda en mamma er hjá mér. Í gær elduðum við og buðum Aldísi og Valdemar í mat og eftir matinn hjálpaði þessi elsku besti frændi minn mér með skiladæminn í stærðfræðinni fyrir þessa vikuna. Í dag eftir skóla fór ég út á Álftarnes og hitti Ingveldi heima hjá Svandísi systur hennar. Það var auðvitað frábært að hitta hana en hún er á ráðstefnu og ætlar svo út til Brynju á föstudaginn og vera þar í tæpa viku. Elsku Brynja mikið langar mig að koma með henni en það verður víst að bíða aðeins lengur því miður. Svo talaði ég við Arndísi, Lólu, Ingigerði og Didda í síma en ég hef frekar vanrækt alla þessar vikurnar og er að reyna að bæta úr því. Núna er ég að fara að kúra með Ingó fyrir framan tv og horfa á Smallville og svo í rúmið. Úti er rok og rigning og ég man ekki á svona stundu afhverju ég bý á þessu landi hummm annar svona vetur og þá er ég farin! En hafði það sem allra best og ég vona að ég hitti einhverja um þessa helgi.

Thursday, September 11, 2008

fyrstu einkunnir

Vikan að verða búin. Hefur að mestu snúist um lærdóm og ég er komin með einkunnir fyrir fyrstu tvö verkefnin sem gilda til prófs. Í aðferðarfræði vorum við 4 sem bjuggum til heimildaskrá og fengum við 9 fyrir hana og það gildir 8% nokkuð gott. Svo fékk ég 10 fyrir fyrsta skilaverkefnið í stærðfræði sem gildir held ég um 20% ásamt öllum skilaverkefnum vetrarins. Svo ég er nokkuð ánægð með þessa byrjun en við sjáum svo til hvernig restin verður :-) Ég, Lilja og Mikael berjumst áfram í þessu saman og það hjálpar mikið er miklu skemmtilegra að vinna svona saman en hvert í sínu horni. Nú annað fór í klúbb til Kristínar á þriðjudaginn þar voru allar mættar nema Íris en í hennar stað mætti Aldís og var gaman að ná henni aftur í klúbb en svo fór hún út í dag. Ég var að koma úr bíói,fór að sjá Anítu Briem leika í Journey to the center of the earth. Fór með Ingigerði, Sigtryggi og Nínu vinkonu þeirra sem býr á Patró. Myndin var bara mjög skemmtileg var í þrívídd svo ég er með pínu hausverk. Er að fara að hjálpa Ástu með stærðfræði svo ég býð góða nótt í bili.

Sunday, September 7, 2008

Helgin

2 vikur búnar í skólanum og þetta er enn bærilegt en þó nokkuð strembið. Búin að skila inn fyrstu stærðfræðidæmunum sem gilda til einkunnar og líka fyrsta verkefninum sem gildir í aðferðarfræði. Ég, Lilja og Mikael erum búin að vera dugleg að læra saman og það hefur komið sér vel. Á föstudagskvöldið var kennarapartý í tónlistarskólanum þar sem Ingó er að kenna. Við fórum saman þangað og hittum fólkið sem þar vinnur. Þekkjum auðvitað Óla sem var með okkur úti á Lanzarote og á skólann og síðar um kvöldið kom Hildur konan hans gaman að hitta þau aftur. Þetta endaði allt í söng og fólk greip sér hljóðfæri og svaka stuð. Vorum þó komin heim rúmlega eitt. Á laugardaginn fór Ingó að bera út og svo að róta og kom ekki heim fyrr en hálf 6 um kvöldið. Ég fór að læra kl 10 lesa í fjárhagsbókahaldi en það er próf í því eftir viku. Ég lærði til 12 en tók smá pásu. Hringdi í Þorgerði og fattaði að það var skólastetning hjá Sönglist kl 2. Þorgerður að drepast í bakinu svo ég fór og sótti Helgu Margréti og svo fórum við upp í Borgarleikhús. Eftir þetta allt og þegar ég var búin að keyra Helgu heim fór ég í Krónuna sem er geðveik búð með miklu úrvali. Lærði svo meira og var orðin nett rugluð af að lesa þetta bókhald. Ingó fór að spila á árshátíð svo ég var ein heima eftir það með Jasmín og Guðnýju því Úlfur var hjá ömmu og Ásta hjá Siggu. Vaknaði í dag og var mætt upp í skóla kl 9 þar sem ég hitti Lilju og við lærðum stanslaust til kl 2. Þá gat ég heldur ekki meira. Fór heim og náði í Guðnýju og við fórum í kaffi til Þorgerðar. Þar var Kristín með sitt lið og Sigga vinkona hennar og Óli. Það var gaman að hitta alla og Gilli gat aðeins hjálpað mér í bókhaldinu. Nú lífið er bara skólinn þessa dagana og fjölskyldan kemst varla yfir meira. En ætla að vera duglegri að koma mér í ræktina í næstu viku.

Wednesday, September 3, 2008

Sól í Reykjavík

Jæja sé að ég verð ekki dugleg að blogga í vetur en reyni þó. Úti skýn sólin og svona var það líka í gær bara alveg frábært fór um 17° í gær gott mál!!! Ég sit sveitt við að læra og þetta mjakast hef kannski ekki verið alveg nógu dugleg að lesa bækurnar en þó og er alltaf búin að lesa glósur kennarans fyrir hvern tíma svo ég er vel með á nótunum. Í gær fór ég með Lilju og Mikael mínum lærdómsfélögum á bókasafnið. Við pöntuðum okkur hópaherbergi og þar lærðum við í 2 klst og kláruðum öll dæmin í Rekstarhagfræðinni sem er á morgun og gott að vera búin að koma því frá. Ég veit að þið trúið því ekki sem voruð með mér í MA og hvað þá þið bræður mínir en stærðfræðin er eitt af mínum uppáhaldsfögum hehe.. mér bara skotgengur í henni og vona að það haldist áfram þegar þetta fer að flækjast meira. Annars finnst mér þetta bara allt voðalega skemmtilegt og krakkarnir sem eru með mér eru mjög fínir og tíminn já tíminn hann þýtur áfram á þotuhreyflum úff. Ég er ekki búin að ná að hitta marga síðan ég byrjaði en jú stelpur ég kem í saumó ég ætla ekki að missa að því :-) En ég hitti hana Auði Kjartans á mánudaginn hún var hér í borg stödd og ég sótti hana heim til Siggar bróður hennar og hún kíkti aðeins hingað heim og við tókum smá rúnt út á flugvöll og þetta var bara voðalega gaman. Kom í ljós að langamma hennar María var systir langafa Ingó (ekki afa Auður eins og við héldum). Nú lítið komist í ræktina ætla að reyna að fara í dag ef ég mögulega get. Ingó er farin að kenna hjá Óla vini okkar sem var úti á Lanza með okkur í sumar. Óli á Tónsali tónlistarskóla í Kópavogi og þar er minn maður farinn að kenna á trommur. Svo er Spútnik auðvitað komin á fullt aftur og þið sem eruð að leita að bestu hjómsveitinni til að spila á árshátíð eða öðrum skemmtunum þá er það www.sputnik.is he he alltaf að plögga. Jæja er farin að vinna að verkefninum uppsetning á heimildarskrá getið þið ímyndað ykkur stuðið svo ég kveð að sinni.