Sunday, September 7, 2008

Helgin

2 vikur búnar í skólanum og þetta er enn bærilegt en þó nokkuð strembið. Búin að skila inn fyrstu stærðfræðidæmunum sem gilda til einkunnar og líka fyrsta verkefninum sem gildir í aðferðarfræði. Ég, Lilja og Mikael erum búin að vera dugleg að læra saman og það hefur komið sér vel. Á föstudagskvöldið var kennarapartý í tónlistarskólanum þar sem Ingó er að kenna. Við fórum saman þangað og hittum fólkið sem þar vinnur. Þekkjum auðvitað Óla sem var með okkur úti á Lanzarote og á skólann og síðar um kvöldið kom Hildur konan hans gaman að hitta þau aftur. Þetta endaði allt í söng og fólk greip sér hljóðfæri og svaka stuð. Vorum þó komin heim rúmlega eitt. Á laugardaginn fór Ingó að bera út og svo að róta og kom ekki heim fyrr en hálf 6 um kvöldið. Ég fór að læra kl 10 lesa í fjárhagsbókahaldi en það er próf í því eftir viku. Ég lærði til 12 en tók smá pásu. Hringdi í Þorgerði og fattaði að það var skólastetning hjá Sönglist kl 2. Þorgerður að drepast í bakinu svo ég fór og sótti Helgu Margréti og svo fórum við upp í Borgarleikhús. Eftir þetta allt og þegar ég var búin að keyra Helgu heim fór ég í Krónuna sem er geðveik búð með miklu úrvali. Lærði svo meira og var orðin nett rugluð af að lesa þetta bókhald. Ingó fór að spila á árshátíð svo ég var ein heima eftir það með Jasmín og Guðnýju því Úlfur var hjá ömmu og Ásta hjá Siggu. Vaknaði í dag og var mætt upp í skóla kl 9 þar sem ég hitti Lilju og við lærðum stanslaust til kl 2. Þá gat ég heldur ekki meira. Fór heim og náði í Guðnýju og við fórum í kaffi til Þorgerðar. Þar var Kristín með sitt lið og Sigga vinkona hennar og Óli. Það var gaman að hitta alla og Gilli gat aðeins hjálpað mér í bókhaldinu. Nú lífið er bara skólinn þessa dagana og fjölskyldan kemst varla yfir meira. En ætla að vera duglegri að koma mér í ræktina í næstu viku.

9 comments:

Kristín E. said...

Gaman að hitta þig í dag.... sjáumst á þriðjudag :þ

Anonymous said...

Dugnaðarforkur!
kv affí

Anonymous said...

Hvaða sönglist tvö, -hver er í því?
Dugleg elsku systir. Hafðu það gott. Þu getur allt, sem þú vilt. Þín Áslaug

Anonymous said...

Öll fjölskyldan að springa úr stolti af þér dúllan mín! og ég líka :)
Veit reyndar alveg að þú getur allt sem þú skellir þér í!
Good Luck Arnhildur

Anonymous said...

Hörkudugleg stelpa !! Sjáumst á morgun

Thordisa said...

sjáum til þegar prófin eru komin hvað maður hefur náð að læra af þessu hehe..

Anonymous said...

Takk fyrir heimsóknina um helgina, og sjáumst annað kvöld1

Anonymous said...

Harkan í þér...ég opna póstinn minn mjög varfærnislega þessa dagana ef það skyldi nú verið komið námsefni og annað yfirlit yfir fjarnámið...hef sloppið vel hingað til...enginn póstur þess efnis :)
Kveðja, Auður.

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]