Wednesday, January 14, 2009

Árið 2009 - Til lukku með það

Gleðilegt ár kæru vinir þetta er fyrsta bloggið mitt á nýju ári hef verið á haus síðustu vikur. Áramótum var fagnað á Akureyri ásamt öllum systkynum mínum nema Sigurði Ágúst. Það var gaman að vera með stórum hópi og ég þakka bara pabba, mömmu, Affí og Ella fyrir að þola að hafa okkur öll. Elskuleg systir mín bar hitan og þungann af gamlárskvöldi en þar hópaðist liðið saman. Ég tók fullt af myndum sem ég hendi inn síðar. Mikla lukku vakti innibomba sem Arnhildur frænka kom með úr búðinni sinni Adam og Evu hehe en hún spúði litlum pappírstyppum híhí.. Allir átu yfir sig að vanda svo þetta var fullkomið. Maddý elsku frænka mín bauð okkur í mat 2 jan og kvöldið áður höfðum við verði hjá henni að spila svo hún á bestu þakkir skilið fyrir allt saman. Affí á afmæli þann 2 jan og við fórum öll systkyni hennar, börn og mamma og Lilla á Bláu könnuna sem var rosalega notarlegt. Margrét og Ásta áttu góða daga saman svo og Kristín Dögg og Guðný. Úlfur lék við strákana í húsinu hjá mömmu en eitthvað slettist upp á vinskapinn vona að það hafi bara verið óreglulegur svefn og ofát. Diddarnir slóu í gegn á spilakvöldum og þá sérstaklega Eiríkur Hákon þegar hann með snildarbrag túklaði James Bond... my name is humm humm humm ha ha you had to be there. Hitti líka Auði Kjartans sem var rosalega gaman átti með henni smá stund í nýju íbúðinni hennar og svo átti ég yndislegan eftirmiðdag á nýjársdag heima hjá Ingveldi minni á afmælinu hennar Rósu okkar sem er svo langt í burtu í París.

Nú eftir jólin var engin miskunn en þá tók við lestur fyrir sjúkrapróf í markaðsfræði og sat við það 4 daga og tók það föstudaginn 9 jan. Að sjálfsögðu brilleraði ég (búin að vera ansi svartsýn híhí) og fékk 8,5 í lokaeinkunn og var ein af fjórum hæstu á því prófi. Meðaleinkunn mín eftir þessa fyrstu önn er því rétt tæplega 8 og ég ansi sæl með þetta. Nú er ég komin á fullt og tek á þessari önn Rekstrargreiningur (það er bókhald fyrirtækja), Stjórnun sem ég er alveg að fíla í botn, Fjármál (veit ekki hvað mér finnst um það enn) og Þjóðhagfræði sem er alveg rosalega skemmtileg svo ég hlakka mikið til. Við erum svo hópur af krökkum svona c.a. 14 stykki búin að skipta öllum bókum annarinnar á milli okkar og hver og einn hefur fengið úthlutað kafla sem hann á að þýða eða gera útdrátt úr. Það mun létta vel á manni og er góð samvinna.

Svo er komin hreyfingarhópur sem ætlar að fara í Laugar 4 x í viku og æfa strax eftir skóla áður en við förum að lesa. Við Mikael erum búin að fara 2x Andrea er ekki búin að redda kortinu sínu ennþá og fleiri eru að bætast við. Ég er auðvitað öll lurkum lamin eftir þetta en vá hvað það er gott að hreyfa sig!!!

Um helgina koma kannski nokkrir krakkar úr HR í heimsókn annar á að læra og laga til og chilla fyrstu fríhelgina. Ingó er farinn að kenna aftur og það hefur verið nóg að gera í útburðinum líka. Og Áslaug mín kæra systir við erum búin að kúra helling á nýju ári hehe....

Elsku vinkonur mínar í útlöndum Rósa, Brynja, Lóla og Linda sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að hitta ykkur allar sem fyrst eiginlega þyrfti að vera hittingur í einu landi með ykkur öllum og Ingveldi. Nóg í bili er farin að læra.