Saturday, November 29, 2008

Próf framundan

Kalt úti stop. Búin að baka súkkulaðibitakökur og lakkrístoppa stop. Fengum 9,9 fyrir skilaverkefni 3 í fjárhagsbókahaldi stop. Er á námskeiði í fjárhagsbókhaldi alla helgina stop. Fékk 10 fyrir síðasta verkefnið mitt í stærðfræði á þessari önn núna í vikunni stopp. Er búin að kaupa örfáar jólagjafir en aðeins byrjuð að skreyta stop. Próf framundan og verð ekki á blogginu næstu daga stop.

Kveðja Þórdís

Tuesday, November 18, 2008

Bara ótrúlega stolt!

Stórt verkefni í markaðsfræði, tók langan tíma að gera og var unnið langt fram á kvöld við það. Var með Lilju, Mikael og Heiðdísi í þessu og allir lögðu hart að sér að gera þetta sem best. Lögðum mikið í uppbyggingu og útlit og árangurinn varð eitthvað sem við vorum mjög stolt af. Verkefnið gilti 20%. Einkunn kom í kvöld og þá gat ég hoppað um af kæti því við fengum 9,5 vorum hæst af öllum og næsta einkunn fyrir neðan okkur er 8,5. Frábær hópur sem ég er komin í, frábær samvinna takk krakkar þið eruð frábær og HR rokkar :-).

Var að koma úr saumó allar mættar nema Þorgerður sem var veik. Gott að komast aðeins út fyrir skólalífið og hitta frábærar vinkonur sem máttu þola mig hoppandi og skoppandi af gleði. Svo komst Laugalækjarskóli í annað sæti í Skrekk og ég er svo stolt af þeim.

Góða nótt ég sef vel í nótt það er víst.

Monday, November 17, 2008

Tíminn þýtur áfram og nóvember er hálfnaður sem þýðir að það er farið að styttast í lokaprófin. Það er hreinlega allt á fullu hjá mér og hafi ég haft lítinn tíma til að hitta fólk þá hef ég bara engan tíma núna. Flesta daga er ég að koma mér heim um kvöldmat eða jafnvel síðar og er nú bara alveg að fá nett nóg af því :-). Hefði ég ekki bestu skólafélaga í heimi með mér þá væri ég líklega búin að gefast upp. Tók mér þó frí eitt kvöld eða á fimmtudaginn í síðustu viku og skellti mér á Vetrarhátíð Viðskiptaráðs (skólafélagið okkar viðskiptafræðinema) sem haldið var á Hótel Sögu. Byrjaði á að mæta í Tjarnargötuna heim til hennar Kötu sem er með mér í bekk en þangað mættu allir á fyrsta ári sem ætluðu á hátíðina. Það var rosalega gaman og hér eru nokkrar myndir
Pæjan ég á leið á Vetrarhátíðina

Helga, Dagmara, ég og Jóhanna

Hafdís, Kata, Ingibjörg, Björg og Guðrún



Helga, Andrea og Dagmara
Hafdís, Björg, Guðrún og Ásta


Freysteinn, Smári og Ingvar

Liðið mætt á rauða dregilinn, f.h Helga, Andrea, Sölvi, Mikael, Hrafnhildur, Jóhanna og Tara


Helena, Valgerður og Lena Karen

Nonni og Jóhannes

Jóhanna og Hrafnhildur

Mikael og Tara

Er í dag dauðþreytt öll helgin fór í aðferðafræðiverkefni og þetta ætlar aldrei að verða búið :-)

Wednesday, November 5, 2008

Ekki tími til að lifa

Ég hélt að eftir miðannapróf kæmi svona nokkuð þægilegur tími þar sem ég hefði smá tíma til að hitta vini og ættingja en nei svona er vikan búin að vera hjá mér. Kom heim á mánudaginn úr skólanum um 7 leytið, sama í gærkvöld en í kvöld kom ég heim kl 10. Við erum búin að vera að vinna í markaðsfræðiverkefni sem gildir 20% og hefur tekið sinn tíma. Útkoman varð 15 bls af rosalega flottu verkefni en um leið erum við alveg búin á því. Lilja og Heiðdís þurftu að fara um miðjan dag í dag en við Mikael sátum og fórum yfir restina og kláruðum allt og sendum inn í gegnum rafræna skilakerfið. Þá fengum við okkur að borða og fórum niður í matsal og fórum í að gera heimadæmin í stærðfræðinni ásamt henni Andreu vinkonu okkar. Nú er ég komin heim og alveg búin á því. Ingó á æfingu og börnin búin að vera í reiðuleysi er þetta nú hægt :-) Á morgun tekur við verkefni í fjárhagsbókhaldi sem skila á á mánudaginn. Svo tekur við skýrslgerð í aðferðarfræði, undirbúningur undir að flytja samantekt úr henni fyrir bekkinn og svo verkefni í rekstarhagfræði og svo annað í fjárhagsbókhaldi, stærðfærði og svo að reyna að lesa og undirbúa prófin. Svo ég bið ykkur um að afskrifa mig ekki úr vinahópnum en ég mun líklega fáa hitta fyrr en eftir 16 desember en það er síðasti dagur prófa úffffffffff....

Á sunnudaginn var Úlfur minn 10 ára þessi elska og ég hélt rosalega afmælisveislu fyrir hann þar sem hann bauð öllum bekknum sínum og nokkrum vinum þar fyrir utan. Var nú fegin þegar þeirri veislu lauk en glöð að hann skyldi vera ánægður.

Á morgun er svo vetrarhátíð Viðskiptaráðs sem er nemendafélag okkar viðskiptafræðinema í HR. Ég ætlaði ekki að fara en var auðvitað dregin til þess því hún Sunna formaðurinn okkar er búin að fá niðurfelda tíma, búin að láta færa til tíma og færa til skiladaga á verkefnum svo ég gat bara ekki skrópað. Ætla þó að vera á bíl!!! Búið að bjóða mér í partý heim til Smára bekkjarbróður míns á undan en þangað ætla flestir af mínum vinum að mæta. Svo er það bara Akureyri á föstudaginn og ég hlakka til að komast aðeins í burtu. Spútnik verður að spila á Vélsmiðjunni og á laugardagskvöldinu spila þeir ásamt Harasystrum ABBA prógramm sem þeir eru að æfa með þeim. Hlakka til að sjá það og vona að ég geti dregið Ingveldi og jafnvel Auði með mér þangað.

Ekki meira í bil og á ekki von á því að ég verði dugleg að blogga á næstu dögum..