Wednesday, November 5, 2008

Ekki tími til að lifa

Ég hélt að eftir miðannapróf kæmi svona nokkuð þægilegur tími þar sem ég hefði smá tíma til að hitta vini og ættingja en nei svona er vikan búin að vera hjá mér. Kom heim á mánudaginn úr skólanum um 7 leytið, sama í gærkvöld en í kvöld kom ég heim kl 10. Við erum búin að vera að vinna í markaðsfræðiverkefni sem gildir 20% og hefur tekið sinn tíma. Útkoman varð 15 bls af rosalega flottu verkefni en um leið erum við alveg búin á því. Lilja og Heiðdís þurftu að fara um miðjan dag í dag en við Mikael sátum og fórum yfir restina og kláruðum allt og sendum inn í gegnum rafræna skilakerfið. Þá fengum við okkur að borða og fórum niður í matsal og fórum í að gera heimadæmin í stærðfræðinni ásamt henni Andreu vinkonu okkar. Nú er ég komin heim og alveg búin á því. Ingó á æfingu og börnin búin að vera í reiðuleysi er þetta nú hægt :-) Á morgun tekur við verkefni í fjárhagsbókhaldi sem skila á á mánudaginn. Svo tekur við skýrslgerð í aðferðarfræði, undirbúningur undir að flytja samantekt úr henni fyrir bekkinn og svo verkefni í rekstarhagfræði og svo annað í fjárhagsbókhaldi, stærðfærði og svo að reyna að lesa og undirbúa prófin. Svo ég bið ykkur um að afskrifa mig ekki úr vinahópnum en ég mun líklega fáa hitta fyrr en eftir 16 desember en það er síðasti dagur prófa úffffffffff....

Á sunnudaginn var Úlfur minn 10 ára þessi elska og ég hélt rosalega afmælisveislu fyrir hann þar sem hann bauð öllum bekknum sínum og nokkrum vinum þar fyrir utan. Var nú fegin þegar þeirri veislu lauk en glöð að hann skyldi vera ánægður.

Á morgun er svo vetrarhátíð Viðskiptaráðs sem er nemendafélag okkar viðskiptafræðinema í HR. Ég ætlaði ekki að fara en var auðvitað dregin til þess því hún Sunna formaðurinn okkar er búin að fá niðurfelda tíma, búin að láta færa til tíma og færa til skiladaga á verkefnum svo ég gat bara ekki skrópað. Ætla þó að vera á bíl!!! Búið að bjóða mér í partý heim til Smára bekkjarbróður míns á undan en þangað ætla flestir af mínum vinum að mæta. Svo er það bara Akureyri á föstudaginn og ég hlakka til að komast aðeins í burtu. Spútnik verður að spila á Vélsmiðjunni og á laugardagskvöldinu spila þeir ásamt Harasystrum ABBA prógramm sem þeir eru að æfa með þeim. Hlakka til að sjá það og vona að ég geti dregið Ingveldi og jafnvel Auði með mér þangað.

Ekki meira í bil og á ekki von á því að ég verði dugleg að blogga á næstu dögum..

10 comments:

Anonymous said...

Elsku góða lestu nú ekki yfir þig. Mundu líka að gefa þér tíma til að slaka á í smá stund með manni og börnum.
Við höfum það ljómandi gott hér, heimilislífið hjá 18 barna föður í Álfheimum og frú gengur vel.
Knús, Lóla

brynjalilla said...

Hafdu thad gott um helgina, skipulagdu frítima inn i líf thitt stelpa, ekki gleyma ad njota og lifa, knús a thig elskan

Anonymous said...

Elsku Þórdís mín...dragðu mig hvert á land sem er...til er ég ;)Verðum í bandi þegar þú kemur norður.

Anonymous said...

Vorkenni þér að vera svona bissi, en þetta vildir þú! Til hvers að fara út á djamm á Akureyri ef maður getur hitt ættingja :) :) :). Já, ég veit. Við erum ekki líkar!. Hafðu það gott. Þín Áslaug.

Anonymous said...

Úff..nú er ég hætt við...aldrei aftur í nám, verð frekar límd við sama stólinn næstu 20 árin, nema að ég verði jú kannski rekinn :O)
Ásdís

Anonymous said...

Sjáumst á þriðjudaginn mín kæra:-) Og ég segi eins og Lóla, slakaðu bara á endrum og eins og passaðu þig að lesa ekki yfir þig...
Knús knús knús

Anonymous said...

Sendi thér studningskvcedjur frá Sverige, thú getur thetta :)

Anonymous said...

Alltaf á fullu skvísa!Væri nú gaman að kíkja í jólakaffi ef tími gefst:)
Kv Jóhanna

Anonymous said...

Sæl Þórdís og takk fyrir magnað kvöld í gærkvöldi. Ég skemmti mér konunglega og það var svo gaman að hitta mömmu þína og pabba ;)
Farðu vel með þig :)
Kveðja, Auður.

Anonymous said...

Sæl mín kæra og sorry að ég reyndist ekki sami stuðboltinn og hún Auður, marineraði bara í sófanum heima og nennti ekki á Abbaball ;-)
Næ vonandi að sjá þig um næstu helgi skvís.