Sunday, September 20, 2009

haustlitir

Vikan leið hratt og ég bara settist ekkert niður til að blogga. Í dag er rigningarlegt en haustlitirnir eru samt svo dásamlegir. Úti í garði er rabbarbarablaðka fagurrauð og mér finnst náttúran undursamleg á þessum árstíma. Vildi þó að hér stoppaði allt og yrði bara aftur grænt því vetur og kuldi er ekki fyrir mig. Ég tók þá ákvörðun að hætta í gerð og greiningu ársreikninga og vera bara í 4 fögum á haustönn. Er ansi sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun og vona að það veiti mér kraft til að ná hinum fögunum með stæl. Lilja sagði sig úr þessum með mér og við ætlum að taka þetta næsta vetur. Var í gær uppi í skóla frá 10 til 18 að reikna tölfræði og klára verkefni í rekstarstjórnun sem við eigum að skila í dag.

Ég fór á fimmtudagskvöldið og hitti bekkjarsystur mínar úr 4-G heima hjá Hjördísi Halldórs. Það var ekkert smá gaman. Við Linda fórum saman og þær sem mættu voru Valdís Vera, Kristín, Ólöf, Svava Halldóra, Ragnhildur og Svanborg. Bara nokkuð gott myndi ég telja þar sem slatti af liðinu býr úti á landi. Það var mikið rætt og spjallað og við ætlum að hittast fyrr en síðar aftur. Tók nokkrar myndir úr þessu boði en set þær inn næst.

Núna erum við Ingó á leiðinni til Ingigerðar og Sigtryggs í smá sunnudagsheimsókn. Úlfur er farinn í sund með Agnari, Jasmín náði í Guðnýju og fór með hana í Smáralindina og Ásta er að fara að læra.

Núna er ég að reyna að hafa það fyrir reglu að elda eitthvað gott um helgar, leggja á borð inni í stofu og kveikja á kertum og hafa kósý fjölskyldumat. Það er bara notarlegt að gera svona. Jæja ekki meira í bili. Endilega kvittið ef þið kíkið hér inn.

Friday, September 11, 2009

Föstudagur

Enn ein helgin og mér finnst tíminn æða áfram. Mætti upp á bókasafn rúmlega 8 þar sem við áttum frátekið herbergi. Lilja mætti upp úr hálf 9 og ekki svo löngu síðar datt Begga óvænt inn til okkar. Við þrjár byrjuðum allar að skoða skilaverkefni 1 í tölfræði og vorum vorum voða duglegar. Ég og Mikael erum saman í hóp í því verkefni og í gær bjuggum við til spurninalistann sem við ætlum að nota. Hann kom svo síðar til okkar og við fjögur fórum niður í matsal og fengum okkur að borða saman og þar lögðum við könnunin okkar fyrir 40 HR nema. Þegar við vorum búin að borða þá fórum við Mikael út í HÍ á háskólatorgið og lögðum þar fyrir 40 HÍ nema. Eftir það var farið aftur upp í skóla. Mikael fór svo að kaupa stríðsbúning en það er óvissuferð hjá vinahópi hans á morgun og stríðsþema. Begga fór um 1 leytið en við Lilja fórum að kíkja á heimadæmi. Sigurður Baugur vinur okkar sem lærði með okkur í sumar undir fjármálin kom svo og lærði með okkur. Begga mætti svo á svæðið eftir að hafa átt gott hádegi og borðað sushi. Ég fór heim um hálf 5 og ætlaði mér í ræktina en nennti svo ekki og ekki í fyrsta sinn því ég er löt að hreyfa mig núna en verð að fara að taka á því. Á morgun ætla ég að heimsækja Dísu mína úr Gutenberg og skoða nýja (gamla) húsið hennar í Kópavoginum. Hef ekkert hitt hana í sumar og hlakka ekkert smá til!!! Svo er planið að kíkja á Ingigerði þar á eftir. Eitthvað verður maður svo að læra og hjálpa dætrum mínum að læra. Hér snýst allt um lærdóm hehe.. Á sunnudaginn ætla ég í Kolaportið að selja gömul föt og stelpurnar ætla að selja Bratz dúkkur og fleira dót. Endilega ef ykkur vantar eitthvað kíkið þá á okkur.

Gleðifréttin er sú að Kristín elsku frænka mín eignaðist stelpu í morgun svo ég segi til hamingju Kristín mín og Siggi.

Í kvöld er afslöppun og á morgun sé ég kannski Ingveldi sem er hér í skólatörn og svo er kennarapartý með Ingó annað kvöld. Humm ekki svo dull helgi eftir allt.

Thursday, September 10, 2009

Það er farið að dimma

Ég er búin að vera á fullu þessa vikuna að laga til og ganga frá dóti og reyna að finna staði til að hafa dót á. Er nú þegar komin með rúmlega 3 ferðatöskur af fötum sem ég ætla að selja í Kolaportinu og nú er bara að drífa sig í að panta tíma. Ég er löt að drífa mig af stað í skólann og löt að læra heima. Er ekkert voðalega spennt yfir því sem ég er að læra um þessar mundir. Sumt er ágætt en ég kem mér ekki í að setjast niður og læra ja allt nema tölfræðina sem ég hef verið nokkuð dugleg við að fylgja eftir. Nú eru 3 verkefni framundan og ég er svona semí byrjuð á fyrsta.

Annars fékk ég rosalega skemmtilega heimasókn í gær en þá komu Sóley, Nanna, Steinunn og Lísa, sem voru með mér í nýsköpun og stofnun fyrirtækja, í heimsókn. Við hlóum út í eitt og skemmtum okkur vel og það er planið að endurtaka þetta sem fyrst. Góður hópur vantaði bara Magga sem komst ekki.

Ég er enn og aftur komin í helgarfrí algjör lúxus að vera í löngu helgarfríi :-) en þessa helgi verð ég að vera mun duglegri en þá síðustu. Held að Ingveldur sé að koma í bæinn þessa helgi og vonast til að hitta á hana. Svo átti Ingigerður afmæli á þriðjudaginn og mig langar að sjá hana líka.

Ásta fór á fyrstu leiklistaræfinguna sína í Kvennó í gær og skemmti sér vel. Rifjast upp minningar mínar úr Möðruvallakjallara haustið ´88 þegar ég mætti sjálf á mína fyrstu æfingu. Væri nú alveg til í að vinna í leikhúsi kannski maður ætti að skipta um vettvang??

Hvað segja bloggvinir mínir annars gott?

Monday, September 7, 2009

helgin, skólinn og allt það

Komin í frí á hádegi á fimmtudögum sem er æði og á þá langa helgi. Á föstudaginn var ég að læra í tölfræði og laga til í leiðinni. Ég er að taka til í skápum og skúffum og hef sankað að mér í 3 töskur fötum sem ég ætla að selja. Ætli ég sé ekki líka komin með slatta af skóm sem ég ætla að selja og allt á mjög lágu verði í Kolaportinu. Vorum heima á föstudagskvöldinu ég var eiginlega dauðþreytt og nennti ekki á Sálarball á Spot svo við Ingó vorum bara í rólegheitum. Á laugardaginn var ég að laga til og læra og svo fór ég með Ingó og Spútnik upp í Borgarnes þar sem hann spilaði ´80 prógramm með Telmu. Ég var í miðasölu og því miður þá komu ekki mjög margir en hljómsveitin var flott sem aldrei fyrr.


Pétur flottur með hárkolluna í ´80 dressinu


Stjáni söngvari í miklu stuði


Kiddi K í svakalegu dressi með taktinn á hreinu


Telma söngkona flottasta


Ingó sæti maðurinn minn og flottasti trommarinn á landinu



Sunnudagurinn var bara rólegheit líka enda var ég dauðþreytt með meiru eftir að hafa komið heim að ganga 7 um morguninn. Ég hjálpaði Ástu að læra og svo bara chill. Í dag var það skólinn og svo fundur á eftir með krökkum sem eru að fara á Future leaders forum á föstudaginn en þar verð ég ásamt c.a. 12-13 öðrum úr HR að taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Annars er bara nóg að gera og verður það í vetur en mig langar nú að fara að sjá framan í vini mína fljótlega :-)

Friday, September 4, 2009

Skólinn


Ég, Áslaug systir Brynju og Brynja að fara á ´80 ball með Spútnik um síðustu helgi.

Jæja kannski maður hendi smá á blað því ég er bara alveg hætt að blogga og Facebook tekið yfir. Sumarið var gott og ég átti góðar stundir með fullt af góðum vinum. Ég tók líka einn fjármálakúrs sem ég náði og það er gleðiefni þá þarf ég ekki að sitja hann aftur!!! Nú er skólinn byrjaður aftur og ég komin á annað ár svo kannski þetta hafist á endanum. Ásta mín er byrjuð í Kvennó og skemmtir sér vel. Þangað fór hún með fullt af gömlum og góðum vinkonum eins og Siggu, Stefaníu, Ingu Hrönn og meira og minna öllum vinahópnum sínum. Guðný er komin í 7 bekk í Laugalækjarskóla og er ansi sátt. Þar eru þau ekki skikkuð út í frímínútur og þetta er allt bara miklu skemmtilegra finnst henni. Úlfur minn er á elsta ári í Laugarnesskóla kominn í 6 bekk. Ingó er að spil, kenna og bera út svo það er nóg að gera hjá honum. Ég hef verið að taka til í fataskápum og ætla mér í Kolaportið við tækifæri og selja slatta þar. Um daginn dó hún Stína ömmusystir mín og þá hitti ég fullt af frændfólki sem ég hef ekki séð lengi eins og Sólveigu en ég held að hana hafi ég ekki séð síðan hún flutti til New York. Erin mín kom og það var gaman að hitta hana aftur og ég er búin að eiga góðar stundir með henni í sumar. Brynja er flutt norður og búin að koma sér fyrir í fallegri íbúð og ég hlakka til að hitta hana sem mest. Ingveldur er að fara í nám hér í HÍ og þarf að koma mikið suður og ég vona að hún verði sem mest hjá mér!!! :-) Lólu þarf ég að fara að hringja í og eins mína elskulegu systur í Þýskalandi. Jæja tölfræðin kallar ég reyni að blogga meira í vetur en ég gerði í sumar.