Monday, February 23, 2009

Slow Dance

Í dag fékk ég sent ljóð inni á Facebook sem heitir Slow Dance og er skrifað af unglingi mjög veikum af krabbameini á New York Hospital. Hún á aðeins um 6 mánuði eftir ólifaða og vill vita hvað margir fá ljóðið hennar á Facebook. Mér fannst þetta svo fallegt ljóð og svo vel viðeigandi í dag þegar við lifum á tímum þar sem aldrei má slaka á í smá stund og við höfum aldrei tíma til að gera neitt með börnunum okkar né hitta vini okkar. Mig langar að hlusta á þetta ljóð og reyna að fara eftir því. Það er svo margt mikilvægara í lífinu en flýta sér og svo margt sem við ættum að gera öðruvísi. Svo ég sendi ykkur öllum sem mér þykir svo vænt um óskir um að gott líf og stórt knús frá mér.


SLOW DANCE

Have you ever watched kids
On a merry-go-round?
Or listened to the rain
Slapping on the ground?
Ever followed a butterfly's erratic flight?
Or gazed at the sun into the fading night?

You better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Do you run through each day
On the fly?
When you ask How are you?
Do you hear the reply?
When the day is done
!
Do you lie in your bed
With the next hundred chores
Running through your head?

You'd better slow down
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Ever told your child,
We'll do it tomorrow?
And in your haste,
Not see his sorrow?
Ever lost touch,
Let a good friendship die
Cause you never had time
To call and say,'Hi'

You'd better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

When you run so fast to get somewhere
You miss half the fun of getting there.
When you worry and hurry through your day,
It is like an unopened gift..
Thrown away.
Life is not a race.
Do take it slower
Hear the music
Before the song is over.

Takk fyrir að eiga svona marga yndislega að :-)

Friday, February 20, 2009

vetur og skóli

Búin að taka miðannapróf í þjóðhagfræði fékk 7,5 bara sátt við það vera með 5 villur ekki var það nú mikið. Þetta er fyrra próf af tveimur þar sem hærra gildir. Búin að fá fyrir fyrsta skilaverkefnið mitt í þjóðhagfræði fékk 8,5 bara sátt við það. Átti að vera í prófi í stjórnun á miðvikudaginn fór ekki tek próf með hærra vægi í vor og ætla að rúlla því upp þá! Er að lesa undir rekstrargreiningarpróf sem er þann 26 vona að það muni ganga vel. Síðara prófið í þjóðhagfræði er svo 10 mars.

Er búin að vera að drepast í skrokkunum með vöðvabólgu í öxlum og sérstaklega í vinstra læri. Var að koma úr nuddi hjá Rakel bekkjarsystur minni sem var alveg ótrúlega góð og ég ætla svo sannarlega til hennar aftur. Rakel mín takk takk...

Ingó er búinn að vera lasinn ekki gaman fullur af kvefi og með hita vona að það rjúki úr honum um helgina.

Brynja mín er búin að boða komu sína hingað 3ja mars og nú er talið niður. Ingveldur kemur síðustu helgina í feb og þá er planið að gera eitthvað tel líka niður. Rósa Rut kemur í byrjun apríl svo það er nóg að telja niður hjá mér hehe...

Er að passa Lubba um helgina því Ingigerður og Sigtryggur flugu norður vegna námsins hennar og ég fæ hann í næturpössun í fyrsta skipti vona að það muni ganga vel. Fór út með hann í hádegnu en annars er Gunnar bróðir Sigtryggs með hann fram til kl 5 ætli ég sæki hann ekki um kvöldmat.

Í gær átti Ástþór Örn sonur hans Sigurðar bróður afmæli varð 6 ára gamall ótrúlegt að hann sé að fara í skóla í haust. Ég og Úlfur skelltum okkur í kaffi til þeirra og stoppuðum lengi. Arnaldur Kári grenjaði smá á mig fyrst er í lokinn var hann kominn upp í fangið á mér hlægjandi og skríkjandi þeir eru alveg æði báðir tveir. Ástþór Örn og Úlfur lokuðu sig bara inni í herbergi og léku sér hátt á annan klukkutíma frekar næs. Verst að myndavélin mín var batteríislaus svo ég tók engar myndir.

Jæja er að sofan eftir nuddið kannski ég leggi mig í smá stund áður en ég sæki Lubba :-)

Já þið sem hafið ekki afruglara og viljið horfa á þætti bæði gamla og nýja þá er þetta nýja slóðin surfthechannel.com og veljið svo bara channels og television og þá er þetta allt þarna allar Gray´s seríurnar og bara allt sem þið viljið horfa á!!! Áslaug frábært fyrir ykkur Margréti hér eru allir þættir á ensku!!!!

Saturday, February 14, 2009

Margrét sæta frænka mín

Jæja helgin komin og bara nokkuð gaman. Fór í vísindaferð í gær í Orkuveituna og endaði á 101 bar þar sem 2 bekkjarbræður mínir voru að spila. Ingó sótti mig og við fórum heim um kl hálf 10. Í dag var ég að læra og svo fór ég í kaffi til Maríu Lofts gömulu vinkonu minna og hitti þar líka Systu vinkonu. Það var gjörsamlega æði að hitta þær höfum ekki hist í langan tíma og höfðum um nóg að spjalla. Svo er Auður Kjartans vinkona mín hér í mat í kvöld og planið að kíkja aðeins út.

En hér til gamans er mynd af Margréti frænku sem Ásta er búin að lagfæra með mikilli tækni og taka spangirnar af henni því mig langaði að sjá hvernig hún liti út án þeirra. Svona værir þú Margrét mín án spangna, þú ert sæt í dag og verður enn æðislegri þegar spangirnar fara svo það er mikið að hlakka til. Hér sjáið þið svo árangurinn er þetta ekki flott mynd af þér.





Jæja hef þetta ekki lengar í bili bið að heilsa.

Thursday, February 12, 2009

Tannlæknir

Er öll dofin og aum var að koma frá tannlækni. Ekki það sem ég elska mest í heiminum er glöð að þessu er lokið. Búin að fara 2x núna fyrst í skoðun og myndatöku og svo laga litla skemmd og jú borgaði samtals 25þ fyrir þetta. Já ekki beint gefinst og ég dauðsé eftir þessum peningum.

En að öðru prófið er búið gekk ágætlega hefði þó viljað gera enn betur en við sjáum til þegar ég fæ einkunn. Fékk 8,5 fyrir fyrsta einstaklingsverkefnið í þjóðhagfræði og var ósátt að hún dró mig niður um 0,5 fyrir eitt svarið sem ég skil ekki því ég var að skrifa nákvæmlega það sama og aðrir. Var eitthvað að tala um að ég tengdi ekki svarið nóg vel við jöfnuna sem við áttum að vinna út frá en ég skoðaði hjá vinkonu minni og gat ekki séð að hún gerði þetta neitt öðruvísi og hún fékk fullt. Var frekar sár yfir þessu. En 8,5 er bara fín einkunn.

Er svo að fara að undirbúa mig undir næsta miðannapróf sem er 18 feb og er í stjórnun og þarf að nýta helgina vel í lestur.

Auður Kjartans er reyndar að koma í bæinn og ég ætla að reyna að gera eitthvað með henni. Svo náði ég sæti í vísindaferð til Orkuveitunnar á morgun og ætla að skella mér held að það sé flott fyrirtæki að skoða.

Fór í ræktina í gær með Mikael og tók vel á því og er öll auð og stirði í dag hehe....

Wc pappir og annað sem fólk keypti er komið og ég er að fara að keyra það út í dag/morgun.

Ekki meira í bili..

Monday, February 9, 2009

Próf

Ingó kom í gær og það var æðislegt að hitta hann aftur. Sótti hann út á völl og tók Kein og Pétur með mér í bæinn. Hann gaf mér æðislega túríksbláa prjónahúfu, vetlinga og risastóran trefin úr H&M annars var hann nú ekkert að versla þar sem allt var svo dýrt. Svo var kúrt :-).

Próf á morgun í þjóðhagfræði fyrra próf af tveimur þar sem hærra gildir. Ég las lítið um helgina vegna einbeitingarskorts og það kannski kemur mér í koll sjáum til.

Helstu fréttir pabbi er komin á Facebook.

Meira síðar....

Sunday, February 8, 2009

Loksins kominn sunnudagur

Yfirleitt hlakka ég ekki til sunnudaga því þá er helginni að ljúka og skóli eða vinna að taka við. En í dag er þessi sunnudagur dásamlegur því Ingó kemur heim í kvöld. Þetta er búin að vera ansi löng og leiðinleg helgi og það versta er ég er búin að vera hundlöt að læra og á ekki eftir að brillera í þessu prófi á þriðjudaginn en svona er lífið. Var heima í allan gærdag var nú eitthvað að læra en að mestu að skipuleggja þessa sölu fyrir Guðnýju og vil ég þakka öllum þeim sem keyptu af henni og bendi á að það er enn tími fyrir ykkur hin til að kaupa :-). Svo var Guðný með stelpnapartý í gær fyrir stelpurnar úr bekknum sínum og ég keypti pizzur handa þeim og þær skemmtu sér vel. Þakka líka öllum sem reyndu að draga mig úr húsi ekki síst Andreu og Guðrúnu en ég ákvað að halda mér bara heima. Stelpur næst!!! Í dag er það svo að læra og taka aðeins til og gera fínt áður en Ingó kemur. Guðný er að fara að keppa æfingarleik við Valsstelpur og á að mæta kl 12:30 niður á Þróttaravöllinn. Úti er sól og smá gola og líklega pínu kalt. Ásta vaknaði eldsnemma og fór til Sollu vinkonu sinnar að læra og Úlfur er nýkominn heim frá ömmu Sellu. Talaði við Ingó áðan hann var bara hress það fer að styttast í að hann fari í lestina til Köben og svo er það kvöldflug heim í kvöld og ég ætla út á völl að sækja minn heittelskaða :-) Ekki meira í bili bið að heilsa öllum og takk fyrir að hlusta á kvartið í mér hehe.

Saturday, February 7, 2009

Leiðindahelgi með meiru

Helgin líður afturá bak meðan Ingó er í Danmörku. Ég fór ekki í skólann í gær átti að mæta í dæmatíma í rekstargreiningu en ákvað að sofa. Notaði svo daginn í að reyna að læra og þvo þvotta og skipta á rúmum. Heyrði oft í Ingó sem skemmtir sér vel. Í gær kíkti hann aðeins í bæinn og svo tóku þeir lestina til Árósa um 5 leytið. Hann sagði að hótelherbergið væri lítið en ágætt og þeir eru alveg í miðbænum. Þeir fóru svo út að borða og skemmta sér stuð hjá þeim. Vildi óska að ég væri með honum!!! Var svo að tala við hann núna rétt í þessu og fer dagurinn í dag hjá þeim í að stilla upp og undirbúa fyrir þorrablótið. Minn dagur fer í að telja niður eftir að hann komi :-( Ingigerður kom í mat i gærkvöldi og stytti mér stundir sem var alveg frábært. Ég eldaði gúllassúpu handa okkur sem var mjög góð og bakaði súkkulaðiköku. Úti er sól og frost og mig langar að skella mér í Laugar í dag og taka aðeins á því. Ætla líka að reyna að lita á mér hárið er orðin eins og gríla. Svo er ég alveg að verða búin að þýða það sem ég á að gera í þjóðhagfræði og þarf nú að fara að lesa undir prófið en einbeitingin er ekki góð. Á svo eftir að heyra í Arndísi til að vita hvort hún geti kíkt á mig í kvöld en hér verður reyndar smá stelpupartý hjá Guðnýju. Jæja farin að læra.

hæ smá meira til viðbótar ég var að fá þetta líka skemmtilega samtal frá henni Rósu minni í París. Langt síðan ég hef heyrt í henni og nú kemur hún um páskana og ég næ að hitta hana. Takk Rósa mín þú hrestir mig heldur betur við. Og fyrst ég er farin að skrifa þá leita ég eftir fólki sem vill kaupa af Guðnýju minni wc pappír og fleira sem hún er að selja til að eiga fyrir mótsgjöldum á fótboltamót í sumar. Er svo stolt af henni hún stendur sig eins og hetja en þetta kostar allt og við þurfum smá stuðning. Þurfa ekki allir að nota wc pappír??? Búin að senda nokkrum mail og er líka búin að senda á Facebook. Þarf svar frá fólki á morgun eða fyrrihluta mánudags hringið bara í mig í 661-9958 eða skrifið komment hér eða á facebook eða sendið mér á thordisa08@ru.is og ég get sent ykkur auglýsinguna sem sýnir þetta allt og verð og fleira.

Thursday, February 5, 2009

Ingó farinn

Jæja þá er ég orðin grasekkja og ekki að fíla það neitt mjög vel get ég sagt ykkur. Söngvarinn sótti hann í morgun og keyrði heim til Sveins Ómars hljóðmanns þar sem þeir tóku allir saman taxa út á völl. Núna eru þeir lentir og eru á leiðinni upp á hótel. Verð að segja að mér finnst ansi fúlt að vera ekki með manninum mínum að fara í helgarferð. Og fólk er hreinlega forviða á því hvernig allt hefur verið í sambandi við þessa ferð og þá sérstaklega að þeim mönnum sem langaði að taka konurnar sínar með hafi ekki mátt það. Ekki nema von að það séu endalausar flækjur og rugl í þessu bandi. En nóg um það nenni ekki að böggast yfir því meira í bili.

Framundan er löng helgi þar sem ég þarf að hjálpa Ástu að læra og lesa sjálf undir þjóðhagfræðipróf. Svo ætla ég að kíkja á Sólon í kvöld með nokkrum bekkjarsystrum mínum, Ingigerður kemur vonandi í mat annað kvöld ein þar sem Sigtryggur er með vinnufélögum sínum og svo vonast ég til að hitta Arndísi frænku mína líka.

Svo bara bíð ég eftir að Ingó komi aftur heim.....

Tuesday, February 3, 2009

sól og frost og geðveikt veður

Jæja þetta er orðið ansi gott bloggfrí hjá mér. Hef verið svo löt að blogga og búið að vera mikið að gera. Skólinn kominn á fullt og þar sem þessi önn er extra stutt þá eru bara að koma próf. Fyrsta prófið mitt er 10 feb í þjóðhagfræði, svo fer ég 18 feb í stjórnunarpróf og loks 24 feb í rekstargreiningu. Ég er hætt í fjármálakúrsinum sem ég byrjaði í þar sem kennari er algjörlega óhæfur og þetta er búið að vera bull frá upphafi til enda en líklega verður hann látinn hætta og ég ætla bara að taka þetta síðar, kannski í sumarskóla eða eitthvað. Skammdegið hefur lagst illa í mig og ég hef ekki alveg verið að fíla mig sem skýrir þetta bloggleysi mitt. En nú er sólin farin að skína og úti er 5 stiga frost og æðislegt verður svo ég er nú aðeins að sparka mér áfram. Margrét frænka kom og var í næstum viku hjá okkur. Hún fór í skólann með Ástu í 4 daga og skemmti sér að ég held bara vel. Það var kærleiksvika og hún fór á fyrsta skólaballið sitt með Ástu eða kærleiksballið og var mjög ánægð með það. Fór líka á söngvakeppni með Ástu en fékk í magann svo ég sótti hana. Svo fóru þær í Kringluna, í bíó með Diddunum og bara áttu góða viku saman. Arnhildur kom með hana og gisti hjá mér eina nótt svo þetta er búið að vera mikið stuð. Guðný er á fullu í fótboltanum og nú fer að koma að því að ég þurfi að bögga fólk með kaup á wc rúllum svo látið mig vita ef þið viljið kaupa, allir þurfa að nota wc pappír! Úlfur er kominn í trompfimleika og er 3x í viku. Hann er duglegur að fara en segir að þetta sé erfitt. Hann fer með nokkrum bekkjarbræðrum sínum og svo er hann að læra á píanó og ég er svo stolt af börnunum mínum eru að standa sig svo vel. Ásta er veik heima núna búin að vera í 2 daga og ekki ánægð þar sem það eru einhver próf í gangi núna sem þá frestast hjá henni. Ingó er á fullu að kenna og bera út hefur haft nóg að gera. Hann er svo að fara í þessa árlegu ferð sína með Spútnik þar sem við konurnar erum ekki velkomnar gætum orðið vitni að einhverju sem við meigum ekki vita hehe. Alltaf gaman að sjá hvað hann er í góðum félagsskap en þetta líður fljótt sem betur fer. Vona bara að við tvö eigum eftir að komast í góða helgarferð saman fljótlega. Ég ætla að kíkja á Ingigerði óléttu í dag því þá er spilatími hjá Úlfi og þá reyni ég að kíkja inn hjá henni. Svo er planið að reyna að sjá Arndísi um helgina. Arnhildur Valgarðs vinkona mín kíkti á mig uppi í skóla í gær en ég var svo upptekin við að klára verkefni að ég hafði ekki mikinn tíma til að tala við hana svo við verðum að gera það síðar. Ég var að koma úr ræktinn fór með Mikael og við vorum rosalega dugleg. Andrea kom ekki með okkur eitthvað að klikka á þessu en við höldum ótrauð áfram. Ætla að taka mig vel í geng og hætta að éta súkkulaðikúlur með Lilju hehe... Hef þetta ekki lengra bið að heilsa öllu.