Friday, February 20, 2009

vetur og skóli

Búin að taka miðannapróf í þjóðhagfræði fékk 7,5 bara sátt við það vera með 5 villur ekki var það nú mikið. Þetta er fyrra próf af tveimur þar sem hærra gildir. Búin að fá fyrir fyrsta skilaverkefnið mitt í þjóðhagfræði fékk 8,5 bara sátt við það. Átti að vera í prófi í stjórnun á miðvikudaginn fór ekki tek próf með hærra vægi í vor og ætla að rúlla því upp þá! Er að lesa undir rekstrargreiningarpróf sem er þann 26 vona að það muni ganga vel. Síðara prófið í þjóðhagfræði er svo 10 mars.

Er búin að vera að drepast í skrokkunum með vöðvabólgu í öxlum og sérstaklega í vinstra læri. Var að koma úr nuddi hjá Rakel bekkjarsystur minni sem var alveg ótrúlega góð og ég ætla svo sannarlega til hennar aftur. Rakel mín takk takk...

Ingó er búinn að vera lasinn ekki gaman fullur af kvefi og með hita vona að það rjúki úr honum um helgina.

Brynja mín er búin að boða komu sína hingað 3ja mars og nú er talið niður. Ingveldur kemur síðustu helgina í feb og þá er planið að gera eitthvað tel líka niður. Rósa Rut kemur í byrjun apríl svo það er nóg að telja niður hjá mér hehe...

Er að passa Lubba um helgina því Ingigerður og Sigtryggur flugu norður vegna námsins hennar og ég fæ hann í næturpössun í fyrsta skipti vona að það muni ganga vel. Fór út með hann í hádegnu en annars er Gunnar bróðir Sigtryggs með hann fram til kl 5 ætli ég sæki hann ekki um kvöldmat.

Í gær átti Ástþór Örn sonur hans Sigurðar bróður afmæli varð 6 ára gamall ótrúlegt að hann sé að fara í skóla í haust. Ég og Úlfur skelltum okkur í kaffi til þeirra og stoppuðum lengi. Arnaldur Kári grenjaði smá á mig fyrst er í lokinn var hann kominn upp í fangið á mér hlægjandi og skríkjandi þeir eru alveg æði báðir tveir. Ástþór Örn og Úlfur lokuðu sig bara inni í herbergi og léku sér hátt á annan klukkutíma frekar næs. Verst að myndavélin mín var batteríislaus svo ég tók engar myndir.

Jæja er að sofan eftir nuddið kannski ég leggi mig í smá stund áður en ég sæki Lubba :-)

Já þið sem hafið ekki afruglara og viljið horfa á þætti bæði gamla og nýja þá er þetta nýja slóðin surfthechannel.com og veljið svo bara channels og television og þá er þetta allt þarna allar Gray´s seríurnar og bara allt sem þið viljið horfa á!!! Áslaug frábært fyrir ykkur Margréti hér eru allir þættir á ensku!!!!

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, alltaf nóg að gera hjá þér mín kæra, ég ætla að vona samt að þú lesir ekki yfir þig með þessu áframhaldi!!!
Vona að Ingó sé orðinn skárri og geti dekrað við þig á konudaginn:-)
Hvernig var það, ætlaðir þú að "skvísa" mér inn í næstu viku (þú ert með alveg ótrúlega þétt prógram og mér sýnist að þeir einu sem fá heimsókn frá þér búi einhvarsstaðar á 101-108 svæðunum.... ha ha ha)
Ha det bra - Knús Heiðrún

Anonymous said...

Er konudagurinn í dag? Ég klikkaði á því að fá mér íslenskt dagatal.
Þegar að því kemur að við fáum almennilegt netsamband förum við pottþétt inn á netið til að sjá myndir og þætti. En staðan í dag er sú að við fáum/ eigum að fá betri tengingu í lok mars. En hver veit hvort við lendum akkurat í því að komast inn á nýju tenginguna. Bestu kveðjur frá frekar óþróuðu landi :) Þín Áslaug.