Tuesday, March 9, 2010

skólinn

Álagið er bara einum of mikið þessa dagana og ekki tekst mér að höndla það vel svona kvefuð og slöpp eins og ég er búin að vera. Það var hópavinna alla helgina mættum á hádegi upp í Ofanleiti gamla skólann okkar og vorum þar fram að kvöldmat bæði laugardag og sunnudag. Ég skellti mér reyndar á Skagfirðingakvöld á Spot með Ingó enda búin að fá nóg af því að hanga heima og gera ekki neitt. Langaði bara að vera með Ingó mínum eitt kvöld. Svo var hópavinna í gær og ég kom ekki heim fyrr en um 8 og í dag var skóli, hópavinna og skóli til 7. Þannig að ég er eiginlega bara alveg búin á því. Skil á tveimur verkefnum þann 11 mars sem er nú dagurinn sem hún Ásta mín verður 17 ára gömul. Svo er skil þann 15 og próf þann 18 og svo tekur við annað verkefni sem við skilum fyrir páska. Svo þetta er spennandi tími sem er framundan. Ég fékk asmapúst um helgina til að létta á því ég er með rosa slæman hósta og enn á pensilíni. Vona að þetta fari nú að lagast.
Árshátíð HR er á föstudaginn og ég ætla að skella mér með vinum mínum og taka minn ástkæra mann með mér. Þemað er Vegast og þarna verður Elvis kapella og auðvitað ætla ég að giftast Ingó mínum hehe.. Annars lítið að frétta allir bara þreyttir og hlakka til að sumarið komi.