Thursday, June 28, 2007

Enn skín sólin

Skellti mér út á Icelandair í gær í hádeginu og fór í mat með Heiðrúnu. Gaman að koma og ég hefði þurft helmingi lengri tíma þar sem allir þurtu að spjalla við mig. Endaði inni í viðskiptasölunni og hitti þar næstum allar. Ákveðið var að við Lína og Auður myndum hittast í næstu viku og ég sett í að plana það. Líklega best að fá þær bara heim til mín. Sakna þeirra allra voða mikið sakna bara ekki álagsins og vinnutímans.

Svo var það golf í gærkvöldi var hálf þreytt og gekk ekki nógu vel til að byrja með en svo svona kom þetta. Rosalega gaman að vera úti þó svo það væri vindur þá var sól og bara ágætlega hlýtt. Skemmti mér allavega mjög vel á þessu námskeiði sem endar svo á golfvelli á föstudaginn. Var sofnuð snemma dauðþreytt eftir ofmikið súrefni he he..

Svo dreif ég mig á fætur kl hálf 8 í morgun og var mætt í Laugardalslaugina kl 8 og synti samviskusamlega 4 ferðir eins og hún Unnur nuddari sagði að ég mætti synda. Sat svo í pottinum góða stund innan um fullt af gamalmennum og ungum mönnum skemmtileg blanda. Svo nú er ég fersk og frísk mætti í vinnu og ætla að fara út að ganga í hádeginu með liðinu hér úr vinnunni. Mamma og pabbi koma á eftir með krakkana og þá er friðurinn úti.

Tuesday, June 26, 2007

sól, sól og meiri sól

Loksins loksins er komið sumar. Sumarið kom aldrei í fyrra og ég hugsaði með mér að ég myndi andast ef ég fengi ekki smá sól í sumar. Það er dásamlegt að labba út og vera bara á stuttermabol og vera ekki að deyja úr kulda.

Helstu fréttir eru þær að við Ingó byrjuðum á golfnámskeiði í gær hjá Golfleikjaskólanum. Algjörir byrjendur en er búið að langa lengi að skella okkur á námskeið. Þetta var svo bara voða skemmtilegt og er aftur í kvöld og alveg fram á föstudag. En þegar við settumst inn í bíl í gær sæl og glöð eftir púlið og lokuðum bílhurðunum þá kom bara skellur og læti. Við snérum okkur hægt við og viti menn var ekki bara afturrúðan hrunin. Við spruttum upp og út og sáum þá að það var högg á rúðunni alveg í kannti hennar eftir golfkúlu. Höggið hafði myndað sprungur um alla rúðuna sem svo hrundi þegar við skelltum hurðunum. Ekki gat þetta verið eftir fólkið á okkar námskeiði þar sem við vorum langt í burtu frá þessu og þar að auki fór þetta í bílin á þeim enda sem snéri frá okkur. Svo sökudólgurinn er líklega gamalla maður sem var með kylfu og var að slá þarna þegar við komum. Hann hefur svo stungið af og skilið okkur eftir með tjónið næs... En sem betur ferð greiða tryggingar 90% svo við þurfum ekki að greiða svo mikið en samt þó eitthvað. Allavega passa ég mig í dag hvar ég legg bílnum og fylgist með mannaferðum í kringum hann. Ætla að skella mér í sund áður en ég fer á námskeiðið mýkja upp vöðvana sem eru aumir og sárir þessa dagana. Mamma og pabbi koma á fimmtudaginn með krakkana og þá er friðurinn úti he he nei ég er nú farin að sakna þeirra en Ásta hefur virkilega notið þess að hafa okkur ein útaf fyrir sig sem er nú ekki oft.

Á alltaf eftir að setja inn myndir frá því að við vorum hjá Möllu hendi þeim inn við tækifæri.

Auglýsi líka eftir Arndísi frænku sem er gufuð upp :-)

Sunday, June 24, 2007

Loksins frábært helgarveður

Frábær helgi að enda. Búin að vera löt að blogga undanfarið en hér er smá upprifjun á vikunni. Úlfur og Guðný eru á Akureyri svo við erum bara hér með Ástu. Hitti Gyðu vinkonu á miðvikudaginn eftir vinnu. Fór heim til hennar og eyddi öllum eftirmiðdeginum með henni og krökkunum hennar. Líf og fjör í kringum hana þar sem hún er með einn gutta sem verður 1 árs í lok ágúst og svo 6 og 11 ára þar að auki og þetta er bara á góðum degi þegar hún er ekki með 2 fóstursyni sína 5 og 11 ára. Svo þið sem haldið að það sé mikið að gera hjá ykkur með 2-3 börn prófið þetta híhí. Nú það kvöldið fórum við Guðrún vinkona á Sólon fengum okkur smá snarl og hvítvínsglas með. Rosa gaman að hitta hana ekki séð hana síðan í matarboðinu í vor. Nú svo tók vöðvabólgudagur við á fimmtudaginn og ég fór ekki í vinnu. Fór svo í nudd til Unnar næsta morgun og var hálfdauð og hún sagðist aldrei hafa séð mig svona slæma ekki gott mál það. Vill að ég fari í sund og pottana og nái þessu úr mér. Fórum svo með Ingigerði og Sigtryggi á Eldsmiðjuna um kvöldið og fengum rosa góðar pizzur og svo bara heim. Í gær sátum við Ásta úti á svölum og fengum báðar lit. Fórum svo öll þrjú niður í bæ og fengum okkur síðbúinn lunch á Sólon og ég get sagt ykkur að Ásta er að fíla sig vel svona ein með okkur. Sóttum svo Lubba og við Ásta gengum með hann frá Víkingsheimilinu og alla leið út í Nauthólsvík þangað sótti Ingó okkur. Ingigerður og Sigtryggur voru í brúðkaupi og einhver þurfti að hugsa um greyið. Veðrið var æði 18 stig og pottur í Fossvoginum svo við gengum á hlýrabol alla leiðina ekki slæmt. Rólegheit í gærkvöldi. Byrjaði svo daginn í dag á að fara með Ástu uppeftir til Sædísar og Heimis þar sem setið var úti á verönd í algjörum sólarpotti. Stákarnir þeirra svo miklar dúllur að Ásta var alveg heilluð. Sædis komin með barnapíu :-) Svo heim og löbbuðum með Ingó á Subway og svo fórum við Ásta til Möllu og sátum þar úti heillengi bökuðum vöflur og höfðum það næs. Fórum svo heim sóttum Ingó og svo aftur til þeirra í kjúkling og svaka meðlæti og svo ís á eftir. Þetta var sko alveg ótrúlega fínt og ég svo södd að ég er að deyja. Svo þetta er búin að vera fín helgi. Á morgun byrjar golfnámskeiðið okkar Ingó og ég er mjög spennt. Vona að veður verði áfram gott.

Hér koma svo myndir úr 15 ára útskriftarafmælinu sem ég átti eftir að setja inn.

Hjörvar, Pálmi, Maggi Teits, Brynhildur, Finnur og Stína


Bjartey og kærasti hennar og hann Ingó minn

Maggi Teits, Brynhildur og Pálmi

Pálmi, Hjörvar(nýbúin að hella ofaní töskuna mína) og Árný

Ég með henni Stínu sem var í svaka stuði þetta kvöldið og vildi bara fara upp í höll að sjá Jóna og stákana í Svörtum fötum.

Stuðboltar Árný, Ragnhildur Reynis og Hjörvar

Pálína úr mínum bekk og maðurinn hennar náði bara ekki mynd af henni með opin augu

Ingó auðvitað dregin með mér á 15 ára fögnuðinn

Hrönn og Pálmi

Pálmi og Maggi alltaf í banastuði enda með svo skemmtilegu fólki þetta kvöld.

Hefði gjarnan viljað sjá fleiri en við bara höldum vel upp á þetta þegar við verðum 20 ára stúdentar jeminn það meira að setja styttist í það. Saknaði þín Systa þetta kvöld hvað varð um þig?? Svo hefur sú umræða farið af stað að hittast í Reykjavík og skemmta okkur saman og það er nú bara málið að plana það og láta af því verða fyrir næsta vetur.

Svo koma hér nokkrar myndir úr stúdentsveislunni hans Valdemars "litla" frænda míns sem er er að fara í verkfræði næsta vetur í HÍ ha ha frekar fyndir því ég er viss um að hann er bara rétt orðin 10 ára ef hann þá nær því eða ja hér koma myndir svona líður tíminn hratt!!!

Orðinn stærri en frænka gamla sem var 15 ára stúdent þennan dag

Og hér með pabba, mömmu og Aldísi skvísu sem er að verða 16 ára

Úlfur og amma Hilla

Guðný og amma Sella sem kom með okkur norður

Líney Rut mætt í veisluna til Valdemars

Veisluborðið takið eftir áletruninni á kökunni

Og hér er hann gulldrengurinn hennar mömmu sinnar

Eru þau ekki sæt systkynin

Svo koma nokkrar myndir af veislugestum









Enda þetta svo hér í dag og óska eftir sól á morgun. Brynja og Lóla setja inn myndir af ykkur á bloggið bíð spennt eftir fréttum frá ykkur.

Tuesday, June 19, 2007

Kominn tími á blogg

Jæja búið að vera langt blogghlé þar sem myndavélin var að stríða mér og vildi ekki setja inn myndir. Svo núna koma þær hér í löngum röðum. Fyrst skal nefna að við fórum um þarsíðustu helgi í bústaðinn hans Didda þegar þau Sigyn og synir voru í Danaveldi. Áttum langa og notalega helgi borðuðum yfir okkur og spiluðum og skemmtum okkur vel.Allir í stuði og hér koma myndir.

Flotta húsið þeirra Didda og Sigynar



Sigtryggur þvær pottinn



Ingigerður og ég farnar að elda fyrsta kvöldið



Lubbi að leika við Kareni vinkonu Ástu



Gott að slappa af í bústað





Stuð á trampólíninu





Og svo kom dásamlegur fiskur sem Sigtryggur grillaði fyrir okkur



Og Guðný, Jasmín vinkona hennar og Úlfur skemmtu sér vel í pottinum







Svo kíktu Siggi og Kristín við næsta dag með tvíburana sína. Þau voru hress og kát og tvíbbarnir spenntir fyrir Lubba sem samt ekki alveg til að kássast of mikið í honum enda bundum við hann úti. Þau komu samt og klöppuðu honum og fannst hann "mjúkur" en líklega best að geyma hann úti. Hetjur he he..







Hér eru svo Ingigerður og Sigtryggur með Lubba áður en við fórum í langan göngutúr



Og krakkarnir fóru á bát



Og hér eru pæjurnar Jasmín og Guðný sem voru úti að leika alla helgina



Svo skruppu Ingigerður og Sigtryggur inn á Selfoss og börnin mín voru úti að leika þá var ég alveg búin á því eftir allt fríska loftið sem ég var búin að anda að mér..

ZZZZZZZZZZZZZ


Úlfur var líka ánægður með að fá stund í kjallaranum í tölvunni sinni



Guðný og Jasmín kunnu svo sannarlega að meta pottinn









Svo kom kvöldmáltíð númer 2 og þá elduðum við rosa góðan úrbeinaðan svínahnakka með grilluðu grænmeti, fylltum sveppur og ýmsu góðgæti. Nammi hér erum við að undirbúa matinn.






Svo var auðvitað aðalstemningin um kvöldið við að grilla sykurpúða búið að bíða allan daginn eftir að fá að gera það.











Þetta var s.s. alveg frábær helgi!

Nú það er meira skemmtilegt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Hún Ellen gamla vinkona mín sem býr í Gautaborg kom til Íslands að halda uppá 20 ára gagnfræðiafmæli Lauganema. Heiðrún bauð okkur að koma heim til sín í sveitina og þar mættum við nokkrar hressar skvísur úr Mývatnssveit ásamt henni Hrefnu vinkonu Ellenar og Heiðrúnar. Hér koma svo myndir frá þessu samkvæmi. Ath þeir sem vilja vita meira um Þórunni og Ellen sjá link hjá mér á þeirra síðu.

Hér sitja þær saman Helga Þorsteins og Ellen og skoða gamla myndir og hlægja



Una og Dagný



Þórunn og Börkur Heikir sem er voðalega sætur lítill strákur með voðalega stórt og mikið nafn



Heiðrún ekki einu sinni láta þig dreyma híhí en þú tekur þig samt vel út með litla



Ellen og Þórunn gamlar og góðar vinkonur úr sveitinni



Ellen held að það sé komin tími á Gautaborg hlakka bara til að sjá þig sem fyrst og ykkur hinar líka.

Nú þar sem sumarið er "komið" þá fór ég með börnunum mínum í göngutúr niður að sjó. Veðrið var rosalega gott og við fengum roða í kinnarnar þar sem vindurinn var kaldur þó veðrið væri gott. Ásta kom með okkur það bara vildi svo undarlega til að engar myndir voru teknar af henni. En þess má geta að hún Ásta tók þessar myndir hún er rosalega flottur myndasmiður bráðklár og frábær stelpa enda dóttir mín :-)















Jæja læta þetta duga í bili á eftir að setja inn myndir úr 15 ára MA hittingnum og úr stúdentsveislu Valdemars Arnar. Set það inn á morgun svo fylgist spennt með.

Brynja elsku vinkona mín átti afmæli í gær og ég er ekki enn búin að ná að hringja í hana þar sem gestagangur og annað hefur komið í veg fyrir það. Brynja mín til lukku með afmælið sakna þín mest og var hjá þér í huganum allan daginn koss og kreist.