Monday, June 29, 2009

sumar

Ekki er ég dugleg í blogginu þar sem maður er alltaf á Facebook en hér koma nokkrar línur. Guðný mín er komin til Þýskalands búin að vera í rétt viku. Hún hefur það gott og við söknum hennar auðvitað mikið. Ég er byrjuð í sumarskóla í Fjármálum 1 en þannig var að ég hætti í þeim kúrsi í vetur vegna hræðilegrar kennslu. Svo kom á daginn að fleiri höfðu ekki grætt mikið á þessari kennslu svo að skólinn varð í fyrsta skipti í sögu sinni að bjóða upp á ókeypis sumarkúrs í þessu. Ég gat auðvitað ekki neitað þessu en ekki finnst mér þetta nú spennandi. Hef verið að bera út með Ingó sem er góð hreyfing en ekki gert mikið af því síðan skólinn byrjaði. Þetta er reyndar bara 3ja vikna kúrs sem endar með prófi 13 júlí á afmæli Guðnýjar og Lólu minnar vona að það reynist mér happa. Ásta er í unglingavinnunni og það er betra en ekki neitt. Úlfur hefur svona verið að leika við hina og þessa og nú nýlega endurnýjað kynni við Dag vin sinn frá leikskóla sem flutti í Kópavoginn fyrir nokkrum árum. Við höfum verið að keyra þá á milli sem er bara í góðu lagi. Núna eru Ingi Þór og Arnar Freyr vinir hans úr Litluhlíð (búa í sama raðhúsi og mamma og pabbi) hér og þeir eru búnir að vera mikið saman. Við Ingó erum á fullu í ræktinni og ég les Líkami fyrir lífið fyrir konur af kappi og ætla að taka mig vel í gegn eftir prófið en er þó byrjuð strax í átaki. Um helgina fór ég á kaffihús með Heiðrúnu og út að borða með Lindu og Ása, hitti Bróa og Svanhildi og sætu frændur mína og endaði í heimsókn hjá Ingigerði og fjölskyldu. Ingó var á Bíldudal að spila svo það var ekkert annað en að heimsækja fólk á milli þess sem við Lilja vinkona í HR gerðum fjármálaverkefni. Þessi vika verður mikið skóli og ræktin og svo er það norður um næstu helgi og þá verður Úlfur líklega eftir hjá mömmu og pabba.

Sunday, June 14, 2009

Smá blogg

Það maður byrjaði á Facebook er maður ansi latur við að blogga en hér kemur smá upprifjun á því sem hefur verið að gerast. Nú fyrst skal nefna að ég kláraði öll prófin mín með glæsibrag og er stollt. Best að telja það hér upp :-)... Þjóðhagfræði 8, Rekstrargreining 8,5 , Nýsköpun og stofnun fyrirtækja 8,5 og Stjórnun 9 þetta er svo að gefa mér 8,5 í meðaleinkunn fyrir þessa önn. Og ég er ansi montin get ég sagt ykkur. Ég ætlaði að vera í löngu og góðu sumarfríi en það breyttist aðeins þar sem HR ákvað að bjóða upp á 3ja vikna námskeið í Fjármálum 1 en það er kúrs sem ég skráði mig úr í vetur þar sem kennslan var hörmuleg og núna er það að sjást á einkunnum nemenda þar sem mikill fjöldi féll. HR er því að neyðast til að bjóða þetta námskeið og það ókeypis og ég get varla sleppt því. Ég hlýt að geta krafsað í bakkann með það.

Ég skrapp til Brynju minnar í Svíþjóð þann 4 júní og fagnaði með henni útskrif úr mastersnámi í lýðheilsufræði. Auðvitað var hún einn af toppnemendunum þar enda á ég bara þannig vini hehe og má til gamans geta þess að Andrea, Mikael og Heiðdís góðir vinir mínir úr HR fóru öll á forsetalistann fyrir önnina sem er að líða. En allavega við höfðum það gott í Lundi þó svo veður hafi nú ekki verið spes.

Brynja og Valli, Dagrún Kristín, Hörður Breki og Nanna á útskriftardaginn hennar Brynju


Við Brynja pæjur að fara að útskriftinni


Við Brynja komnar í hátíðarsal Lundarháskóla


Brynja að flytja ræðu fyrir hönd útskriftarnema úr mastersnámi úr lýðheilsufræði



Ég pæjan um kvöldið þegar við fórum út að borða


Svo var farið að undirbúa svaka veislu heima hjá Brynju og Valla sem haldin var laugardaginn 6 júní. Hér koma nokkrar myndir af því


Nanna "fósturdóttir" Brynju og Valla og Logi "vinur hennar"


Frú Kristín mamma Brynju á fullu í undirbúningi


Hörður pabbi hennar líka á fullu


Brynja að fara að skreyta tertuna


Veisluborðið ekkert smá flott


Við Tobba í stuði í veislunni


Ég og hún Brynja mín

Svo tók ég auðvitað fullt af fleiri myndum en þær fara allar inn á Facebook og þið verðið bara að skoða þær þar. Nú eftir að heim kom var bara farið í að taka upp úr töskum og ganga frá og svo tók við rosalega matargerð. Er búin að búa til og setja í frysti; Bolognese sósu, gulrótarsúpu, baunabuff og speltbrauð svo núna er ég ágætlega sett að grípa eitthvað þegar maður veit ekkert hvað á að hafa í kvöldmatinn. Ætla líka að gera kjötbollur og frysta svo þetta verður bara æði :-). Hef svo verið að fara með mínum yndislega manni að bera út og það er holl og góð hreyfing og ekki slæmt þar sem veðrið hefur verið frábært. Erum líka búin að fara í ræktina og nú á að taka á því. Búin að hitta Arndísi og dætur sem var mjög gaman. Í dag kemur Heiðrún til mín eftir vinnu og borðar hjá mér og á miðvikudaginn fer ég í skýrn Kristínar Ástu Sigtryggsdóttur en þar verð ég skírnarvottur og er þvílíkt ánægð með það. Malla er búin að skíra sína dóttur Álfhildi Ester (Esther veit ekki hvernig hún skirfar það hehe) og mamma að deyja úr monti enda Malla alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni.

Núna er bara rétt vika í að hún Guðný mín fari til Þýskalands og á ég eftir að sakna hennar mikið. Hún var á pæjumóti í Eyjum í síðustu viku og stóð sig eins og hetja. Ásta er búin að sækja um í Kvennó og við bíðum spennt eftir svari. Hún er í unglingavinnunni með Siggu og fleiri vinum sínum og byrjaði þar í dag. Úlfur er nú bara að skottast hér og þar og hefur mikið leikið við Ormar vin sinn sem býr í Álftamýrinni. Ég hef þetta ekki lengar að sinni og reyni að blogga meira fljótlega.