Sunday, June 14, 2009

Smá blogg

Það maður byrjaði á Facebook er maður ansi latur við að blogga en hér kemur smá upprifjun á því sem hefur verið að gerast. Nú fyrst skal nefna að ég kláraði öll prófin mín með glæsibrag og er stollt. Best að telja það hér upp :-)... Þjóðhagfræði 8, Rekstrargreining 8,5 , Nýsköpun og stofnun fyrirtækja 8,5 og Stjórnun 9 þetta er svo að gefa mér 8,5 í meðaleinkunn fyrir þessa önn. Og ég er ansi montin get ég sagt ykkur. Ég ætlaði að vera í löngu og góðu sumarfríi en það breyttist aðeins þar sem HR ákvað að bjóða upp á 3ja vikna námskeið í Fjármálum 1 en það er kúrs sem ég skráði mig úr í vetur þar sem kennslan var hörmuleg og núna er það að sjást á einkunnum nemenda þar sem mikill fjöldi féll. HR er því að neyðast til að bjóða þetta námskeið og það ókeypis og ég get varla sleppt því. Ég hlýt að geta krafsað í bakkann með það.

Ég skrapp til Brynju minnar í Svíþjóð þann 4 júní og fagnaði með henni útskrif úr mastersnámi í lýðheilsufræði. Auðvitað var hún einn af toppnemendunum þar enda á ég bara þannig vini hehe og má til gamans geta þess að Andrea, Mikael og Heiðdís góðir vinir mínir úr HR fóru öll á forsetalistann fyrir önnina sem er að líða. En allavega við höfðum það gott í Lundi þó svo veður hafi nú ekki verið spes.

Brynja og Valli, Dagrún Kristín, Hörður Breki og Nanna á útskriftardaginn hennar Brynju


Við Brynja pæjur að fara að útskriftinni


Við Brynja komnar í hátíðarsal Lundarháskóla


Brynja að flytja ræðu fyrir hönd útskriftarnema úr mastersnámi úr lýðheilsufræði



Ég pæjan um kvöldið þegar við fórum út að borða


Svo var farið að undirbúa svaka veislu heima hjá Brynju og Valla sem haldin var laugardaginn 6 júní. Hér koma nokkrar myndir af því


Nanna "fósturdóttir" Brynju og Valla og Logi "vinur hennar"


Frú Kristín mamma Brynju á fullu í undirbúningi


Hörður pabbi hennar líka á fullu


Brynja að fara að skreyta tertuna


Veisluborðið ekkert smá flott


Við Tobba í stuði í veislunni


Ég og hún Brynja mín

Svo tók ég auðvitað fullt af fleiri myndum en þær fara allar inn á Facebook og þið verðið bara að skoða þær þar. Nú eftir að heim kom var bara farið í að taka upp úr töskum og ganga frá og svo tók við rosalega matargerð. Er búin að búa til og setja í frysti; Bolognese sósu, gulrótarsúpu, baunabuff og speltbrauð svo núna er ég ágætlega sett að grípa eitthvað þegar maður veit ekkert hvað á að hafa í kvöldmatinn. Ætla líka að gera kjötbollur og frysta svo þetta verður bara æði :-). Hef svo verið að fara með mínum yndislega manni að bera út og það er holl og góð hreyfing og ekki slæmt þar sem veðrið hefur verið frábært. Erum líka búin að fara í ræktina og nú á að taka á því. Búin að hitta Arndísi og dætur sem var mjög gaman. Í dag kemur Heiðrún til mín eftir vinnu og borðar hjá mér og á miðvikudaginn fer ég í skýrn Kristínar Ástu Sigtryggsdóttur en þar verð ég skírnarvottur og er þvílíkt ánægð með það. Malla er búin að skíra sína dóttur Álfhildi Ester (Esther veit ekki hvernig hún skirfar það hehe) og mamma að deyja úr monti enda Malla alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni.

Núna er bara rétt vika í að hún Guðný mín fari til Þýskalands og á ég eftir að sakna hennar mikið. Hún var á pæjumóti í Eyjum í síðustu viku og stóð sig eins og hetja. Ásta er búin að sækja um í Kvennó og við bíðum spennt eftir svari. Hún er í unglingavinnunni með Siggu og fleiri vinum sínum og byrjaði þar í dag. Úlfur er nú bara að skottast hér og þar og hefur mikið leikið við Ormar vin sinn sem býr í Álftamýrinni. Ég hef þetta ekki lengar að sinni og reyni að blogga meira fljótlega.

8 comments:

imyndum said...

Blessuð kæra vinkona, mikið var gaman að fá smá fréttir af þér. Til lukku með glæsilegann árangur í prófunum. Mikið er ég stolt af þér, þú ert svo dugleg.

Frábært að fá smá fréttir og myndir af ústkriftinni hennar Brynju, þið eruð svo sætar á þessum myndum og ég sakana ykkar svo.

Halda svo áfram að blogga hér aðeins, svo miklu skemtilegra að lesa en "tepokabloggið" á facebook.

Ég kem örugglega ekkert heim í sumar, þannig það er spurningin hvenær þið hjónin skellið ykkur í borgarferð? Væri svo gaman að sjá ykkur.

kossar... bisous
Rósa

Anonymous said...

Hvað er lýðheilsufræði??? Er Brynja komin með vinnu við þetta heima? Til lukku með öll fínu prófin þín. Komdu svo bara líka til okkar í sumar! Þín systir.

ellen said...

Frábaert ad fá svolítid af fréttum af ykkur :)er sammála fyrsta raedumanni (konu) um ad thad er miklu skemmtilegra ad lesa á blogginu en á face...

Auður said...

Sæl Þórdís mín. Gaman að lesa fréttir af ykkur. Nú þarf ég að fara að vera dugleg og taka upp tólið og hringja í þig :) Frábær árangur hjá þér í HR, ég átti nú reyndar ekki von á öðru :) Hafið það öll sem best :)

brynjalilla said...

elsku þórdís,til hamingju aftur með prófin þín. Yndislegt að fá upprifjun á góðum dögum sem við áttum, sakna þín og hlakka til að hitta þig í júlí. Og vá já blogg eru sko skemmtilegri, ég ætla líka að fara að vera duglegri þegar hægist um hjá mér. Knús

Kristín E. said...

Takk fyrir samveruna á föstudag :o) hringi pottþétt aftur í þig og dreg þig með í sundferð :D

Já og til lukku með Ástu verðandi kvennaskólapíu :o)

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]