Friday, February 29, 2008

Helgin

Jæja þá er vinnudagurinn að verða hálfnaður og helgi framundan. Hlakka til að eiga frí í 2 daga og gera kannski eitthvað skemmtilegt. Planið var að fá Ingigerði og Sigtrygg í mat í kvöld því þau eru að fara til Cairo á morgun og verða fram á fimmtudag. En nei takk Sigtryggur komin með hita og er skipað af konu sinni að liggja í bælinu þangað til þau fara. Aumingja karlinn ekki gaman af vera veikur að fara í ferðalag. Kannski ég nái Ingigerði í göngutúr með Lubba áður en hún fer svo ég sjái aðeins framan í hana hef ekki séð hana svo lengi. Það rifjast upp þegar við vorum í Cairo í fyrra mikið var það nú gaman.





Erum við Brynja ekki flottar

Í teppa"skólanum" er þetta skóli eða hvað



Verið að kaupa ilmvatn í stórum stíl og ég nota mín finnst þau æði

Ingó og Simmi saman á hótelinu


Á markaðnum






Svona sér maður ekki á Íslandi :-)

Við í stuði að koma úr bænum

Rósa fallega brúðurin

Síðasta daginn erum að syngja fyrir Rósu og Marwan

Já það er bara ótrúlegt að það sé að verða komið ár síðan við vorum úti. Ég vona að Ingigerður og Sigtryggur eigi eins góða ferð og við áttum þá.

Ég skrapp til Lindu í hádeginu hún er á fullu að skrifa doktorsritgerðina sína sem hún á að fara með í fyrstu vörn eða hvað það er nú kallað í apríl. Gangi þér vel skvísa.

Á morgun ætla ég að fara með Ingó á Players hann er að spila á Skagfirðingakvöldi þar. Þar verða fult af böndum svo hann verður ekki á sviði allan tímann það er nú gaman. Svo eru Arnhildur og Fúsi í bænum maður þarf að sjá þau og kannski Arndísi svo það gæti orðið nóg að gera hjá mér við að hitta fólk.

Góða helgi kæru ættingjar og vinir hafið það gott.


Thursday, February 28, 2008

Snjór

Þegar ég vaknaði í morgun var allt á kafi í nýfallinni mjöll, það er eins og það bara hætti ekki að snjóa og þessi vetur teigir úr sér lengur en við erum vön hér á suðurlandinu. Vikan er búin að þjóta áfram, ég eyddi miklum tíma í að læra stærðfræði með Ástu og kom henni af stað með hluti sem hún var bara ekki að skilja. Ég fór í saumó til Lólu og átti skemmtilegt kvöld þar. Þangað voru allar mættar nema Dagný sem hreinlega gleymdi að það væri klúbbur. Það var mikið hlegið þetta kvöld af t.d Lólu sem gekk giðfætt um gólfin eftir ferð til Svíþjóðar, af mér fyrir að hafa átt að leika "stórt" hlutverk í Litlu Gunnu og litla Jóni í 2 bekk í barnaskóla en hafa harðlega neitað því. Já og bara hlegið út í eitt þetta kvöld það var mjög skemmtilegt þakka kærlega fyrir mig. Annars er lítið að frétta, Arnhildur og Fúsi verða í bænum með krakkana um helgina ætla að reyna að sjá þau. Svo ætla ég að fara með Ingó á Skagfirðingakvöld á laugardaginn á Players. Hann er ekki að spila nema brot af ballinu svo við getum kannski dansað ha Ingó skora á þig hehe... Svo á bara að hafa það næs.

Monday, February 25, 2008

Ekki lengur ein :-)

Jæja þá er ég nú búin að endurheimta minn mann aftur og svaf eins og steinn í alla nótt híhí.. Gærdagurinn leið ótrúlega fljótt fór fyrst í súpu til Birnu frænku til að kveðja Sólveigu. Svo heim að gera salatið fyrir Möllu og svo beint í veisluna þangað. Guðný veik og fór ekki með en þau hin komu. Rosa flott veisla og nóg að bíta og brenna þar. Eftir þetta fór ég heim og kláraði að taka húsið í nefið, skúraði og gerði allt rosalega flott. Um hálf 12 brunaði ég svo til Keflavíkur og náði í hann Ingó minn og var frekar glöð að hitta hann aftur :-) Vorum ekki komin í rúmið fyrr en gengið 3 þar sem hann var auðvitað að lenda svo seint og svo tekur það sinn tíma að keyra hér á milli. Hitti alla strákana á vellinum og fannst mér þeir ansi þreytulegir eftir mikla djammhelgi! En sem sagt nú er hann komin heim og sólin farin að skína úti og fyrir utan að vera ansi þreytt þá er lífið bara nokkuð gott.

Saturday, February 23, 2008

Fer að styttast

Jæja þá er laugardagurinn að nálgast kvöld og helgin óðum að nálgast að vera búin. Ég fór í ræktina í gær með Lindu og það var mjög gaman. Hef ekki hitt hana í meira en mánuð svo þetta var ljúft. Var komin heim um 7 leytið og þá var Heiðrún komin með Bjössa. Ég fór að baka pizzu og aumingja börnin fengu kvöldmat seint það kvöldið. Komum svo liðinu í ró en við Heiðrún sátum og kjöftuðum og skoðuðum gamlar myndir frá því ég var í viðskiptasölunni hjá Icelandair. Í morgun varð ég svo vitni að frábærum samræðum milli Úlfs og Bjössa (sem er 4 ára). Bjössi ætlaði sér greynilega að fara í tölvuna og Úlfi fannst hann eitthvað frakkur svo eftirfarandi kom. Úlfur:Hlustaður á mig þú bara veður ekkert áfram og tekur dót án þess að fá til þess leyfi. Hvað var ég að segja við þig? Bjössi: ég veit það ekki. Úlfur: Þá hefur þú nú bara ekkert verið að hlusta á mig. Hehe mér fannst þetta alveg kostulegt og var að deyja úr hlátri inni í rúmi. Skömmu síðar kemur svo frá Úlfi sem var orðinn eitthvað pirraður á þessum krakka. Úlfur:Mér finnst litlir krakkar alveg ótrúlega leiðinlegir, þú skilur það þegar þú verður jafngamall mér. Ég glotti en skammaði hann nú aðeins síðar fyrir að segja svona hehe... Keyrði Guðnýju í Sönglist og við Heiðrún fórum með Bjössa í sund. Sótti svo Guðnýju og við fórum með Sellu að skoða íbúð fyrir eldri borgara sem verið er að byggja við Suðurlandsbrautina lengra en Mörkin. Flottar en dýrar verð ég að segja. Hálf Reykjavík var mætt á svæðið svo það er greinilega áhugi fyrir þessum íbúðum. Kl 4 var ég svo mætt til Ássý frænku í afmæliskaffi og tók Ástu með mér. Guðný fór í sund og Úlfur var að leika við vin sinn. Þar var Maddý og allt hennar hyski og við áttum góða stund þar. Þar stendur bíllinn minn núna bensínlaus, eins gott að Þorgerður gat skutlað mér heim.

Núna er Ingó mættur á Þorrablótið og þetta er síðasta nóttin mín án hans og ég farin að telja niður :-) Svo er þvílík dagskrá á morgun. Fyrst er súpa hjá Birnu frænku milli 11-13 þar sem verið er að kveðja Sólveigu sem er að fara til Pakistan að kenna rústabjörgun í 3 mánuði. Svo fer ég til Möllu í útskriftarveislu. Það er gott þá líður tíminn á ljóshraða og áður en ég veit af verð ég komin til Keflavíkur að sækja minn heittelskaða mann :-)

Ætlaði að hitta Lindu í kvöld en hún er upptekin kannski verð ég bara ein heima og leigi mér mynd og slaka á og undirbý komu mannsins míns. Kannski fer ég eitthvað í heimsókn hver veit.

Friday, February 22, 2008

Föstudagur og tíminn stendur í stað

Jæja nú er ég alveg að fara heim bara um klst eftir í dag og mér finnst tíminn silast áfram. Í dag er búið að vera stillt og sól, jólahríð og rok og fjúk þeir sem sækjast eftir fjölbreyttu veðri ættu að vera glaði. Þeir sem hata fjölbreytt verður og vilja bara sól og hita eru ekki glaðir. Ég er formaður í því félagi hehe....

Nú eru um 2 1/2 sólarhringur þar til Ingó kemur heim og mér finnst eins og hann sé búinn að vera í 2 mánuði í burtu. Mest af öllu langaði mig bara að kaupa mér flugmiða og mæta á svæðið. Skella mér út að borða með honum í kvöld og fara á ballið annað kvöld. En það verður nú víst ekki af því. Hann var bara vaknaður snemma karlinn og var að reyna að finna föt á börnin sín áðan þegar ég hringdi í hann. Alveg sveittur hvernig á hann að vita hvað unglingurinn okkar vill fá hehe aumingja Ingó minn. Núna er hann líkleg bara alveg við að fara í loftið og fljúga til Álaborgar. Þar gista þeir í íbúð sem einn úr þorrablótsnefndinni á. Út að borða í kvöld og stuð á eftir ooo mig langar að vera hjá honum.

Heiðrún kemur um 7 leytið og þá ætla ég að vera með pizzu tilbúnar handa okkur. Hún gistir svo með Bjössa með sér. Kannski ef ég nenni þá fer ég í ræktina á eftir en þar sem Ingó er ekki með mér þá er það ólíklegt :-(

Annars bara lítið að frétta nema ég óska þess að þessi helgi líði á ljóshraða!!!!!

Thursday, February 21, 2008

Aðeins hressari

Óhætt að segja að bloggið mitt hafi vakið upp miklar umræður :-) Fyrsti dagur að kvöldi komin og þau litlu ætla að sofa uppí hjá mér í nótt hefði nú viljað hafa manninn minn þar. Er búin að heyra nokkrum sinnum í honum í dag það er bara gaman hjá þeim og það er hið besta mál. Þeir búnir að fara á kaffihús, út að borða og stuð. Koss og knús yfir til þín ástin mín.

Ingigerður og Þorgerður komu báðar hingað í dag eftir vinnu hjá mér. Ég keypti ostaköku og þeytti rjóma og við spjölluðum um stund. Á morgun ætlar Heiðrún að koma og gista hjá mér og taka Bjössa með sér. Við ætlum að baka pizzu og kjafta fram á nótt og hafa það næs. Mikið á ég góðar vinkonur sem sinna einni í sjálfsvorkun :-) Ætlum kannski í sund með krakkana á laugardaginn ef veður á þessu blessaða landi leyfir. Svo ætla ég að baka fyrir hann Möllu frænku mína sem útskrifast á laugardaginn og það með 9 í meðaleinkun. Flottust er hún Malla eins og alltaf. En hann Ingó minn er líka að útskrifasta á laugardaginn úr kennslufræðinni verst að hann er ekki hér til að taka á móti skírteininu sínu er mjög stolt af honum eins og alltaf. Malla er með veislu á sunnudaginn og þangað fer ég með allt mitt lið. Svo um kvöldið ætla ég að bruna út í Keflavík og sækja manninn minn mikið hlakka ég til þess að fá hann aftur heim.

Myndir af okkur Ingó sem börnin okkar settu saman og hafa sem skjámynd í tölvunni okkar.

Ein og löng helgi framundan

Jæja þá er dagurinn kominn sem ég er búin að kvíða lengi. Ingó er farinn til Danmerkur með Spútnik að spila á þorrablóti í Álaborg. Þeir gista í nótt í Köben í íbúð sem Hera söngkona á og fara svo um miðjan dag á morgun til Álaborgar. Þorrablótið er svo á laugardaginn og heim koma þeir eftir miðnætti á sunnudag. Ég er búin að vera frekar fúl yfir þessari ferð og mjög ósátt við þá að taka okkur konurnar sínar með. Ekki að ég hafi ekki "mátt" fara hefði ég sagt ok ég ætla þá hefði Ingó tekið mig með en það hefði ekki verið hrópandi fögnuður yfir því sérstaklega frá hinum í bandinu. Þeir tala allir um að það sé miklu skemmtilegra að fara með okkur "konurnar" (eins og við séum eitthvað fyrirbæri) í ferð þar sem þeir séu ekki að spila, laugardagurinn sé vinnudagur og bla bla bla. Þeir fara á djammið í kvöld í Köben og aftur í Álaborg á morgun svo ég bara spyr hefði ekki verið málið að við fengjum að vera með??? Svo kom einn með þá frábæru uppástungu að fara bara öll saman í sumarbústað vei það er svo sambærilegt við að fara til útlanda. Á það að vera svona ferð þar sem konur og öskrandi krakkar fara með svo við sem eigum stór börn náum ekki að sofa neitt enn gaman ég hlakka svo til. Veit svo sem ekki hvernig sambönd hinna strákanna eru kannski eru þau bara svona slæm að þeir vilja ekki hafa þær með og þrá að losna við þær. Ég veit að við hefðum haft það gott saman enda erum við bestu vinir og getum gert allt saman. En Ingó kaus að ég færi frekar með ef einhver af hinum konunum kæmi líka. Veit reyndar ekki afhverju því mér er hundsama um hinar konurnar og kemur bara ekkert við hvað þær gera í sínu lífi. En þeir fá sína strákaferð núna og njóti þeir vel og við sjáum til að ári!

En allavega þá er ég ein með krakkana og hlakka ekki til helgarinnar vona þó að góðar vinkonur miskuni sig yfir mig svo ég ærist ekki. Símreikningurinn verður sjálfsagt góður eftir helgina hehe þar sem ég á eftir að heyra í mínum manni nokkuð reglulega. Sumum finnst ég kannski skrítin að vera svona fúl en mér finnst bara nóg komið af stelpu og strákaferðum í mínu lífi og komin tími á að vera saman og standa saman og eyða ævinni saman.

Í morgun kl hálf 5 þegar við Ingó fórum á fætur þá var kyrrt og enginn snjór. Núna er föl yfir hér og þar og svona smá dettur úr lofti. Svo það er enn einn dagurinn á þessu yndislega landi sem mér líður eins og fangi, ekkert hægt að komast héðan nema með flugi og það kostar úr manni augun. Enda vinn ég að því hörðum höndum að fá manninn minn til að flytja héðan eitthvað þar sem sumar er sumar og vetur er lítill. Fólk er alltaf að tala um hversu gott það sé að búa hér og öryggið og hreina loftið og vatnið og allt það kjaftæði en viti menn þær vinkonur mína sem hafa farið út segja bara flestar að þær hafi bara komið heim út af fjölskyldu og vinum. Hér er þjóðfélagið á yfirsnúningi, glæpum hefur fjölgað, enginn hefur tíma til að gera eitt né neitt nema vinna og rétt sinna sér og sínum. Hér kostar allt úr manni augun, veðrið er hræðilegt og maður kemst ekki neitt nema borga stórfé humm svo gaman!!!!!

Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir geðvonsku mína í dag og held ég hætti þessu bara. Þegar þessi helgi er búin þá lofa ég að brosa og vera hress.

Tuesday, February 19, 2008

Rigning, slydda, vetur

Helgin var nokkuð róleg. Fórum samt í afmæli til Arnþórs móðurbróður Ingó á föstudaginn. Það var á milli kl 17-20. Guðný var í óvissuferð með vinkonu sinni og gisti þar en Ásta var heima með Úlf og Kristínu Dögg sem var hjá okkur um helgina. Við hjónin vorum komin snemma í rúmið á föstudeginum frekar þreytt bæði. Keyrði Guðnýju í sönglist kl 12 á laugardaginn og svo fórum við Ingó beint í Laugar og tókum vel á því. Ætlaði að reyna að hitta einhverjar vinkonur en það gekk ekki eftir svo ég fór bara á þvæling með Ingó eftir ræktina. Fór með honum út í Hafnarfjörð að ná í trommutöskur sem hann geymdi hjá Kristjáni í Softtones og svo út í Reebok að ná í trommudót. Fór svo og keyrði hann út á hótel Sögu og svo að sækja Kristínu og Guðnýju í bíó. Um kvöldið var McDonald´s að ósk Kristínar. Stefanía vinkona Ástu gisti hjá okkur þessa nótt og þær fór í svaka partý hjá vinkonu þeirra. Ég sótti þær um 12 leytið þangað og þær höfðu bara skemmt sér ágætlega. Ásta hafði hitti Ágústu frænku Lindu Karenar (fyrrverandi hans Ingó hehe) og þær voru voða glaðar að hittast og ætla að vera í sambandi áfram. Á sunnudaginn fór Ingó að róta en ég bakaði með stelpunum og leyfði þeim að skreyta muffins, stal þeirri hugmynd frá Brynju og Valla. Svo fórum við Ingó á æfingu og þær litlu í sund. Beið svo á flugvellinum með Kristínu í næstum 1 1/2 klst því það var töf ekki gaman.

Í gær fórum við á æfingu nema mín æfing var léleg þar sem ég gleymdi íþróttabuxunum heima og þurfti að fara og ná í þær. Þannig að Ingó var næstum búinn þegar ég loksins kom til baka. Fórum svo í sund á eftir og Úlfur og Guðný komu með okkur.

Í dag er Ásta veik heima líklega með hita allavega hausverk og hálsbólgu og Guðný var líka heima með magaverk. Úlfur hinsvegar verður aldrei veikur og gæti nú alveg óskað sér að fá einn dag við og við hehe..

Þið sjáið að það er kominn nýr linkur efst á síðunni minn sem heitir myndir. Það eru allar myndir sem ég hef sett inn á bloggið og hægt að skoða þær þarna.

Á eftir æfing og jafnvel í Hreyfingu því ég fékk miða fyrir 2 í spaið þar og við ætlum kannski að fara og prófa. Úti er slydda og geðveikt ógeðslegt veður.

Friday, February 15, 2008

Örstutt í dag

Komin helgi og ég tel niður að komast í helgarfrí. Í dag kemur Kristín Dögg ég svo gjörsamlega búin að gleyma að við erum að fara í 70 ára afmæli Arþórs móðurbróður Ingó sem byrjar kl 5. Annað hvort verður Ásta með hana eða hún gistir hjá Didda sjáum til. Guðný verður ekki heldur heima því hún er að fara í óvissuferð með Guðnýju Helgu vinkonu sinni sem heldur alltaf mögnuð partý. Þær gista fara í sund og ferðast um á Hummer hehe flottar á því. Helgin er ekkert plönuð þannig nema bara vera með fjölskyldunni og hitta Ingigerði annað s.s. ekkert merkilegt. Guðný fer í Sönglist á laugardaginn milli 12 og 14 og Ásta er á skautum á sunnudaginn þarf að kaupa hana henni skauta erum ekki búnar að því enn. Úti farið að birta en allt blautt eftir rigningar. Mikið er gaman að búa á Íslandi :-)

Thursday, February 14, 2008

Snjórinn að fara

Snjórinn að hverfa enda kominn 6 stiga hiti og farið að birta til. Ingó minn rennur hressilega til þegar hann er að bera út í þessari hálku sem nú fer óðum minnkandi. Í dag er Valentínusardagurinn en við höfum nú s.s. aldrei haldið neitt upp á hann. Ingó sótti mig í hádeginu og við fórum á Salatbarinn og hittum þar fyrir tilviljun Vidda og Hugrúnu. Settumst með þeim og áttum góða stund. Viddi enn að jafna sig eftir Jack Canfield ævintýrið sem líklega kom þeim í mikin mínus á peningasviðinu en bætti þeim það upp á því andlega. Ingó er svo að kenna á trommur frá 4-8 á eftir. Litlu grísir gistu hjá tengdó í nótt svo það voru rólegheit æ það eru alveg rólegheit þó þau séu heima því þau eru nú engin smábörn lengur. Vorum í foreldraviðtölum með þau í gær og þau komu vel út og með góðar einkunnir. Kennari Úlfs segir hann afburðanemanda það þurfi bara að sýna honum 1-2 dæmi í stærðfræði og þá sé hann búinn að ná því enda fékk hann næstum 10 fyrir prófið sitt. Guðný var með 100% lesskilning svo þau ættu bæði að vera fær í flestan sjó og ég er stolt móðir með meiru.

Um helgina kemur Kristínn Dögg til okkar. Arnhildur og Fúsi í einhverju útstáelsi og hún fær að vera hjá okkur sem er bara gaman. Ætla að reyna að hitta á Ingigerði sem ég hef ekki sé alltof lengi og kannski maður heyri í fleira skemmtilegu fólki. Stefanía vinkona Ástu verður hjá okkur á laugardaginn því pabbi hennar og mamma verða í Köben. Kannski við Ingó náum að gera eitthvað skemmtilegt saman líka þó svo hann sé að spila á laugardagskvöldið.

Wednesday, February 13, 2008

Vetur

Ekki ætlar þessi vetur að hætta sama hversu heitt ég óska mér að kuldi og vindur hætti þá bara gerist ekkert. Mikið vildi ég að ég gæti verið í heitum löndum yfir vetrarmánuðina og hér á sumrin það væri draumur :-)

Arnhildur kom í gær og eyddi deginum í Reykjavík. Ég sótti hana í hádeginu og við fórum á Subway svo keyrði ég hana heim. Hitti hana svo aftur eftir vinnu en þá var hún búin að vera að hjálpa Ástu að lesa undir sögupróf og þær búnar að skemmta sér þrælvel. Hún fór svo heim um kvöldið fékk að sitja með tengdapabba sínum í vélinni norður. Ég fór í saumó í gærkvöldi mættar Malla, Sigga, ég og Fjóla heim til Heiðrúnar. Hinar komust ekki en við sem mættum áttum gott kvöld. Tók engar myndir og hef ekki komið í verk að setja inn helmingin af þeim myndum sem ég á til heima í tölvunni. Kannski tek ég dugnaðarskorpu við tækifæri.

Krakkarnir eru í vetrarfríi í dag ja nema Ásta en hún fær ekki vetrarfrí núna þau tóku sér langt fyrir jól. Ingó er heima í dag með þau en í hádeginu förum við með þau í foreldraviðtal. Fengu bæði góðan úrskurðu úr skólanum svo við erum bara mjög sátt með þau enda eru þau yndisleg.

Bendi þeim á sem vilja lesa skemmtilega skrifað blogg að Affí systir er farin að blogga og ég er búin að setja slóðina hennar inn á síðuna mína.

Svo er Valentínusardagurinn á morgun ætti maður ekki að gera eitthvað rómantískt með manninum sínum :-)

Sunday, February 10, 2008

Helgin að klárast

Þá er enn ein helgin þotin áfram. Óveðrið kom á föstudaginn þó svo mér findist það kannski ekki eins slæmt og um var rætt. Ásta var með vinkonum sínum og þær fóru út að borða en voru komnar heim fyrir kl 9. Ég fór með Ingó upp í FÍH að stylla upp trommusettinu, nennti ekki að hanga ein heima því þau litlu fóru til Sellu. Við vorum þarna til hálf 12 því illa gekk að fá sound í græjurnar en að lokum tókst það. Eftir það fórum við út í Hafnarfjörð og settum trommusettið sem Ingó ætlaði að nota á ballinum á Broadway. Við vorum svo vöknuð um hálf 10 á laugardaginn og Ingó fór í stúdíóið en ég eyddi deginum í að laga til. Pabbi kom til mín eftir hádegi annars gerðist lítið merkilegt þann daginn annað en ég var að keyra krakkana út og suður í tómstundir, veislur og annað. Um kvöldið var ég bara búin á því og sofnaði uppi í sófa. Ingó fór að spila um 10 leytið og ég vaknaði þegar hann kom heim og við kjöftuðum aðeins. Hann mætti svo í stúdíó kl 11 í morgun en ég hélt áfram að laga til. Pabbi og Diddi komu um 2 leytið og stoppuðu til kl 4. Úlfur og Guðný skelltu sér aðeins út og bjuggu til snjókarl annars er veður ekkert búið að vera spes. Dagurinn fór mikið í að hjálpa Ástu að læra. Tíðinalítil helgi svo ekki sé meira sagt.

Friday, February 8, 2008

vikan

Ætlaði að vera svo dugleg að blogga í þessari viku en hef svo bara verið á fullu í vinnunni og ekki átt mínútu aflögu. Um síðustu helgi fórum við Ingó út að borða á föstudagskvöldið á Thorvaldsen með Ingigerði, Sigtryggi, Vigdísi og Kristjáni og Nínu vinkonu Ingigerðar. Það var rosalega gaman að hitta þau öll og langt síðan við höfum verið saman. Það var mikið helgið og umræddur HH kom oft við sögu eins og svo oft. Þau voru öll að fara í leikhús nema við og Nína svo um níu leytið vorum við Ingó farin af stað í heimsókn til Péturs og Friðborgar. Áttum með þeim skemmtilegt kvöld. Á laugardaginn kl 9:30 var ég mætt í Hákskólabíó á dagsnámskeið með Jack Canfield http://jackcanfield.com sem hann Viddi vinur minn í Greifunum var að flytja inn. Jack Canfield er einn af þeim sem skrifuðu The Secret og eins skrifaði hann Chickensoup for the soul. Það er bara ekki hægt að segja annað en þetta var frábær dagur og þessi maður bara snillingur sem hélt athyglinni allann daginn. Á meðan á þessu stóð fór Ingó með Guðnýju í Sönglist og svo fóru þau af stað upp í bústað og voru búin að koma sér aðeins fyrir áður en ég kom. Ég fékk far með konu frá Intrum sem var með mér á námskeiðinu. Hún býr í Hveragerði og Ingó sótti mig þangað. Uppfrá var mega stuð Ásta tók Siggu og Tönju vinkonur sínar með sér og þær bjuggu í kjallaranum. Friðborg var reyndar slöpp í maga sem var nú ekki gaman fyrir hana en hún hresstist við þegar leið á kvöldið. Ég fór með Ingó og Pétri í pottinn og við vorum þar til kl hálf 4 um nóttina. Úti voru norðurljós og stjörnur og maður týmdi ekki að fara inn að sofa. Næsta dag dálítið þreytt var farið í að koma börnum í snjógalla og svo fóru Ingó og Pétur með alla út á ís að leika og það var nú ekki leiðinlegt. Við Friðborg héldum okkur samt inni við og arininn var mikið notaður :-) Svo fóru einhverjir í pottinn og þetta var bara frábær helgi.

Pabbi er enn í bænum en hann er að hjálpa Didda sem er búinn að vera lasinn. Ég er ekkert búinn að hitta hann síðan hann kom í mat um daginn ætla að ná af honum um helgina. Arnhildur kom til læknis og ég rétt sá hana í mýflugumynd þegar ég sótti hana og keyrði út á flugvöll. Ingó er búinn að vera á tveimur kvöldæfingum með bandi sem er að fara að gera plötu. Bara gaman af því hann skemmtir sér vel við það. Hann fórnaði sér á öskudaginn og keyrði Guðnýju og Jasmín ásamt Úlfi, Munda og Hafþóri. Þau komu t.d hingað og sungu set inn myndir þegar þær eru komnar inn í tölvuna mína. Ásta og 2 vinkonur gistu hér aðfararnótt öskudagsins en fóru nú ekki að syngja í búðum kannski að verða of gamlar. Arndís kíkti á miðvikudagskvöldið alltaf gaman að sjá hana og nú bíður hún bara eftir að byrja að fljúga hjá Icelandair og að Birna Rún fari til dagmömmu. Já Þorgerður og Dagur kíktu á mánudaginn rosa gaman að fá þau í heimsókn ekki oft sem við náum að hittast því miður.

Svo fór bara tíminn í að reyna að fara í ræktina, læra með krökkunum, fara í Bónus og allt þetta sem þarf að gera til að halda öllu gangandi. Í kvöld stillir Ingó upp græjunum uppi í húsnæði FÍH og á morgun taka þeir upp plötuna. Hann er svo á Broadway annað kvöld á árshátíð svo það er eins og alltaf nóg að gera. Mig langar að reyna að laga aðeins til heima og skipuleggja en líka að hitta aðeins á fólk. Ásta ætlar að gista hjá Siggu í kvöld ásamt Tönju sem á afmæli þær Sigga eru að plana eitthvað óvænt fyrir hana. Guðný og Úlfur jafnvel að fara til Sellu í nótt. Allavega þá er helgin að koma og það er það besta....

Friday, February 1, 2008

Föstudagur

Loksins komin helgi hlakka til að geta sofið út 2 daga í röð. Úti er 8 stiga frost og hann Ingó minn búinn að klæða sig vel og farin að bera út Fréttablaðið duglegur strákur eða hvað. Í dag er tiltekt í vinnunni og pizza í hádeginu það er bara gaman. Ég er búin að biðja um að fá að sitja frami áfram kann betur við það en vera inni í sal. Hér er ég með mun stærra borð og bara meira prívat nett frekja kannski að biðja um þetta því mér var boðið að fara hingað fram og ég harðneitaði hélt það væri hræðilegt hehe...

Í gær skellti ég mér ein í Laugar, já Ingigerður ég veit þú trúir því ekki, ég fer aldrei ein svo það sé á hreinu. Ég tók hraðhringinn 2x og það var bara fínt. Annars er Ingó búinn að búa til prógramm handa okkur til að taka þegar við förum saman svo það er nú fínt. Arndís ætlaði að kíkja í gærkvöldi en svo var svo kalt og hún þreytt að hún kom ekki. Ingó var að kenna til kl 8 og eftir það fór hann í bíó með Bjarna vini okkar.

Í dag ætlum við að hitta Ingigerði og Sigtrygg og svo Vigdísi og Kristján á Thorvaldsen kl 18:15. Þau eru öll að fara á Pam Ann en Ingó nennir ekki svo við ætlum ekki með. En við ætlum öll að borða saman og svo kannski kíkjum við Ingó í bíó á eftir. Hver veit nema við fáum okkur eitt rauðvínsglas á Vínbarnum með þeim eftir sýningu.

Annars erum við svo bara að fara að taka okkur til fyrir ferðina í bústaðinn. Vona bara að frostið verði ekki of mikið svo við getum ekki farið í pottinn :-) Hlakka mikið til að fara með Friðborgu og Pétri þau eru svo skemmtileg. Ætla að taka myndir og kannski kem ég þeim inn fyrir næstu jóli haha...

Þeir sem ekki kíktu í gær þá setti ég hellinga af myndum inn síðan í sumar endilega kíkið.