Thursday, February 14, 2008

Snjórinn að fara

Snjórinn að hverfa enda kominn 6 stiga hiti og farið að birta til. Ingó minn rennur hressilega til þegar hann er að bera út í þessari hálku sem nú fer óðum minnkandi. Í dag er Valentínusardagurinn en við höfum nú s.s. aldrei haldið neitt upp á hann. Ingó sótti mig í hádeginu og við fórum á Salatbarinn og hittum þar fyrir tilviljun Vidda og Hugrúnu. Settumst með þeim og áttum góða stund. Viddi enn að jafna sig eftir Jack Canfield ævintýrið sem líklega kom þeim í mikin mínus á peningasviðinu en bætti þeim það upp á því andlega. Ingó er svo að kenna á trommur frá 4-8 á eftir. Litlu grísir gistu hjá tengdó í nótt svo það voru rólegheit æ það eru alveg rólegheit þó þau séu heima því þau eru nú engin smábörn lengur. Vorum í foreldraviðtölum með þau í gær og þau komu vel út og með góðar einkunnir. Kennari Úlfs segir hann afburðanemanda það þurfi bara að sýna honum 1-2 dæmi í stærðfræði og þá sé hann búinn að ná því enda fékk hann næstum 10 fyrir prófið sitt. Guðný var með 100% lesskilning svo þau ættu bæði að vera fær í flestan sjó og ég er stolt móðir með meiru.

Um helgina kemur Kristínn Dögg til okkar. Arnhildur og Fúsi í einhverju útstáelsi og hún fær að vera hjá okkur sem er bara gaman. Ætla að reyna að hitta á Ingigerði sem ég hef ekki sé alltof lengi og kannski maður heyri í fleira skemmtilegu fólki. Stefanía vinkona Ástu verður hjá okkur á laugardaginn því pabbi hennar og mamma verða í Köben. Kannski við Ingó náum að gera eitthvað skemmtilegt saman líka þó svo hann sé að spila á laugardagskvöldið.

2 comments:

affiarnar said...

Hæ. alltaf gaman að fylgjast með.

Anonymous said...

Til hamingju með snillingana. Kemur ekkert á óvart reyndar, þau eru með svo góð gen ekki satt???

Hlakka til að hitta þig í næsta saumó skvís.

Dagný