Monday, April 30, 2007

Brúðkaupsafmæli

Ég ætlaði nú ekki að klikka á þessu í dag eiga Ingigerður og Sigtryggur brúðkaupsafmæli til hamingju með það mín kæru. Það er sko ótrúlegt að það séu 2 ár í dag síðan við vorum að skreyta salinn og gera allt fínt. Og hann Úlfur minn brúðarsveinn í jakkafötum og voða fínn. Það var sko gaman! Ég á þetta auðvitað allt eftir byrjaði á öfugum endanum kom fyrst með börnin og brúðkaupið ja hver veit kannski einn daginn....

Helgin

Þá er enn ein helgin liðin. Fór í matarboð til Guðrúnar vinkonu sem byrjaði kl 20:00. Gyða sótti mig svo ég gat skilið bílin eftir heima. Fljótlega mætti svo Dina(held skrifað svona) en hún er frá Kazaztan og gift íslenskum manni. Talaði flotta íslensku sem er meira en margir útlendingar sem ég þekki og hafa búið hér hummm... Nú fljótlega mætti svo Gréta vinkona. Hún sagði okkur að hún væri að hætta á auglýsingastofunni sinni og væri að stofna aðra með Diljá sem mætti svo stuttu síðar. Diljá er vinkona hennar Sössu sem bjó í kjallaranum hjá Didda og Sigyn og hún er líka vinkona Rebekku konunar hans Stefáns föðurbróður Ástu. Gæti Ísland verið minna ha ha.. Nú við skemmtum okkur allar voða vel þetta kvöld Guðrún töfraði fram hvern réttinn á fætur öðrum og það var mikið spjallað og mikið hlegið. Læt hér staðar numið með restina á kvöldinu en læt þess getið að heilsan á liðinu var ekki hin besta næsta dag híhí..

Á laugardaginn var 8.bekkur í Laugarlækjarskóla með reyklausa skemmtun á planinu hjá Laugarnesskóla. Voða dugleg voru búin að fá gefins drykki og bakkelsi úr bakaríi til að gefa og svo voru þau með happadrætti og höfðu safnað flottum vinningum. Ágóðinn rennur svo til krabbameinsfélagsins. Flott krakkar er stollt af ykkur.
Fór svo niður í miðstöð vinstri grænna. Þeir voru með einhvern sérstakan dag þar sem lítil fyrirtæki voru að kynna sig. Þar var t.d. verið að sýna peysurnar hans Gumma en ekki var hann sjálfur á svæðinu. Hitti Didda smá en stoppaði ekki lengi og dreif mig í kaffi til Sædísar og Heimis. Voða notalegt sat þar í hátt í 2 klst.

Á sunnudaginn hélt ég áfram að laga til. Höfðum verið að plana að reyna að draga Ingigerði og Sigtrygg upp í Hvalfjörð í lautarferð en þau komust ekki. Um 3 hringdi Sædís í mig og við fórum og skoðuðum íbúð sem er úti á horni hjá mér. Flott íbúð væri nú alveg til í að fá hana hér við hliðina á mér. Um 6 leytið kíktum við Ingó ásamt Úlfi til Vidda Greifa og Hugrúnar en sonur þeirra átti 4ra ára afmæli þennan dag. Hittum þar Jón Inga og Rannveigu með litlu sína og systur Hugrúnar. Úlfur vildi nú ekki mikið vera inni sem var allt í lagi og hann var bara úti og krakkarnir komu til hans. Vorum svo bara róleg heima í gærkvöldi

Friday, April 27, 2007

Nokkrar minningar

Þegar við vorum að ferma um daginn þá skoðuðum við fullt af gömlum myndum. Það var ekkert smá gaman til dæmis fann ég þessa hér af henni Ástu dúllu á bílnum frá Helgu og Pálma ekkert smá sæt



Hún var alltaf svo kátur krakki en skapmikil ómæ og er enn! En við vorum fínar saman þá og erum það enn sem betur ferð.. oj mamma ekki skrifa svona væmið segir hún hér við hliðina á mér..Önnur flott mynd af henni



Þetta var á skírnardaginn hennar 15 ágúst svo hún var orðin 5 mán þegar þetta var tekið.
Svo er hér ein töffaramynd tekin í Þýskalandi þegar hún er um 6 mán en við bjuggum í 3 mán hjá Áslaugu systur og Klaus.



Svo eru litlu dúllurnar mínar hér saman þegar þú voru yngri.



Jæja er farin að blása á mér hárið er að fara í matinn til Guðrúnar,Gyða kemur um kl 8 að sækja mig.

Helgin

Þá er enn og aftur kominn föstudagur. Vikan hreinlega þýtur áfram og áður en ég veit af held ég upp á fertugsafmælið mitt ómæ..Búið að vera mikið að gera í vinnunni og sem betur fer allt sem ég hef svona þokkalega ráðið við. Það er ekki góð tilfinning að vita ekki allt og kunna ekki allt sérstaklega ekki þegar maður er fullkomnunarsinni og vill hafa allt 100%. Fór til Signýjar systur Sigynar í gær. Hún býr á svo flottum stað í Hafnarfirði, Arnarhrauninu. Hún og Nonni maðurinn hennar tóku húsið í nefið og gluggarnir í stofunni ná alveg niður að gólfi og útsýnið er haun og falleg álfakirkja ekkert smá flott. Signý hr í mig og sagðist vera að taka til í fataskápnum sínum og ég fór til hennar og hún gaf mér fullt af flottum fötum t.d. 2 rosa flotta jakka. Nú þegar ég kom heim þá fékk ég enn eitt skiptið flog yfir eldhúsinu mínu. Svo ég byrjaði að taka til og breyta og laga. Er búin að láta Ingó taka niður aðra af hvítu stóru hillunum sem við settum upp í fyrra. Svo færði ég borðið nær glugganum svo nú er meira gólfpláss. Svo höfðu fyrir einhvern óskiljanlega hátt safnast baukar, undan kökum, ofan á innréttinguna og það hafði bara enginn gengið frá þeim hehe.. Svo ég fór með þá alla upp í geymslu. Og var svona að færa og raða í eldhúsinu framundir hálf eitt í nótt. Á þó enn eftir að laga meira.

Í kvöld er svo stelpnamatarboð heima hjá Guðrúnu vinkonu. Hún er búin að bjóða mér ásamt Gyðu, Grétu og Diljá sem vinnur á auglýsingastofunni hennar Grétu. Tony hennar Guðrúnar er ekki heima svo henni fannst tilvalið að bjóða okkur heim enda er áramótaheitið að hittast meira! Hlakka bara mikið til að hitta þær vantar bara Lindu með okkur þá væri þetta flott.

Nú svo er stefnan tekin á badminton um helgina með Ingigerði og Sigtryggi. Ingó sagði þetta verstu fjárfestingu ever þar sem við höfum verið hryllilega ódugleg að mæta í vetur eins og okkur finnst þetta gaman. Svo langar mig að vinna aðeins í garðinum og kannski kíkja á Sædísi. Hún var að fá nýja vinnu og ég á eftir að heyra allt um hvernig gengur hjá henni. Hún var líka í garðpælingum og ef veður er gott er ég sko alveg til í að vera sem mest úti. Nú svo þyrfti ég að komast til hennar Heiðrúnar minnar að sjá nýja húsið hennar. Við höfum varla sést síðan ég hætti hjá Icelandair. Það gengur nú ekki!!!! Reyndar þarf ég að hjálpa Ástu að skrifa ritgerð/sögu um vesturfara. Þetta á að vera sambland af sögu og alvöru.

Ingó er svo að spila í kvöld með Greifunum á Players. Gott að hann heldur alltaf smá sambandi við þá. Það er líklega komin röðin að okkur að fara að bjóða því liðið heim. Þó við hittumst sjaldan þá er alltaf voða gaman þegar við hittumst.

Jæja nú er ég farin að vinna bless í bili og kreist og knús til minna kæru vinkvenna í útlöndum Lindu, Brynju og Rósu mikið sakna ég ykkar allra........

Wednesday, April 25, 2007

Veikindi

Þá var röðin komin að Úlfi. Vaknaði náfölur og með verki í maga svaka stuð. Ingó var heima í gær og fyrradag með Guðnýju svo nú var röðin komin að mér. Hann engdist um og var mjög slappur en svo upp úr 10 fór hann að hressast og núna um eitt leytið er hann miklu betri. Vona að þetta sé búið og hann geti farið í skólann á morgun. Fór á kaffihús í gær með saumóliðinu frekar léleg mæting annað hvort veikar eða á leið í morgunflug. Sigga Dís var búin að hrella okkur á að Kaffi Mokka væri hræðilegur staður og við yrðum allar súrar af að vera þar inn. En viti menn kaffihúið er reyklaust og án tónlistar svo þetta var bara stuð. Mættar voru ásamt mér Malla, Kristín, Lóla og Dagný. Mikið hlegið og ég hótaði gömlum myndum úr Skútustaðaskóla á bloggið mitt he he bíðið þið bara. Núna sit ég og dunda mér við að laga til í myndaalbúminu mínu í tölvunni og held að það sé bara tilbúið og því koma hér nokkrar myndir úr fermingunni.



Séra Hildur Eir sá um ferminguna hún er dóttir séra Bolla úr Laufási





Hér er svo Ásta með Guðnýju systur, Kristínu Dögg og Unu stjúpsystur sinni voða sætar



Aðalgellurnar í veislunni Vanillaface gengið vantar bara Karen

Krafnkatla-Ólöf-Heiður-Ásta


Svo eru nokkrar myndir af hinu og þessu úr veislunni

























Svo var farið að leggja á borð og auðvitað var Malla frekar mikil hjálp í þessu öllu eins og Þorgerður sem bakaði þessa fallegu köku, Lilla sem bakaði kransakökuna, Maddý sem gerði frönsku súkkulaðikökurnar, Auður mamma Karenar sem bakaði fermingartertuna og Sigyn snillingur sem skreytti hana, Ássý sem hjálpaði við að skreyta salin ásamt fleirum, mamma,pabbi og Sella sem veittu ómetanlega aðstoð og bara allir sem komu að þessari fermingu.











Ásta og amma Sella


Ásta og amma Áslaug


Svo voru pakkarnir og það var nú nóg af þeim






Eiríkur Hákon, Kristín Dögg, Arnhildur og Stefán kærasti Aldísar Dagmar


Halli og Edda systir hans með Áslaugu


Una senjoríta og Steinunn dóttir Eddu


Sérlegir aðstoðarmenn í pakkamálum Hildur hennar Þorgerðar og Þuríður dóttir Sigga


Og svo fjölskyldumyndir alltaf jafn glæsilegar híhí








Svo kom Ássý frænku pósan



Og hér er Ásta með Affí systur og Maddý móðursystur sem voru viðstaddar fæðingu hennar



Halli og Kristín kærastan hans og Una litla




Og svo kom annar í fermingu þar sem fullt af frábæru fólki kom í afganga





Stefán kærasti Aldísar Dagmar við flott skreytta borðstofuborðið mitt


Ástþór Örn litli sæti frændi sonur Sigurðar bróður og Svanhildur mágkona

Sigurður Ágúst litli bróðir og pabbi hressilegir að sjá

Kristján Örn sonur Möllu og Össa

Tuesday, April 24, 2007

Myndir

Jæja búin að setja inn helling af myndum frá Egyptalandi tekur engan smá tíma að gera það úff.. Þetta er bara myndir teknar frá sunnudegi til mánudags á eftir að setja inn myndir úr trúlofunarveislunni, giftingarveislunni og fleira. Endilega skoðið þetta þær eru hér neðst á síðunni og hafið gaman af. Er að fara á kaffihús með saumó langt síðan ég hef hitt þær. Farið að rigna oj.

Hinn mikli bloggari

Sat og reyndi að læra á bloggið mitt í gær. Þar sem ég hef aldrei gert neitt svona áður var ég nú hálfgerður bjáni í þessu. En mér tókst á endanum að setja inn linka á nokkra og eina mynd. Reyndar kom myndin ekki þar sem ég vildi helst hafa hana en þetta er svona ok. Dauðsé eftir því að hafa ekki notað sömu blogggerð og Ásta notar því hún er eldklár í þessu hleður inn myndum og linkum og ég veit ekki hvað. En ég finn út úr þessu öllu á endanum vona ég :-). Í dag er mjög gott veður sól og gola en hlýtt. Er ekki alveg að nenna að sitja hér inni. Var á sölufundi áðan er sem betur fer farin að skilja meira en ég gerði í upphafi híhí..En það góða við svona fundi er að maður fyllist af einhverri orku og metnaði og langar að selja og selja. Er núna að gera einhver brúðarkort og furða mig á því hversu smámunasamt fólk er við þetta. Eins og ein kona sem ég er búin að vera að aðstoða í c.a. 3 vikur því það er alltaf eitthvað sem henni finnst ekki nógu gott. Er svo stressuð yfir þessu grrrr hef ekki þolinmæði í svona. Annars er það helst að frétta að mamma og pabbi fóru í gær eftir mánaðardvöl í Reykjavík. Ég þarf s.s að fara að laga til og þvo þvotta sjálf he he enda komin tími til. En það er búið að vera rosalega gott að hafa þau, ómetanleg hjálp. Annars bara meinhægt skrifa kannski meira í dag ef eitthvað rosalega skemmtilegt kemur upp á....

Monday, April 23, 2007

Fermingin búin


Þá er búið að ferma hana Ástu. Fermingin fór fram í Laugarneskirkju 19 apríl. Við fengum sal í Gullsmára 13 sem er salur í húsi eldriborgara. Ég var auðvitað með frábært lið með mér í að skreyta hann og kl 20:00 þann 18 var liðið mætt. Fremstar í flokki þær frænkur mínar Þorgerður og Malla og er óhætt að segja að þær eru á við nokkrar vaskar valkyrjur :-). Nú svo kom Halli, Ássý frænka, mamma, ég og Ásta. Við mamma keyptum 47 rósir uppi í Mosfellsdal sem við skreyttum með rosa flott. Höfðum einn gylltan renning á hverju borði og svo eina bleika rós í vasa og eitt bleikt sprittkerti. Látlaust en fallegt. Mikið stuð hjá okkur auðvitað við að skreyta þar sem Halli lærði um samstæð hnífapör og samstæðar skreytingar og Malla lærði að elska kúlukerti he he. Nú fermingardagurinn rann upp fagur og hlýr alveg ótrúlegt þar sem búið er að vera skítaveður síðustu daga. Þau voru bara 9 fermd saman sem var ótrúlega heimilislegt minnt bara á fermingu í Skútustaðakirkju. Reynar vorum við Lóla bara 2 saman og það var mjög næs. Það voru bara næstum allir mættir sem við buðum. Ingvar mætti frá Salatbarnum með þennan líka æðislega mat sem virkilega slóg í gegn hjá öllum. Svo voru kökur á eftir og þar er helst að nefna kransakökurnar hennar Lillu frænku og fermingartertuna sem Auður mamma hennar Karenar vinkonu Ástu bakaði og Sigyn skreytti. Svo fékk skvísan fullt af gjöfum. Við gefum henni tölvu(ekki búið að kaupa) og Halli og Kristín gáfu henni digital myndavél. Svo fékk hún helling af peningum,skartgripum,listaverkum og bókum og ég veit ekki hvað. Allt voðalega flott takk takk kærlega fyrir dóttur mína. Um leið og ég kann meira á þessa heimasíðu set ég inn myndir.