
Þá er búið að ferma hana Ástu. Fermingin fór fram í Laugarneskirkju 19 apríl. Við fengum sal í Gullsmára 13 sem er salur í húsi eldriborgara. Ég var auðvitað með frábært lið með mér í að skreyta hann og kl 20:00 þann 18 var liðið mætt. Fremstar í flokki þær frænkur mínar Þorgerður og Malla og er óhætt að segja að þær eru á við nokkrar vaskar valkyrjur :-). Nú svo kom Halli, Ássý frænka, mamma, ég og Ásta. Við mamma keyptum 47 rósir uppi í Mosfellsdal sem við skreyttum með rosa flott. Höfðum einn gylltan renning á hverju borði og svo eina bleika rós í vasa og eitt bleikt sprittkerti. Látlaust en fallegt. Mikið stuð hjá okkur auðvitað við að skreyta þar sem Halli lærði um samstæð hnífapör og samstæðar skreytingar og Malla lærði að elska kúlukerti he he. Nú fermingardagurinn rann upp fagur og hlýr alveg ótrúlegt þar sem búið er að vera skítaveður síðustu daga. Þau voru bara 9 fermd saman sem var ótrúlega heimilislegt minnt bara á fermingu í Skútustaðakirkju. Reynar vorum við Lóla bara 2 saman og það var mjög næs. Það voru bara næstum allir mættir sem við buðum. Ingvar mætti frá Salatbarnum með þennan líka æðislega mat sem virkilega slóg í gegn hjá öllum. Svo voru kökur á eftir og þar er helst að nefna kransakökurnar hennar Lillu frænku og fermingartertuna sem Auður mamma hennar Karenar vinkonu Ástu bakaði og Sigyn skreytti. Svo fékk skvísan fullt af gjöfum. Við gefum henni tölvu(ekki búið að kaupa) og Halli og Kristín gáfu henni digital myndavél. Svo fékk hún helling af peningum,skartgripum,listaverkum og bókum og ég veit ekki hvað. Allt voðalega flott takk takk kærlega fyrir dóttur mína. Um leið og ég kann meira á þessa heimasíðu set ég inn myndir.
6 comments:
til hamingju með dótturina kæru vinir, hefði viljað vera með ykkur og sjá stúlkuna en ég hugsaði til ykkar.
Og æði að þú sért komin í bloggheima þórdís, hlakka til að fylgjast með.
Til lukku med bloggid og fermingardomuna elsku Thordis.
Sæl Þórdís og til hamingju með Ástuna þína!
Mitt helsta verk þessa dagana er að leita uppi bloggara, þ.e. fólk sem bloggar og ég þykist þekkja. Nú ert þú komin í hópinn, frábært.
Er búin að vera lesa mér mjög lítillega til um líf Brynju og Rósu Rutar, brúðkaup 1001 og skoða myndir af ykkur fríðu fljóðunum.
Aldeilis ævintýri.
Örugglega ævintýri líka að ferma elsta barnið, get samt ekki sagt að ég sé spennt...
Þangað til næst,
Systa
Takk fyrir síðast kæra vinkona
Til hamingju með bloggið, og dótturina OMG hvað hún er orðin stór!!!
Hva áttu ekki nokkur kúlukerti á kantinum handa mér,hehehehe. Þetta var heldur betur flottur fermingardagur,maturinn geggjaður!!!! Allt heppnaðist svo frábærlega vel.
Malla mín ætla að gefa þér kúlukerti bíddu bara he he
Post a Comment