Saturday, January 23, 2010

Árið 2010

Ég er nú bara alveg hætt að blogga þetta er ekki hægt en svona er það að vera upptekin kona og geta auðveldlega skrifað smá á facebook við og við. En allavega nokkur orð hér í dag. Síðasta önn var strembin og mér fannst oft ansi erfitt að þurfa að fara í skólann var svona bæði áhugalaus og áhugasöm. Var í fjórum fögum og mér til mikillar gleði þá var þetta besta önnin mín hingað til endaði með 8,625 í meðaeinkunn og varð hæst ásamt Andreu vinkonu í rekstrarstjórnun og næsthæst í fjármálamörkuðum ásamt honum Mikael svo ég er vel sátt. Svo komu jólin og það var gott að eiga þau með fjölskyldunni minni yndislegu. Eldaði kalkún eins og alltaf á aðfangadag og tengdó kom í mat. Áttum yndislegt kvöld og ég þakka fyrir hvað börnin mín eru góð og skemmtileg og hvað ég á besta mann í heiminum :-). Á jóladag var auðvitað farið fyrst til Þorgerðar í afmæliskaffi og svo í hangikjöt til tengdó og annan í jólum komu Maddý og Einar, Þorgerður og fjölskylda og Malla og fjölskylda og við áttum frábæran dag. Á annan í jólum var Margrét litla þeirra Kristínar og Sigga skírð og ég skellti mér með börnin en Ingó fékk að sofa því við vorum bæði að vinna í Borgarnesi um nóttina hann að spila og ég í miðasölu. Nú áramótin voru öðruvísi en vanalega þar sem við fórum ekki norður hnugg hnugg en þau voru samt alveg yndisleg. Úlfur fékk að kaupa fullt af flugeldum og svo fór Ásta í partý en við Ingó fórum með krakkana til Lindu og Ása þar sem við hittum fullt af skemmtilegu fólki. Þar var til dæmis Auður vinkona mín Jónsdóttir rithöfundur sem ég hef ekki hitt alltof lengi og því var rosalega gaman að sjá hana.

Nú skólinn byrjaði 11 jan og þá var flott í nýja húsið í Öskjuhlíðinni. Það er stórt og mikið og ég er ekki búin að labba og skoða hann allan enn. Það er hálf tómlegt í bekknum mínum núna þar sem mikill hluti hópsins er í skiptinámi um allan heim og ég er að deyja úr öfund hehe.. mest sakna ég hennar Andreu minnar sem er í Mexíkó en við tölum saman næstum daglega á skype svo ég fæ að fylgjast með henni eins mikið og hægt er. En ég er núna hálfnuð með námið og er ansi sátt við það og hlakka til þegar ég er búin.

Ég náði einu fjölskylduboði hjá Birnu frænku þar sem ég hitti næstum öll barnabörn ömmu og áttum við góða stund þar. Svo er ég búin að hitta Ingigerðir aðeins og ætla nú að vera duglegri á þessari önn að kíkja til hennar og knúsa litlu guðdóttur mína sem er að verða 1 árs í mars. Úff hvað tíminn líður. Ingó minn verður 40 ára 17 mars og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt til að halda upp á það saman. Ásta er að verða 17 ára 11 mars og er á fullu að undirbúa bílprófið. Mér finnst eitthvað rangt við að skrifa þetta hehe er hún kannski bara 2ja enn og ég rétt tvítug hehe..

Í kvöld ætla ég að fara heim til Beggu vinkonu og elda góðan mat með henni og Mikael og hlakka mikið til að hitta þau. Begga er að fara til L.A. í 2 vikur og ég vona að hún eigi eftir að skemmta sér konunglega þar.

En þá er best að hætta og fara að læra og hér læt ég fylgja eina mynd af mér ljóshærðri eins og ég er um þessar mundir :-)