Friday, June 27, 2008

Styttist í Lanzarote

Jæja þá er næstsíðustu vikunni minni hjá Gutenberg að ljúka. Ég hef ekki mikla eirð í mér að sitja og vinna enda er ansi rólegt og tíminn silast áfram. Sólin skín og hann Ingó minn er á fullu að bera út og orðinn ekkert smá sólbrúnn og sætur (sætur er hann nú alltaf) Ég var veik á miðvikudaginn vaknaði full af kvefi og með hausverk og ég veit ekki hvað. Enda var kuldinn á Akureyri búin að læsa klónum í mig og fylgdi mér hingað suður. Ég þóttist orðin góð á þriðjudaginn svo við skelltum okkur í sund fyrir kvöldmat ég, Ingó og Úlfur. Veðrið var æði en líklega hefur þetta ekki gert mér svo gott. Var hressari í gær en hóstaði helling og er hálf raddlaus. Hitti Lindu í hádeginu í gær og reyndar alla fjölskylduna því Ási kom heim með Björk af námskeiði og Auður var líka heima. Fékk voða fínan hádegismat hjá henni eins og alltaf. Þarf svo að ná af henni meira áður en við förum til Lanzarote því þegar við komum heim þá flytur hún fljótlega til Bretlands. Eftir vinnu fengum við svo aðra heimsókn en það var Linda Karen vinkona okkar sem býr í Vínarborg með manninn sinn Peter og dóttur sína hana Lilju sem er aðeins 7 mán gömul. Sella koma stuttu seinna og hafði gaman af að hitta þau. Því miður tók ég engar myndir af þeim. Linda er að fara að vinna fyrir Ríkissjónvarpið í Vín eins og hún gerði fyrir fæðingarorlofið og hyggst byrja í haust. Það var voða gaman að hitta þau og kannski náum við að kíkja heim til mömmu hennar og pabba á sunnudaginn og hitta á þau áður en þau fara heima aftur. Svo eftir kvennalandsleikin komu Ingigerður og Sigtryggur í heimsókn og ég gat gefið þeim nýbakað bananabrauð sem gert var eftir uppskrif Maddý frænku og sló alveg í gegn. Það var voða gaman að fá þau í heimsókn og þau stoppuðu góða stund eða alveg þar til Arndís frækna kom og við píurnar þrjár drifum okkur á Sex and the City í Kringlubíóinu. Þar reyndist vera fullur salur og við urðum að sitja á þriðja fremsta bekk. Það var reyndar allt í lagi því myndin var alveg æði og ég gæti alveg hugsað mér að eiga eitthvað af þessu flottu fötum og fylgihlutum sem voru í henni. Keyrði þær svo heim og spjallaði aðeins við Arndísi fyrir utan blokkina hennar. Kom svo heim þar sem hann Ingó minn beið eftir mér, Ásta háttuð og þau litlu hjá ömmu Sellu. Núna er bara rétt vika í að við förum til Lanzarote og allir að deyja úr spenningi. Ætla að nota vikuna sem framundan er til að kaupa það sem okkur vantar. Við Ingveldur eyðum góðum tíma á msn við að láta okkur dreyma um það sem við ætlum að gera eins og t.d. kafa, fara í tennis, liggja og gera ekki neitt og njóta þess að vera saman í fríi. Friðborg og Pétur koma svo viku eftir okkur og það verður gaman að hafa þau með líka. Um helgina ætlum við Ingó að fara að sjá Björk og Sigurrós í Laugardalnum úti undir berum himni vona að það verði jafngott verður og hefur verið undanfarið. Affí og Aldís koma í dag og verða um helgina og mig langar að kíkja á nýju íbúðina hjá þeim. Svo á bara að vera með krökkunum og Ingó hafa það gott.

Tuesday, June 24, 2008

Akureyri

Flaug norður 18 júní til að hitta hana Brynju mína. Hún átti afmæli skvísan þennan dag og það var frábært að hitta hana. Gisti hjá henni þessa nótt því hún var ein með krakkana og við áttum frábært kvöld. Mikið er ég búin að sakna hennar! Byrjaði svo fimmtudaginn að fara á Zone í klippingu og litun og var bara ansi ánægð með árangurinn. Hitti svo Brynju og krakkana í Bakaríinu við brúna í hádegismat. Þegar við vorum búin að koma öllum krökkunum fyrir fórum við til Ingveldar og skemmtum okkur vel saman. Skoðuðum gamlar myndir úr MA, drukkum te og löguðum á okkur neglurnar. Svo fór ég og hitti Affí um stund en endaði svo heima hjá Brynju og Stínu tengdamömmu hennar í góðu spjalli fram eftir kvöldi. Svaf svo ein í Litluhlíð um nóttina. Fór svo til Ingveldar á föstudaginn kl 11 og þangað kom Brynja eftir hádegi og þar vorum við allar saman til kl 3. Ingveldur fór suður þessa helgi því vinnan hans Simma fór í útilegu og svo var karlinn fertugur á laugardaginn til lukku eskan mín og þar að auki áttu þau 5 ára brúðkaupsafmæli svo þetta var rosaleg helgi hjá þeim. Verst að missa hana suður en ég náði þó að hitta hana helling. Eftir þetta fórum við Brynja niður á Glerártorg og hittum Rögnu sem var á fullu að kaupa inn fyrir Gyðjuboðið mikla sem var á laugardaginn. En þannig er að hún Brynja mín sem auðvitað býr í Svíþjóð og hún Fanney mín sem býr í USA buðu til þessa líka mikla og flotta Gyðjuboðs í anda Sex and the City. Þema var kjólar, glimmer og nógu mikið skraut og dúll. Nú svo kom Valli en hann var búinn að vera að vinna á Siglufirði sem læknir en kláraði það þarna á föstudaginn. Við Brynja fórum góðan bæjarrúnt með honum og svo skutluðu þau mér heim til Affíar. Þar fékk ég grillaðar pylsur og hitti þau systkyni bæði. Affí og Elli voru svo sæt að lána mér bílinn sinn svo ég gat ekið út um allt. Eftir matinn keyrði ég Aldísi í vinnuna og fór svo niður í Ránargötu til Fúsa og Kristínar en Arnhildur pornofrænka kom svo skömmu síðar. Kristín var nýkomin úr sumarbúðum og var frekar þreytt og pirruð og dauðsvöng. Ég stoppaði þar heillengi en fór svo út á flugvöll og sótti hann Ingó minn. Mikið var nú gott að fá hann til mín ég sef nefnilega mun verr þegar hann er ekki hjá mér :-). Fór með hann á Vélsmiðjuna en beið hjá Brynju uppi í Snægili á meðan hann rótaði. Svo fórum við og keyptum mat handa honum og út í Litluhlíð og áður en við fórum á ballið komum við við hjá strákunum í íbúðinni sem þeir gistu í. Þar var stödd Svansí útvarpskona sem vinnur með Hemma Gunn í sumar en planið var að Spútnik myndi mæta í viðtal næsta dag. Það var ekkert rosalega mikið af fólki enda föstudagur og helgin þar á undan búin að vera ansi skrautleg þarna í bænum. Hanna Berglind vinkona var að vinna á barnum og ég hékk með henni, settist líka með Bigga á bakvið og svo kom Fúsi með vini sínum og ég kjaftaði aðeins við þá. Á laugardaginn þurfti Ingó að rífa sig upp og mæta inn á Glerártorg kl 11 til að stilla upp fyrir Hemma Gunn. Ég svaf lengur og þegar hann kom heim þá fengum við okkur að borða. Svo þurfti ég aðeins að stússast fyrir kvöldið og á meðan tók Ingó því rólega. Kl 3 skutlaði ég honum inn á Glerártorg og eftir það fór hann til strákanna. Brynja kom hinsvegar til mín kl 4 og þá fórum við í að dressa okkur upp. Vorum mættar til Rögnu um sex leytið og á sama tíma kom Fanney. Ragna var hins vegar læst úti en maðurinn hennar kom fljótlega til að hleypa okkur inn. Við fórum svo í að undirbúa veisluna og fljótlega kom Áslaug systir Brynju og mamma hennar, eins kom Jóna systir Fanneyjar og Kolla vinkona hennar og svo Elva vinkona Fanneyjar sem var með okkur í partýinu í fyrra. Svo tíndist liðið inn smátt og smátt og brátt varð húsið fullt af flottum gyðjum sem allar komu með smárétti með sér á sameiginlegt hlaðborð. Svo buðu Fanney og Brynja upp á Cosmopolitan drykkin góða sem allar Sex and the City gyðjur eiga að drekka. Það var mikið kjaftað og hlegið og hellingur tekinn af myndum. Svo fengum við allar smá pakka frá Snyrtistofunni Jöru og svo komum við allar með pakka sem við gáfum hvor annarri. Þetta var bara alveg frábært kvöld. Svo um tólf leytið fór harðasti gyðjukjarninn niður á Vélsmiðju til að dansa við hina frábæru hljómsveit Spútnik. Ingó hafði farið á Greifann með strákunum og Bigga (sem á Vélsmiðjuna) og svo höfðu þeir endað heima hjá Fílnum (hann var veislustjóri í Danmörku um daginn) og skemmt sér bara vel. Honum leist auðvitað rosalega vel á okkur allar og að sjálfsögðu best á mig :-) Nú það var svo bara tóm skemmtum fram eftir nóttu og ég þakka þessum frábæru stelpum kærlega fyrir yndislegt kvöld og lofa myndum sem fyrst. Get ekki sagt að ég hafi verið hress næsta dag he he en við hjónin flugum heim í hádeginu og ég tók því ansi rólega það sem eftir var dagsins.

Nú á ég bara eftir að vinna þessa viku og næstu því þá er ég hætt hjá Gutenberg, komin með bréfið frá HR og er stolt að segja að 500 manns sóttu um en aðeins 100 komast inn og þar var hún ég ein af þeim. Stærðfræðinámskeiðið byrjar 5 ágúst og skólinn sjálfur 21 svo það verður nóg að gera hjá mér í vetur. Svo er það bara Lanzarote þann 8 ágúst með fjölskyldunni minni og frábærum vinum. Mikið verður gott að komast í burtu og gera eitthvað nýtt og spennandi. Svo er sumarplanið bara að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum og njóta þess að vera með manninum mínum, hitta Lindu áður en þau flytja til Bretlands og hitta sem mest af okkar frábæru vinum. Nóg í bili sólarkveðjur úr Reykjavíkinni.

Tuesday, June 17, 2008

17 júní 2008

Í dag er ég 16 ára stúdent jeminn til hamingju þið allir MA nemar sem eigið stúdentsafmæli í dag. Hann afi Friðrik hefði líka átt afmæli í dag en ég var ekki nema rétt 8 ára þegar hann dó. Í dag var sól og blíða en samt svolítill vindur. Í gærkvöldi eftir að hafa skellt okkur í ræktina og sund fórum við niður í Hljómskálagarð og hlýddum á tónleika Messoforte en þeir voru að halda upp á að það voru 25 ár síðan Garden Pary sló í gegn í útlöndum. Fórum með Lindu og Ása og þar var einnig Þór frændi Ása. Þetta voru frábærir tónleikar, það var alveg logn og sól og bara frábær sumarstemning. Hljómsveitin var frábær og hellingur af fólki mætti til að hlusta á þá. Eftir tónleikana fórum við ásamt Lindu og Ása á Thorvaldsen og sátum þar góða stund og áttum hið skemmtilegasta kvöld með þeim. Svo þurftu þau að fara að ná í Auði og þá ákváðum við að skella okkur í heimsókn til Kidda K og Unnar. Þau voru vakandi enda með gesti og buðu okkur að koma. Það sátum við fram eftir nóttu og skemmtum okkur vel takk fyrir okkur. Úlfur og Guðný gistu hjá ömmu Sellu en Sigga var hér hjá Ástu. Í morgun dreif Guðný sig í bæinn með Jasmín og Ástu mömmu hennar og hana sá ég ekki fyrr en um hálf 6 seinni partinn. Ásta og Sigga fóru að vinna í Hallargarðinum en Úlfur kom heim til okkar. Um hálf 3 fórum við Úlfur svo með Ingó að bera út í einu hverfi í Fossvoginum, keyptum svo ís og enduðum svo niðri í bæ. Tók slatta af myndum til að sýna ykkur.

Blómadrengurinn okkar

Blaðburðardrengur skemmti sér konunglega

Sætur strákur

Úlfur bað mig um að láta líta út fyrir að ég væri að lesa blaðið

Ég og hann Ingó minn

kominn í ísbúðina

Feðgar saman í ísbúð

Komin niður í bæ

Ásta og Sigga í vinnunni í Hallargarðinum

Svolítið þreyttar búnar að standa við hoppukastalann allan daginn

Feðgar slaka á í Hallargarðinum

Ásta með Haraldi Ara frænda sínum syni Stefáns bróður Halla þau vinna saman í sumar

Úlfur hitti Valgeir vin sinn í bænum

Ingó minn slappar af í sólinni

Myndir úr Hljómskálagarðinum

Endaði svo daginn á því að fara með Ingó niður á Arnarhól og sitja með Möllu, Kristínu og Þorgerði og horfa á Nýdanska og Þursaflokkinn spila. Það var alveg frábært og við skemmtum okkur konunglega með þeim systrum. Hitti líka Lindu, Ása og co og sá fullt af fólki sem ég þekkti. Hittum svo á Ástu og Siggu sem voru í bænum og keyrðum þær heim. Úlfur og Guðný voru bara ein heima og allt gekk vel.

Monday, June 16, 2008

Þarf að komast í frí

Helgin liðin og alltaf gott að vera í helgarfríi þarf hins vegar nauðsynlega á lögnu og góðu fríi að halda. Á föstudaginn eftir vinnu fórum við Ingó og bárum út, tókum að okkur 5 hlaup. Veðrið var rosalega gott og ég var á stuttermabol allan tímann. Munar um að vera tvö að þessu náðum þessu á c.a. 2 1/2 tíma. Eftir þetta fór Ingó með mömmu sína á læknavaktina hún var með eitthvað svona flökt í augunum fannst eins og það væri ljós í augunum sem flökti. Læknavaktin sendi okkur með hana til augnlæknis og út úr því kom að hún á að fara í tölvusneyðmyndatöku núna í vikunni og upp á taugadeild á miðvikudaginn. Vona að það sé bara eitthvað tilfallandi. Þá um kvöldið var Ingó að spila á Players og ég skelli mér með honum og tók Arnhildi vinkonu mína með mér. Við sátum og kjötuðum út í eitt en svo fór hún heim á undan mér. Ég beið eftir Ingó og rótaði með honum og lærði að gera upp snúrur :-) Ekki voru nú margir því miður en svona getur þetta verið. Á laugardaginn sváfum við út og svo sendi ég Ingó í Laugar en við Guðný fórum í Smáralindina. Ég keypti nýtt bikiní handa henni og tvo sumarboli (svona eins og Ásta á en það er draumurinn). Ég fann mér bikiní sem kostaði 15þúsund en mér skilst að það sé svona standarverð á svona flík. Ekki keypti ég það ætla að skoða mig betur um týmdi varla þessum pening. Eftir verslunarferðina fórum við í sund og hittum Ingó. Hann fór svo heim á undan okkur en við vorum lengur. Áttum svo bara rólegt laugardagskvöld heima. Í gær drifum við okkur í ræktina og sund á eftir og Guðný kom og hitti okkur þar. Úlfur var með Valgeiri vini sínum en Valgeir gisti hjá okkur á laugardaginn. Eftir sund skellti ég mér í heimsókn til Arndísar og Geira. Birna Rún var í megastuði, kyssti mig og skreið upp í fangið á mér. Hún er sko alveg ótrúlega mikil skotta. Þau eru að fara til Boston á miðvikudaginn að fagna afmæli Birnu fræknu. Birna, Veigar, Sólveig og Ómar koma svo frá Kanada á fimmtudaginn og allt liðið mun búa hjá Helgu og Doug. Þetta verður alveg frábært spái ég og ekki síst fyrir Geira sem hefur ekki tekið sumarfrí í hátt í tvö ár. Í gærkvöldi eldaði ég góðan kjúklingarétt og við opnuðum gott hvítvín og höfðum það næs. Með Guðnýju voru bæði Jasmín og Bryndís og bauð hún þeim báðum í mat og svo gistu þær allar saman. Svona er týpískt sumar á Íslandi. Ég var frekar þreytt í gær og var komin í rúmið á undan Ingó en það gerist nú ekki oft. Svo er planið mitt að fara norður á miðvikudaginn og vera fram á sunnudag en Ingó kemur á föstudaginn og er að spila á Vélsmiðjunni. Ég fer í Gyðjuboð á laugardaginn með Brynju, Fanneyju og fleiru og hlakka mikið til.

Thursday, June 12, 2008

Hún mamma á afmæli í dag

Elsku mamma til hamingju með afmælið þitt ég vona að þú eigir góðan dag í Þýskalandi hjá henni systur minni.

Þessi mynd var tekin á afmæli pabba í fyrra

Í dag er sól en svolítill vindur ekki kannski alveg jafn hlýtt og í gær en voða gott samt. Ásta er farin að taka lit eftir útivinnuna og henni finnst þetta bara voðalega gaman. Hún og Sigga mála krakkana og hún er endalaust að reyna að finna hugmyndir að málningu. Guðný og Úlfur fóru í sund í gærmorgun í góða veðrinu og svo til Sellu eftir hádegi. Þar voru þau með dýnu úti á svölum og höfðu það ansi gott. Ég fór í síðasta trimform tímann í gær er þá búin með 10 held bara að það hafi gert mér gott og er að hugsa um að kaupa 10 til viðbótar. Fór svo heim og þreif í eldhúsinu og eldaði fisk. Ingó fór svo í fótbolta út á sparkvöllinn hjá Laugarnesskóla í gær með Pétri og félögum hans kom að verða 11 heim með Úlf með sér sem var auðvitað að koma alltof seint inn. Ásta var úti með heilum haug af krökkum sem hún bauð svo inn í smá stund. Ég hins vegar átti dásamlegt sjónvarpskvöld yfir Grays Anatomy sem fékk nákvæmlega þann enda sem ég vildi án þess að ljóstra neinu upp :-)

Nú er hún Lóla mín komin til Svíþjóðar og ég búin að heyra í henni bæði í gær og dag á msn. Hún var auðvitað dauðþreytt í gær og Hrafnhildur líka en í dag eru þær bara hressar. Hrafnhildur var meira að segja úti að leika sér við stelpur sem hún hitti í gær. Ekkert smá dugleg þessi skotta sem ekki talar orð í sænsku. Sakna þín Lóla vertu dugleg að vera í sambandi.

Á morgun er Ingó á Players með Spútnik og ég og Arnhildur vinkona mín ætlum að skella okkur á ball. Þið sem viljið koma með okkur eruð velkomin :-)

Annars bara bið ég að heilsa.

Tuesday, June 10, 2008

Humar

Við Ingó fórum á laugardaginn á Selfoss í hús Kristínar og Einars foreldra Ingigerðar. Börnin urðu eftir í bænum þau litlu hjá ömmu Sellu og Ásta hjá Auði hennar Lindu. Þetta var frábært kvöld þar sem humarhalar voru grillaðir og gott hvítvín drukkið með. Reyndar rigndi frekar mikið en það hafði lítil áhrif á okkur. En svo klikkaði að láta renna í pottinn en það verður bara næst.









Umm ég er skemmtilega þreytuleg


Lubbi vildi sko ekki láta taka myndir af sér!

Nú eftir að sofa út og borða góðan morgunmat skelltum við okkur í bæinn og náðum í krakkana og ég fór svo með þau til Möllu en þar var afmælisveisla fyrir Einar Örn. Fullt af hressu fólki þar og mikið hlegið. Börnin fóru öll í vatnsslag og ég fór með þau rennandi blaut heim ekki eins mikið stuð það hehe.. Í gær fór ég til Lólu eftir vinnu og kíkti á það sem hún ætlar að taka með sér til Svíþjóðar en hún fer þann 11 og verður í allavega 6 vikur með Hrafnhildi hjá nýja kærastanum. Ég á nú eftir að sakna hennar. Vorum svo bara ein heima í gær með Ástu og leigðum okkur mynd og höfðum það rólegt. Affí kíkti aðeins um hálf 12 tók bílin hans pabba ég hef nú ekkert séð þau síðan þau komu en langar að kíkja í íbúðina til þeirra.

Ingó er að fara á Whitesnake í kvöld ég var svo heppin að fá 2 miða í gegnum vinnuna og ég gaf honum þá góðfúslega og hann býður Pétri með sér. Held að þeir eigi eftir að njóta þess mun betur en ég hehe..

Svo er hún Brynja mín komin til Akureyrar en ég hef ekki heyrt í henni ennþá.

Enda þetta hér á smá myndasyrpu af henni Birnu Rún dóttur Arndísar frænku en hún kom í heimsókn til okkar um daginn.



Gott að lúlla







Algjör krúsídúlla

Arndís þurfum að fara að hittast! Linda þú er líka komin og nú förum við að gera eitthvað skemmtilegt saman. Trimform í hádeginu síðasti tíminn og svo ræktin eftir vinnu og svo að kveðja Lólu í kvöld. Úff nóg að gera eins og alltaf :-)

Friday, June 6, 2008

Mamma og pabbi að fara út í dag

Jæja þá eru þau gömlu að fara út í dag til Áslaugar systur. Ég hefði svo gjarnan viljað fara með þeim en það verður víst að bíða betri tíma. Þau komu á miðvikudaginn en ég varla náði að hitta þau þar sem ég mætti fyrst í Trimform tíma kl korter yfir 4 og svo heim að ná í Úlf og Guðnýju, tók reyndar Agnar vin Úlfs með, og svo var mæting í Salasundlauginni með saumó. Það voru bara allar mættar nema Sigga sem var heima með Paterk og Kristín sem hitti okkur eftir sundið. Malla tók Össa með sér og Bjössi hennar Unu kom líka. Þetta var ekkert smá gaman og á eftir fórum við á McDonalds í Smáranum. Þegar þangað kom var Kristín mætt með Sigga og tvíburana og ég tók að mér það skemmtilega verk að draga til borð og mynda tvær borðaraðir fyrir allt þetta lið. Gilli mætti svo þangað og Ingó kom líka svo þetta var heill hellingur af liði. Ég fór og dró fyrir glugga til að sólin færi ekki í augun á okkur og var frekar heimilisleg við þetta allt hehe.. Það var mikið hlegið og ekki síður þegar Siggi hennar Kristínar kom aftan að mér og potaði í mig og mér brá svo mikið að ég öskraði upp og allir á Mc snéru sér við he he. Í gær byrjaði ég daginn á Trimformi og fór svo að vinna. Eftir vinnu fórum við Ingó í Laugar og planið var að fara í pottinn saman en ég gleymdi sundfötum svo hann fór bara en ég í langa sturtu. Sella og Bíbí kíktu aðeins í heimsókn stoppuðu í smá stund. Sella hafði ætlað að kveðja mömmu og pabba en þau skruppu til Didda bróður að kveðja hann og hans lið. Ég var frekar þreytt eftir alla þessa líkamsrækt og við vorum komin frekar snemma í rúmið. Pabbi var nú aðeins stressaður í morgun en ég held að þetta eigi allt að ganga vel. Ingó kom með þau hérna rétt rúmlega 10 í morgun og ég kvaddi þau og nú vona ég bara að allt gangi vel.

Wednesday, June 4, 2008

Bloggið í dag

Eins og venjulega byrja ég á að skrifa um veðrið og í dag er sól og ekki sól og ferkar hvasst. Planið var að hitta saumaklúbbinn uppi í Heiðmörk eftir vinnu og grilla en við ætlum í staðinn að hittast í Salalauginni milli 5 og hálf 6 með börnin okkar. S.s Salalaugin stelpur ég hef hér með ákveðið það! Mamma og pabbi eru á leiðinni fara svo út á föstudaginn til Áslaugar kannski ég feli mig í töskunum þeirra og fari bara með þeim. Pabbi hlýtur að vera með stóra tösku undir allt gullið sem hann ætlar að flytja inn hehe... Í dag er síðasti dagur Úlfs og Guðnýjar í skólanum og það er útivistardagur reyndar eru skólaslitin á föstudaginn kl 10 en það tekur nú svo stuttan tíma. Ásta gisti hjá Auði í nótt og eru þær orðnar mjög spenntar að vita hvenær þær byrja að vinna og hvar þær eiga að mæta. Við Ingó fórum í Laugar í gær eftir vinnu og tókum vel á því í hraðhringnum og enduðum svo í sjópottinum alltaf sama rútínan. Svo kl 6 kom Linda Ýr vinkona mín úr Ferðamálaskólanum til mín í mat með Tómas og Klöru sem eru 7 og 8 ára gömul. Það var frábært að hitta hana enda gerum við alltof lítið af því þó svo við búum báðar hér í Laugardalnum hún er bara í Sólheimunum ekki langt að fara. Við gátum auðvitað talað út í eitt og Klara vildi helst koma aftur næsta dag. En nú er líka planið að hittast meira en 1x á ári ekki satt Linda!!! Mig langar líka að fara að skipuleggja hitting með liðinu sem var með mér þetta ár í skólanum þær stóla allar á að ég plani eitthvað svo það er líklega best að fara að huga að því sem fyrst. Endaði kvöldið uppi í sófa með manninum mínum þar sem við horfðum á nýjan spennandi framhaldsþátt á stöð 2. Annars er ég bara að bíða eftir að heyra frá HR og krossa mig að ég komist inn.

Tuesday, June 3, 2008

Geðveikt veður og skólarnir að klárast

Sólin skín í dag og það er frábært verður. Ég er búin að vera á flakki milli vinnu og skóla barna minna þar sem Úflur og Guðný voru með dagskrá kl 8:30 og 9:30 og svo foreldraviðtala hjá Ástu kl 10:30 svo ég er lítið búin að vinna í dag. Allt gekk þetta vel kennari Ástu voða ánægður með hana enda var skvísan með yfir 9 í meðaeinkun svo ekki getum við kvartað og þá sérstaklega ekki yfir stærðfræðinni en hún fékk 9,7 í prófinu sem hún tók um daginn. Hún hefur ákveðið að fara í vinnuskólan í sumar og hætta á kaffihúsinu sem ég skil vel enda er þarna skrítið fyrirkomulag. Hún veit ekki enn hvaða vaktir hún fær, kannski fær hún heldur ekki margar og allt í þessum dúr. Nú svo komst hún að því að Auður dóttir Lindu fékk vinnu hjá Vinnuskólanum hjá svokölluðu Sumargríni og ég hr og tékkaði og vitimenn hún getur líka fengið vinnu þar. Svo það var mikil gleði hjá þeim vinkonum nú fá þær að vinna saman. Auður fær reyndar bara hálfan daginn þar sem hún er í 8 bekk en Ásta er allan daginn. Svo ætlar hún að tékka á vinnu í bíói líka þá fær hún enn meiri aur. Svo þetta er nú allt voða gaman. Helgin var fín ég kláraði herbergi Ástu og svo fórum við í að raða inn í það og sortera og þetta er langt komið þó að enn sé smá dót eftir í stofunni sem ég á eftir að ganga frá. En þegar þetta er allt komið þá verð ég mjög ánægð. Ingó spilaði á Players á föstudaginn og laugardaginn með Eiríki Haukssyni. Það gekk bara ágætlega ég keyrði hann á föstudaginn og settist aðeins inn með honum en fór heim áður en þeir fóru að spila. En á laugardaginn fór ég með honum og horfði á þá. Þetta var bara voða gaman og Ingó minn alltaf jafn flottur á trommunum. Eftir ballið þá rótuðum við og keyrðum með græjurnar út í Hafnarfjörð. Síðan þurfti Ingó að vera mættur í flug kl hálf 12 næsta dag því hann fór með Spútnik að spila á Patreksfirði. Við voru því lítið sofin þegar við mættum út á völl. Það var auðvitað hundfúlt að hann væri að fara því eins og þið vitið þá finnst mér ekki gaman að vera ein heima án hans. Hefði líka verið frábært að fara með því í gegnum Ingigerði og Sigtrygg kynntumst við þeim Nínu og Sverri sem þarna búa og hefði verið gaman að hitta á þau. En það verður bara næst þegar þeir fara. Ég var því bara heima og var eitthvað að reyna að laga til með Ástu og stússast. Sótti svo minn heittelskaða næsta dag um hádegi en þá var hann nákvæmlega frekar mikið búinn á því enda spiluðu þeir til kl 4, sofanður upp úr 5 og svo kom rúta og sótti þá um kl 10 sem keyrði þá yfir á Bíldudal en þar er flugvöllurinn. Hann lagði sig aðeins þegar heim kom en var ansi þreyttur allan dagin og var fljótur að sofan þegar við fórum í rúmið í gær. Mamma og pabbi koma svo í vikunni og fara út á föstudaginn til Áslaugar systur og mikið væri ég til í að fara með þeim. Ingveldur kemur á fimmtudaginn og fær kannski að gista 2 næstur hjá okkur. Brynja kemur til landsins á sunnudaginn og ég hitti hana í kringum 20 júní á Akureyri. Linda kemur frá Englandi á laugardaginn svo það er allt að gerast. Kannski förum við Ingó með Sigtryggi og Ingigerði í bústað á laugardaginn og þá ætlum við að grilla humar og drekka fullt af hvítvíni nammi nammi. Í dag eftir vinnu ætlum við Ingó í ræktina og svo saman í sund á eftir. Það er svo gaman að vera svona saman ég nýt þess í botn að vera með honum. Það er nefnileg þannig að ef maður er í góðu sambandi þá er maki manns besti vinur manns og þá vill maður fá að vera með honum alltaf þegar maður getur. Maður vill deila sínum bestu stundum með honum og vill fá að taka þátt í því sem hann er að gera í lífi sínu. Maður hlakkar til að eiga góðar stundir tvö ein þar sem maður getur talað um allt og notið lífsins og maður hlakkar til að vera með honum og börnunum sínum á góðum stundum. Við erum líka svo heppin að eiga alvöru vini sem vilja vera með okkur báðum og gera margt skemmtilegt með okkur. Þess vegna veit ég að þetta sumar verður æðislegt framundan 3 vikur í sólinni með fullt af fólki sem okkur þykir vænt um. Svo fæ ég að hitta hana Brynju mína fyrir norðan og fjölskylduna mína og það besta er að fá að vera með honum Ingó mínum eins mikið og mig langar til. Jæja þá er pistill dagsins kominn elskið hvert annað og hafði það gott.