Friday, June 27, 2008
Styttist í Lanzarote
Jæja þá er næstsíðustu vikunni minni hjá Gutenberg að ljúka. Ég hef ekki mikla eirð í mér að sitja og vinna enda er ansi rólegt og tíminn silast áfram. Sólin skín og hann Ingó minn er á fullu að bera út og orðinn ekkert smá sólbrúnn og sætur (sætur er hann nú alltaf) Ég var veik á miðvikudaginn vaknaði full af kvefi og með hausverk og ég veit ekki hvað. Enda var kuldinn á Akureyri búin að læsa klónum í mig og fylgdi mér hingað suður. Ég þóttist orðin góð á þriðjudaginn svo við skelltum okkur í sund fyrir kvöldmat ég, Ingó og Úlfur. Veðrið var æði en líklega hefur þetta ekki gert mér svo gott. Var hressari í gær en hóstaði helling og er hálf raddlaus. Hitti Lindu í hádeginu í gær og reyndar alla fjölskylduna því Ási kom heim með Björk af námskeiði og Auður var líka heima. Fékk voða fínan hádegismat hjá henni eins og alltaf. Þarf svo að ná af henni meira áður en við förum til Lanzarote því þegar við komum heim þá flytur hún fljótlega til Bretlands. Eftir vinnu fengum við svo aðra heimsókn en það var Linda Karen vinkona okkar sem býr í Vínarborg með manninn sinn Peter og dóttur sína hana Lilju sem er aðeins 7 mán gömul. Sella koma stuttu seinna og hafði gaman af að hitta þau. Því miður tók ég engar myndir af þeim. Linda er að fara að vinna fyrir Ríkissjónvarpið í Vín eins og hún gerði fyrir fæðingarorlofið og hyggst byrja í haust. Það var voða gaman að hitta þau og kannski náum við að kíkja heim til mömmu hennar og pabba á sunnudaginn og hitta á þau áður en þau fara heima aftur. Svo eftir kvennalandsleikin komu Ingigerður og Sigtryggur í heimsókn og ég gat gefið þeim nýbakað bananabrauð sem gert var eftir uppskrif Maddý frænku og sló alveg í gegn. Það var voða gaman að fá þau í heimsókn og þau stoppuðu góða stund eða alveg þar til Arndís frækna kom og við píurnar þrjár drifum okkur á Sex and the City í Kringlubíóinu. Þar reyndist vera fullur salur og við urðum að sitja á þriðja fremsta bekk. Það var reyndar allt í lagi því myndin var alveg æði og ég gæti alveg hugsað mér að eiga eitthvað af þessu flottu fötum og fylgihlutum sem voru í henni. Keyrði þær svo heim og spjallaði aðeins við Arndísi fyrir utan blokkina hennar. Kom svo heim þar sem hann Ingó minn beið eftir mér, Ásta háttuð og þau litlu hjá ömmu Sellu. Núna er bara rétt vika í að við förum til Lanzarote og allir að deyja úr spenningi. Ætla að nota vikuna sem framundan er til að kaupa það sem okkur vantar. Við Ingveldur eyðum góðum tíma á msn við að láta okkur dreyma um það sem við ætlum að gera eins og t.d. kafa, fara í tennis, liggja og gera ekki neitt og njóta þess að vera saman í fríi. Friðborg og Pétur koma svo viku eftir okkur og það verður gaman að hafa þau með líka. Um helgina ætlum við Ingó að fara að sjá Björk og Sigurrós í Laugardalnum úti undir berum himni vona að það verði jafngott verður og hefur verið undanfarið. Affí og Aldís koma í dag og verða um helgina og mig langar að kíkja á nýju íbúðina hjá þeim. Svo á bara að vera með krökkunum og Ingó hafa það gott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég er búin að vera lasin af kvefi alla vikuna, eins og það er nú skemmtilegt eða hitt þó heldur. Góða helgi :)
Ég er líka með helv... hálsbólgu... og hausverk og beinverki en er að vinna alla helgina :S
Spennandi að vera að fara til Lanzarote... ég á eftir að vinna í 2 vikur og bíð svo spennt eftir að komast norður :þ
vonandi hafid thid thad gott í fríinu ykkar, thad var gott á Spáni og núna er sumarid loksins komid aftur til Sverige :)
Post a Comment