Tuesday, June 24, 2008

Akureyri

Flaug norður 18 júní til að hitta hana Brynju mína. Hún átti afmæli skvísan þennan dag og það var frábært að hitta hana. Gisti hjá henni þessa nótt því hún var ein með krakkana og við áttum frábært kvöld. Mikið er ég búin að sakna hennar! Byrjaði svo fimmtudaginn að fara á Zone í klippingu og litun og var bara ansi ánægð með árangurinn. Hitti svo Brynju og krakkana í Bakaríinu við brúna í hádegismat. Þegar við vorum búin að koma öllum krökkunum fyrir fórum við til Ingveldar og skemmtum okkur vel saman. Skoðuðum gamlar myndir úr MA, drukkum te og löguðum á okkur neglurnar. Svo fór ég og hitti Affí um stund en endaði svo heima hjá Brynju og Stínu tengdamömmu hennar í góðu spjalli fram eftir kvöldi. Svaf svo ein í Litluhlíð um nóttina. Fór svo til Ingveldar á föstudaginn kl 11 og þangað kom Brynja eftir hádegi og þar vorum við allar saman til kl 3. Ingveldur fór suður þessa helgi því vinnan hans Simma fór í útilegu og svo var karlinn fertugur á laugardaginn til lukku eskan mín og þar að auki áttu þau 5 ára brúðkaupsafmæli svo þetta var rosaleg helgi hjá þeim. Verst að missa hana suður en ég náði þó að hitta hana helling. Eftir þetta fórum við Brynja niður á Glerártorg og hittum Rögnu sem var á fullu að kaupa inn fyrir Gyðjuboðið mikla sem var á laugardaginn. En þannig er að hún Brynja mín sem auðvitað býr í Svíþjóð og hún Fanney mín sem býr í USA buðu til þessa líka mikla og flotta Gyðjuboðs í anda Sex and the City. Þema var kjólar, glimmer og nógu mikið skraut og dúll. Nú svo kom Valli en hann var búinn að vera að vinna á Siglufirði sem læknir en kláraði það þarna á föstudaginn. Við Brynja fórum góðan bæjarrúnt með honum og svo skutluðu þau mér heim til Affíar. Þar fékk ég grillaðar pylsur og hitti þau systkyni bæði. Affí og Elli voru svo sæt að lána mér bílinn sinn svo ég gat ekið út um allt. Eftir matinn keyrði ég Aldísi í vinnuna og fór svo niður í Ránargötu til Fúsa og Kristínar en Arnhildur pornofrænka kom svo skömmu síðar. Kristín var nýkomin úr sumarbúðum og var frekar þreytt og pirruð og dauðsvöng. Ég stoppaði þar heillengi en fór svo út á flugvöll og sótti hann Ingó minn. Mikið var nú gott að fá hann til mín ég sef nefnilega mun verr þegar hann er ekki hjá mér :-). Fór með hann á Vélsmiðjuna en beið hjá Brynju uppi í Snægili á meðan hann rótaði. Svo fórum við og keyptum mat handa honum og út í Litluhlíð og áður en við fórum á ballið komum við við hjá strákunum í íbúðinni sem þeir gistu í. Þar var stödd Svansí útvarpskona sem vinnur með Hemma Gunn í sumar en planið var að Spútnik myndi mæta í viðtal næsta dag. Það var ekkert rosalega mikið af fólki enda föstudagur og helgin þar á undan búin að vera ansi skrautleg þarna í bænum. Hanna Berglind vinkona var að vinna á barnum og ég hékk með henni, settist líka með Bigga á bakvið og svo kom Fúsi með vini sínum og ég kjaftaði aðeins við þá. Á laugardaginn þurfti Ingó að rífa sig upp og mæta inn á Glerártorg kl 11 til að stilla upp fyrir Hemma Gunn. Ég svaf lengur og þegar hann kom heim þá fengum við okkur að borða. Svo þurfti ég aðeins að stússast fyrir kvöldið og á meðan tók Ingó því rólega. Kl 3 skutlaði ég honum inn á Glerártorg og eftir það fór hann til strákanna. Brynja kom hinsvegar til mín kl 4 og þá fórum við í að dressa okkur upp. Vorum mættar til Rögnu um sex leytið og á sama tíma kom Fanney. Ragna var hins vegar læst úti en maðurinn hennar kom fljótlega til að hleypa okkur inn. Við fórum svo í að undirbúa veisluna og fljótlega kom Áslaug systir Brynju og mamma hennar, eins kom Jóna systir Fanneyjar og Kolla vinkona hennar og svo Elva vinkona Fanneyjar sem var með okkur í partýinu í fyrra. Svo tíndist liðið inn smátt og smátt og brátt varð húsið fullt af flottum gyðjum sem allar komu með smárétti með sér á sameiginlegt hlaðborð. Svo buðu Fanney og Brynja upp á Cosmopolitan drykkin góða sem allar Sex and the City gyðjur eiga að drekka. Það var mikið kjaftað og hlegið og hellingur tekinn af myndum. Svo fengum við allar smá pakka frá Snyrtistofunni Jöru og svo komum við allar með pakka sem við gáfum hvor annarri. Þetta var bara alveg frábært kvöld. Svo um tólf leytið fór harðasti gyðjukjarninn niður á Vélsmiðju til að dansa við hina frábæru hljómsveit Spútnik. Ingó hafði farið á Greifann með strákunum og Bigga (sem á Vélsmiðjuna) og svo höfðu þeir endað heima hjá Fílnum (hann var veislustjóri í Danmörku um daginn) og skemmt sér bara vel. Honum leist auðvitað rosalega vel á okkur allar og að sjálfsögðu best á mig :-) Nú það var svo bara tóm skemmtum fram eftir nóttu og ég þakka þessum frábæru stelpum kærlega fyrir yndislegt kvöld og lofa myndum sem fyrst. Get ekki sagt að ég hafi verið hress næsta dag he he en við hjónin flugum heim í hádeginu og ég tók því ansi rólega það sem eftir var dagsins.

Nú á ég bara eftir að vinna þessa viku og næstu því þá er ég hætt hjá Gutenberg, komin með bréfið frá HR og er stolt að segja að 500 manns sóttu um en aðeins 100 komast inn og þar var hún ég ein af þeim. Stærðfræðinámskeiðið byrjar 5 ágúst og skólinn sjálfur 21 svo það verður nóg að gera hjá mér í vetur. Svo er það bara Lanzarote þann 8 ágúst með fjölskyldunni minni og frábærum vinum. Mikið verður gott að komast í burtu og gera eitthvað nýtt og spennandi. Svo er sumarplanið bara að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum og njóta þess að vera með manninum mínum, hitta Lindu áður en þau flytja til Bretlands og hitta sem mest af okkar frábæru vinum. Nóg í bili sólarkveðjur úr Reykjavíkinni.

7 comments:

Anonymous said...

Vá frábært hjá þér að vera ein af þeim sem komust inn í HR! Glæsilegt vinkona :)
Greinilega æðisleg helgi, hlakka til að sjá myndir :)

Anonymous said...

Þórdís! Þú ert snillingur mikill og til hamingju með að vera komin inn í HR :) Maður gæti haldið að þú værir Grímungur...þó ekki væri nema í aðra ættina :)

Kveðja, Auður.

Anonymous said...

hæ sæta mín og takk fyrir frábæra samveru og skemmtun um helgina, hlakka til að fá þig norður næst þegar Ingó er að spila
kossar og gyðjuknús

Thordisa said...

Takk takk stelpur mínar þetta hlýtur að vera að hafa alist upp nálægt Grímungum sem ung stúlka :-) Hanna Berglind þetta var æði gyðjur eru bestar!!!

Kristín E. said...

Greinilega góð ferð til Akureyrar... ég á eftir að vinna þessa viku og svo næstu tvær og skelli mér svo norður :o)
Til lukku með HR :þ

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju með HR kæra vinkona. Efaðist svo sem aldrei að þú kæmist inn. Sjáumst hressar í vikunni.

brynjalilla said...

takk fyrir síðast elsku þórdís, ég er komin með góðan vetrarforða í hjartað eftir þessa dvöl hérna og er strax farin að velta fyrir mér næsta þema fyrir gyðjupartý hvar sem það verður nú í heiminum...er svoltið heit fyrir NY, hvað um það Þórdís ræktaðu í þér gyðjuna þangað til, love