Saturday, August 30, 2008

Fyrsta vikan búin

Jæja þá er fyrsta vikan í HR búin og mikið leið hún hratt. Ég er í 5 fögum, rekstarhagfræði, markaðsfræði, fjárhagsbókahaldi, hagnýtri stærðfræði og aðferðarfræði. Allt námsefni er á ensku nema bókin í aðferðarfræði svo það er eins gott að hafa sig allan við. Orðaforðinn í þessum bókum er auðvitað glæ nýr fyrir mér en það er mesta furða hvað maður stautar sig í gegnum þetta. En eins og í fjárhagsbókhaldinu þá fengum við sérstakan þýddan orðalista frá kennaranum því þetta er svo sérhæft. Svo verð ég í dæmatímum í bókhaldinu og eins stærðfræði og rekstrarhagfræði og svo hellingi af hópverkefnum og ég veit ekki hvað. Sem sagt nóg að gera hjá mér í vetur. Ég kynntist strax fullt af fólki og sit núna alltaf hjá henni Lilju sem er ári eldri en ég og er tannsmiður. Svo hef ég verið að vinna með mágkonu Helgu Hlínar frænku sem heitir Guðrún og svo með henni Ingibjörgu en hún er mágkona Svanborgar sem var með mér í bekk í Ella og þar af leiðandi mágkona Vidda bróður hennar en hann er vinur hans Ella mágs míns. Svona er þetta lítill heimur. Nú svo er ég farin að kjafta við fullt af fólki þar að utan þið þekkið mig hehe... Vikan fór í að finna skrifborð og laga til í vinnuherberginu okkar Ingó og erum við nú búin að taka rúmið þaðan út og komin með 2 skrifborð og nýja hillu og þetta er orðið voða fínt. Ætla samt að reyna að vera mikið uppi á bókasafni HR og læra. Elli elsku besti mágur minn reddaði mér þessari fínu fartölvu sem er ekki með nema 12,1 tommu skjá og passar fullkomlega á borðið mitt uppi í skóla en ekki er nú hægt að segja að maður sé með mikið pláss þar. Allar bækur hafa verið keyptar og nú er ég bara á fullu að koma mér í gang. Í gær var nýnemaóvissuferð sem ég mætti í kl 16:45 upp í gamla Moggahúsið hjá Kringlunni en HR er með það hús núna. Þar var boðið upp á bjór og svo var okkur skipt í hópa og farið í ratleik. Í hverjum hópi var einn skiptinemi og fengum við Dana í okkar hóp hana Sissel. Nú ég gat því talað dönsku við hana og svo kom í ljós að 2 aðrar í hópnum töluðu dönsku svo þetta var bara gaman. Við áttu svo að fara út um allt hús og leysa þrautir og fleira og þarna kynntist fólk enn betur. Svo var farið út í íþróttahúsið í Versló og farið í leik og fleira. Þvínæst var keyrt niður í bæ og haldið á staðinn 22 en þar var meira af bjór og pizza handa liðinu. Ég sat hjá nokkrum stelpum í bekknum og skemmti mér konunglega þó svo ég væri "nokkrum" eldri en þær en það virðist ekki skipta mál. Fyndnast var þó þegar Ingvar sonur Sirrýar frænku mætti á svæðið (88 módel) og veifaði til mín þá var ég allt í einu pínu gömul hehe... Ingó sótti mig svo um hálf 12 og ég fór með honum á Players. Annað er lítið að frétta við vorum jú á Akureyri um síðustu helgi sem var voðalega gaman. Það var götugrill hjá mömmu og pabba og ég kíkti í það. Fór í heimsókn til Auðar Kjartans gamallar skólasystur úr Mývatnssveit og átti góða stund með henni og dró hana svo á ball á laugardagskvöldinu en þar hitti ég helling af fólki sem ég hafði ekki séð lengi. Heimsótti Ingveldi og Simma, fór í afmæli Láka frænda í Norðurgötu og bara hafði það gott með manninum mínum og börnum. Ásta fór ekki með var hjá Siggu því það var menningarnótt í Reykjavík og það mátti nú ekki missa af henni. Hitti Ingigerði í vikunni hún er nýkomin frá Japan. Gaman að hitta hana eins og alltaf og Lubbi heilsaði mér frekar ánægður. Aðeins séð framan í Lólu og jú skellti mér í saumó til Heiðrúnar á sunnudaginn og hitti þar Aldísi Björns sem er á landinu núna. Hún er að fara að gefa út bók um jólin verður gaman að lesa hana. Jæja nú ætla ég að fara að reikna og það má enginn vera fúll þó ég sé í minna sambandi en oft ég er að drukna :-)

Thursday, August 21, 2008

Úff mikið framundan

Jæja held að það sé nokkuð ljóst að ég verð á haus í vetur. Ég er ekki byrjuð í sjálfu náminu aðeins búin að vera á stærðfræðinámskeiði í tæpar 3 viku og er nú þegar búin að vera að drukna. En vá hvað ég er ánægð með að hafa drifið mig ég hefði ekki viljað byrja og koma inn í námskeiðið og ekki munað neitt af þessu sem ég er búin að vera að rifja upp þessa dagana. Námskeiðið var skemmtilegt og mér gekk bara vel og það sem meira var bara mjög vel. Góðir kennarar og frábærir krakkar með dæmatíma sem hjálpuðu mér helling. Það þarf ekki að taka það fram að ég sat auðvitað alltaf fremst og spurði helling allana tíman he he. Svo eignaðist ég góðar kunningjakonur (þekki reynar eina frá því í ÍSÍ húsinu) sem auðvitað eru allar í háskóla með vinnu svo þær eru í kvöldskólanum og ekki með mér því miður. Vona bara að þær drífi sig allar í að skipta og koma yfir í dagskólann! Nú ég er komin með flestar bækur og búin að kaupa rándýra reiknivél og svo fæ ég tölvu í gegnum hann yndislega mág minn hann Ella. Það er Lenovo vél sem er með 12,1 tommu skjá svo hún er tölvert minni en venjuleg fartölva og er víst bara alveg frábær. Ég get haft hana í skólatöskunni og hún tekur mun minna pláss á borði. Á morgun er svo fyrsti alvöru dagurinn minn í HR þó svo ég sé búin að vera þar meira og minna í næstum 3 vikur. Ég er með nettan hnút í maganum og þær spurningar koma upp í kolli mínum eins og hvernig datt mér þetta í hug ég á aldrei eftir að geta þetta hummm en kannski er það út af því að ég er að deyja úr kröfum við mig sjálfa um að standa mig best og skilja allt og fá góðar einkunnir o.s.frv en þið þekkið mig hehe.. Ég hef s.s. lítið get síðan ég koma heim frá Lanzarote annað en læra. Er þó búin að heyra mikið í henni Lólu minni og hitta hana 1x en hún kom einn daginn og reiknaði með mér stuð hjá okkur. Svo komu Rósa Rut og Marwan í mat til okkar daginn fyrir Gay Pride og það var æði að hitta þau þó stutt væri. Við fórum svo saman að göngunni næsta dag. Nú ég fór í gær í nýju íbúðina til Valdemars Arnar og Aldísar og hitti þar Affí líka. Ingó og Ásta fóru með mér og okkur leist öllum vel á. Valdemar ætlar að hjálpa mér með stærðfræði ef ég þarf og það eina sem ég þarf að gera er að gefa honum að borða híhí... Enda fékk ég þau öll í mat í kvöld og hann hjálpaði mér með að komast inn í skilaboð á innranetinu frá skólanum. Svo er það Akureyri á morgun verðum þar um helgina öll nema Ásta sem fær að verða eftir hjá Siggu því það er menningarnótt hér í borginni og hún vill ekki missa af henni. Jæja er farin að pakka niður góða helgi.

Wednesday, August 13, 2008

2x+3x og allt það

Bara örstutt enda er ég búin að reikna stærðfræðidæmi í 12 klst í dag. Byrjaði á heimadæmunum kl 8:30 í morgun og tók ekki nema c.a. 1/2 í pásu í hádeginu og svo skólinn til 8 úff. Fékk þó Lólu mér til skemmtunar eftir hádegi sem reiknaði með mér í um 3 klst gaman hjá okkur Lóla hehe... en þetta voru óvenjulega erfið dæmi sem okkur voru sett fyrir. Hef þetta ekki lengra í bili blogga um helgina.

Wednesday, August 6, 2008

Sólin,skólinn og allt það

Það er ekki hægt að segja að maður sé duglegur að blogga svona loksins þegar maður hefur tíma er ekki að vinna en þá auðvitað er maður bara á fullu að gera eitthvað annað. Eftir að við komum heim fór auðvitað tími í að þvo allt og ganga frá dótinu okkar. Gott var að fá íslenska vatnið og góða ostin okkar en ég hefði nú alveg verið til í að vera lengur í sólinni. En þó við komum heim og í heitasta dag sumarsins. Síðan við komum er ég búin að fara með Ingó að bera út sem hefur verið fínt þar sem veður hefur verið svo frábært. Um verslunarmannahelgina fór Guðný með Jasmín út í eyju á Breiðafirðinu, Ásta fór með vinum sínum (og foreldrum) í sumarbústað og við Ingó skelltum okkur til Didda og Sigynar, ásamt Úlfi, á laugardaginn og vorum fram á sunnudag. Það var rosalega fínt að koma í bústaðinn eins og alltaf og við slöppuðum vel af. Nú svo er ég byrjuð í HR eða ég er byrjuð á stærðfræðinámskeiði sem er 16:15-20:00 alla virka daga nema föstudag og er svo þessa viku og næstu 2. Sem betur fer er þetta algebra og annað sem ég er nokkuð sleip í enda nýbúin að fara yfir allar grunnreglur með Ástu svo mér líður ekki eins og algjörum aula hehe... Nú Arndís, Helga og co komu hér í gær í heimsókn. Það var gaman að hitta þau en því miður klikkaði ég á myndatöku þetta árið. Helga ítrekaði að hún væri með gott gestaherbergi í Boston og þangað ætla ég svo sannarlega fyrr en síðar. Í dag fór ég ekki með Ingó sendi hann einan greyið og var heima og setti í vél og tók til. Fór svo til hennar Ásu sem er að byrja á öðru ári í HR en hún seldi mér allar bækurnar sínar frá því fyrra. Auður frænka Sigynar kom mér í samband við hana. Þetta eru engir smá doðrantar og varla hægt að halda á þeim ein. Hún lánaði mér svo einhverjar glósur líka. Svo kom Ingigerður í 10 mín á leið sinni heim að pakka niður fyrir Japans för en hún fer á morgun og verður í 2 vikur. Kl 2 var ég mætt niður í Laugar og við Linda fórum í sund en hún og stelpurnar flytja til Cambridge á morgun en Ási byrjar á Færeyjaferð áður en hann fer til þeirra. Planið er að vera til næsta sumars en koma þá aftur heim. Elsku Linda góða ferð út það var gott að eiga smá stund með þér í dag. Nú á morgun koma Rósa Rut og Marwan til Reykjavíkur og ég vona að ég fái þau í kvöldmat á föstudaginn og svo kemur Ingveldur einnig þann dag og við ætlum að fara í gönguna saman á laugardaginn svo það er nóg að gera. Svo þarf ég líka að byrja að lesa og kíkja á þessa stærðfræði en þetta er bara gaman. Svo gleymi ég alveg Securitas gaf okkur 2 vikur í Baðstofunni í Laugum og við njótum þess að fara í pottinn og gufuna og slappa vel af fórum meira að segja í gærkvöldi eftir skólann hjá mér í þvílík kósýheit. Hef þetta ekki lengra í bili......