Wednesday, August 6, 2008

Sólin,skólinn og allt það

Það er ekki hægt að segja að maður sé duglegur að blogga svona loksins þegar maður hefur tíma er ekki að vinna en þá auðvitað er maður bara á fullu að gera eitthvað annað. Eftir að við komum heim fór auðvitað tími í að þvo allt og ganga frá dótinu okkar. Gott var að fá íslenska vatnið og góða ostin okkar en ég hefði nú alveg verið til í að vera lengur í sólinni. En þó við komum heim og í heitasta dag sumarsins. Síðan við komum er ég búin að fara með Ingó að bera út sem hefur verið fínt þar sem veður hefur verið svo frábært. Um verslunarmannahelgina fór Guðný með Jasmín út í eyju á Breiðafirðinu, Ásta fór með vinum sínum (og foreldrum) í sumarbústað og við Ingó skelltum okkur til Didda og Sigynar, ásamt Úlfi, á laugardaginn og vorum fram á sunnudag. Það var rosalega fínt að koma í bústaðinn eins og alltaf og við slöppuðum vel af. Nú svo er ég byrjuð í HR eða ég er byrjuð á stærðfræðinámskeiði sem er 16:15-20:00 alla virka daga nema föstudag og er svo þessa viku og næstu 2. Sem betur fer er þetta algebra og annað sem ég er nokkuð sleip í enda nýbúin að fara yfir allar grunnreglur með Ástu svo mér líður ekki eins og algjörum aula hehe... Nú Arndís, Helga og co komu hér í gær í heimsókn. Það var gaman að hitta þau en því miður klikkaði ég á myndatöku þetta árið. Helga ítrekaði að hún væri með gott gestaherbergi í Boston og þangað ætla ég svo sannarlega fyrr en síðar. Í dag fór ég ekki með Ingó sendi hann einan greyið og var heima og setti í vél og tók til. Fór svo til hennar Ásu sem er að byrja á öðru ári í HR en hún seldi mér allar bækurnar sínar frá því fyrra. Auður frænka Sigynar kom mér í samband við hana. Þetta eru engir smá doðrantar og varla hægt að halda á þeim ein. Hún lánaði mér svo einhverjar glósur líka. Svo kom Ingigerður í 10 mín á leið sinni heim að pakka niður fyrir Japans för en hún fer á morgun og verður í 2 vikur. Kl 2 var ég mætt niður í Laugar og við Linda fórum í sund en hún og stelpurnar flytja til Cambridge á morgun en Ási byrjar á Færeyjaferð áður en hann fer til þeirra. Planið er að vera til næsta sumars en koma þá aftur heim. Elsku Linda góða ferð út það var gott að eiga smá stund með þér í dag. Nú á morgun koma Rósa Rut og Marwan til Reykjavíkur og ég vona að ég fái þau í kvöldmat á föstudaginn og svo kemur Ingveldur einnig þann dag og við ætlum að fara í gönguna saman á laugardaginn svo það er nóg að gera. Svo þarf ég líka að byrja að lesa og kíkja á þessa stærðfræði en þetta er bara gaman. Svo gleymi ég alveg Securitas gaf okkur 2 vikur í Baðstofunni í Laugum og við njótum þess að fara í pottinn og gufuna og slappa vel af fórum meira að segja í gærkvöldi eftir skólann hjá mér í þvílík kósýheit. Hef þetta ekki lengra í bili......

11 comments:

Anonymous said...

spennandi ad byrja á nýjum kafla í lífinu, gangi thér vel í skólanum! Hér er allt vid thad sama vid vinnum á fullu í húsinu og verdum vonandi komin med eldhús eftir ca einn mánud ;)svo fer fríid ad vera búid :(

Anonymous said...

Flott systir. Gangi þér allt í haginn í skólanum. Spennandi að vera aftur kominn á skólabekk og ekki síst að vera farin að fást við stærðfræðina aftur.
Diddi bróðir

Anonymous said...

Eruð þið á sérsamningi við securitas??hvað þarf að gera til að fá svona díl?? Gaman hjá þér að vera komin í skóla aftur, veit að þetta verður bara gaman. Dauðöfunda Lindu af því að vera í þessari æðislegu borg, alveg þess virði fyrir ykkur að heimsækja hana frekar en USA. Kem suður á morgun í frágang á Snorrabrautinni, krakkarnir alveg að fljúga að heiman. Kv affí

Thordisa said...

Búin að reikna í c.a. 7 klst í dag úff en bara gaman er að brillera í þessu allavega so far he he

Anonymous said...

Má ég kom með í heimsókn til Cambridge.? Alveg satt hjá Affi að það sé sko meira spennandi en Usa.Smile, smile! Gangi þér vel í skólanum. saknaðarkveðjur þín Áslaug.

brynjalilla said...

knus fra sverige, örebro, förum til lundar a sunnudaginn og svo til rumeniu a fimmtudaginn...stud

Anonymous said...

Hvað er eiginlega orðið langt síðan við hittumst kelling??? Og ég að fara til Sverige á sunnudaginn, þetta er ótrúlegt!
Hafðu það sem best sæta mín...
Knús og kossar

Anonymous said...

Takk frænka fyrir að vera svo sæt að nenna að sækja okkur á völlin í dag ;) Skulda þér stóran greiða !!

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hæ Dísin, flott að stærðfræðin gengur vel. Við erum alsælar hérna og húsið og garðurinn yndislegur. Ha ha já Cambridge er æði, Boston hefur ekkert í hana, fyrir kannski utan verðlag.

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]

Anonymous said...

[p]After every 20 beats / min, the brushes need to be recharged, the charging time is [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic [/url] about 20 hours . There is an indicator so you can tell when your electrical power isoperating lower, and the two buttons make it effortless to electrical power on and off and transform speeds . After cleansing, you will [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic sale[/url] be amazed of how easily the moisturizer is absorbed by the skin . Author: [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic mia sale[/url] - A helpful resource Skindirect . The longer length of the first one is the charging time . But now that it is available and accessible to most women, you can get it from reputable online stores that sell Clarisonic brush heads . uk Voucher Codes need not be broken

Promotional Suncamp . T h e m i c r o m a s s a g e m o t i o n i n v o l v e s t h e a c t i v e b r u s h h e a d a l l o w i n g r i n g s o f t h e b r i s t l e s t o m o v e i n t i n y l i t t l e c i r c l e s s o q u i c k l y y o u c a n b a r e l y n o t i c e t h e y m o v e.[/p][p]Black heads, [url=http://www.disclarisonicsale.com]cheap clarisonic mia outlet[/url] freckles, wrinkles and buildups resulting in pimples are greatly minimized with frequent and careful use . They will not wither throughout the season and require no maintenance . Some [url=http://www.disclarisonicsale.com]discount clarisonic mia[/url] long time users claim that they were able to achieve lighter skin tone . Saying that I use for a few days after the cleaning power of the brush is quite satisfactory . It is said to have the ability to eliminate six times as much makeup and twice as much oil and dirt compared to cleaning by hand . Even those enlarged skin pores won't look noticeable . Britannia didn忙聤掳 fade away however and has remained as an alternative to sterling silver for silversmiths . uk Voucher code websites.[/p]