Wednesday, October 29, 2008

afmæli í dag

Afmælisstelpa í dag og ég þakka hlýjar kveðjur sem ég hef fengið bæði hér á blogginu, sms, símanum og ég tala nú ekki um Facebook þar eru bara miljón kveðjur takk takk allir saman. Gleðifréttin mín í dag var sú að fá 10 fyrir síðustu tvö skilaverkefni í stærðfræði og 9,75 fyrir spurningakönnun sem við Lilja ásamt tveimur drengjum gerður í aðferðarfræði svo allt er bara að ganga ljómandi vel. Í kvöld verður bara rólegt ég ætla að horfa á Gray´s og hafa það huggó. Exelpróf á föstudaginn og afmæli hjá Gunna trommara í Greifunum og henni Betu. Bilaður lærdómur um helgina 2 verkefni framundan og afmæli Úlfs sem hann heldur uppá á sunnudaginn fyrir bekkinn sinn ekki nema um 20 manns hehe. En í gær gerði ég annað en læra ég fór í saumó til Möllu þar var fámennt en góðmennt eða ég, Heiðrún, Una og Kristín. Gaman að hitta ykkur stelpur mínar. Ætla bara að hafa þetta stutt núna bestu kveðjur til ykkar allra.

Afmælisbarni á Vélsmiðjunni í október með henni Ingveldi sinni

Monday, October 27, 2008

kvef, smá snjór og skóli

Prófin búin haldið upp á það á föstudaginn með vísindaferð til KPMG þar sem hann Gilli vinnur. Vel tekið á móti okkur og svo endað á 22 segjum bara að kvöldið hafi verið mikið djamm ekki orð um það meira. Leti á laugardaginn og lærdómur á sunnudaginn kláraði meirihlutann af stærðfræðinni sem er yndislegt og léttir á mér í þessari viku. Enduðum helgina á að fara í gæs til Didda og Sigynar og áttum yndislegt kvöld með þeim. Úti er sól og blíða en kalt og ég er að drepast úr kvefi. Framundan eru endalaus verkefni og svo afmælið mitt á miðvikudaginn.

Wednesday, October 22, 2008

Miðannaprófin búin!!!

Jæja þá er þessari törn lokið í bili já bara í bili tíminn líður hratt og það fer að koma að lokaprófum ekki nema um 1 1/2 mán í þau. En samt smá stund milli stríða. Mér er búið að ganga bara vel og er sátt en á þó reyndar eftir að fá út úr stærðfræðinni. Ég er búin að vera yfir meðaltali í öllum fögum og hljómar svo Fjárhagsbókhald 5% próf fékk 7,8 hækkaði mig um næstum 2 heila frá síðasta prófi bara gott mál. Rekstrarhagfræði prófið gildir 10% en bara sem upphækkun á jólaprófum. Gekk ekki eins vel og mér hefði átt að gera klikkaði á dæmi sem var í 5 liðum og var dregin niður fyrir það og svona smotterí annað en fékk 7,2 og er bara sátt. Markaðsfræði gildir 10% frumlas bara glósur (hef aldrei lesið bókina)deginum fyrir prófið og sama dag og gekk svona líka vel fékk 8,33. Svo fengum við Lilja verkefni til baka sem við unnum í hópi í aðferðarfræði ja eiginlega unnum við það bara 2 og við fengum 8,5 fyrir það og það var hæsta einkunn og aðeins 8 sem fengu þá einkunn svo ég er ansi ánægð með það. Jebb svona var nú það. Framundan er slatti af verkefnum og blessuð stærðfræðin en þetta er nú allt á góðri leið.

Hvað annað hef ég verið að gera? Jú fór í vísindaferð til Icelandair á síðasta föstudag það var mjög gaman. Kíkti svo með krökkunum á 22 bar og lét Ingó sækja mig kl 9. Svo var laugardagurinn tekinn í leti og verslunarleiðangur og um kvöldið komu Ingigerður og Sigtryggur ásamt Lubba auðvitað í mat til okkar. Við áttum frábært kvöld með þeim langt síðan við höfum gert eitthvað svona saman. Vona að ég eigi smá stundir aflögu til að hitta fólk á næstunni og auglýsi eftir vitneskju um næsta saumó???? Á föstudaginn ætla ég í vísindaferð til KPMG náði að skrá mig í það í dag aðeins 60 sæti í boði og það var fullt á 3 sek eftir að skráning hófst. Því miður komust Mikael og Lilja ekki en planið er að draga þau á 22 á eftir.

Svo langar mig mikið að fara að sjá framan í Didda og co! Ingó er á fullu að æfa Abba show með Hara systrum og Spútnik það gæti orðið skemmtilegt að sjá hvernig það kemur út og vonandi gengur það vel hjá þeim.

Áslaug systir á afmæli í dag og ég sendi henni miljón hnús og kossa yfir hafið vildi svo vera komin í kaffi til hennar. Svo á maður sjálfur afmæli eftir viku :-).

Nóg í bili kveðja úr slabbinu í Reykjavík.

Thursday, October 16, 2008

Miðannapróf þvílíkt og annað eins

Það má eiginlega segja að ég sé bara dottin út úr þessum heimi eða hafi verið úr honum síðan í byrjun okt. Síðasta helgi var bara lærdómur og meiri lærdómur fyrir fjárhagsbókhaldið. Hitti Lilju og Mikael uppi á bókasafni kl 9 á sunnudagsmorgninum og kom heim um kvöldmat rosa stuð eða hvað. Eins gott að vera með þeim annars myndi ég missa vitið sorry elskurnar ef ég er óþolinmóð hehe... Nú prófið gekk svo bara vel fengum ágætan tíma og það var ekki svo erfitt held að þetta ætti að vera betra en síðast. Svo fór restinn af mánudeginum, og allur þriðjudagurinn og eftir hádegi á miðvikudaginn í að lesa fyrir markaðsfræðina. Nú ég hef ekki lesið bókina, og var að frumlesa glósur og annað en viti menn ég held að mér hafi bara gengið nokkuð vel vona að ég fái góða einkunn í þessu. Þá er bara rekstarhagfræðin eftir og í hana fer ég á þriðjudaginn það próf gildir þó aðeins til hækkunnar.

Hvað annað en skólinn jú fór til Ingigerðar í dag og átti með henni góða stund búin að sakna þess að heyra ekki meira í henni. Ætla að fá þau Sigtrygg í mat á laugardaginn því Ingó er í fríi þessa helgi. Nú svo skráði ég mig í óvissuferð til Icelandair á morgun sem ég hlakka mikið til að fara í. Vona að ég hitti eitthvað af mínu gamla liði þar. Svo langar mig að ná góðum tíma með manninum mínum og mínum yndislegu börnum þó svo ég þurfi nú að læra líka fyrir prófið.

Adda í Álftagerði er dáin það er alltaf skrítið þegar maður fréttir af fólki sem maður ólst upp með og er nú horfið á braut. Hef reyndar ekki séð hana í mörg ár en hún er svona hluti af þessari Mývatnssveitar mynd sem maður býr að alla ævi. Sendi aðstandendum hennar mínar samúðarkveðjur.

Ástþór Örn litli frændi minn var í háls-og nefkirtlatöku sendi honum mínar bestu kveðjur og vona að hann jafni sig fljótt.

Frétti svo að fjölgun hjá frænku minni sem ég veit ekki hvort ég má tala um eða ekki???? :-) Allavega til lukku frænka!!

Ekki meira í bili og bestu kveðjur til hennar Lólu minnar sem er nú flutt til Svíþjóðar ég sakna þín og ykkar allra þarna í útlöndunum...

Friday, October 10, 2008

Enginn tími fyrir eitt né neitt

Tíminn þýtur áfram svo ekki sé meira sagt og nú er önnin rétt um hálfnuð og ég byrjuð í miðannaprófum og það fyrsta búið - stærðfræðin. Ég er búin að læra eins og brjáluð ásamt Lilju og Mikael og fleiri krökkum sem eru alltaf uppi í skóla. Prófið var á fimmtudaginn kl hálf 5 og á miðvikudaginn lærðum við til kl 11:30 um kvöldið þannig var nú það. Svo kom prófið og það var svínslega erfitt, ég þekkti svo sem flest dæmin en þau voru sett upp á eins erfiðan og ruglingslegan hátt að nú bara veit ég ekkert hvernig mér gekk. Reiknaði allt nema helming af einu dæmi og ég veit um einhverjar vitleysur en líklega eitthvað rétt líka. Fólk kom út fölt í framan og ein stelpa sem er með mér í tímum var bara ekki með blóðdropa í andlitinu. Fólk í Háskóli með vinnu tók prófið í Ofanleitinu en við í dagskólanum þurftum að fara upp á Höfðabakka. Ég fékk svo fréttir að fólk í HMV hefði grátið og ég veit ekki hvað. Gaman að taka svona sanngjarnt próf eða hitt þó!!! Þetta gilti 25%. Á mánudaginn er próf í fjárhagsbókhaldi sem gildir 5% og miðvikudaginn í markaðsfræði sem gildir 10% en þar er ég að frumlesa allt. Svo er rekstrarhagfræði þann 21 en það próf gildir bara til hækkunnar. Svo kæru vinir þetta verð ég að gera næstu daga.

En smá skemmtifréttir við Ingó vorum á Akureyri um síðustu helgi. Hann var að spila og ég fór með en krakkar voru heima. Hitti Ingveldi sem var frábært átti góðan dekurdag heima hjá henni og svo fórum við á ball á laugardagskvöldinu. Hitti Auði Kjartans líka á kaffihúsi voða gaman að sjá hana. Fór í graut til Lillu og hitti alla í Norðurgötunni og já þetta var bara voða næs helgi.

Ætla svo að eiga góða stund með fjölskyldunni í kvöld en svo er það lærdómur um helgina. Malla á afmæli í dag til lukku með það og Sigtryggur á afmæli á morgun og mamma hennar Ingigerðar líka.

Knús og kreist til allra og verið góð við náungann það eru margir sem eiga bágt núna.

Friday, October 3, 2008

Löng vika

Jæja það er dásamlegt að það sé komin helgi því þessi vika er búin að vera ein sú strangasta í langan tíma. Hófst um síðustu helgin þegar ég byrjaði á aðferðarfræðiverkefninu gerði ekkert annað þá helgi nema okkur stærðfræðidæmi. Það þýddi svo að ég átti eftir að klára restina af dæmunum sem voru ansi flókin, klára aðferðarfræðiverkefnið og klára verkefni í fjárhagasbókhaldi ok!!! Tókum þriðjudaginn í að reikna en það dugði ekki til áttum enn helling eftir þegar sá dagur var liðinn. Við Lilja mættum í tíma í aðferðarfræði á miðvikudaginn og þá kom í ljós að þeir sem voru með okkur höfðu nú ekki gert þetta alveg eins og átti að gera svo við fórum í að taka þetta saman aðstoða þá o.s.frv. Endaði á því að við Lilja tókum þetta með okkur og ég fór heim til hennar eftir skóla og sat með henni framundir 5 og þá vorum við næstum búnar áttum bara smá fínpúss eftir. Í gær fórum við þríeykið upp í vinnuherbergið á bókasafninu og fórum í fjárhagsbókhaldið náðum að klára það að mestu áttum bara eftir að klára ársreikningana og við Lilja ákváðum að fara heim til hennar og klára uppsetninguna en Mikael ákvað að sjá um að reikna út kennitölur (já já latína nema fyrir þig Gilli hehe). Voru mættar heim til hennar kl 3 þar sem við byrjuðum á að fá okkur kókómalt og smá næringu voða gott :-) svo settumst við yfir þetta. Auðvitað náðum við ekki að láta blessuðu tölurnar stemma svo við sendum þetta til Mikaels sem rendi yfir þetta og fann út hvað var að. Við fórum svo í stærðfræði og kláruðum og ég kom heim kl 9 í gærkvöldi. Þá var Ingó farin á æfingu, Ásta í bústað með Sollu vinkonu sinni og Guðný í bústað með bekknum sínum á vegum skólans. Úlfur var hjá Agnari og ég sótti hann þangað. Það var auðvitað kominn snjór yfir allt oj bara og ég sleðaði um göturnar eins og allir hinir borgarbúarnir. Í dag kláruðum við að prenta út fjárhagsbókhaldsverkefnið sem virðist vera rétt miðað við hvað aðrir voru að fá og svo skiluðum við aðferðarfræðinni líka svo úffffff engin verkefni um helgina nema að læra. Ég er að fara norður á eftir með Ingó. Hann er að spila á Vélsmiðjunni og ég held að það sé gott fyrir okkur að fá smá tíma saman ekki hefur hann verið mikill undanfarið :-( Krakkarnir verða hjá tengdó og Ásta í bústað. Planið var að koma heim um miðjan dag á sunnudaginn en það breyttist því boðið var upp á stærðfræðinámskeið milli 12 og 17 þann dag og ég vil ekki missa af því þar sem miðannapróf í stærðfræði er á fimmtudaginn í næstu viku. Já það er bara komið að því. En ég trúi ekki öðru en ég geti nú eitthvað í því og þetta gildir 25% af vetrareinkunn. En ég stefni á að hitta hana Ingveldi (ertu ekki örugglega heima elskan mín???), Auði vinkonu og svo fjölskylduna og eiga smá tíma með manninum mínum. Svo ég óska ykkur góðrar helgar hlakka til að sjá sem flesta fyrir norðan.