Tíminn þýtur áfram svo ekki sé meira sagt og nú er önnin rétt um hálfnuð og ég byrjuð í miðannaprófum og það fyrsta búið - stærðfræðin. Ég er búin að læra eins og brjáluð ásamt Lilju og Mikael og fleiri krökkum sem eru alltaf uppi í skóla. Prófið var á fimmtudaginn kl hálf 5 og á miðvikudaginn lærðum við til kl 11:30 um kvöldið þannig var nú það. Svo kom prófið og það var svínslega erfitt, ég þekkti svo sem flest dæmin en þau voru sett upp á eins erfiðan og ruglingslegan hátt að nú bara veit ég ekkert hvernig mér gekk. Reiknaði allt nema helming af einu dæmi og ég veit um einhverjar vitleysur en líklega eitthvað rétt líka. Fólk kom út fölt í framan og ein stelpa sem er með mér í tímum var bara ekki með blóðdropa í andlitinu. Fólk í Háskóli með vinnu tók prófið í Ofanleitinu en við í dagskólanum þurftum að fara upp á Höfðabakka. Ég fékk svo fréttir að fólk í HMV hefði grátið og ég veit ekki hvað. Gaman að taka svona sanngjarnt próf eða hitt þó!!! Þetta gilti 25%. Á mánudaginn er próf í fjárhagsbókhaldi sem gildir 5% og miðvikudaginn í markaðsfræði sem gildir 10% en þar er ég að frumlesa allt. Svo er rekstrarhagfræði þann 21 en það próf gildir bara til hækkunnar. Svo kæru vinir þetta verð ég að gera næstu daga.
En smá skemmtifréttir við Ingó vorum á Akureyri um síðustu helgi. Hann var að spila og ég fór með en krakkar voru heima. Hitti Ingveldi sem var frábært átti góðan dekurdag heima hjá henni og svo fórum við á ball á laugardagskvöldinu. Hitti Auði Kjartans líka á kaffihúsi voða gaman að sjá hana. Fór í graut til Lillu og hitti alla í Norðurgötunni og já þetta var bara voða næs helgi.
Ætla svo að eiga góða stund með fjölskyldunni í kvöld en svo er það lærdómur um helgina. Malla á afmæli í dag til lukku með það og Sigtryggur á afmæli á morgun og mamma hennar Ingigerðar líka.
Knús og kreist til allra og verið góð við náungann það eru margir sem eiga bágt núna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Jeminn hvað ég öfunda þig ekki af þessum lærdómi! En ég held samt að þú takir þetta í nefið :)
Góða helgi ljúfan, mundu að slaka á líka og anda :)
Sendi góða lærdómsstrauma, takk fyrir afmæliskveðjuna :)
gangi þér vel í törninni, þú tekur þetta eins og þér einni er lagið. Hagðu það gott músalús.
B
Það er nú eins og vant er hjá mér...það vantar nokkra klukkutíma í sólarhringinn til að geta sinnt námi, vinnu, börnum og heimili svo að maður sé sáttur við sjálfan sig.
Post a Comment