Friday, October 3, 2008
Löng vika
Jæja það er dásamlegt að það sé komin helgi því þessi vika er búin að vera ein sú strangasta í langan tíma. Hófst um síðustu helgin þegar ég byrjaði á aðferðarfræðiverkefninu gerði ekkert annað þá helgi nema okkur stærðfræðidæmi. Það þýddi svo að ég átti eftir að klára restina af dæmunum sem voru ansi flókin, klára aðferðarfræðiverkefnið og klára verkefni í fjárhagasbókhaldi ok!!! Tókum þriðjudaginn í að reikna en það dugði ekki til áttum enn helling eftir þegar sá dagur var liðinn. Við Lilja mættum í tíma í aðferðarfræði á miðvikudaginn og þá kom í ljós að þeir sem voru með okkur höfðu nú ekki gert þetta alveg eins og átti að gera svo við fórum í að taka þetta saman aðstoða þá o.s.frv. Endaði á því að við Lilja tókum þetta með okkur og ég fór heim til hennar eftir skóla og sat með henni framundir 5 og þá vorum við næstum búnar áttum bara smá fínpúss eftir. Í gær fórum við þríeykið upp í vinnuherbergið á bókasafninu og fórum í fjárhagsbókhaldið náðum að klára það að mestu áttum bara eftir að klára ársreikningana og við Lilja ákváðum að fara heim til hennar og klára uppsetninguna en Mikael ákvað að sjá um að reikna út kennitölur (já já latína nema fyrir þig Gilli hehe). Voru mættar heim til hennar kl 3 þar sem við byrjuðum á að fá okkur kókómalt og smá næringu voða gott :-) svo settumst við yfir þetta. Auðvitað náðum við ekki að láta blessuðu tölurnar stemma svo við sendum þetta til Mikaels sem rendi yfir þetta og fann út hvað var að. Við fórum svo í stærðfræði og kláruðum og ég kom heim kl 9 í gærkvöldi. Þá var Ingó farin á æfingu, Ásta í bústað með Sollu vinkonu sinni og Guðný í bústað með bekknum sínum á vegum skólans. Úlfur var hjá Agnari og ég sótti hann þangað. Það var auðvitað kominn snjór yfir allt oj bara og ég sleðaði um göturnar eins og allir hinir borgarbúarnir. Í dag kláruðum við að prenta út fjárhagsbókhaldsverkefnið sem virðist vera rétt miðað við hvað aðrir voru að fá og svo skiluðum við aðferðarfræðinni líka svo úffffff engin verkefni um helgina nema að læra. Ég er að fara norður á eftir með Ingó. Hann er að spila á Vélsmiðjunni og ég held að það sé gott fyrir okkur að fá smá tíma saman ekki hefur hann verið mikill undanfarið :-( Krakkarnir verða hjá tengdó og Ásta í bústað. Planið var að koma heim um miðjan dag á sunnudaginn en það breyttist því boðið var upp á stærðfræðinámskeið milli 12 og 17 þann dag og ég vil ekki missa af því þar sem miðannapróf í stærðfræði er á fimmtudaginn í næstu viku. Já það er bara komið að því. En ég trúi ekki öðru en ég geti nú eitthvað í því og þetta gildir 25% af vetrareinkunn. En ég stefni á að hitta hana Ingveldi (ertu ekki örugglega heima elskan mín???), Auði vinkonu og svo fjölskylduna og eiga smá tíma með manninum mínum. Svo ég óska ykkur góðrar helgar hlakka til að sjá sem flesta fyrir norðan.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Takk fyrir kaffihúsastundina okkar í dag:) Það var mjög skemmtilegt og notalegt :)
Ekki gleyma saumó þó það sé brjálað að gera í skólanum :þ sjáumst á þriðjudag
Hver er aftur með klúbb á þriðjudaginn??
Ertu ekki að missa geðið? Þetta er ekki venjulega brjálað nám. Verði þér að góðu. Hvernig dettur þér í hug að segja oj við snjónum! Held að þú ættir að koma í þokuna og rigninguna til okkar :) Saknaðarkveðjur þín Áslaug systir.
Hæ hæ
Vildi nú kvitta fyrir mig.Ég veit að það er brjálað að gera hjá þér,ímyndaðu þér að vera gera þetta með vinnu :O( En þú ert að standa þig vel sæta
Knús Gyða
Kem ekki í saumó á þriðjudaginn því það eru miðannapróf hjá mér í þessari viku og næstu og þarnæstu
Æi en fúlt! Afmælishrina framundan og ég læt heyra frá mér hvenær herlegheitin verða. Jafn gott fyrir þig mæta og næra þig á líkama og sál...
Er ekki próf hjá þér á morgun?? Gangi þér vel:-)
Knúúúúúús
Er ekki próf hjá þér á morgun?? Gangi þér vel:-)
Knúúúúúús
kraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaam
Jebbs... líst vel á þetta, enda vil ég auðvitað hafa ykkur áfram í hverfinu okkar!!
Sjáumst í dag
Og auglýsi auðvitað hér með frábæra tónleika með Söngsveitinni Fílharmóníu + Ragnheiði og Hauki Gröndal. Hress og skemmtileg gyðingatónlist á boðstólnum
-sunnudag kl. 17
-miðvikudag kl. 20
Hægt að kaupa ódýrari miða hjá mér!!
úbbs... nú er ég farin að kommenta inn á vitlausar síður - þetta átti að fara inn hjá Kristínu litlu systur - hehehe...
[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags
Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]
Post a Comment