Thursday, May 31, 2007

18 stig og sól í dag

Smá sumar að sýna sig í dag 18 stig og næs. Ekki það að ég hafi fengið að njóta þess innilokuð á skrifstofunni að vinna og það á fullu því ég var í mega verkefni í dag. Vinn líka á við snigil þessa dagana þar sem ég kann þetta nú ekki fullkomlega enn. Affí systir er hjá mér var í laser aðgerð sem heppnaðist rosalega vel og hún sér núna. Þetta er nýjasta tískan hjá þeim systkynum mínum því Diddi fór á föstudaginn í samskonar aðgerð og sér í fyrsta skipti síðan hann var barn. Til lukku með þetta.

Annars ekkert merkilegt að frétta Arnhildur og Kristín komnar út var að fá þessar myndir af þeim í dag.

Hér er Áslaug sem á að vera að slappa af humm líklegt



Margrét megapæja



Og hér er Arnhildur liðtæk í garðinu



Og hér er önnur pæjumynd



Kristín nýtur lífsins hjá ömmu í sól og sælu





Já það er sko gaman að vera þar sem það er sól og sæla ef þetta sumar verður eins og í fyrra þá held ég að ég pakki bara niður og flytji út oj meika þetta ekki.

Nú ég lofaði saumómyndum og ætla að láta þær flakka hér. Haldið heima hjá Heiðrúnu við nestuðum okkur upp áður en við mættum því hún býr rétt hjá Álverinu og það tekur margar dagleiðir að komast til hennar híhí.. En hér koma myndir.

Hér er hún Íris blakkonan okkar duglega



Malla og Þorgerður systur í blíðu og stríðu



Heiðrún heimasæta kannski að segja okkur frá nýja veggfóðrinu sem er sko listaverk



Nýkomin úr klippingu



Já ég veit þið trúið þessu ekki en það er í alvöru saumað í þessum klúbbi



Sko sjáið hvað Malla er flink



Íris búin að æfa alltof mikið af blaki þessa vikuna :-)



Gaman að hafa nokkrar myndir til að lífga upp á síðuna. Ætla að fara að hætta þessu núna vona bara að ég hitti fullt af skemmtilegu fólki um helgina. Læt hér fylgja með eina mynd í restina af henni Birnu Rún sætustu litlu frænkunni minni hún er mesta dúllan. Arndís ætti að vera byrjuð aftur í fluginu hef ekki heyrt í henni í rúmlega viku verð að hringja í hana um helgina.

Tuesday, May 29, 2007

próftími og stess

Dásamlegt að eiga svona langa helgi. Byrjaði á því að fara til Ingigerðar seint á föstudagskvöldið hafði þá ekki séð hana í rétt um 2 vikur. Sat hjá þeim hjónum til að verða 2 um nóttina og spjallaði. Egill og Erla vinir þeirra frá Akureyri komu upp úr miðnætti með börnin sín þrjú svo það var mikið stuð. Kristín Dögg gisti hjá okkur þessa nótt enda voru þær mæðgur á leið til Áslaugar systur. Hitti svo Arnhildi á laugardaginn og við fórum með stelpurnar í Kringluna. Arnhildur keypti sér 2 voða sæta kjóla og þær litlu fengu að fara í Ævintýraland, fá Mcdonald´s og ís svaka stuð. Keyrði svo liðið heim til mömmu og pabba Fúsa og fékk þar kaffi og leyfar af stúdentstertu Víðis. Hitti Gíslínu systur Fúsa sem ég hef ekki séð lengi en hún er orðin prestsfrú í Vestmannaeyjum. Var bara róleg heima um kvöldið og horfði á Dirty Dancing langt fram á nótt híhí hef ekki séð hana síðan ég var unglingur. Á sunnudaginn var tertukaffi hjá tengdó og svo eyddi ég slatta af tíma í að læra með Ástu. Í gær var líka bara rólegt fórum í Ikea með tengdó og Guðnýju ætluðum að kaupa nýtt eldhúsborð en fundum ekkert. Var svo að læra með Ástu og bara gera ekki neitt. Ekkert voðalega spennandi veður svona la la þó með besta móti í gær. Dauðlangar að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Ætla að fara að reyna að drusla mér í ræktina enda orðin alltof þung og vöðvabólgan að byrja aftur. Þetta er bara ekki hægt.....Friðrik Aðalsteinn er 14 ára í dag. Til lukku með daginn frændi mér finnst ekki svo langt síðan Ásta var að mata þig á morgunkorni heima hjá mér á Lokastígnum :-)

Thursday, May 24, 2007

snjór í maí og nauðgun er nýjasti leikurinn...

Það er búið að opna Hlíðarfjalla aftur og í dag er 24 maí. Er allt að bilast á þessu landi ég bara spyr. Hvað á það að þýða að við skulum vera í vetrarveðri á meðan allar vinkonur mínar og ættingjar fagna sumri í Evrópu. Ég er endanlega viss um að ég hafi fæðst í vitlausu landi á bara ekki til orð. Annað sem ég gjörsamlega er orðlaus yfir er frétt inni á mbl.is sem fjallar heitir Nauðgunarþjálfur á netinu, og hér kemur lýsingi af leiknum:

Í lýsingu á leiknum á vefsvæði torrent.is segir: "Leikmaðurinn bregður sér í hlutverk chikan [sem á japönsku þýðir öfuguggi] sem hefur það að sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Framhaldsskólastúlka að nafni Aoi lætur handtaka chikan fyrir að misbjóða sér. Í framhaldinu hyggur chikan á hefndir með því nauðga öllum fjölskyldumeðlimum Aoi. Fyrsta fórnarlamb hans er Manaka, yngri systir Aoi, sem hann nauðgar á almenningssalerni. Næsta fórnarlamb hans er Yuuko, móðir Aoi, sem hann nauðgar í almenningsgarði. Þriðja fórnarlamb persónunnar er Aoi, þ.e. konan sem kærði hann til lögreglunnar. Hann nauðgar henni á hóteli eftir að hafa bundið hana niður. Þegar leikmaðurinn hefur fullkomnað þessi verkefni sín fær hann að nauðga þeim hvenær og hvar sem hann lystir. [...] Þetta stig nefnist þjálfun, en í því getur leikmaðurinn brotið konurnar þrjár á bak aftur á níu mismunandi vegu. Þetta merkir að þær munu ekki veita neina mótspyrnu gegn óskum leikmannsins um tilteknar kynlífsathafnir." | 11

Ég held að þetta sé mesti viðbjóður sem ég hef heyrt um lengi. Þetta geta börnin okkar nálgast og þarna geta ungir strákar leikið sér eins og ekkert sé sjálfsagðara en nauðga til að refsa. Á bara ekki orð yfir þessu.

Wednesday, May 23, 2007

ný klipping og gellumyndir

Með kvef og náfölar kinnar mætti ég í Laugar eftir vinnu í klippingu. Hér koma nokkrar myndir sem Ásta tók í gærkvöldi áður en ég mætti í saumó til Heiðrúnar. Takið eftir fölar kinnar er það ekki voða kvennlegt það þótti það allavega áður fyrr hehe.








Og svo komu stjörnumyndirnar







Pæja eða hvað híhí... fór svo í saumó til Heiðrúnar pikkaði Möllu og Þorgerði upp og mætt var fyrir Íris. Ekki urðum við fleiri það kvöldið. En það var mikið helgið og ég tók nokkrar myndir sem ég ætla að setja inn í kvöld. Annars bara meinhægt lítið að frétta síðast þegar ég heyrði í Ingigerði var hún ekki búin að finna töskuna sína en búin að versla slatta í H&M gaman hjá henni. Kemur svo á morgun hlakka mikið til.

kveðja Þórdís



Tuesday, May 22, 2007

snít og snút

Lufsaði mér í vinnuna í morgun. Svona er þetta þegar maður er ekki með hita þá hefur maður ekki samvisku í að vera heima. Auðvitað ætti ég að vera heima er enn með hausverk og hörku kvef en nei hér er ég mætt. Búin að sitja einn fund og pirra mig á því hvað mér finnst sumt óskipulagt hér grrrrr... Fékk sms frá Ingigerði í gær sem hafði verið bókuð vitlaust til Genfar og var lent í London en átti ekki flug áfram fyrr en næsta dag s.s. í dag. Komst til Genfar en farangurinn týndur svaka stuð get ég ímyndað mér man allavega hvernig mér leið í Boston þegar ég týndi mínum í haust. Heiðrún getur vitnað um það he he he. En svona er bara til að eyðileggja ferðina fyrir manni nú kemur sér vel að eiga platínukort búið að gera mikið grín að mér fyrir að vilja fá svoleiðis en akkúrat á svona stundu er þetta málið og hana nú. Brynja hringdi í mig í gærkvöldi og peppaði mig upp þar sem ég var að andast á þessu skeri í þessu líka ömurlega veðri alveg að missa mig. Það var gott að heyra í henni hef ekki talað við hana lengi svona símleiðist. Sakna þín eskan.......

Ætla að skella mér til hennar Lindu hárgreiðslukonu í dag eftir vinnu og láta lita á mér hárið. Fór nefnilega í það áður en ég mætti í afmælið til Heiðrúnar að lita það rautt. Eitthvað tókst það ekki sem skyldi og er ég appelsínugul við rótina og rauðari út við endana og mætti því með klút í vinnuna í dag ha ha ha glötuð eða hvað. Svo nú skal laga þetta svo ég geti sýnt mig opinberlega án þess að vera eins og trúskiptingur.

Svo er saumó hjá Heiðrúnu á Völlunum í Hafnarfirði þarf að leggja snemma af stað til að vera mætt um hálf 9 tekur eina og hálfa dagleið að fara þetta ha ha nei joke kannski ekki alveg svo langt en ómæ þetta er lengt úti í ras....i. En íbúðin er fín en bensínkosnaður hlýtur að vera hár.

Nenni ekki að vinna og er þess vegna að stelast til að blogga en hætti því hér og nú og reyni að gera eitthvað af viti bæjó í bili.

Monday, May 21, 2007

kuldi, sól, veik

Helgin liðin alltof fljótt eins og venjulega. Fór til Sædísar eftir vinnu og sat með henni og Heimi úti á verönd í blanka logni og þvílíkum hita. Átti svo rólegt kvöld heima með fjölskyldunni.

Á laugardaginn fórum við Ingó með Úlf í Húsdýragarðinn en þar var vorhátíð Stöðvar 2. Hittum Guðnýju og Jasmín og fengum okkur öll pyslur og gos. Skildum svo liðið eftir og fórum og fengum okkur ís tvö saman. Síðan fór Ingó og hitti strákana úr bandinu og horfði á leikinn en ég fór á Laugarveginn og hitti Sædísi og fjölskyldu. Röltum um og það var heitt í skjóli en skítakuldi um leið og maður steig út úr því. Ótrúlegt veður maður bilast á þessu. Við bara röltum um sem var mjög gaman fer sjaldan niður í bæ. Þau fengu svo lánað málverk og ég keyrði það heim fyrir þau. Bíð nú spennt að vita hvort þau ætla að kaupa það eða ekki. Fór svo heim og sótti Úlf og við rúlluðum út í Hafnarfjörð í og færðum Ingó posann sem hann þurfti fyrir kvöldið og í leiðinni fékk ég nýja flotta strigaskó á Úlf hjá Kidda. Fór svo til Þorgerðar en planið var að fara í Smáralindina og kaupa afmælisgjöf handa Heiðrúnu. Þar var þá fyrir Ásdís Arinbjarnar sem ég hef líklega ekki séð í um 9 ár. Hún var þar með mann og börn og var mjög gaman að hitta hana voða sætir krakkar sem hún á. Þegar þau fóru drifum við okkur og keyptum gjöf og ég fór svo heim og keypti á Mc mat handa Úlfi og Ástu en Guðný gisti hjá Jasmín. Úlfur fór svo til ömmu og ég heim að taka mig til. Datt í huga að lita á mér hárið rautt og skellti mér í Lyfju og keypti lit og litaði það. Ekki tókst það fullkomlega því það er mest rautt við rótina og svo dekkra út á við. Þýðir s.s. að ég þarf á stofu he he..

Afmælið var frábært við Þorgerður komum upp úr hálf 11 og þekktum bara Dagnýju og já Áróru vinkonu hennar. Hitt var allt ættingjalið og vinir Jóns Smára. En þetta varð eitt skemmtilegasta partý sem ég hef farið í lengi og ath ég var á bíl allt kvöldið. Það var verið að spila á gítar og syngja og þegar mér hafðí tekist að hrekja einn frænda og eina frænku frá borðinu he he sem lítið gátu sungið og spilað þá tók við vinur hans Jóns Smára og hann var frábær. Svo þegar tengdaforeldrar Heiðrúnar tóku lagið þá hreinlega ætluðum við að deyja úr hlátri. Ekki hægt að lýsa köldinu en það var hlegið svo mikið að ég fékk hreinlega verki í kjálkana. Keyrði svo liðið niður í bæ og hentum þar Jóni og félögum út en við Þorgerður og Heiðrún rúntuðum um. Gerðumst foreldraspæjarar þegar við sáum stelpu úr 9 bekk í Lindarskóla s.s allt of unga og hringdum á lögguna létum vita af henni. Voru svo alltaf að rúna og fylgjast með henni og krökkunum hehe ekki gerði löggan neitt í þess. Skoraði á Þorgerðir að láta foreldra hennar vita af þessu yrði brjáluð ef fólk sæi Ástu og léti mig ekki vita. Nóttin var yndisleg sól og smá gola og alveg bjart. Hræðilegt að sjá klæðanaðin á sumum stelpnanna í bænum klæddar í alltof þröng og lítil föt sama hverni vaxnar þær voru. Frekar niðurlægjandi fannst mér.

Nú vaknaði svo um kl 10 á sunnudaginn eftir lítin svefn og sótti Úlf til tengdó um kl 11 og fórum upp að orminum í Laugardalnum og hittum þar krakka úr öllum þriðju bekkjunum. Það var skíta skíta skíta kuldi, smá rigning, vindur og ógeð. Enda var illa mætt en þeir sem komu allir í stuði. Allir komu með nesti og svo var farið í leiki. Hitti Guðrúnu Valgeirs sem var mjög gaman hef ekki hitt hana lengi. Hún er orðin mega hjólamamma og þau hjóla út um allt ætti að taka hana mér til fyrirmyndar :-). Nú hreinlega þá fraus ég og þegar ég kom heim upp úr kl 1 þá bara var farið undir sæng og það tvær og ég svaf í heillangan tíma eða þar til ég þurfti að sækja Guðnýju og Jasmín heim til Kristínar vinkonu þeirra. En ég fór aftur undir sæng og var þar það sem eftir var dagsins. Fékk sms frá Ingigerði sem var komin heim en of þreytt til að tala og ég líka svo ég hitti ekkert á hana og í morgun fór hún til Genfar en kemur víst heim á fimmtudaginn sem betur fer farin að sakna hennar geðveikt.

En allavega er heima í dag kvefuð og slöpp hef líklega ofkælst í gær en ath var í úlpu með bæði húfu og vetlinga svo spáið í kuldann. Annað en Brynja í Svíþjóð sem er að koma sér fyrir í nýja húsinu sínu. Geðveikt gaman að skoða myndirnar á blogginu þínu skvísa ég verð að fara að drífa mig til þín sé að þetta er bara æði. Svo átti hún Linda mín afmæli í gær vona að hún setji inn myndir frá þeim degi. Nú fer að styttast í að þú komir skvísa mikið hlakka ég til. Sagðí við Ingó um daginn að við ættum bara að skella okkur til USA í sumar svo hann næði að sjá þetta allt áður en þau flytja. Ja hver veit...

Jæja vona að ég verði hressari á morgun svo ég komist í vinnu. Bless í bili...

Friday, May 18, 2007

sól og sæla

Búin að vera eitthvað löt að blogga. Ætlaði að vera búin að setja inn fullt af myndum en svo hefur myndavélin verið rafmagnslaus svo ég hef bara ekki tekið neinar skemmtilegar myndir. Nú er búin að vera mikið með hann Lubba hef bara ekki brjóst í mér að vita af honum einum heima svo Ingó og krakkarnir hafa sótt hann um 2 leytið þegar Guðný hefur verið búin í skólanum. Hún og Jasmín hafa svo bara gjörsamlega séð um hann held þær hafi náð því á miðvikudaginn að fara 7 sinnum út með hann geri aðrir betur. Á miðvikudagskvöldið var svo smá vorfagnaður hjá Kvosinni (eigendum Gutenberg,Odda o.fl) í Húsdýragarðinum. Ég sótti Guðmundu sem vinnur með mér upp í Gutenberg og við fórum saman. Þar var hellingur af fólki, veðrið æði og grill og stuð. Settist hjá margmiðlunardeildinni Steina,Eyþóri og fleiru og síðar kom Einar framkvæmdarstjóri og við sátum þarna öll og kjöftuðum. Ágætt að láta aðeins sjá sig á svona samkomum. Pólverjarnir úr OPM verksmiðjunni okkar í fullu fjöri dansandi við 2ja manna hljómsveit sem hélt uppi stuðinu. Spiluðu allt frá brjáluðu rokki til Hauks Mortens híhí frekar skrautlegt en fólk virtist skemmta sér vel.

Nú í gær var dásamlegur frídagur þó svo veðrið hefði mátt vera aðeins skemmtilegra. Þorgerður,Hildur og Dagur komu í heimsókn og stuttu síðar Arndís með Birnu Rún. Ég bakaði vöflur ofaní allt liðið og Birna Rún var mest hrifin af Degi geiflaði sig og reyndi að tala við hann eins og hún gat. Hún er svo mikil dúlla. Svo náði Ingó í Lubba og þegar hún sá hann þá alveg misti hún sig vildi bara ná í hann he he.. Drifum okkur svo kl 6 í bíó með krakkana á Spiderman 3. Þvílíkt rán að fara í bíó held þetta hafi kostað um 4200 og popp og kók um 1800 til viðbótar. Á svona stundu man ég afhverju ég fer sjaldan í bíó. Myndin var fín vakti mikla lukku. Svo voru bara rólegheit í gærkvöldi horft á sjónvarp og slakað á.

Í dag er sólin aftur farin að skína og ég vona að helgin verði góð. Malla bauð mér í bústað en ég kemst ekki þarf að hjálpa Ástu að læra undir próf og hún vill vera heima til þess. Svo er Heiðrún líka að halda upp á afmælið sitt og ekki vil ég missa af því vona að ég nái að draga Lólu og Þorgerði með mér. Svo ætlar allur þriðji bekkur að hittast við orminn í Laugardalnum á sunnudaginn kl 11 og ég held að Úlfur vilji nú ekki missa af því. Svo koma Ingigerður og Sigtryggur heim á sunnudagsmorgun og ég ætla nú aðeins að sjá framan í Ingigerði því ég held að hún sé að fara til Genfar á mánudagsmorgun og verði í viku þar og endi ferðina í London með bróður sínum. Það var allavega planið áður en hún fór út. Hlakka til að hitta þau fá ferðasöguna frá Vancouver en það er sko minn draumur að koma þangað.

Ingó fer svo á Krókinn á laugardaginn svo hann kemur ekki með til Heiðrúnar vona bara að veðrið verði gott gæti hugsað mér að taka góðan göngutúr með Sædísi eða rölt um Laugarveginn með kaffihúsa stoppi. Hvað segirðu um það gamla :-)

Jæja góða helgi veit ekki hvort ég skrifa um helgina en kannski set ég inn myndir eftir afmæli Heiðrúnar..

Tuesday, May 15, 2007

Smá sumar

Í dag er 10 stiga hiti og sól og bara nokkuð sumarlegt. Gróður lifnar við frá degi til dags og þetta er allt bara farið að líta ágætlega út. Sótti Lubba í gær eftir vinnu. Hann gjörsamlegast bilaðist þegar ég kom enda búin að vera einn í fleiri klst þann daginn. Ég fór með hann heim og skipti um föt og keyrði til Sædísar og við fórum í langan göngutúr um Grafarvoginn með Lubba og Axel litla í kerru. Sá stutti var heldur betur hress með göngutúrin sat bara og horfði út og var sko ekkert á því að sofna en var svo góður að það heyrðist ekkert í honum. Veðrið var yndislegt en samt var golan pínu köld en það var mjög gaman að labba þarna um hef lítið gengið um á þessum slóðum. Nú gærkvöldið var ósköp rólegt horfði á tv og las fyrir krakkana í Ævintýra höllinni sem þeim finnst frekar skemmtileg bók. Í dag er planið að sækja Lubba eftir vinnu og fara út að ganga. Reyndar vill Guðný endilega að hún og Jasmín fái að fara með hann einar svo kannski fá þær að fara stuttan hring með þeim. Svo langar mig að ráðast í mosann í garðinum við fyrsta tækifæri alveg ótrúlegt hvað það er mikill mosi. Ætla í Blómaval og fá ráðleggingar. Strákurinn í kjallaranum er kominn með trommustett og er að æra alla. Ingó heldur að þetta séu rafmagnstrommur og að hann ætti að geta lækkað í þeim. Ætla að ræða við þau í dag þetta gengur ekki það glymur um allt hús trommusett eiga ekki heima í íbúðarhúsum eins og maðurinn minn veit og enda myndi honum aldrei detta í hug að hafa sitt heim.

Já fréttir hún Þórunn Birna gamla skólasystir mín úr Mývatnssveit var að eignast lítin strák eða lítin 18 merkur það kalla ég stórt ha ha.. Það er svo skemmtilegt að við erum aftur komnar í samband í gegnum bloggið og msn eftir margra ára pásu. Allavega til lukku Þórunn mín.

Jæja vinna og aftur vinna bless í bili

Monday, May 14, 2007

Att bú...

Þá er helgin liðin. Serbar unnu Eurovision og allir voða glaðir eða er það ekki. Horfði reyndar ekki á keppnina enda finnst mér hún afspyrnu leiðinleg svo ég missti ekki af neinu. Laugardagurinn byrjaði á því að ég bakaði 2 kökur og fór með niður í kosningamiðstöð Vinstri grænna. Hitti þar Didda og Sigyn en stoppaði ekki lengi þar sem ég var á leið til Ingigerðar. Rétt náði henni áður en hún fór út um dyrnar í stresskasti átti eftir að kjósa og koma við á skrifstofunni sinni og flugið til Kanada var hálf 5. Fór svo heim og náði í afmælisgjöf Birnu frænku og skottaðist upp í Hátún til hennar en Arndís var þar með Birnu litlu. Við Arndís drifum okkur svo í Kringluna og versluðum smá og fengum okkur kakó á Kaffitári. Fór svo og kaus og svo heim. Úlfur var hjá tengdó um nóttina og Jasmín gisti hjá Guðnýju, Ásta passaði því við Ingó fórum upp á Hótel Sögu á kosningavöku Vinstri grænna. Ekki eins mikið stuð að ríkisstjórnin skyldi halda velli. Eigum reyndar eftir að sjá hvernig ný stjórn verður mynduð og bíðum spennt.

Sunnudagurinn fór svo í smá tiltekt og stúss en var svo mætt til Arndísar kl hálf 4. Mætt á svæðið vorum við Diddi,Sirrý,Ómar,Sólveig,Veigar og Birna og ekki má gleyma henni Helgu í Boston sem var á Skyp með okkur allan tímann voða gaman. Birna flutti okkur erindið sitt sem hún flutti á prestastefnunni um daginn og þegar ég verð búin að eignast það þá set ég það hér inn svo þið getið lesið. Það var alveg frábært hjá henni og gaman að heyra allt þetta um afa og ömmu og líf fjölskyldunnar. Stoppaði svo klst hjá Arndísi eftir að allir fóru lék við Birnu Rún og bara spjallaði við þessa þreyttu húsmóður. Enda er hún skvísan alltaf ein þessa dagana þar sem hann Geiri minn er í prófum er að læra að verða flugmaður.

Nú bara rólegheit í gærkvöldi enda hálfþreytt eftir vökunóttina á Hótel Sögu. Í dag er sól og blíða en pínu kalt. Guðný heima í dag (hjá tengdó) er með hálsbólgu. Ég sæki Lubba eftir vinnu og fer í göngutúr ætla að dobla Sædísi með mér vona að hún nenni. Annars ekkert spes.

Brynja mín til lukku með nýja heimilið gaman að allt gengur vel hjá ykkur með að koma ykkur fyrir.

Rósa mín ég lofa myndum í þessari viku hef ekki komið mér í að klára málið.

Linda ég skal drífa mig í að setja Skyp upp en endilega kíktu á msn svo við getum spjallað hef ekki talað við þig svo lengi.

Og Heiðrún mín til lukku með afmælið!!! koss og knús

koss og knús til allar hinna...

Friday, May 11, 2007

Austantjaldsklíkan

Það fór sem ég spáði ekki komumst við áfram. Eiríkur stóð sig með prýði en það dugði ekki til þar sem hin alræmda Austantjaldsklíkan stóð þétt við bakið á sínu fólki. Allir voða svektir nema ég he he enda ekki mikill aðdáðandi þessarar keppni. Eiki fékk allavega heilmikla skemmtun út úr þessu. Ingigerður og Sigtryggur komu í mat og við skáluðum í rauðvíni og bjór og borðuðum rosa góðan mat. Meira segja var stemningin sú að við borðuðum inni í eldhúsi og færðum okkur aldrei upp á loft. Eldaði kjúllan þannig að ég lét hann marinerast í teriaki sósu og soja í næstum 2 klst og grillaði svo og var með sætar kartöflur og kúrbí bakað í ofni og svo ferskt salat með og svo eplakökuna hennar Stínu frænku í eftirmat nammi. Nú styttist í kosningarnar og ég held uppi merkjum vinstri grænna og dreifi boðskap þeirra um allt sorry Ingigerður og Sædís :-) en það er nú bara allt í góðu að vera ekki sammála um allt. Einn daginn átta þær sig he he he....Ætla að kíkja á laugardagskvöldið á hótel Sögu hitta Didda og Sigyn og vonandi fleiri sem ég þekki og vona bara að þetta verði sigurkvöld. Vantar bara Lindu og Ása til að fara með í svona hóf.Ingó er heima alla helgina sem betur fer svo kannski við gerum eitthvað saman. Arndís frænka búin að bjóða okkur í heimsókn á sunnudaginn en þá ætlar Birna frænka að lesa erindi sem hún flutti á prestastefnunni um daginn og fjallar um hvernig það var að alast upp sem dóttir séra Friðriks Aðalsteins á Húsavík. Ætla að sjálfsögu að mæta þangað og vona að sem flestir komi maður sér þetta lið ekki svo oft. Svo er planið að fara á Superman 3 en hann þær myndirnar falla okkur öllum vel í geð. Þarf kannski að skutlast upp á Akranes á eftir með bæklinga fyrir Gutenberg það er bara fínt breyta aðeins til. Ásta ætlar í Bláa lónið í kvöld með félagsmiðstöðinni ásamt Hrafnkötlu og Karen. Gaman þegar maður er að verða fullorðin og getur tekið meiri þátt í lífinu. Hún er ákveðin og oft óþolinmóð en hún er með hjartað á réttum stað og þessi unglingaveiki eldist af henni eins og mér he he..Kannski ef ég verð dugleg hendi ég einhverju myndum inn á síðuna um helgina.

Thursday, May 10, 2007

Eurovision forkeppnin í kvöld

Þá er komið að okkar árlegu vonbrigðum undarúrslitin í Eurovision. Þetta var nú skárra þegar maður var sjálfkrafa með í keppninni sama í hvaða sæti maður lenti en oboy síðan þeir breyttu þessu í undankeppni þá erum við bara alveg úr leik. Á hverju ári mætum við með nýtt lag og á hverju ári spá veðbankar því að við hreinlega vinnum þetta. Ja hafi það gerst þá hefur það algjörlega farið framhjá mér. En alltaf vonar landinn að nú fari þetta að breytast og hver veit kannski einn daginn en ég held ekki í kvöld. Rauðhærði rokkarinn á ekki eftir að komast þetta því miður. Ég er persónulega ekki mikil Eurovision manneskja en ætla samt að fá Ingigerði og Sigtrygg í grill í kvöld. Það er allavega alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Ásta ætlar heim til Heiðar vinkonu sinnar þær ætla að vera með smá "partý" svaka stuð. Úlfur vildi nú endilega kaupa flatsjá á 150.000 hjá BT og giska svo á í hvað sæti lagið yrði og þá þyrftum við ekki að borga það ef við grísuðum á rétt sæti. Ha ha ég vinn aldrei í neinu svona svo líkurnar yrðu mér ekki í hag.

Annars er sól út, smá gola og aðeins kuldi í lofti en voða næs samt. Labbaði á Nings með 2 úr vinnunni í dag og það var gott að fá ferskt loft. Jæja vinna meira.......

Wednesday, May 9, 2007

veik í dag

Er heima í dag. Búin að vera að drepast í hálsinum síðustu 2 daga og í morgun þá var ég bara alveg búin á því. Með hálssærindi, hausverk og allur pakkinn svo ég ákvað að vera heima. En eftir að tæknin er orðin eins og hún er í dag þá er maður samt alltaf pínulítið að vinna. Ég er að sjálfsögðu búin að svara öllum pósti sem ég hef fengið og svo er ég að hugsa um að skrifa niður þau fyrirtæki sem ég hugsanlega gæti heimsótt og gefið nafnspjaldið mitt. Byrja að sjálfsögðu á þeim fyrirtækjum sem ég þekkti og vann með hjá Icelandair :-). Tók einn rosalega góðan rúnt á mánudaginn fór niður í ÍSÍ húsið og heimsótti öll sérsamböndin og dreifði nafnspjaldinu mínu. Hef varla komið í húsið síðan ég hætti á ÍT ferðum. Mikið var gaman að hitta alla aftur byrjaði í kaffi á ÍSÍ með stelpunum þar. Fljótlega bættist hann Kári frá Skíðasambandinu við í hópinn og það var mjög gaman að sjá hann enda var hann minn kúnni á Icelandair. Svo kíkti ég á hestastelpurnar og komst að því að hún Solla er búin að eignasta litla stelpu. Solla mín til lukku með það. Svo kíkti ég á Önnu Línu á Landssambandi fatlaðra hún er eins og ég ein af drottningunum í dalnum en það er félag sem stofnað var og allar stelpur úr ÍSÍ húsinu og KSÍ voru í. Gaman var að þegar ég kom til hans Egils upp á FRÍ hitti ég hann Gústa sem áður var með Reykjavíkurmaraþonið. Við vorum miklir vinir þegar ég vann á ÍT ferðum og sameinuðumst í því að hrella hann Júlla sem vann með mér. Minnist þess þegar við útbjuggum miltisbrandsbréf handa Júlla he he dunduðum okkur við að leysa upp frímerki af bréfi sem Gústi átti frá að ég held Egyptalandi og fengum svo hveiti hjá Bibbu á kaffistofunni og settum í umslag ásamt bréfi á arabísku. Ja svona gat maður verði slæmur he he en okkur fannst við ekkert smá fyndin. Hitti Sigtrygg aðeins uppi á Idega og endaði svo á ÍT ferðum. Því miður var Hörður ekki við hann var á Spáni hjá Bryndísi dóttur sinni. Fyndið að koma inn á skrifstofuna allt einhvern vegin svo eins en samt ekki. Harpa tók á móti mér og fékk 3rd degree yfirheyrslu frá mér um allt sem var í gangi. Hún sagði mér t.d. að Hörður hefði fengið vægt hjartaáfall úti í London í febrúar og hefði svo farið í hjartaþræðingu. Karlinn ekki er hann að hugsa vel um sig....En allavega þessar heimsóknir voru bara frábærar og vonandi fæ ég prentsölu út á þetta.

Nú annars s.s. ekkert mikið búið að vera í gangi. Allt snýst um kosningar og Diddi bróðir hringir eins og vitlaus maður í alla og prediktar um vinstri græna og það sem meira er honum gengur bara ágætlega að sannfæra fólk.

Nú ég ætlaði að fara í göngutúr með Ingigerði og Lubba eftir vinnu í gær en var eitthvað svo þreytt og slöpp. Ég fæ að hafa Lubba alla daga í næstu viku eftir vinnu og framundir kl 21 því Ingigerður og Sigtryggur eru að fara til Kanada og verða í viku og Gunnar sem passar Lubba er að vinna til 21 alla daga. En það er bara fínt þá fæ ég góða hreyfingu.

Kíkti í saumó í gær vorum allar mættar nema Dagný og Lóla. Mikið helgið og spjallar og við Heiðrún deildum með þeim sögum frá Players og talað var um Túrbót... nei ekki við barnahæfi svo ég hætti hér. Sigga Dís að sjálfsögðu mest spennt að fá að vinna með Jónsa i sumar he he he nooooottttt. Keyrði svo Þorgerði heim og við náðum að kjafta um stund.

Nú er hún Brynja mín búin að sofa eina nótt í nýja húsinu í Lundi og ég hlakka til að heyra allt um það. Hún hringdi í mig á leiðinni þangað með börnin pirruð í bílnum og allar taugar þandar eftir að skilja við vini og kunninga í Örebro. Gangi ykkur vel elskan mín hugsa til ykkar.

Jæja er hætt þessu blaði og heyri í ykkur seinna.

Sunday, May 6, 2007

Helgarstuðið

Hef ekki komist í að blogga neitt svo hér kemur það. Fór með Sædísi,sem er í 13 sæti :-) ekki 14 eins og ég sagði, og Ingigerði á fundinn þarna á fimmtudagskvöldið. Þegar við komum var allt pakkað og það sem meira var sitandi fundur ekki standandi. Þetta var bara svona ok og stóð ekki lengi yfir. Eftir hann rúntuðum við um bæinn en svo þurfti Sædís heim að sinna Axeli litla svo við Ingigerður skelltum okkur á Thorvaldsen. Fengum okkur að borða og sátum og spjölluðum. Hittum þar eitthvað tölvulið sem var á fundi hér og spjölluðum aðeins við þau. Síðan löbbuðum við um og enduðum á Oliver. Þangað mætti svo tölvuliði og settist hjá okkur. Ingigerður fékk það fyndnasta nafnspjald ever en einn af gæjunum var frá Finnlandi og starfsheitið hans var á finsku he he.

Var dauðþreytt á föstudaginn en lét samt tilleiðast að fara á Players á Sálina. Fór með Heiðrúnu,Möllu,Lólu og Heiðu vinkonu frá Icelandair og svo nokkrum fleirum vinkonum Heiðrúnar. Ingó var á Akureyri og tengdo með krakkana og Asta og Karen einar heima. Ætlaði að vera bílandi þar sem ég er að spara hehe en þegar Linda hans Sveins Ómars hljóðmans var búin að gefa mér frítt inn ákvað ég að taka þátt í tjúttinu vitandi (vonandi) að Heiða myndi keyra mig heim sem og hún gerði. Lóla hvarf nú fljótt enda dauðþreytt en við hinar dönsuðum allan tíman. Börðumst við hjólastólagengi sem rúllaði sér inn á okkar yfirráðasvæði og píur sem dönsðu á okkur. Maður þarf svo að berjast fyrir sínu á svona balli. Hitti svo hann Frey minn sem ég hef ekki séð í mjög langan tíma. Hann trúði ekki að ég væri búin að ferma hana Ástu sem var svo lítil og saklaus þegar við leigðum saman. Sýndi honum mynd af henni sem ég tók í vetur og hann átti ekki til orð bara máluð og allt. Já svona er þetta. Hann á eina litla stelpu sem er að verða 3ja ára og býr í úthverfi borgarinnar ja hérna svona breytasta hlutirnir það er af sem áður var þegar við bjuggum á Miklubraut 70 og svo á Lokastígnum algjörar miðbæjarrottur. Þá var nú farið á Gaukinn hvernær sem tækifæri gafst og svo fékk ég allt strákagengið reglulega í heimsókn mikið stuð. Ótrúlegt að það séu 14-15 ár síðan jeminn ég er að verða gömul á eftir að grafa upp gamlar myndir frá því á þessum tíma og setja á bloggið hehe...

Nú bara nokkuð hress tókst ég á við laugardaginn. Arndís frænka kom í heimsókn með Birnu litlu. Diddi kíkti líka í smá stund. Úlfur og Guðný hurfu í húsdýragarðinn um kl 10 og mættu heim upp úr 5. Stuð hjá þeim allt frítt í garðinum og þó svo þau hefðu varða borðað neitt allan daginn þá var þetta meiriháttar.. Nú Arndís keyrði mig að ná í bílin og svo fór ég til Kristínar í afmæli tvíbbanna. Hitti þar lita bróður minn og fjölskyldu á leið út úr dyrunum en sat eftir með Möllu og Þorgerði og rifjaði upp atburði næturinnar. Malla er sko kona sem kann að skemmta sér frítt þar sem hver karlinn á fætur öðrum dásamaði hana og bauð henni í glas sem hún þáði alsæl go Malla go he he.....
Var reyndar alveg búin á því um kvöldið og horfið á The return of the Mummy sem minnti mig bara á Egyptaland!

Í dag er ég svo búin að vera að þrífa og þríf og þrífa. En það er sama hvað ég þríf mér finnst ég bara ekki sjá neinn árangur. Hata að eyða helgunum í svona. Svo ég dreif í að versla í matinn stórt og gott læri og fór heim og eldaði og bauð tengdó, Ingigerði og Sigtryggi að koma. Ingó kom svo heim rúmlega hálf 8 sem var fínt og passaði að við vorum að fara að borða. Áttum skemmtilegt kvöld ræddum pólitík ekki alveg samstiga í henni en so what það er bara skemmtilegra engin ástæða til að vera alltaf sammála. Nýjasta nýtt er að það á að ganga endanlega frá mér því nú er planið að fara í Bootcamp eða hvernig sem það er skrifað. Og þar sem ég hef ekki hreyft mig í marga mánuði og er algjörlega laus við að vera þrekmikil kona þá verða þetta endalok mín... Nei það verður gott að sparka í sig vel og lengi!!! Jæja gott í bili er hætt þessu bulli og farin í rúmið. Góða nótt...

Thursday, May 3, 2007

tra la la

Jæja þá er enn eina ferðina kominn fimmtudagur. Vikan þýtur áfram og ég bara ræð ekki við neitt. Þakka notaleg koment við leiðindadeginum mínum við eigum öll einn svona dag hehe.. Nú það var mikið að gera í vinnunni í gær og á tímabili fannst mér eins og ég kynni ekki neitt og skyldi ekki neitt og ég væri hreinlega að drukna. En svo reddaðist það sem betur fer því í huganum var ég margbúin að segja upp :-). Það var hellirigning framan af degi en þegar ég kom heim var sólin farin að skína og reglulega sumarlegt úti. Guðný og Jasmín voru á fullu úti að leika og mér tókst að henda Úlfi frá sjónvarpinu og í fótbolta á kirkjulóðinni. Ásta var að lesa undir próf rosalega dugleg. Ingigerður kom svo um 6 leytið og sótti mig og við keyrðum heim til hennar og sóttum Lubba og löbbuðum heim til mín með hann. Frábært veður og gaman að spjalla hef varla séð hana síðan í fermingunni en reyndar talað við hana næstum daglega. Svo þegar við komum heim til mín þá keyrði ég hana heim. Mjög gott fyrirkomulag ekki satt. Í dag ætla ég að fara með Sædísi vinkonu á konufund hjá Sjálfstæðisflokknum og Ingigerður ætlar líka að koma með. Diddi fær hjartaáfalla við að lesa þetta ha ha en hann þarf engar áhyggjur að hafa ég er græn og stend við það. En hinsvegar er allt í lagi að heyra hvað er í gangi hjá öðrum plús það að Sædís er í 14 sæti á lista hjá þeim í ár. Veit að það verður fullt af áhugaverðu fólki þarna svo við ætlum bara að skella okkur 3 saman og hafa það gaman. Annars er Ingó að fara norður um helgina svo ég verð eitthvað bara að dunda mér með krökkunum og kannski hitta vinkonurnar og svo fer ég í afmæli tvíbbanna hjá Kristínu á laugardaginn kl 3.

Jæja best að snúa sér að vinnunni og reyna að vera dugleg og skilja hvað ég á að gera. Vildi samt helst bara vera að fara á kaffihús í góðra vina hópi og labba aðeins um bæinn og bara chilla í dag en það gengur víst ekki.

Tuesday, May 1, 2007

Frídagur

Leiðindadagur í dag. Átti samt frí svo það hefði átt að vera ok en Ingó var að vinna og svo var hljómsveitaræfing svaka stuð. Svo ég er búin að hanga heima í allan dag lagaði til í mínu herbergi, ryksugaði alla efri hæðina og setti í vél. Svakalegt stuð hef bara aldrei upplifað aðra eins skemmtun. Úti er grámyglulegt þó það sé ekki kalt en guð minn góður þegar maður heyrir í fólki fyrir norðan í sól og sælu og allir vinirnir í útlöndum baða sig í sól þá bara spyr maður sig hvað maður sé að hanga á þessu skeri ómæ þetta er bara einn af þessum dögum verð hressari á morgun :-)