Monday, May 14, 2007

Att bú...

Þá er helgin liðin. Serbar unnu Eurovision og allir voða glaðir eða er það ekki. Horfði reyndar ekki á keppnina enda finnst mér hún afspyrnu leiðinleg svo ég missti ekki af neinu. Laugardagurinn byrjaði á því að ég bakaði 2 kökur og fór með niður í kosningamiðstöð Vinstri grænna. Hitti þar Didda og Sigyn en stoppaði ekki lengi þar sem ég var á leið til Ingigerðar. Rétt náði henni áður en hún fór út um dyrnar í stresskasti átti eftir að kjósa og koma við á skrifstofunni sinni og flugið til Kanada var hálf 5. Fór svo heim og náði í afmælisgjöf Birnu frænku og skottaðist upp í Hátún til hennar en Arndís var þar með Birnu litlu. Við Arndís drifum okkur svo í Kringluna og versluðum smá og fengum okkur kakó á Kaffitári. Fór svo og kaus og svo heim. Úlfur var hjá tengdó um nóttina og Jasmín gisti hjá Guðnýju, Ásta passaði því við Ingó fórum upp á Hótel Sögu á kosningavöku Vinstri grænna. Ekki eins mikið stuð að ríkisstjórnin skyldi halda velli. Eigum reyndar eftir að sjá hvernig ný stjórn verður mynduð og bíðum spennt.

Sunnudagurinn fór svo í smá tiltekt og stúss en var svo mætt til Arndísar kl hálf 4. Mætt á svæðið vorum við Diddi,Sirrý,Ómar,Sólveig,Veigar og Birna og ekki má gleyma henni Helgu í Boston sem var á Skyp með okkur allan tímann voða gaman. Birna flutti okkur erindið sitt sem hún flutti á prestastefnunni um daginn og þegar ég verð búin að eignast það þá set ég það hér inn svo þið getið lesið. Það var alveg frábært hjá henni og gaman að heyra allt þetta um afa og ömmu og líf fjölskyldunnar. Stoppaði svo klst hjá Arndísi eftir að allir fóru lék við Birnu Rún og bara spjallaði við þessa þreyttu húsmóður. Enda er hún skvísan alltaf ein þessa dagana þar sem hann Geiri minn er í prófum er að læra að verða flugmaður.

Nú bara rólegheit í gærkvöldi enda hálfþreytt eftir vökunóttina á Hótel Sögu. Í dag er sól og blíða en pínu kalt. Guðný heima í dag (hjá tengdó) er með hálsbólgu. Ég sæki Lubba eftir vinnu og fer í göngutúr ætla að dobla Sædísi með mér vona að hún nenni. Annars ekkert spes.

Brynja mín til lukku með nýja heimilið gaman að allt gengur vel hjá ykkur með að koma ykkur fyrir.

Rósa mín ég lofa myndum í þessari viku hef ekki komið mér í að klára málið.

Linda ég skal drífa mig í að setja Skyp upp en endilega kíktu á msn svo við getum spjallað hef ekki talað við þig svo lengi.

Og Heiðrún mín til lukku með afmælið!!! koss og knús

koss og knús til allar hinna...

2 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir kveðjuna:-)
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Við getum samt ekki annað en glaðst yfir árangri okkar manna, úr 5 þingmönnum í 9, og geri aðrir betur ;) (vonandi ekki samt,hinir mega ekki gera betur,tihi)