Friday, May 11, 2007

Austantjaldsklíkan

Það fór sem ég spáði ekki komumst við áfram. Eiríkur stóð sig með prýði en það dugði ekki til þar sem hin alræmda Austantjaldsklíkan stóð þétt við bakið á sínu fólki. Allir voða svektir nema ég he he enda ekki mikill aðdáðandi þessarar keppni. Eiki fékk allavega heilmikla skemmtun út úr þessu. Ingigerður og Sigtryggur komu í mat og við skáluðum í rauðvíni og bjór og borðuðum rosa góðan mat. Meira segja var stemningin sú að við borðuðum inni í eldhúsi og færðum okkur aldrei upp á loft. Eldaði kjúllan þannig að ég lét hann marinerast í teriaki sósu og soja í næstum 2 klst og grillaði svo og var með sætar kartöflur og kúrbí bakað í ofni og svo ferskt salat með og svo eplakökuna hennar Stínu frænku í eftirmat nammi. Nú styttist í kosningarnar og ég held uppi merkjum vinstri grænna og dreifi boðskap þeirra um allt sorry Ingigerður og Sædís :-) en það er nú bara allt í góðu að vera ekki sammála um allt. Einn daginn átta þær sig he he he....Ætla að kíkja á laugardagskvöldið á hótel Sögu hitta Didda og Sigyn og vonandi fleiri sem ég þekki og vona bara að þetta verði sigurkvöld. Vantar bara Lindu og Ása til að fara með í svona hóf.Ingó er heima alla helgina sem betur fer svo kannski við gerum eitthvað saman. Arndís frænka búin að bjóða okkur í heimsókn á sunnudaginn en þá ætlar Birna frænka að lesa erindi sem hún flutti á prestastefnunni um daginn og fjallar um hvernig það var að alast upp sem dóttir séra Friðriks Aðalsteins á Húsavík. Ætla að sjálfsögu að mæta þangað og vona að sem flestir komi maður sér þetta lið ekki svo oft. Svo er planið að fara á Superman 3 en hann þær myndirnar falla okkur öllum vel í geð. Þarf kannski að skutlast upp á Akranes á eftir með bæklinga fyrir Gutenberg það er bara fínt breyta aðeins til. Ásta ætlar í Bláa lónið í kvöld með félagsmiðstöðinni ásamt Hrafnkötlu og Karen. Gaman þegar maður er að verða fullorðin og getur tekið meiri þátt í lífinu. Hún er ákveðin og oft óþolinmóð en hún er með hjartað á réttum stað og þessi unglingaveiki eldist af henni eins og mér he he..Kannski ef ég verð dugleg hendi ég einhverju myndum inn á síðuna um helgina.

3 comments:

imyndum said...

Ummm, Teriaki - Eurovision máltíðin hljómaði mjög vel, skil vel að þið hafið setið lengi við.

Góða skemmtun á Spiderman, þó svo það megi alveg draga smá úr Bandaríkja aðdáuninni í myndinni er þetta ágætis afþreying.

kossar, Rósa

Anonymous said...

Góða helgi mín kæra:-) Knús Heiðrún

brynjalilla said...

uhmmnamminamm, lýst vel á thennan mat, hafid thad gott um helgina og áfram vinstri graenir.