Thursday, May 10, 2007

Eurovision forkeppnin í kvöld

Þá er komið að okkar árlegu vonbrigðum undarúrslitin í Eurovision. Þetta var nú skárra þegar maður var sjálfkrafa með í keppninni sama í hvaða sæti maður lenti en oboy síðan þeir breyttu þessu í undankeppni þá erum við bara alveg úr leik. Á hverju ári mætum við með nýtt lag og á hverju ári spá veðbankar því að við hreinlega vinnum þetta. Ja hafi það gerst þá hefur það algjörlega farið framhjá mér. En alltaf vonar landinn að nú fari þetta að breytast og hver veit kannski einn daginn en ég held ekki í kvöld. Rauðhærði rokkarinn á ekki eftir að komast þetta því miður. Ég er persónulega ekki mikil Eurovision manneskja en ætla samt að fá Ingigerði og Sigtrygg í grill í kvöld. Það er allavega alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Ásta ætlar heim til Heiðar vinkonu sinnar þær ætla að vera með smá "partý" svaka stuð. Úlfur vildi nú endilega kaupa flatsjá á 150.000 hjá BT og giska svo á í hvað sæti lagið yrði og þá þyrftum við ekki að borga það ef við grísuðum á rétt sæti. Ha ha ég vinn aldrei í neinu svona svo líkurnar yrðu mér ekki í hag.

Annars er sól út, smá gola og aðeins kuldi í lofti en voða næs samt. Labbaði á Nings með 2 úr vinnunni í dag og það var gott að fá ferskt loft. Jæja vinna meira.......

5 comments:

Anonymous said...

Ég held við verðum að færa Ísland "örlítið" austar ef við ætlum að komast upp úr þessari undankeppni!!!!!!! En Eiki bleiki gerði þetta samt vel ;)

brynjalilla said...

hann var alvega aedi.

imyndum said...

;) einhverstaðar sá ég hugmynd um að senda Pólverja fyrir Íslands hönd á næsta ári

Anonymous said...

Já sendum bara innflytjendur fyrir okkar hönd á næsta ári, getum gert góða blöndu af eistum, pólverjum og lettum og við vinnum pottþétt:-) ha ha ha

Thordisa said...

sammála ykkur ég vissi að hann ætti ekki séns en hann stóð sig geðveikt vel strákurinn með hárið út um allt he he flottur rokkari. Hver er anonymous??? :-)