Wednesday, May 9, 2007

veik í dag

Er heima í dag. Búin að vera að drepast í hálsinum síðustu 2 daga og í morgun þá var ég bara alveg búin á því. Með hálssærindi, hausverk og allur pakkinn svo ég ákvað að vera heima. En eftir að tæknin er orðin eins og hún er í dag þá er maður samt alltaf pínulítið að vinna. Ég er að sjálfsögðu búin að svara öllum pósti sem ég hef fengið og svo er ég að hugsa um að skrifa niður þau fyrirtæki sem ég hugsanlega gæti heimsótt og gefið nafnspjaldið mitt. Byrja að sjálfsögðu á þeim fyrirtækjum sem ég þekkti og vann með hjá Icelandair :-). Tók einn rosalega góðan rúnt á mánudaginn fór niður í ÍSÍ húsið og heimsótti öll sérsamböndin og dreifði nafnspjaldinu mínu. Hef varla komið í húsið síðan ég hætti á ÍT ferðum. Mikið var gaman að hitta alla aftur byrjaði í kaffi á ÍSÍ með stelpunum þar. Fljótlega bættist hann Kári frá Skíðasambandinu við í hópinn og það var mjög gaman að sjá hann enda var hann minn kúnni á Icelandair. Svo kíkti ég á hestastelpurnar og komst að því að hún Solla er búin að eignasta litla stelpu. Solla mín til lukku með það. Svo kíkti ég á Önnu Línu á Landssambandi fatlaðra hún er eins og ég ein af drottningunum í dalnum en það er félag sem stofnað var og allar stelpur úr ÍSÍ húsinu og KSÍ voru í. Gaman var að þegar ég kom til hans Egils upp á FRÍ hitti ég hann Gústa sem áður var með Reykjavíkurmaraþonið. Við vorum miklir vinir þegar ég vann á ÍT ferðum og sameinuðumst í því að hrella hann Júlla sem vann með mér. Minnist þess þegar við útbjuggum miltisbrandsbréf handa Júlla he he dunduðum okkur við að leysa upp frímerki af bréfi sem Gústi átti frá að ég held Egyptalandi og fengum svo hveiti hjá Bibbu á kaffistofunni og settum í umslag ásamt bréfi á arabísku. Ja svona gat maður verði slæmur he he en okkur fannst við ekkert smá fyndin. Hitti Sigtrygg aðeins uppi á Idega og endaði svo á ÍT ferðum. Því miður var Hörður ekki við hann var á Spáni hjá Bryndísi dóttur sinni. Fyndið að koma inn á skrifstofuna allt einhvern vegin svo eins en samt ekki. Harpa tók á móti mér og fékk 3rd degree yfirheyrslu frá mér um allt sem var í gangi. Hún sagði mér t.d. að Hörður hefði fengið vægt hjartaáfall úti í London í febrúar og hefði svo farið í hjartaþræðingu. Karlinn ekki er hann að hugsa vel um sig....En allavega þessar heimsóknir voru bara frábærar og vonandi fæ ég prentsölu út á þetta.

Nú annars s.s. ekkert mikið búið að vera í gangi. Allt snýst um kosningar og Diddi bróðir hringir eins og vitlaus maður í alla og prediktar um vinstri græna og það sem meira er honum gengur bara ágætlega að sannfæra fólk.

Nú ég ætlaði að fara í göngutúr með Ingigerði og Lubba eftir vinnu í gær en var eitthvað svo þreytt og slöpp. Ég fæ að hafa Lubba alla daga í næstu viku eftir vinnu og framundir kl 21 því Ingigerður og Sigtryggur eru að fara til Kanada og verða í viku og Gunnar sem passar Lubba er að vinna til 21 alla daga. En það er bara fínt þá fæ ég góða hreyfingu.

Kíkti í saumó í gær vorum allar mættar nema Dagný og Lóla. Mikið helgið og spjallar og við Heiðrún deildum með þeim sögum frá Players og talað var um Túrbót... nei ekki við barnahæfi svo ég hætti hér. Sigga Dís að sjálfsögðu mest spennt að fá að vinna með Jónsa i sumar he he he nooooottttt. Keyrði svo Þorgerði heim og við náðum að kjafta um stund.

Nú er hún Brynja mín búin að sofa eina nótt í nýja húsinu í Lundi og ég hlakka til að heyra allt um það. Hún hringdi í mig á leiðinni þangað með börnin pirruð í bílnum og allar taugar þandar eftir að skilja við vini og kunninga í Örebro. Gangi ykkur vel elskan mín hugsa til ykkar.

Jæja er hætt þessu blaði og heyri í ykkur seinna.

6 comments:

Anonymous said...

vona að þú verðir fljót að hrista þetta úr þér ;) Batakveðjur frá mér og mínum

Anonymous said...

Náðum góðu blaðri í gærkvöldi - var ansi þreytt í morgun ;)
Heyrumst...

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Styð Didda heils hugar í baráttunni. Þú mátt skila baráttukveðjum. Vona svo að þú náir heilsu fljótt elskan ;)

Thordisa said...

er enn með særindi í hálsinum en ég dríf mig í vinnu á morgun. Er bara búin að halda kyrru fyrir í dag en er frekar bólgin og þrútin. Skila þessu til Didda hann er sko á fullu í þessu. Hlakka til þegar þú kemur heim og við getum farið að stússast saman í hinu og þessu...

Anonymous said...

Láttu þér batna kella mín, taktu eitthvert kvöldið frá í vikunni eða næstu og komdu og kíktu á kofann:-)
Knús Heidda Valentine

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]