Sunday, May 6, 2007

Helgarstuðið

Hef ekki komist í að blogga neitt svo hér kemur það. Fór með Sædísi,sem er í 13 sæti :-) ekki 14 eins og ég sagði, og Ingigerði á fundinn þarna á fimmtudagskvöldið. Þegar við komum var allt pakkað og það sem meira var sitandi fundur ekki standandi. Þetta var bara svona ok og stóð ekki lengi yfir. Eftir hann rúntuðum við um bæinn en svo þurfti Sædís heim að sinna Axeli litla svo við Ingigerður skelltum okkur á Thorvaldsen. Fengum okkur að borða og sátum og spjölluðum. Hittum þar eitthvað tölvulið sem var á fundi hér og spjölluðum aðeins við þau. Síðan löbbuðum við um og enduðum á Oliver. Þangað mætti svo tölvuliði og settist hjá okkur. Ingigerður fékk það fyndnasta nafnspjald ever en einn af gæjunum var frá Finnlandi og starfsheitið hans var á finsku he he.

Var dauðþreytt á föstudaginn en lét samt tilleiðast að fara á Players á Sálina. Fór með Heiðrúnu,Möllu,Lólu og Heiðu vinkonu frá Icelandair og svo nokkrum fleirum vinkonum Heiðrúnar. Ingó var á Akureyri og tengdo með krakkana og Asta og Karen einar heima. Ætlaði að vera bílandi þar sem ég er að spara hehe en þegar Linda hans Sveins Ómars hljóðmans var búin að gefa mér frítt inn ákvað ég að taka þátt í tjúttinu vitandi (vonandi) að Heiða myndi keyra mig heim sem og hún gerði. Lóla hvarf nú fljótt enda dauðþreytt en við hinar dönsuðum allan tíman. Börðumst við hjólastólagengi sem rúllaði sér inn á okkar yfirráðasvæði og píur sem dönsðu á okkur. Maður þarf svo að berjast fyrir sínu á svona balli. Hitti svo hann Frey minn sem ég hef ekki séð í mjög langan tíma. Hann trúði ekki að ég væri búin að ferma hana Ástu sem var svo lítil og saklaus þegar við leigðum saman. Sýndi honum mynd af henni sem ég tók í vetur og hann átti ekki til orð bara máluð og allt. Já svona er þetta. Hann á eina litla stelpu sem er að verða 3ja ára og býr í úthverfi borgarinnar ja hérna svona breytasta hlutirnir það er af sem áður var þegar við bjuggum á Miklubraut 70 og svo á Lokastígnum algjörar miðbæjarrottur. Þá var nú farið á Gaukinn hvernær sem tækifæri gafst og svo fékk ég allt strákagengið reglulega í heimsókn mikið stuð. Ótrúlegt að það séu 14-15 ár síðan jeminn ég er að verða gömul á eftir að grafa upp gamlar myndir frá því á þessum tíma og setja á bloggið hehe...

Nú bara nokkuð hress tókst ég á við laugardaginn. Arndís frænka kom í heimsókn með Birnu litlu. Diddi kíkti líka í smá stund. Úlfur og Guðný hurfu í húsdýragarðinn um kl 10 og mættu heim upp úr 5. Stuð hjá þeim allt frítt í garðinum og þó svo þau hefðu varða borðað neitt allan daginn þá var þetta meiriháttar.. Nú Arndís keyrði mig að ná í bílin og svo fór ég til Kristínar í afmæli tvíbbanna. Hitti þar lita bróður minn og fjölskyldu á leið út úr dyrunum en sat eftir með Möllu og Þorgerði og rifjaði upp atburði næturinnar. Malla er sko kona sem kann að skemmta sér frítt þar sem hver karlinn á fætur öðrum dásamaði hana og bauð henni í glas sem hún þáði alsæl go Malla go he he.....
Var reyndar alveg búin á því um kvöldið og horfið á The return of the Mummy sem minnti mig bara á Egyptaland!

Í dag er ég svo búin að vera að þrífa og þríf og þrífa. En það er sama hvað ég þríf mér finnst ég bara ekki sjá neinn árangur. Hata að eyða helgunum í svona. Svo ég dreif í að versla í matinn stórt og gott læri og fór heim og eldaði og bauð tengdó, Ingigerði og Sigtryggi að koma. Ingó kom svo heim rúmlega hálf 8 sem var fínt og passaði að við vorum að fara að borða. Áttum skemmtilegt kvöld ræddum pólitík ekki alveg samstiga í henni en so what það er bara skemmtilegra engin ástæða til að vera alltaf sammála. Nýjasta nýtt er að það á að ganga endanlega frá mér því nú er planið að fara í Bootcamp eða hvernig sem það er skrifað. Og þar sem ég hef ekki hreyft mig í marga mánuði og er algjörlega laus við að vera þrekmikil kona þá verða þetta endalok mín... Nei það verður gott að sparka í sig vel og lengi!!! Jæja gott í bili er hætt þessu bulli og farin í rúmið. Góða nótt...

10 comments:

brynjalilla said...

Hhaha ég horfdi líka á return of the mummy um daginn bara vegna thess ad thad minnti mig edlilega á Egyptaland. Djö vaeri eg til i ad koma med ther i svona bootcamp, best ad skoda hvad Lundur hefur upp a ad bjóda. Er í skólanum, var ad kvedja alla og byd nuna eftir ad Valli saeki mig svo vid getum hafid lokasprettinn i pökkuninni. Er leid ad kvedja alla en veit ad thad lídur hjá...thad gerir thad venjulega. Myndi samt batna fyrr ef thu kaemir i heimsókn!

Anonymous said...

já kannski bara verð ég rosalega kærulaus og dríf mig bara í heimsókn til þín fyrr en ég hafði ætlað mér!

Anonymous said...

Hæ skvís og takk fyrir síðast, þetta var alveg meiriháttar gaman... held ég hafi nú sagt við Ingó þarna um nóttina að við tvær ætluðum að fara norður í stuðið til þeirra deginum eftir, eitthvað skolaðist það í burtu í þynnkunni á laugardeginum ha ha ha. En ég er svo gjörsamlega sammmála þér með þetta drasl, það er sama hversu oft maður tekur til og er endalaust að ganga frá það sést voðalega lítill munur:-( Jæja best að halda áfram að vinna, er að drukkna hérna.... púff- go Icelandair!!!
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Já svona er að vera eins og smástelpa og heilla alla gömlu karlana, tihi :) En veskið var ánægt og ég líka !!!

Anonymous said...

Það er greinilegt að ég og Þórdís erum komnar yfir ellimörkin þar sem við borguðum fyrir okkar drykki sjálfar:-) Spurning um að halda sig þá bara heima hjá kallinum og borða popp í staðinn og sleppa þynnkunni daginn eftir...
ha ha ha Heiðrún ellismellur

Anonymous said...

Freyr úthverfapabbi?

Anonymous said...

Ekki að hann sé ekki fær um það - móðureðli okkar var nú ekki alltaf í forgrunni á árum áður, í 101 og 105. En Freyr?! Skemmtilegt hvað verður úr okkur.

Þórdís mín, ég mæli með að þú hækkir aðeins Visa reikninginn þinn og skellir þér til Brynju.

Systa, úthverfadrottning (svo langt frá 101) þar sem Lord of the "hrings" ræður ríkjum.

Anonymous said...

ég meina það úthverfa pabbi farið inn á barnaland og finnið Sigurdís Sjöfn Freysdóttir reyndar á ég eftir að fá lykilorðið inn á síðuna en það er hægta ð sjá fullt af myndum af litlu skvísunni og einni Freysa með hana.Og hann tekur sig vel út :-)já Systa ótrúlegt hvað við djammdrottningarnar erum orðnar í dag he he

Anonymous said...

Ég var svo lukkuleg að sleppa alveg við alla þynnku ;) Bara að passa að drekka ekkert sterkt og engin skot,þá er ég góð daginn eftir ;)

Anonymous said...

Þessi skot eru stórhættuleg og alltaf jafn girnileg þegar maður stendur við barinn og vantar eitthvað sem fer fljótt og örugglega niður og maður þarf ekki að halda á, á dansgólfinu... ha ha ha
Sjáumst í kvöld saumódömur ef ég sofna ekki fyrir átta....
Kv. Heidda