Wednesday, September 26, 2007

Come what may

Þetta er eitt flottasta ljóð og lag sem ég veit um. Það er úr Moulin Rouge bíómyndinni. Lesið og andið því að ykkur.Það er dásamlegt. Tileinka ljóð dagsins manninum sem ég elska.

Never knew I could feel like this
Like I've never seen the sky before
I want to vanish inside your kiss
Every day I Love You more and more

Listen to my heart, can you hear it sing
Telling me to give you everything
Seasons may change, winter to spring
But I Love You, until the end of time

Come what may
Come what may
I will Love You
Until my dying day

Suddenly the world seems such a perfect place
Suddenly it moves with such a perfect grace
Suddenly my life doesn't seem such a waste
It all revolves around you

And there's no mountain too high
No river too wide
Sing out this song,
I'll be there by your side

Storm clouds may gather
And stars may collide
But I Love You, I Love You,
Until the end of time

Oh, come what may, come what may
I will Love You, until my dying day
Oh come what may, come what may
I will Love You, I will Love You

Suddenly the world seems such a perfect place

Come what may
Come what may
I will Love You
Until my dying day

Tuesday, September 25, 2007

Enn á lífi

Enn á lífi, dagarnir líða úti er kalt í dag en sól. Tengdó hressari krakkarnir gistu hjá henni um helgina. Fór út að borða með manninum mínum á föstudaginn á Eldsmiðjuna áttum notalega stund saman þar. Horfðum út um gluggann á fyrstu íbúðina okkar. Mikið leið okkur vel þar. Skellti mér í þá skemmtilegu búð Hestar og menn með Lólu á laugardaginn. Lóla kemur mér alltaf í gott skap sama hvað er. Náðum að hlægja mikið í þessari ferð sérstaklega þegar við sátum fyrir utan Aktu taktu og hámuðum í okkur samlokur og hamborgar og varð okkur þá litið út á bílaplan þar sem nokkrir fuglar gæddu sér á magainnihaldi einhvers síðan liðina nótt. Fór í bíó með krakkana á laugardagseftirmiðdegi og hitti svo Ingó sem var að spila á Nordica á árshátíð. Vorum saman tvo þar til hann fór að spila. Keyrði hann uppeftir og skellti mér í heimsókn til Friðborgar konu Péturs úr Spútnik. Sat hjá henni þar til Ingó var búin að spila um hálf 3 og sótti hann þá og við fórum saman heim. Fór með honum í rót næsta dag og svo sóttum við Ástu til Heiðar og krakkana til tengdó. Skellti mér með Guðnýju í afmæli Birnu Rúnar dóttur Arndísar stoppuðum nú ekki lengi. Síðasta vika Arndísar í fluginu í bili. Búin að eiga nokkur hugguleg kvöld heima, heima er best.

Monday, September 17, 2007

Amsterdam, Police og frábær helgi

Góðan daginn hef bara ekki gefið mér tíma til að skrifa neitt lengi lengi. Svo það er best að reyna að skrifa allt sem gerst hefur núna undanfarið. Fyrst er að nefna afmæli Ingigerðar sem var þann 8 sept. Hún bauð heim í þessa svaka veislu þar sem saman var komið hellingur af skemmtilegu fólki og það er óhætt að segja að ég skemmti mér vel. Ásta og Heiður voru að þjóna fram undir kl hálf 11 ásamt honum Álfgrími frænda Ingigerðar sem er 10 ára gamall. Nú tengdó var með krakkana en svo veiktist hún og Ingó þurfti að fara og ná í þau og hátta heima og svo fór Ásta og passaði þau. Nú Ingó fór svo á Players en þangað mætti ég svo rúmlega 3 ásamt Gunnari bróður Sigtryggs og vinum okkar Andrési og Helgu. Allavega bara alveg frábært kvöld.

Nú svo kom bara í ljós næsta dag að tengdó var orðin meira en lítið veik hafði fengið smá kransæðakast og var einnig komin með gallblöðrubólgur svo hún inn á spítala. Og þá þurfti nú að fara að vinna í því hvað við myndum gera við krakkana helgina 13-16 því þá lá leiðin til Amsterdam með Ingigerði og Sigtryggi á Police tónleika. En auðvitað á ég að það besta fólk sem til er. Við flugum út á fimmtudeginum og þessar elskur mínar komu sér sjálf í skólann með Ástu sem umsjónarmann. Nú seinni partinn þann daginn kom svo hún Arndís elsku frænka mín og gaf þeim að borða og hugsaði um þau og svaf heima um nóttina hjá þeim og kom þeim í skólann. Takk elsku frænka þetta var ótrúlega fallegt af þér. Nú svo á föstudeginum þá fóru þær systur til Áslaugar ömmu Ástu og voru þar alla helgina. Skemmtu sér vel og fóru í bíó, keilu með Halla og margt fleira. Hins vegar tóku þau Diddi og Sigyn það að sér að hugsa um Úlf. Hann fór með þeim upp í bústað og átti yndislega helgi. Takk takk elskurnar mínar mikið er gott að eiga ykkur að.

Nú en aðalmálið er auðvitað Amsterdam. Er ekki tilbúin með myndirnar en ætla að reyna að setja þær inn á morgun/hinn. Og hér kemur ferðasaga!

Ingigerður og Sigtryggur komu um 6 leytið þann 13 til að pikka okkur Ingó upp. Við öll hress og spennt að leggja af stað. Í Keflavík fengum við okkur að borða og settumst inn á nýja flotta barinn sem IGS er með. Mæli með honum rosa flottur. Flugið var ljúft svaf meira og minna. Amsterdam tók á móti okkur með sínu blíðasta veðri og upphafið lofaði góðu. Hótelið var á þeim besta stað sem hægt var gjörsamlega í 5mín labbi frá lestarstöðinni og gjörsamlega í miðbænum. Eftir að hafa komið okkur fyrir löbbuðum við út og kíktum á borgina. Fengum okkur auðvitað bjór þó Ingó og Sigtryggur væru kannski frekar tregir til þess híhí... Löbbuðum inn á ítalskan stað og fengum okkur að borða og svo kíktu við í búð og fengum okkur þær nauðsynjar sem við þurftum. Svo upp á herbergi og tekin smá afslöppun áður en mætt var til þeirra hjónanna í forrétt áður en haldið var út. Borðuðum á argentínskum stað það kvöldið sem var rosa gott. Þar fengum við upplýsingar um að torg eitt sem heitir Leidseplein og þar má finna eitt fjörugasta næturlíf í Amsterdam. Þar fórum við inn á rokkklúbb og spiluðum pool og drukkum bjór og skemmtum okkur konunglega.

Föstudagur rann upp fagur og fínn og við vorum mætt í morgunmat á Damrak götuna sem liggur niður að Dam square torginu en við það er til dæmis The Royal Palace. Eftir að mata notið matar þá löbbuðum við og kíktum í búðir svona í rólegheitunum ekki var nú mikið verslað en þetta var var voða gaman. Nældum okkur í frábærar leigubílstjóra sem keyrði okkur upp á hótel um 5 leytið og sótti okkur svo korter yfir 6 og keyrði okkur á Police tónleikana sem voru á Arena vellinum (heimavelli Ajax) Tónleikarnir voru hreinlega snilld. Fengum frábær sæti og hjómsveitin var frábær. Ingó minn skemmti sér konunglega enda mesti aðdáðandinn í hópnum að öllum ólöstuðum þekkti hvert einasta lag og söng með og skemmti sér. Eftir tónleikana hittum við hann Andrés vin okkar sem er með okkur i morðingjaspilaklúbbum. Hann er að vinna fyrir Samskip og var staddur í Rotterdam og skellti sér á tónleikana. Við tókum lestina saman inn til Amsterdam og löbbuðum inn í það sögufræga Rauðahverfið. Óhætt að segja að það er ótrúlegt hverfi maður trúir því ekki að það sé í raun og veru enn hægt að sjá hálf naktar konur úti í glugga sem eru að selja sig. Þarna var mannleg eymd í fullum gangi. En það var líka fullt af flottum stöðum þarna og við settumst fyrst á einn útibar og færðum okkur svo á pínkulítin pub með lifandi tónlist. Alveg frábær staður þar sem við fundum herbergi á efri hæðinni sem ekki var hægt að standa uppréttur í heldur sitja við borð eða á gólfinu. Þar voru gluggar sem maður horfið útum og niður á dansgólfið. Frekar fyndinn staður. Vorum reyndar við að sofna þar inni fyrir rest því það var svo loftlaust. Þá var haldið út að finna eitthvað að borða og fundinn staður sem mér fannst ekki mjög girnilegur :-) eins var þjónustan hræðileg. Löbbuðum svo heim enda hótelið rétt hjá og þá komu matsölustaðir í hrönnum og þar gat Ingó keypt sér að borða enda hafði honum ekki tekist að fá þjónustu á hinum staðnum.

Laugardagur: Þreytt og þunn sváfum við lengi út og fórum í hádegismat á Dam square um kl 1. Veðrið var æði sólin skein og við sátum lengi á mjög skemmtilegum stað og borðuðum. Síðan skelltum við okkur í siglingu um síki Amsterdam sem tók um klst. Eftir það röltum við og ætluðum á Önnu Frank safnið eða Van Gogh en vorum orðin of sein þau voru að loka. Þá ákváðum við Ingigerður að skella okkur í kínverskt fóta,herða og axlanudd á meðan þeir Ingó og Sigtryggur fengju sér einn bjór. Ok þetta var lífsreynsa í lagi. Við vorum settar í lazyboy stóla allt voða næs en svo byrjaði konana að nudda á mér andlitið og það var hræðilega sárt. Svo réðist hún á handleggina á mér og axlir og ég kipptist til og frá. Svo eftir að hafa verið sett í fótabað sem var nú næs fór hún að nudda á mér tærnar og kippa þeim til og frá og nudda ilina og þetta var það furðulegasta sem ég veit um. Alveg hræðilega óþægilegt en samt gott eftirá he he... Um kvöldið skelltum við okkur á indónesískan/tíbeskan stað og fengum frábærar mat sem var þó vel sterkur og fór misjafnlega í maga. Löbbuðum þaðan á skemmtilegt kaffihús og fengum okkur nokkra drykki áður en við fórum aftur á Leidseplein torgið. Löbbuðum þar um og enduðum á Jassklúbbi sem okkur fannst öllum (nema Sigtryggi) mjög skemmtilegur. Heim vorum við komin um kl 2 öll dauðþreytt.

Sunnudagur: Okkur Ingó tókst aldrei að mæta í morgunmat á hótelinu en þau hjónin skelltu sér þennan dag. Ég tók hins vegar góða sturtu og svo pökkuðum við niður í ró og næði. Löbbuðum út á lestarstöð og vorum mætta á flugvöllinn rétt fyrir kl 1. Ég kíkti í búðir en þau hin fengu sér að borða. Flugið heim var ljúft dottaði meira og minna alla leiðina. Gott var svo að koma heima og knúsa börnin mín og enn betra að fara snemma að sofa með manninum mínum enda vorum við bæði dauðþreytt.

Þar með lýkur þessari löngu ferðasögu og eins og ég sagði áður myndir koma seinna.


Wednesday, September 5, 2007

Komin á ról

Jæja mætti til vinnu í gær. Kannski ekki alveg eins og ég átti að mér að vera en samt þó bara ágæt. Er að vinna að undirbúningnum að fyrsta Sjónvarpsvísi Suðurlands sem kemur út á fimmtudaginn. Alltaf einhverjir byrjunarörðuleikar en þetta kemur allt. Átti náðugan dag eftir vinnu bjó til pizzu og svo kíkti Sella eftir kvöldmat. Guðný og Ingó fóru í klippingu og Guðný bað um skátopp og ætlaði auðvitað að hann yrði síður og flottur en endaði með stuttan skátopp og gjörsamlega grét úr sér augun í gær þar sem hún heldur bekkjarafmælið sitt á föstudaginn og ætlaði að vera svo flott. Mér finnst hún reyndar voða sæt og Ingó var mjög flottur með sína klippingu. Hann æfir og æfir í World Class farin að sjá þvílíkan mun á honum. Ég mætti svo kl hálf 7 í morgun upp á Nordica Spa og nú eru bara 2 dagar eftir og þá eru 4 vikur búnar. Sé hellings mun og svo er bara að halda áfram. Hlakka bara til að fá út úr loka mælingunni. Svo fer ég í klippingu á morgun og verð orðin voða fín fyrir afmæli Ingigerðar sem er á laugardaginn. Nú Ingó er að spila á morgun á Oliver með Lady Di and the softtones (sorry veit ekki hvort rétt skrifað) Endilega komið nú sem flest með mér að horfa á! Svo er hann með Greifunum á föstudag og laugardag svo kannski kíkir maður á föstudaginn langt síðan ég hef séð þá. Svo það er nóg að gera og svo er það bara Police í næstu viku í Amsterdam og það verður æði. Margt að hlakka til og margt að gleðjast yfir í þessum heimi...

Monday, September 3, 2007

Rigning og veikindi

Búið að rigna og rigna og mér tókst á næla mér í magapest. Fór því ekki í mælingu á föstudaginn heldur var heima þann daginn. Átti rólegt kvöld með fjölskyldunni annað ekki merkilegt. Þóttist hressari á laugardaginn og fór að lyfta á Nordica með Ingigerði sem var mjög gott. Fór svo í afmæli Kristjáns Arnar hennar Möllu og um kvöldið fóru þau litlu til ömmu Sellu en við Ásta í bíó á The Evening sem er algjörlega frábær mynd í anda The Notebook. Var svo ekki hress á sunnudaginn með í maganum allan daginn drifum okkur reyndar í keilu með krakkana en var svo ekki mjög hress eftir það og er heima í dag en lufsa mér á morgun.

Síðasta vikann í ræktinni og ég held bara að maginn sé þvílíkt að minnka og allt á besta vega komið en nóg kannski enn eftir. En ég bara hætti ekki og held ótrauð áfram!