Nú svo kom bara í ljós næsta dag að tengdó var orðin meira en lítið veik hafði fengið smá kransæðakast og var einnig komin með gallblöðrubólgur svo hún inn á spítala. Og þá þurfti nú að fara að vinna í því hvað við myndum gera við krakkana helgina 13-16 því þá lá leiðin til Amsterdam með Ingigerði og Sigtryggi á Police tónleika. En auðvitað á ég að það besta fólk sem til er. Við flugum út á fimmtudeginum og þessar elskur mínar komu sér sjálf í skólann með Ástu sem umsjónarmann. Nú seinni partinn þann daginn kom svo hún Arndís elsku frænka mín og gaf þeim að borða og hugsaði um þau og svaf heima um nóttina hjá þeim og kom þeim í skólann. Takk elsku frænka þetta var ótrúlega fallegt af þér. Nú svo á föstudeginum þá fóru þær systur til Áslaugar ömmu Ástu og voru þar alla helgina. Skemmtu sér vel og fóru í bíó, keilu með Halla og margt fleira. Hins vegar tóku þau Diddi og Sigyn það að sér að hugsa um Úlf. Hann fór með þeim upp í bústað og átti yndislega helgi. Takk takk elskurnar mínar mikið er gott að eiga ykkur að.
Nú en aðalmálið er auðvitað Amsterdam. Er ekki tilbúin með myndirnar en ætla að reyna að setja þær inn á morgun/hinn. Og hér kemur ferðasaga!
Ingigerður og Sigtryggur komu um 6 leytið þann 13 til að pikka okkur Ingó upp. Við öll hress og spennt að leggja af stað. Í Keflavík fengum við okkur að borða og settumst inn á nýja flotta barinn sem IGS er með. Mæli með honum rosa flottur. Flugið var ljúft svaf meira og minna. Amsterdam tók á móti okkur með sínu blíðasta veðri og upphafið lofaði góðu. Hótelið var á þeim besta stað sem hægt var gjörsamlega í 5mín labbi frá lestarstöðinni og gjörsamlega í miðbænum. Eftir að hafa komið okkur fyrir löbbuðum við út og kíktum á borgina. Fengum okkur auðvitað bjór þó Ingó og Sigtryggur væru kannski frekar tregir til þess híhí... Löbbuðum inn á ítalskan stað og fengum okkur að borða og svo kíktu við í búð og fengum okkur þær nauðsynjar sem við þurftum. Svo upp á herbergi og tekin smá afslöppun áður en mætt var til þeirra hjónanna í forrétt áður en haldið var út. Borðuðum á argentínskum stað það kvöldið sem var rosa gott. Þar fengum við upplýsingar um að torg eitt sem heitir Leidseplein og þar má finna eitt fjörugasta næturlíf í Amsterdam. Þar fórum við inn á rokkklúbb og spiluðum pool og drukkum bjór og skemmtum okkur konunglega.
Föstudagur rann upp fagur og fínn og við vorum mætt í morgunmat á Damrak götuna sem liggur niður að Dam square torginu en við það er til dæmis The Royal Palace. Eftir að mata notið matar þá löbbuðum við og kíktum í búðir svona í rólegheitunum ekki var nú mikið verslað en þetta var var voða gaman. Nældum okkur í frábærar leigubílstjóra sem keyrði okkur upp á hótel um 5 leytið og sótti okkur svo korter yfir 6 og keyrði okkur á Police tónleikana sem voru á Arena vellinum (heimavelli Ajax) Tónleikarnir voru hreinlega snilld. Fengum frábær sæti og hjómsveitin var frábær. Ingó minn skemmti sér konunglega enda mesti aðdáðandinn í hópnum að öllum ólöstuðum þekkti hvert einasta lag og söng með og skemmti sér. Eftir tónleikana hittum við hann Andrés vin okkar sem er með okkur i morðingjaspilaklúbbum. Hann er að vinna fyrir Samskip og var staddur í Rotterdam og skellti sér á tónleikana. Við tókum lestina saman inn til Amsterdam og löbbuðum inn í það sögufræga Rauðahverfið. Óhætt að segja að það er ótrúlegt hverfi maður trúir því ekki að það sé í raun og veru enn hægt að sjá hálf naktar konur úti í glugga sem eru að selja sig. Þarna var mannleg eymd í fullum gangi. En það var líka fullt af flottum stöðum þarna og við settumst fyrst á einn útibar og færðum okkur svo á pínkulítin pub með lifandi tónlist. Alveg frábær staður þar sem við fundum herbergi á efri hæðinni sem ekki var hægt að standa uppréttur í heldur sitja við borð eða á gólfinu. Þar voru gluggar sem maður horfið útum og niður á dansgólfið. Frekar fyndinn staður. Vorum reyndar við að sofna þar inni fyrir rest því það var svo loftlaust. Þá var haldið út að finna eitthvað að borða og fundinn staður sem mér fannst ekki mjög girnilegur :-) eins var þjónustan hræðileg. Löbbuðum svo heim enda hótelið rétt hjá og þá komu matsölustaðir í hrönnum og þar gat Ingó keypt sér að borða enda hafði honum ekki tekist að fá þjónustu á hinum staðnum.
Laugardagur: Þreytt og þunn sváfum við lengi út og fórum í hádegismat á Dam square um kl 1. Veðrið var æði sólin skein og við sátum lengi á mjög skemmtilegum stað og borðuðum. Síðan skelltum við okkur í siglingu um síki Amsterdam sem tók um klst. Eftir það röltum við og ætluðum á Önnu Frank safnið eða Van Gogh en vorum orðin of sein þau voru að loka. Þá ákváðum við Ingigerður að skella okkur í kínverskt fóta,herða og axlanudd á meðan þeir Ingó og Sigtryggur fengju sér einn bjór. Ok þetta var lífsreynsa í lagi. Við vorum settar í lazyboy stóla allt voða næs en svo byrjaði konana að nudda á mér andlitið og það var hræðilega sárt. Svo réðist hún á handleggina á mér og axlir og ég kipptist til og frá. Svo eftir að hafa verið sett í fótabað sem var nú næs fór hún að nudda á mér tærnar og kippa þeim til og frá og nudda ilina og þetta var það furðulegasta sem ég veit um. Alveg hræðilega óþægilegt en samt gott eftirá he he... Um kvöldið skelltum við okkur á indónesískan/tíbeskan stað og fengum frábærar mat sem var þó vel sterkur og fór misjafnlega í maga. Löbbuðum þaðan á skemmtilegt kaffihús og fengum okkur nokkra drykki áður en við fórum aftur á Leidseplein torgið. Löbbuðum þar um og enduðum á Jassklúbbi sem okkur fannst öllum (nema Sigtryggi) mjög skemmtilegur. Heim vorum við komin um kl 2 öll dauðþreytt.
Sunnudagur: Okkur Ingó tókst aldrei að mæta í morgunmat á hótelinu en þau hjónin skelltu sér þennan dag. Ég tók hins vegar góða sturtu og svo pökkuðum við niður í ró og næði. Löbbuðum út á lestarstöð og vorum mætta á flugvöllinn rétt fyrir kl 1. Ég kíkti í búðir en þau hin fengu sér að borða. Flugið heim var ljúft dottaði meira og minna alla leiðina. Gott var svo að koma heima og knúsa börnin mín og enn betra að fara snemma að sofa með manninum mínum enda vorum við bæði dauðþreytt.
Þar með lýkur þessari löngu ferðasögu og eins og ég sagði áður myndir koma seinna.
15 comments:
HæHæ... greinilega frábær ferð :o) hlakka til að sjá myndir.
Hvernig hefur Sella það?? Enn inni á spítala eða komin heim??
Sella kemur heim í dag vonandi
Skemmtileg ferðasaga Þórdís mín.
Það hefur verið mikið fjör hjá ykkur. Fyndin sagan af nuddferðinni ykkar;)
Vona að tengdamömmu þinni heilsist örlítið betur en fyrir helgi.
Bestu kveðjur frá IN
geggjað, gott að þið náðuð að setja lit á Amsterdan og safna gimsteinum í minningarsarpinn.
já nuddsaga er bara ótrúleg hef aldrei upplifað annað eins he he... Tengdó komin heim Ingó var að sækja hana og hún er bara nokkuð hress. Amsterdam er æði kannski við eigum eftir að hittast þar allar saman
Gott að ferðin gekk vel og var skemmtileg :) Ekki við öðru að búast af svona skemmtilegu fólki!! Batakveðjur ti Sellu.
Blessud systir
Tad var sko miklu meira gaman med pabba í dag í Celle í Antíkbúdum =) fundum thessa einu sem hann var alltaf ad tala um svo ad ferdinni er bjargad. Vedrid gedveikt gott. Gott ad Sella fer ad koma heim. Vid bidjum kaerlega ad heilsa henni. Ferdin ykkar var frábaer !!! =D
Ástarkvedjur Mamma, Pabbi, stóra systir og litla Margrét
Gaman að fá mömmu heim, ég er búinn að sakna hennar í þrjá daga. Kveðja Úlfur
Hæ hæ. Ferlegt að heyra af Sellu, vona að henni líði betur og nái að jafna sig betur eftir að hún kemst heim.
Gott að allt gekk vel hjá krökkunum um helgina og að ferðin ykkar var vel heppnuð.
Bestu kveðjur, Svanhildur
Hehe ég sé þig alveg fyrir mér í nuddinu.. :)
Gott að tengdó líður betur
Kveðjur frá Egils :)
Þórunn
já Þórunn við söknuðum þín í gær hittumst hjá Heiðrúnu því Ellen var á landinu. Gátum hlegið að blogginu þínu og þjónustu síma og Mogga á landsbyggðinni hehe
Frábær ferð hjá ykkur og greinilegt að þið skemmtuð ykkur vel!! Vona að Sella hafi það betra. Frábært komment hjá Úlfi sem saknaði mömmu sinnar. Hlakka til að sjá djamm myndirnar! Kveðjur Arnhildur uppáhaldsfrænka allra
Frábært að ferðin gekk vel og Sella sé að koma heim. vonandi náum við svo að hittast um helgina.
Sjáumst í kvöld mín kæra:-)
Ég heimta nýtt blogg........ kveðja Malla frænka frekja ;)
Post a Comment